Leita í fréttum mbl.is

Súmítúðefokkingbón

Stelpur; vitið þið að hamingja ykkar fer dvínandi strax og þrítugasti afmælidagurinn ykkar er liðinn?

Nú, vissuð þið það ekki? 

Ekki ég heldur nefnilega, en það er búið að rannsaka málið og við erum hamingjusamastar 28 ára en svo er það beina andskotans niðurleiðin með hamingju, kynlíf og útlitsánægju.

Til hvers er líf eftir þrítugt?

Það var sko hárvöruframleiðandinn Clarol sem fann út þessa miklu speki.

Ég fór strax aftur til áranna tuttuguogátta til þrítugs.

Bíddu, hugsíhugsíhugs.

Nebb, stemmir ekki, það var fyrst eftir þrítugt sem ég varð ánægð með mig og síðan hef ég verið á óslitinni sjálfshátíð með eilífum raðfullnægingum, speglablæti og hamingjuópum.

Jeræt.

Ég er svo hundleið á rannsóknum sem virðast gerðar til að sanna mýtuna.

Eins og t.d. um konuna sem markhóp.

Sem betur fer erum við jafn ólíkar og við erum margar.

Mis feitar, glaðar, graðar og brosandi.

Fyrirgefið orðbragðið.

Ég er af kynslóðinni sem fékk ekki að lesa blaðsíðu 82 í heilsufræðinni.

Kennarinn hljóp yfir kynfræðslu á einni blaðsíðu.

Sem sýndi mynd af leggöngum og þverskurð af kynfæri karls.

Þess vegna á ég erfitt með að skrifa gredda, ríða, píka og tittlingur.

En maður verður að láta sig hafa það.

En...

Þessi hamingjusama kona á óræðum aldri gefur skít í svona rannsóknir.

Súmítúðefokkingbón.


mbl.is Konur hamingjusamastar 28 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 20:17

2 identicon

Ælaffdmæheddoff......Jenný þú ert frábær.....nístandi fyndin, hreinskilin og kjaftfor, my kind of woman.......fokk 28......þú rokkar alveg spikfeitt!!!!........

Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 20:27

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvenær byrjar hrunið hjá okkur körlunum ?

Finnur Bárðarson, 27.6.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir það Jenný, mér er skít fokking sama um svona rannsóknir, lít bara í eigin barm og finn bara fyrir hamingju og ég er 66 ára.

Finnur minn hrunið hjá ykkur byrjar afar snemma

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2009 kl. 20:59

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, ekki óeðlilegt að spyrja eins og Finnur!

Nema hvað, að mig minnir reyndar Jenný, að það eigi einmitt ekki að vera svo erfitt að skrifa þessi orð þarna, andin yrði meiri að segja þau uphátt!

En jájá,margt er sér til gamans gert og þá m.a. að gera svona kannanir. Man fólk enn eftir fréttinni hérna í Mogganum um göngulagið vissa sem átti að segja til um já, "ánægjustígið" haha!?Svo "Skiptir stærðin ekki máli" alveg skothelt eftir einverja rosarannsókn man ég!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.6.2009 kl. 21:03

6 Smámynd: Dúa

Dóni

Dúa, 27.6.2009 kl. 21:09

7 Smámynd: Jón Arnar

Finnur B:  Eftir "viagra" kemur ekkert hrun hjá okkur hrukkurnar skipta jú ekki máli ef sá litli getur teigt úr sér og ...... - eða þó eflaust eru statistikkarnir ekki enn búnir að finna/ráða úr okkar tölum sökum stórra skekkjumarka

Jón Arnar, 27.6.2009 kl. 21:31

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er þetta bara orðið karlamanna-tal, þið eruð fljótir til elskurnar ef við ræðum eitthvað kynferðislegt sem Jenný var bara ekki að gera heldur um hamingju kvenna, hún felst í svo mörgu, eða er ég að vaða reik?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2009 kl. 21:48

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jedúddamía........

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2009 kl. 21:55

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hahahaha bara svona eins og maður segir það á góðri íslensku:  ,, Kona nú ertu bara glöð............... Jesús ég bara get ekki skrifað framhaldið.    Stundum get ég nebbla ekki skrifað það sem ég get auðveldlega sagt hehehe.. svo bara geta í eyðuna næturhrafnarnir ykkar.

Ía Jóhannsdóttir, 27.6.2009 kl. 23:17

11 Smámynd:

Einmitt það sem ég hugsaði - djöfuls ungdómsdýrkun endalaust. Árin hafa þvert á móti farið batnandi eftir að ég komst yfir þrítugt. Sjálfsöryggi hvað. Tuttuguogátta eru flestar konur enn að efast um sig - hvort þær séu nógu fallegar, góðar, skemmtilegar, góðar mömmur, eiginkonur, ástkonur o.s.frv. To hell with it - ég rokka feitt í mínum 49 ára skrokki

, 27.6.2009 kl. 23:32

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hahaha, ég verð ekki eldri!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.6.2009 kl. 00:13

13 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nú skil ég hví þú ert stundum svona „grumpy“

Brjánn Guðjónsson, 28.6.2009 kl. 02:21

14 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Góð

Sigríður Þórarinsdóttir, 28.6.2009 kl. 05:40

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Snillingur - tittlingur!

Edda Agnarsdóttir, 28.6.2009 kl. 07:51

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það hefur ræst úr kvenna-innlitunum og Ia og Dagný gott hjá ykkur.
Og auðvitað eru strákarnir líka flottir

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2009 kl. 08:26

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

ja hérna

Sigrún Jónsdóttir, 28.6.2009 kl. 09:13

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð ekkert annað en bráðfyndin og krúttleg öll sömul.

Auðvitað verður að fíflast í kreppunni og að vera klúr í tali er bara alls ekki leiðinlegt svona stundum.

Love you guys.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2009 kl. 11:06

19 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég var staddur í mannfagnaði ekki fyrir löngu og sagði upphátt svo allir heyrðu "Vandamálið með konur er að þær taka öllu persónulega!"

Þrjár konur snéru sér við og hrópuðu 'Ekki ég!'.

Ég held að þetta sé líka dæmi um svoleiðis.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 28.6.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.