Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Sú litla gula afturgengin

Nú leika stjórnvöld og fyrrverandi bankamógúlar skemmtilegan leik sem ég las um í tímakennslu á Hagamelnum í denn.

Hjá honum Þórði en hann kynnti mig fyrir því heitasta í spennusögum fyrir börn með mjólkurtennur.

Það er alveg sama hvert maður snýr sér, þeir koma fram karlarnir einn af öðrum og hafa útskýringar á bálreiðum höndum.

Þeir vita nákvæmlega hvað olli hruninu.

Þeir eru allir hjartanlega sammála um að það hafði ekkert með þá sjálfa að gera.

The blame game?

Nei litla fokkings gula hænukrúttið all over again.

Og við krakkar mínir erum hænan.

Jabb dúllurassarnir mínir.


mbl.is Krónan stærsta vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ávísun á vonbrigði

Ef ég ætti peninga til að geyma myndi ég hafa þá í frystihólfinu, einfalt og þægilegt.

Ég hef geymt vísakortið mitt í frystikistunni og varð að bíða með að nota það þangað til frostpakkinn utan um það þiðnaði.  Það endaði samt með að sumir skiluðu inn sínu greiðslukorti.  Jájá.

En trúir einhver á málefnasamning ríkisstjórnarinnar núorðið?

Voandi ekki því það er ávísun á vonbrigði.

Samningar gerðir, hviss, fruss og læti í penna, blekið þornar og allt er gleymt.

ÁMINNING HÉR!

Svo sá ég svo dúllulega frétt á DV sem gladdið mig alveg sérstaklega.

Ég er svo fegin að útrásin skuli skila einhverju okkar þaki yfir höfuð.

KOFINN!


mbl.is Innstæður frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég, hið seka samfélag

angry_woman 

Þeir segja að það séu mjög erfiðir tímar framundan.

Ég, meira að segja held að það séu helvíti erfiðir tímar framundan, spurningin er hvernig við ætlum að takast á við það og halda geðheilsunni.

Þessir dagar óvissu og endalausrar biðar eru eins og í draumi, draumi sem ekki er líklegt að við vöknum upp af á næstunni.

Þegar það kom í fréttum að það yrði jólatrjáaskortur fölnaði ég þar sem ég sat í minni eðalstofu og ég greip um hjartað.  Guð hjálpi okkur öllum stundi ég þar sem ég sat með augun uppglennt af skelfingu.  Var enginn endir á hamförunum?

Það voru verstu fréttir sem ég hafði heyrt lengi - sko þangað til að ég mundi eftir að Hljómsveitin hafði neytt mig (já með andlegu offorsi) til að kaupa gervitré fyrir tveimur árum síðan en hann hefur barist fyrir þessu hjartans máli sínu í áraraðir.  Á þessu heimili eru öll baráttumál vandlega valin með tilliti til þarfa alls mannkyns.  Enginn helvítis hégómi hér.

Húsband náði mér, sem sagt þar sem ég var aum og meðfærileg og nýlega komin úr meðferð hvar ég gekk óstyrkum fótum í jólatrésskógi Garðheima, vart vitandi hvort ég var komin eða farin. 

Plattréð var keypt.  Það er með margra ára ábyrgð.  Jájá.

Þegar ég mundi þetta varð ég afskaplega hamingjusamur jólafrömuður og ég nananabúbúaðist út í alla sökkerana sem enn eru að kaupa lifandi dauð jólatré frá Danmörku.

Já það eru vissulega erfiðir tímar framundan en hjá mér er jólatrésvandamálið mikla leyst og það breytir auðvitað heilmiklu.

Ég get ekkert verið að horfast í augu við þessa kreppu þannig lagað séð fyrr en jólin eru búin.

Jólin eru fyrst á dagskrá - örvæntingin ein tekur svo við í janúar enda janúar fínn bömmermánuður.

Það er svo sem búið að reyta af manni skrautfjaðrirnar í lifnaðarháttum fyrir lifandis löngu þannig að ég er ekki hrædd um að ég muni fara einhvers á mis.

