Leita í fréttum mbl.is

Svo ljótt

Mér líst ágætlega á þennan hnapp á heimasíðu TR þar sem hægt er að tilkynna um bótasvik.

Ekkert skemmtilegt kannski, en nauðsynlegt ef það er rétt að fólk sé að stunda bótasvik eins og oft er haldið fram.

En ég er hins vegar ósátt og rúmlega það við formið á tilkynningunum.

Þú getur sett inn upplýsingar nafnlaust og án þess að skilja eftir þig nokkur spor.

Þar með eru ógeðum og illfyglum þessa lands gefið veiðileyfi á bótaþega sem gæti verið afskaplega freistandi að nota til að koma höggi á fólk án þess að nokkur innistæða sé fyrir tilkynningu.

Þetta er vel þekkt á Norðurlöndunum eins og til dæmis í barnaverndarmálum þar sem falskar tilkynningar hrúguðust inn þegar nafnleynd á kærum var afnumin.

Svo sat fólk með tilkynninguna á foreldra cívíinu án tillits til hvort grundvöllur væri fyrir kæru eða ekki.

Ég vil að Tryggingarstofnun láti fólk segja til sín þegar það leggur inn upplýsingar í þessa veru.

Svo má fara með þær sem trúnaðarmál, nema í þeim tilvikum auðvitað þar sem illkvittnin ein er að verki.

Mér finnst verið að höfða þarna til lágra hvata fólks.

Það rýrir svo sannarlega ánægju mína með þennan möguleika.

Mér finnst þetta alveg ferlega ljótt ef ég á að vera alveg hreinskilin.

Svo vil ég taka fram í blálokin að ég mun persónulega aldrei nota svona fídusa né á nokkurn annan hátt taka að mér persónunjósnir fyrir nokkurt batterí.

Bara svo það sé á hreinu.

En þeir sem vilja hafa þarna tækifæri til að láta til sín taka og ég vona að þeir geri það þar sem þar á við og stígi varlega til jarðar.


mbl.is Leita eftir ábendingum um tryggingasvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það finnst mér líka. Þessi hnappur á vitaskuld ekki að gefa fólki færi á að nota hann til að koma höggi á aðra sem því líkar ekki við þann daginn!! Það á alltaf að þurfa að gefa upp nafn, kennitölu og símanúmer þegar þú vilt tilsegja einhvern - alveg sama hvort það er fyrir bótasvik eða annað!

Það á svo að vera ákvörðun stofnunarinnar að fara með þær upplýsingar sem trúnaðarmál!

Ég er sannfærð um að þessi hnappur verður mikið notaður!

Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2009 kl. 22:09

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Svo sammála.  Ég sé meira að segja fyrir mér ákveðnar persónur stökkva á hann.  Trúðu mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2009 kl. 22:17

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jebb - rauðvínslegnir fingur á föstudagskvöldum.....

Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2009 kl. 22:19

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Úúúps, þetta er hræðilegt ef rétt er. 

Get skilið "nafnleysi" varðandi eiturlyfjasmyglara, handrukkara og morðingja.

En þetta er nú of langt gengið, og vonandi ganga starfsmenn Tryggingastofnunnar hægt um þessar dyr, og sannreyni "blístrið" áður en mjólkurpeningarnir eru sviptir af viðkomandi.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.7.2009 kl. 22:24

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég ætla að klaga Jenný til kirkjunnar fyrir ókristileg skrif undir nafni. Hún hefur leyft sér að nefna ýmsa líkamsparta á óviðurkvæmilegan hátt.

Biskupinn hefur lofað að halda kjafti.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 16.7.2009 kl. 22:28

6 identicon

Þarna er ég 100% sammála þér Jenný. Ég sjálf er vinnufær að hluta og er, þrátt fyrir mín veikindi, að leggja OFBOÐSLEGA mikið á mig til að hanga í vinnu. Færi í þeim tilgangi margar fórnir, ekki síst heilsufarslegar og veit satt best að segja ekkert hvort ég komi til með að geta þetta mikið lengur að öllu óbreyttu. Ég lít hraustlega út, er hress og kát út á við og lifi eins aktífu lífi og ég mögulega get. Það vita ekki nema mínir allra nánustu hvað ég raunverulega er að takast á við. Ég veit það, af því ég er búin að hitta svo marga sem hafa persónulega reynslu af því, að ofboðslega margir sem glíma við veikindi sem ekki sjást utan á þeim, lenda í fordómum og skilningsleysi frá jafnvel nánum ættingjum sem bara trúa ekki að eitthvað sé að og ég er ofsalega hrædd um að með þessu fyrirkomulagi eigi margir eftir að lenda í því, að vera klagaðir, af fólki sem ekki skilur aðstæður. Þetta nafnlausa fyrirkomulag bíður líka svo auðveldlega upp á að einhver sem er illa við bótaþega af einhverjum ástæðum, kemst upp með að klaga og valda viðkomandi bótaþega miklum kvíða, vanlíðan og óþægindum. Hvað t.d. með hefnigjarnan fyrrverandi maka eða einhvern sem þú lendir í árekstrum við af einhverjum ástæðum? Ég t.d. á fyrrv. sem var svo ósáttur við sambandsslitin að hann póstaði símanúmerið mitt á klámsíðu og auglýsti mig sem mellu. Get ég átt von á því að hann sjái sér nú leik á borði og klagi mig til TR? Mér finnst það verulega ógeðfellt að hver sem er geti sett þarna inn nafnlausar ábendingar og þurfi ekki að gera grein fyrir hvaðan hann hefur sínar upplýsingar og hver tengsl hans eru við bótaþega. Hvaða t.d ef ábendingin er með öllu tilhæfulaus og gerð af fullkomnu rætni? Á þá viðkomandi bara að komast upp með að hafa valdið bótaþeganum sársauka og óþægindum og sóað tíma starfsfólks TR? Ég er ALLSEKKI að taka upp hanskann fyrir þá sem svindla í kerfinu, og get ALDREI og mun ALDREI réttlæta það en mér hefði fundist í lagi að hafa fyrirkomulagið þannig að allavega TR vissi frá hverjum ábendingin kæmi þannig að ef hún reyndist röng, þyrfti sá sem klagaði að svara fyrir af hverju hann klagaði, hvaðan hann hefði sína vitneskju og hver tengsl hans væru við bótaþegann.

Aðalheiður (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 22:42

7 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ætli TR hafi nokkuð hugsað út í þetta? Ég hlýt að vera svona mikill sakleysingi, þetta hvarflaði allavega ekki að mér. Ég veit nú um nokkra heimilisfeður sem eru með lögheimilið sitt úti í bæ til að konan geti skráð sig einstæða, aldrei hefur hvarflað að mér að tilkynna það. Það hefur nefnilega alltaf verið hægt að hringja en þá verður einhver starfsmaður fyrir svörum og gæti spurt mann að nafni, viðkomandi gæti komist að því að það var ÉG sem hringdi 

Ég er nokkuð viss um að ef TR er bent á þetta þá verður þetta lagað, þetta hefur örugglega ekki verið hugsað til enda.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 17.7.2009 kl. 00:04

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er vel þekkt á Norðurlöndunum eins og til dæmis í barnaverndarmálum þar sem falskar tilkynningar hrúguðust inn þegar nafnleynd á kærum var afnumin.

hárrétt Jenný og þar sem ég þekki eðli íslendinga talsvert vel er ég handviss um að þetta verður misnotað í gríð og erg.. 

lágmark að þeir sem kæri ,skilji eftir sig spor.. 

Óskar Þorkelsson, 17.7.2009 kl. 00:08

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Aðalheiður: Takk fyrir þitt innlegg.

Kristján: Sjitt og ég get ekki svarið af mér eitt eða neitt enda bullandi sek.

Margrét Birna: Sammála.

Óskar Þ: Nákvæmlega.

Óskar hinn: Já segðu.  Sumir öryrkjar blogga og blogga.  Helvítis hyski.  Ætli þeir siti ekki í ósvífni sinni með BÁÐAR hendur og hamri á lyklaborðið.

Ég sting upp á sérstökum öryrkjaklæðnaði þannig að þeir þekkist úr.

Svo eiga þeir að vera í tölvubanni. 

Og það á að refsa öllum öryrkjum sem ekki bera örorkuna utan á sér.

Jenný Stefanía: Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2009 kl. 00:17

10 Smámynd: Pax pacis

Ég held að hér sé nú ekki verið að sækjast eftir ábendingar um að fólk sé ekki raunverulegir öryrkjar vegna þess að það líti ekki þannig út, eins og Aðalheiður hefur áhyggjur af, heldur það t.d. að fólk sé að fá ofgreiddar bætur vegna svartrar vinnu sem það náttúrlega gefur ekki upp til Tryggingastofnunar frekar en skattsins.

Ég er nokkuð öruggur um að TR hafi ekki heimildir til að frysta bætur til fólks á grundvelli ábendinga fyrr en rannsókn hefur farið fram, þ.a. nafnlausar ábendingar ættu ekki að valda fólki óþægindum nema rannsókn leiði í ljós að bótaþegi hafi gefið upp rangar upplýsingar.

Varðandi það sem Jenný segir um að fólk á Norðurlöndum hafi farið á eins konar "svartan lista" vegna falskra ábendinga, þá þykir mér líklegt að sá sem fær á sig margar ábendingar muni frekar verða rannsakaður en þeir sem fá færri en er það nokkuð óeðlilegt?  Það er ekki eins og bæturnar verði lækkaðar sjálfkrafa bara vegna þess að einhver sendi inn ábendingu á viðkomandi, ekki síst ef hún er nafnlaus.

Ef fólki væri ekki gefinn kostur á nafnlausum ábendingum þá er ég hræddur um að margir yrðu ragir við að senda inn ábendingar sem eiga við rök að styðjast.  Konan mín sagði mér t.d. að hún þekkti til manneskju sem hún taldi að væri að svindla á bæði bótakerfinu og skattkerfinu og ég hvatti hana hiklaust til að tilkynna það en hún þorði ekki af ótta við að það kæmist upp að það væri hún sem hefði klagað. Og þarna var um að ræða nafnlausa ábendinu.  Hve margir ætli myndu guggna ef ábendingin þyrfti að vera undir nafni?

Pax pacis, 17.7.2009 kl. 00:21

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Pax: Ég tel að það sé nauðsynlegt að einhverskonar boðkerfi fyrir ábendingar um misnotkun sé til staðar.

Það er mjög eðlilegt að fólk setji inn undir nafni en sé heitið trúnaði.

Það gefur ábendingunni meira vægi og í leiðinni kemur það sennilega í veg fyrir að fólk sem notar svona leiðir til að berja á fólki láti vaða.

Mér finnst það ágætis lending.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2009 kl. 00:25

12 Smámynd: Pax pacis

Jenný, ég er sammála þér að ábendingar undir nafni hafa mun meira vægi en nafnlausar ábendingar og eflaust eru slíkar ábendingar rannsakaðar fyrst.  Hitt er svo annað mál að margir þora ekki að senda inn ábendingu undir nafni en þora því kannski nafnlaust.  Hvaða skaða gætu þeir mögulega valdið sem vilja nota slíkar ábendingar til að berja á fólki?  Yrðu þær ekki bara rannsakaðar og svo saltaðar?

Pax pacis, 17.7.2009 kl. 00:37

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Má ekki líka taka upp nafnlausar ábendingar um skattsvik, svik á atvinnuleysisbótum, þjófnað úr búðum, kynferðisáreiti og guð má vita hvað. Mér finnst þetta satt að segja fyrir neðan allar hellur. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.7.2009 kl. 01:17

14 identicon

þarna virðist vera komin leið til að hafa uppí icesave skuldina,mikið nær að ná í svona stóra fjárhæðir fljótt og greiðlega heldur en að vera að eltast við einhverja gutta sem fluttir eru úr landi...og ætli sérstakur eigi svona hnapp????

zappa (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 01:59

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nafnlausar ábendingar hljóta alltaf að vera misnotaðar, fólk sem ekki gengur heilt til skógar klagar Jón og Jónu hægri vinstri.   Nafnlausar ábendingar ættu að vera bannaðar með lögum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.7.2009 kl. 02:22

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óskar: Ég er sammála þér með að hún er sjokkerandi þessi rosalega aukning á öryrkjum.  Ég veit ekki út af hverju þetta er svona en það er auvitað forvitnilegt að vita hvað veldur en það hljóta að vera fleiri en einn þáttur.

Það er erfitt að finna hinn gullna meðalveg í þessu eins og öðru.

Skilin á milli eðlilegs eftirlits og svo persónunjósna eru hárfín og mér finnst að minnsta kosti að það þurfi að ræða þetta mál og komast að niðurstöðu.

Zappa: Ég er þér hjartanlega sammála, það er greinilegur munur á nálgun við svona mál.

Veiðileyfi á bótaþega en glæpamennirnir sleppa og fá endalausan skilning.

Sigurður: Ég skil þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2009 kl. 08:08

17 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Þar fór síðasta hálmstrá öryrkja að bjarga sér frá örbrigði.Veiðileyfi á fólk sem getur ekki bjargað sér vegna veikinda eða slysa hefur meiri forgang en veiðileyfi á þá sem stálu meira en það sem fer í það að borga öryrkjum næstu 1000árin.Hvar var focking rauði hnappurinn þegar þessir menn létu greipa sópa um fjárhirslur almennings.

Og til þín Óskar, sumir eru öryrkjar vegna andlegs ástand aðrir líkamlegs ástands,sumir vita af því, aðrir ekki,þú ert í seinni hópnum.Farði svo aftur yfir skattaskýrslu þína og athugaðu hvort þú hafir ekki "gleymd" einhverju!

Konráð Ragnarsson, 17.7.2009 kl. 08:45

18 identicon

Ung stúlka kom inn í eldhús snemma að morgni og pabbinn segir við hana ,mikið lítur þú vel út í dag elskan mín (stúlkan var um fermingu).Huuu, hnussaði í stúlkunni geðvonskulega ,lít vel út í þessum %#/&% öryrkjabuxum og strunsaði út.Buxurnar voru joggingbuxur úr bómullarefni,nei ekki með stroffi að neðan.Kannski við öryrkjar förum í ljósgráar bómullarbuxur með stroffi og girðum vel. svona einkennisklæðnað hehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2985791

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband