Leita í fréttum mbl.is

Farin í smók

Ég veit alveg hvernig tilfinning það er að tilheyra hinum kúgaða minnihluta.

Ég reyki nefnilega og það nokkuð frísklega á stundum.

Nú er það sagt nánast berum orðum, ég og mínir líkar erum að drepa heilbrigðiskerfið vegna kostnaðar við að lappa upp á okkur, þ.e. í þeim tilfellum sem við drepumst ekki hreinlega og losum þá samfélagið við illalyktandi tilvist okkar.

Ég er ekki með neinn móral samt yfir að vera mögulegur innlagnarkandídat á spítala vegna fíknar minnar ef einhver skyldi láta sér detta það til hugar.

Ætli ég sé ekki samviskulaus og algjörlega forhert ofaní þá ósvinnu að vera að setja heilbrigðiskerfið á hausinn?

Hvað um það.

Ríkið selur tóbak og hefur af því ágætistekjur þó þeir kveinki sér undan því í öðru orðinu að við séum svo dýr í rekstri.

Núna kvartar Læknafélagið undan því að við getum reykt á almanna færi (lesist undir berum himni) öðrum og fullkomnari borgurum til sárrar skapraunar.

Þvílík andskotans tvöfeldni og hræsni í öllu þessu liði, þó ég viðurkenni alveg áhyggjur lækna svo sem, enda verða þeir að redda því sem reddað verður þegar við erum komin tjörustífluð og nær dauða en lífi á borðið hjá þeim.

Æi, kannski er ég að tala þvert um hug mér hérna því auðvitað er það á dagskránni að drepa í, en það er þessi bölvaður dubbelmórall og tvískinnungur sem fer svo óheyrilega í taugarnar á mér.

Hvernig væri að fara að gera kröfur á dílerinn (ríkið)?

Það er verið að ráðast á neytendurnar og svo situr dílerinn með hneykslunarsvip og lætur rigna upp í nefið á sér standandi hlessa á dópistunum, eitthvað svo kunnuglegt.

Svo hafa svona fréttir alveg þver öfug áhrif á mig.  Mig langar aldrei meira í sígó en þegar ég rekst á svona fréttir.

Á vin sem fór að sjá Leaving Las Vegas og fjallar um mann sem tekur upplýsta ákvörðun um að drekka sig í hel.  Vinurinn var í bullandi fíkn enda sjálfur bytta og vonaðist til að myndin kæmi honum til hjálpar í fyrirbyggjandi tilgangi.

Til að gera langa sögu stutta þá fór hann á húrrandi fyllerí að sýningu lokinni.  Svona geta forvarnirnar gert manni grikk.  Beisíklí virkað í öfuga átt.

Svo er heilbrigðiskerfið að fara yfir um út af útrásardólgunum fyrst og fremst, bara svo ég nefni það.

Bannið þeim að anda á almannafæri svo skulum við tala saman.

Farin í smók.


mbl.is Hugmynd um að banna tóbakssölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefði pistillinn verið mildari eftir smókinn?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 14:08

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég reyki líka frísklega....og legg þannig háar upphæðir til samneyslunnar.

Afhverju er ekki talað um sparnaðinn .....við verðum jú síður "byrði" á þjóðfélaginu á efri árum......

og nú....kaffi og smók..

Hólmdís Hjartardóttir, 7.9.2009 kl. 14:19

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þrátt fyrir að ég sé hætt að reykja þá stend ég fullkomlega með ykkur ,,minnihlutanum" .  Ég reykri Winston fyrst og síðan Capri og loks fór ég úr í Vogue og sagði við alla sem vildu heyra að þetta væru þær ,, Healthy one"  en nú veit ég betur hefði átt að halda mig við Winstonið þá reykti ég e.t.v. enn. 

 Hehehehe..... og væri búin að spara tékkneska ríkið um fleiri milljónir en um leið læknarnir misst af skemmtilegasta sjúklingnum ever! 

Ía Jóhannsdóttir, 7.9.2009 kl. 15:27

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Andsk. væll er þetta alltaf í þessu reykingarliði. Getið þið ekki skilið að reykingar eru á leiðinni út, þið eruð á undanþágu. Þið talið alltaf um tvískinnung vegna þess að ríkið selur tóbak enn er svo á móti neyslunni. Lítið frekar á málið þannig að tóbakið er á leiðinni út og á meðan fáið þið allra náðarsamlegast að kaupa það á meðan þið venjist tilhugsununinni. Hættið svo þessu væli og að tala um að allir "hinir" séu svo heilagir. Ætli það, eins og reykingar séu einu syndirnar sem hægt sé að drýgja, þær eru bara svo ferlega subbulegar.

Þóra Guðmundsdóttir, 7.9.2009 kl. 15:56

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég reykti einu sinni og þessvegna dæmi ég ekki reykingamenn. Hafðu það gott dúllan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2009 kl. 16:27

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þóra: Fáðu þér smók og róaðu þig.  Algjör óþarfi að missa sig í tómt tjón og læti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2009 kl. 16:27

7 identicon

"Það er verið að ráðast á neytendurnar" segir þú Jenný.  Já það er fullkomlega nauðsynlegt að fara gegn kaupendum tóbaks og gera þá ábyrga fyrir þeim skaða sem að reykingar valda í samfélaginu.

Kaup á sígarettum og tóbaki á að vera refsiverð.  Yfir 300 manns deyja af völdum reykinga á Íslandi og þar á meðal margir vegna óbeinna reykinga.

Hversu margar konur ætli hafi skaðað börnin sín vegna reykinga?  

Hversu margar konur ætli líði þjáningar vegna eigin reykinga?

Reykingar fara mjög illa með konur og menn og valda dauða saklausra í milljónatali á heimsvísu.

Við verðum að nota feminista aðferðafræðina á tóbaksvandann, þe. að gera kaupandann ábyrgann og refsa kaupendum tóbaks.

Við breyttum lögum um vændi á íslandi og notum nú svokallaða sænsku leið þar sem kaupandinn er gerður ábyrgur.  Það sama á að gilda um kaup á sígarettum og tóbaki. Að sjálfsögðu á að refsa kaupendum tóbaks með fangelsisvist.

Skaðinn af reykingum er gríðarlegur og ef við berum hann saman við tjón og dauðsföll vegna vændis og mansals að þá sjá allir að það tjón og þau dauðsföll sem að kaup á tóbaki valda er sennilega mörg þúsund sinnum margfalt samanborið við tjón og dauða í vændi og mansali.

Ég skrifaði athugsemd á blogg hjá þér varðandi þetta málefni fyrir nokkrum mánuðum síðan að það væri að fara í gang vinna um að vekja athygli þingmanna á þessum stóra vanda sem kaupendur tóbaks eru.  Gott er að sjá að sú vinna er farin að skila árangri.

Það gæti verið styttra í lög sem gera kaup á tóbaki refsiverð en margan grunar.

Hulda (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 16:32

8 Smámynd: Dúa

Bönnum líka áfengi, sykur, reyktan mat, unnar kjötvörur, ljósabekki...og og....

Dúa, 7.9.2009 kl. 17:13

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hulda: Bönnum eins og Dúa segir sykur, reyktan mat, unnar kjötvörur, ljósabekki og áfengi svo við tökum dæmi.

Vitið þið hversu mörg dauðsföll og óhöpp má rekja til neyslu áfengis?

Svo maður tali nú ekki um öll slysin í umferðinni sem áfengisneysla veldur?

Ómægodd, byrjum þar og ræðum svo tóbakið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2009 kl. 18:07

10 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér Jenný.

Ég skil ekki þessar nornaveiðar gegn reykingum þegar Íslendingar, sem og aðrar þjóðir, eiga við annað mjög STÓRT heilsufarsvandamál að stríða... offitu!

Hvað kostar það ríkið árlega, mér er spurn?

Í Bandaríkjunum er offita t.d. miklu "stærra" vandamál heldur en nokkurn tímann reykingar. Vantrúaðir, sjá grein hér:

http://www.medicalnewstoday.com/articles/6438.php

Ísland er ekki saklaust hvað mýkt landans ræðir og ég sá ekki fyrr en ég fluttist erlendis hvað vandinn heima er í raun orðinn yfirgengilegur! Það er undantekning að sjá obese manneskju hér á gangi og flestir sem komnir eru yfir fertugt/fimmtugt halda sér enn í eðlilegu formi.

Nú verð ég eflaust skotin í kaf enda er þetta ekki vinsælt umræðuefni. En mér finnst siðferðisleg skylda mín í ljósi nýjustu frétta að opna aðeins á umræðuna fyrst læknarnir hafa svona miklar áhyggjur af fjárhag ríkisins og framgangi heilbrigðiskerfisins vegna veikinda (hverfandi fjölda) reykingamanna.

Hinsvegar þegar réttur fólks er tekinn af því að velja fyrir sig sjálft þá fara viðvörunarbjöllur að hringja í kollinum á mér. Þó að reykingamanneskjunni mér, ofbjóði hömlulaust skutl foreldra á skvapkenndum börnum sínum jafnvel fáránlega stuttar vegalengdir, þrásetu á MacDonalds, enn verri þrásetu fyrir framan imbakassann eða tölvuna og óhóflegrar gos og sælgætisneyslu þá er ég ekki að fara að taka völdin í mínar hendur og taka ákvörðunarrétt fólks af því...þó afleiðingarnar í núinu sem og í framtíðinni verði gífurlegar fyrir bæði fólkið og ríkiskassann. Að sjálfsögðu er þó réttmætt að vera með fræðslu og leitast eftir breytingum á þessu sviði. (Rétt eins og er um reykingar.)

Hulda: Rétt er það að reykingar móður skaða fóstur á meðgöngu. Offita gerir það líka, jafnvel ennþá meira! Hvað ætlar þú að gera í því? Eða finnst þér það kannski í lagi bara? Fleiri hlutir skaða fóstur á meðgöngu eins og stress og álag á móður, lyf og svo lengi mætti áfram telja. Lestu hér um áhrif offitu móður á meðgöngu:

http://www.nhs.uk/news/2009/02February/Pages/ObesityBirthProblems.aspx

http://www.pregnancy-info.net/obesity_pregnancy.html

Fyrst spara á peninga fyrir heilbrigðissviðið vegna afleiðinga reykinga, hvers vegna ekki að byrja á þessu sífellt vaxandi vandamáli? Burt með nammi, hvítt hveiti, sykur, súkkulaði, djúpsteikingapotta og hamborgara! Því fólk getur greinilega ekki valið fyrir sig sjálft, ákvarðanir verður að taka fyrir það, fjarlægja skaðvaldinn og binda í lög bann á neyslu hans! (Síðasta setningin er meint í kaldhæðni, svona fyrir fattlausa).

Jæja, nú er ég farin út í smók.

H.A. (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 21:41

11 identicon

Einhver heilbrigðisstarfsmaður tjáði mér fyrir löngu, að reykingafólk kostaði færri legudaga á sjúkrahúsum en hinir sem ekki reyktu, því þær þyrftu að fara og fá sér að reykja, á meðan hinir, sem ekki reyktu, láu bara. Það væri gaman að fá rannsókn á því hvort þetta sé rétt.

Skorrdal (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 05:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.