Ég er reyndar enn í áfalli yfir rjúpnastatus undanfarinna ára og í fyrra bauðst mér þessi nauðsynlegi hátíðarmatur á 5000 krónur stykkið.  Já þakka kærlega fyrir en ég gat ekki þegið það vegna þess að ég átti ekki íbúð með lausum veðréttum til að nýta mér þetta frábæra tilboð.

Íslendingar (lesist rjúpnasalar) eru alls ekki gráðugir og nýta sér ekki samdrátt á fuglamarkaði til að hagnast feitt - ónei.

Annars veit ég ekki hvað ég er að röfla hérna vitandi að það eru erfiðir tímar framundan.

Ég ætti að vera að taka slátur, míga á hákarl eða hreinlega vera að stela mér kjöti á fæti fyrir mig og mína fjölskyldu.

En ég viðurkenni hér með að ég er ábyrg á útrásarsukkinu, Björgvin viðskipta og bankamála sagði það beinum orðum í Kastljósi gærkvöldsins.  Hann sagði eitthvað á þá leið að allt samfélagið væri ábyrgt.

Hann er einmanna þarna á ábyrgðartoppnum maðurinn og ég skal taka á mig skellinn, ég er nefnilega hið seka samfélag.

Með mínar 170 þúsundir í lommen á mánuði hef ég ekki linnt látum í útrásarævintýrinu.

Ég átti bara eftir að versla mér þotu þegar allt hrundi.

Dem, dem, dem, svona er að þekkja ekki sinn vitjunartíma.

Allir glaðir í bjóðinu.

Jefokkingræt.

BJÖRGVIN Í KASTLJÓSI


mbl.is Mjög erfiðir tímar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gargfærsla

Ég lofaði sjálfri mér að æsa mig ekki og láta ekkert í fréttunum ná mér í dag.

Ég var búin að ákveða að svífa yfir andlegum vötnum eins og búttaður Búddamunkur sama á hverju gengi.

En mín andlegu vötn eru uppþurrkuð og æðruleysi fitubollumunksins eins fjarri mér og hugsast getur.

Ég er ekki afslappaða týpan hvað þá heldur efni í háheilaga ljósveru.

Og þess vegna ætla ég að garga það sem eftir er af þessari færslu.

Björgvin og Jóhanna eru stórhneyksluð á launum bankastjóra Kaupþings, Finns Sveinbjörnssonar.  (Finnur - banki - ekki góð reynsla múha).

Yfirlýsingar hafa margoft verið gefnar um að jafna út launamun kynjanna í opinbera geiranum.

Nú skal viðurkennast að þanþolið gagnvart launamálum bankastjóra er ekkert, mér eins og öðrum er nóg boðið.

Og þá að efninu.

Ef forsætisráðherra landsins þarf að láta sér duga rétt um milljón á mánuði fyrir að stjórna landinu þá skil ég ekki að maður sem tekur við einum af ríkisbönkunum skuli hafa tvöfalt hærri laun en hann.

Hvaða vitleysa er þetta?  Átti ekki að fara að greiða úr öllu ruglinu í sambandi við peningatilbeiðsluna sem hefur nú komið okkur á kaldan klaka?  Eiga ofurlaunin ekki að heyra sögunni til?

Sko miðað við raunveruleika hins almenna borgara þá eru mánaðarlaun mannsins ofurlaun bara svo það sé á hreinu.

Svo er það jafnlaunastefnan.  Hún er auðvitað brotin líka, hvað annað, vér skulum hjakka áfram í sama farinu, alls ekki breyta því sem við ætlum að breyta.  Himnarnir gætu hrunið, fjöllin sprungið og jörðin opnast ef við förum að standa við stóru orðin.

Það munar 200 þúsund krónum á stelpunum og drengnum á mánuði.

Reyndar eru þessi laun of há hjá þeim öllum.  Við erum á kúpunni, almenningur er að missa vinnuna, bullandi kjaraskerðing í gangi og verðbólgan stefnir í hlussukýli.

Kæra Jóhanna og Björgvin.

Ég minni ykkur á að það er ekki nóg að verða hissa á launum bankastjóranna og finnast þau of há.

Þið eruð sko í ríkisstjórninni munið þið og það er ykkar að lyfta símanum og breyta þessu.

(Jóhanna ég elska þig samtHeart þú ert töffari þessarar ríkisstjórnar).

Svo myndi ég vilja að Björgvin gæfi fólkinu í skilanefndinni skýr fyrirmæli um að gefa fjölmiðlum allar upplýsingar sem varða starfsmannahald í nýju bönkunum. 

Mig minnir að hann og hinir meðlimir ríkisstjórnarinnar séu voða stemmd fyrir gagnsæi, amk. er það orð notað eins og kardóinn hjá sumum.

Úff, hvað mér létti, búin að garga mig hása.

Nú er þetta frá, ég er farin að myrða dýr í matinn.

Verði mér að góðu og ykkur í leiðinni.


mbl.is Finnur launahæstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hló ég

Ég er eins og undin tuska eftir atburði dagsins.

Ég nenni ekki að blogga um þennan dag strax enda skiptir það ekki máli.

En mikið er ég búin að hlægja af Otto Jespersen sem gerði stólpagrín af okkur Íslendingum í norska sjónvarpinu í gærkvöldi.

Hlátur er heilandi og það er frábært að geta náð sér í smá svoleiðis þegar brúnin er svo þung að ég nánast dreg hana á eftir mér í lufsum.

Genasplæsingatilraunir milli okkar, dverghesta og kinda hafa alið af sér stökkbreytur eins og Björk.

Við buðum Norðmönnum ekki í partíið meðan allt lék í lyndi þannig að nú lána þeir okkur Matatorpeninga sem munu vera verðmætari en íslenska krónan.

Sjáið sjálf.

Ég veit ekki með ykkur en ég elska svona húmor og við höfum svo sannarlega gefið handritahöfundum eitthvað til að skrifa um.

Sumir hafa kannski ekki húmor fyrir svona gríni þessa dagana en pælið í því við sleppum vel hérna.  Hrokinn og mikilmennskubrjálæðið sem hefur verið í gangi kringum liðið í útrásinni gefur alveg tilefni til að það sé helgið smá að okkur.

Arg.


mbl.is Norðmenn draga Íslendinga sundur og saman í háði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ræður á Íslandi?

Ég var að spjalla við minn sænska tengdason hann Erik en hann eins og flestir eru að bíða eftir niðurstöðu viðræðna við Alþjóða sem við fáum væntanlega á eftir.

Hann sagði meðal annars:

Hver ræður eiginlega á Íslandi?  Eru það bankarnir eða ríkisstjórnin?

Getur verið að íslenska þjóðin verði látin borga skuldir Landsbankans í Bretlandi?

Ef það gerist verður að kjósa sem fyrst.

Er það nema von að manninum finnist það.

En ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að við höfum látið svínbeygja okkur til að greiða 600 milljarðana sem  Landsbankinn skuldar í Bretlandi.

Bara alls ekki.

Nú er að vona það besta.

En ef ÞETTA reynist rétt þá þurfum við ekki að kemba hærurnar.

Niðurtalning er hafin.

Einnnnnnnnnnnnnnnn

Kem að vörmu.


mbl.is Þingflokkar á fundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verum pró og höldum sjó

Þýðingin á símtali Darlings og Árna vekur bara upp fleiri spurningar.

Mig langar að vita hvað gerðist á fundinum með Björgvini og Darling í byrjun september.

Hversu lengi var vitað hvert stefndi  og að hrun væri yfirvofandi?

Ég ætla að mæta á morgun á Austurvöll og mótmæla óþolandi þögn ráðamanna.

Dr. Gunni hefur séð að sér og ætlar að mæta og dauðsér eftir því að hafa látið sig vanta síðast.  Hann má skammast sín kallinn, hann lánaði nafn sitt til stuðnings mótmælunum og nennti svo ekki að mæta.  En batnandi mönnum er best að lifa.

Mér er sagt að mótmælin hefjist kl. 15,00 eins og síðast. 

Í DV segir Kolfinna Baldvins að þau hefjist kl. 16,00 og það eigi að ganga með kyndla að Ráðherrabústaðnum.

Halló, eru mörg mótmæli í gangi?

Eða er þetta sama fyrirkomulagið en fólk ekki að tala saman?

Reynum nú að vera svolítið pró og vita hvort við erum að koma eða fara.

Við verðum að halda sjó í þessu rugli öllu saman.

Svo er viðbúið að söngurinn hefjist á blogginu eftir mótmælin.

Það er töluverður slatti af Íslendingum sem er meinilla við þann lýðræðislega gjörning sem friðsöm mótmæli eru.

Annars er ég nokkuð góð bara miðað við að ég er að sligast undan þeim skuldum sem á mig eru að leggjast þessar vikurnar.

Í morgun gekk ég svo langt að lesa minningargreinarnar í Mogganum.  Djöfull er ég morbid.

Að búa við kreppuástand gerir manni hluti.

Jájá sei, sei, já og allur sá pakki.


mbl.is Samtal Árna og Darlings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin kreppa

jennsloliver

Veðrið er í stíl við kreppuna, togari losnar frá bryggju, þakplötur fjúka og það hvín og syngur í öllu.

Ég vakna á óguðlegum tíma þessa dagana og ég skrifa það algjörlega á reikning spennu og óvissu í samfélaginu.

En áður en ég geysist af stað í ástandsbloggi þá er hérna smá kreppujöfnun.

Barnabörnin mín Jenný Una og Oliver Einar eru ekki í kreppu heldur þvert á móti.

Hjá þeim er lífið dásamlegt eins og sjá má af þessari mynd.

Hún er tekin í síðustu viku áður en Oliver fór aftur heim til Englands.

Ég held að taka mér þau til fyrirmyndar og reyni að hafa gaman af lífinu.

Blessuð börnin hafa auðvitað engar forsendur til að skilja að þau eru flokkuð með hryðjuverkamönnum né heldur hafa þau grænan grun um að á þeim muni hvíla skuldir sem gerir hverju stórfyrirtæki í slæmum rekstri skömm til.

Annars les ég mikið sem endranær og ég ætla að dunda mér við það um helgina.

Farið varlega í veðurhamnum krúttin mín.

Ég kem aftur tvíefld eftir morgunbænir.

Jájá.


mbl.is Togari slitnaði frá bryggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir Kennedydagar

Bubbi vill sömu meðferð og Björk og Sigur Rós.

Heyrði það þið sem eigið í hlut? Hlýða kóngi!

Halló Krónan og Bónus!

Ég vil greiða 5% fyrir mína matvöru og ekkert kjaftæði.

Búin að versla við ykkur lengi og núna er komið að skuldadögum.

Ég vil að mér sé hlýtt!

En þetta er búinn að vera undarlegur dagur.

Reyndar eru allir dagar núorðið svona Kennedydagar.

Ha?  Kennedydagar hváir þú.

Við munum öll hvar við vorum þegar við heyrðum um morðið á Kennedy.  Ég held að allir dagar sem liðnir eru síðan allt fór í steik muni ekki líða manni úr minni.  Kennedydagur upp á hvern dag.

Maður verður gangandi almanak íslensku bankanna.  Hreint skjalasafn bara.  Hægt að fletta upp í manni og leita endalausra heimilda.  Alveg: Já þegar Landsbankinn fór á hausinn og Geir sagði sóandsó í sjónkanum kl, 11,30og Björgvin kom svo 11,40 og þýddi það sem Geir sagði og setti það fram á íslensku muniði?  Þá var ég að þurrka af eldhúsborðinu, sjóða egg og klóra mér í hægra eyra, neðarlega og dálítið til vinstri.

En þessi dagur byrjaði leiðinlega, ég var döpur, með sting í maganum, kvíðin og í tómu tjóni frá a til ö.

Svo fékk ég vinkonur í heimsókn.

Guði sé lof fyrir vinkonur.  Hvað gerði maður án þeirra?

Við spjölluðum og hlógum, reyktum úti í kuldanum og vorum á trúnó.

Þegar þær fóru voru öll mín vandamál á bak og burt.

Takk stelpur.

En nú er ég farin að lúlla í hausinn á mér.

Sé oss á morgun.


mbl.is Bubbi vill sömu meðferð og Björk og Sigur Rós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

..og nú kviknaði í lyklaborðinu

Reglulega hendast sjálfskipuð gáfumenni fram á ritvöllinn nú eða málvöllinn og opinbera skoðanir sínar á almenningi.

Fyrir sumum þessara manna er almenningur ógreinilegur massi, ómenntaður skríll sem ber að setja í bönd, múlbinda eða halda niðri með öðrum hætti.

Nú er það Tryggvi nokkur skólameistari sem lætur gamminn geysa gagnvart fjölmiðlamönnunum Sigmari Guðmundssyni og Agli Helgasyni.

Með framgöngu þessara tveggja manna (Agli þegar hann talaði við Jón Ásgeir, Sigmar í gær þegar hann talaði við Geir Haarde) er RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki.

Tryggvi Gíslason segir orðrétt í bréfi sínu til útvarpsstjóra:

."að RÚV hafa gengið í lið með dómstóli götunnar, standa fyrir skrílmenningu og kynda undir sleggjudómum og ofstæki."

Ergó: Þessir menn eru að taka upp siði sem við almenningur ástundum, væntanlega þegar við höfum skoðanir á mönnum og málefnum og látum þær í ljósi þegar okkur ber að halda kjafti og hlýða pent og hlusta á kjaftavaðalinn sem matreiddur er ofan í okkur af stjórnvöldum oft á tíðum.

Fjölmiðlamenn eiga að sýna okkur gott fordæmi og fara varlega að ráðamönnum og troða þeim ekki um tær vænti ég.  Kannski að Tryggvi vilji taka upp þéringar á þessu fólki eins og gert var hér í eina tíð?

Annars ætla ég ekki að tíunda þessi bréf sem gengið hafa á milli Páls og gáfumannsins Tryggva, þau eru viðtengd fréttinni.

Mér fannst Sigmar vinna vinnuna sína í gær og gera það með ágætum.

Við skríllinn, andlitslausi massinn, ómenntuðu hálfvitarnir og dómstóll götunnar eigum nefnilega að borga reikninginn og okkur finnst, fjandinn hafi það við eiga fullan rétt á að gengið sé eftir sannleikanum í þessu ömurlega máli.

Kannski er tæknilega ógerlegt fyrir Ísland að verða gjaldþrota eins og maðurinn segir í bréfinu en fólk sem er að missa vinnuna, verða fyrir kjaraskerðingu, missa sparnaðinn sinn, jafnvel húsnæðið er bara slétt fjandans sama hvort við erum tæknilega gjaldþrota eða að nafninu til gjaldþrota.

Við sjáum fram á erfiða tíma hvort sem er.

Mikið rosalega (hér sleppti ég góðu blótsyrði) er ég þreytt á þessu liði sem tuðar og tautar og maldar í móinn í hvert skipti sem velta á við steinum.

Þegið þið einu sinni, já steinþegið bara.

Og áfram Sigmar, Helgi og Egill.

Svo biðst ég afsökunar á orðbragðinu en sem ótýndur skríll sem kann mig ekki finnst mér að ég verði að undirstika sterkar skoðanir mínar með ")/$&, það er einhvern veginn stemmari fyrir því þessa dagana.

Meiri aularnir.

Og nú kviknaði í lyklaborðinu.  Jájá.


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2985799

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband