Leita í fréttum mbl.is

Hvenær tilefni?

Ég er á móti eignaspjöllum sem þó eru mis alvarleg.

Smá málning er atvinnuskapandi og ég get ekki sagt að ég gráti það.

Eyðilegging á bílum blásaklauss fólks er hins vegar skammarleg iðja og engum til sóma.

Ef eitthvað þá eyðileggur svona framferði þann málstað sem barist er fyrir.

En að segja að bíll hafi verið "lyklaður" er hreint ótrúlega hallærislegt orðalag.

Ef einhver myndi slá mig í hausinn með ausu, var ég þá "ausuð"?

En ástæðan fyrir því að ég blogga um þessa frétt er fyrirsögnin:

"Lúxusbílar skemmdir að tilefnislausu".

Halló, er einhvern tímann hægt að skemma bíla að yfirlögðu ráði að gefnu tilefni?

Þetta orðalag er líka notað í réttarkerfinu.

Ofbeldi að tilefnislausu.

Er einhvern tímann tilefni til beitingu ofbeldis?

Auðvitað ekki,  ofbeldi er alltaf óverjandi kostur í mannlegum samskiptum.

Sjálfsvörn er auðvitað til og þá má bara nota það.

Hættið svo að ráðast á helvítis lúxusbílana. 

Flestir eigendur þeirra eru fólk sem trúði oflætiskjaftæðinu í bankadólgunum og stjórnvöldum.

Að Ísland yrði miðstöð fjármálalífs á jörðinni og við frábærust í heimi og ladídadída.

Geðveiki.is

 


mbl.is Lúxusbílar skemmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dúa

Fólk er greinilega ekki að beina reiðinni á rétta staði

Dúa, 3.9.2009 kl. 09:16

2 identicon

Ég veit til þess, kæra vinkona, að svokallaðir "hvítliðar" hafa verið að sækja í sig veðrið, og meðal annars framið spjöll á málningarvinnu hústökufólks við Skólavörðustíg (hústökufólks sem lítið hefur farið fyrir í fjölmiðlum, því þeirra "skemmdarverk" hafa hingað til verið uppbyggjandi, þar sem þau máluðu húsið, tóku til og komu lífi í annars dauðan kumbald). Kannski þetta séu aðgerðir þeirra, sem vilja spilla fyrir raunverulegum aðgerðum, en hinna, sem vilja berjast gegn óréttlætinu?

Ég er EKKI að segja að svo sé, heldur bara að velta því fyrir mér, því ég tel mig þekkja ágætlega þá sem berjast gegn ofríkinu - og þetta eru ekki aðferðir neinna af þeim er ég þekki persónulega.

Skorrdal (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 10:18

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

MB C230 frá 2003 er varla lúxusbíll. Ekkert slor og ég vildi alveg eiga hann, en bankastjórarnir gömlu litu nú ekki við svoleiðis frúartíkum.

Svona bilar eru sennilega í eigu fólks sem vildi sýnast flott en er nú að drukkna í körfunni.

Villi Asgeirsson, 3.9.2009 kl. 10:18

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Stærsti vandinn sem ég sé í þessu er að það fólk sem lætur leiða sig út í svona aðgerðir er ekki að skipuleggja neina hreyfingu sem gæti stýrt landinu betur. Þetta er ógagnlegar eða a.m.k. óskilvirkar aðgerðir við að koma á réttlæti og breytingum hér á landi.

Héðinn Björnsson, 3.9.2009 kl. 10:30

5 identicon

"Smá málning er atvinnuskapandi og ég get ekki sagt að ég gráti það."

Skemmdaverk á eigum annarra má aldrei lofa heldur skyldi lasta.

Ávallt skal koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur.

Málning getur leitt af sér kostnað fyrir tryggingarfélag frá því að vera hreinsun og mössun, ef lakkið hefur ekki skemmst mikið, upp á allt að 300.000,- (skv. uppl. frá starfsmanni tryggingafélags í fjölmiðlum um daginn) upp í að það þurfi að sprauta bíla upp á nýtt og þar getur kostnaðurinn nálgast milljónina eða jafnvel meira (fer eftir tegund bíls og lakks, því dýrari sem bíllinn er því kostnaðarsamari er sprautun/lakkvinna).
Þá má ekki gleyma fíflinu sem hellti sýru á bílana hjá forstjóra OR, þar höfum við tryggingatakar þurft að punga út ansi miklu úr sameiginlegum bótasjóði okkar = iðgjöld munu hækka 

Benni (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 10:44

6 identicon

Hvaða fólk, Héðinn? "Hvítliðar" eða "hinir"?

Skorrdal (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 10:45

7 Smámynd: Meinhornið

Ofbeldi getur verið réttlætanlegt og af góðu tilefni, t.d. sjálfsvörn, ef einhver ræðst að þér eða þínum nánustu.

Meinhornið, 3.9.2009 kl. 11:51

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég skrifaði sjálfsvörn Meinhorn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2009 kl. 12:00

9 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Tek undir með Héðni

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.9.2009 kl. 17:00

10 identicon

Ég eignaðist lúxusbíl eftir bankahrun, eða réttarasagt bíllinn minn kostar eins og flott lúxuskerra eftir að lánið fór upp í hæstu hæðir. Ég á þó engan þátt í bankahruninu, mig langaði bara að prófa að eiga sæmilegan jeppa í smá tíma, sagði konunni að ég myndi bara selja hann ef þetta færi að kosta okkur of mikið. Nú sit ég uppi með þennan bíl, hef varla efni á að keyra hann lengur, en ég myndi gefast endanlega upp ef einhverjir tækju upp á sitt einsdæmi að rispa lakkið á honum og koma mér því í enn meiri skuldir en ég er þegar kominn í.

Ég er sammála Jenný varðandi málninguna, hún er s.s. bara atvinnuskapandi og beinist yfirleitt bara til þeirra sem áttu beinan þátt í hruninu eða græddu ótæpilega í "góðærinu". Þó það séu örugglega betri leiðir til að ná sér niður á þeim, þá hef ég allavega yfir einhverju að brosa þegar ég horfi á fréttirnar. En í guðana bænum, látið þið bílana okkar skattborgara vera, allavega þangað til okkur hefur tekist að selja þá til einhverja auðjöfra.

Grétar (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2985797

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband