Leita í fréttum mbl.is

Dugir ekki að sitja heima og lesa?

Dugir ekki að sitja heima og lesa sagði stórskáldið um leið og hann klæddi sig í bomsuúlpuna og vaðstígvélin og rauk í fjárhúsið.

Það dugir víst að sitja heima og lesa.  Mér að minnsta kosti.

Í gær horfði á hryllingsmynd eða krimma, en því miður þá var það ekki skálduð glæpasaga heldur blákaldur raunveruleikinn um einkavæðingu.

Gaddagylfa: Snæddu innmat.

Myndin á R.Ú.V. í gærkvöldi er skylduáhorf þar sem við erum komin undir stjórn AGS.

Svo gat ég ekki sofnað.

Og ég teygði mig í bók sem ég var hálfnuð með.

Það var þessi hér:

í frjálsu

Það er skemmst frá því að segja að þessi glæpasaga er svo spennandi að ég las hana til enda.

Gleypti hana í mig.

Ef þessi verður ekki kvikmynduð með þöglu týpunni með titrandi neðrivör, a la Bruce Willis í aðalhlutverki, þá er ég illa svikin.

Ég þoli reyndar ekki þann karl en það kemur ekki að sök því ég forðast eins og heitan eldinn að horfa á bíómyndir gerðar eftir bókum sem ég hef lesið.

Ég bý mér til mitt sögusvið, mína leikmuni, mitt fólk og ég læt ekki eyðileggja það fyrir mér af fólki sem hefur allt aðrar hugmyndir.

Bókin: Einfarinn og ofurtöffarinn Jack Reacher á hvergi heima og notar hvorki síma né tölvupóst. En þegar hann fær undarleg dulmálsboð gegnum bankakortið sitt veit hann hvaðan þau koma; frá félaga úr rannsóknarsérsveitinni sem hann eitt sinn stýrði. Tíðindin eru ógnvekjandi; einn úr hópnum hefur hlotið skelfileg örlög og flest hinna virðast horfin. Þau sem eftir eru safnast saman í Los Angeles til að grafast fyrir um örlög félaga sinna en flækjast brátt í þéttriðið net samsæris þar sem óþekktur óvinurinn er alltaf skrefi á undan.

Eftir þessa gjörninga, áhorf og lestur, er ég með bauga niður á kinnar og með timburmenn sem eru EKKI verðskuldaðir.

Því ég drakk ekki dropa.

Í rigningunni og í ferðalaginu um komandi helgi ráðlegg ég fólki að háma í sig spennubækur.

Þessi er kjörin í verkefnið.

Úje.


mbl.is Ingvi Þór hlaut gaddakylfuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kannski maður geri það, annars var ég að hugsa um að reyna með hjálp að baka svolítið í frystinn.
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú gerir hvorutveggja Milla mín.

Skorrdal: Takk kíki á þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2009 kl. 13:34

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vona að ég geti það, en láttu nú ekki líða yfir þig, er nefnilega að lesa Twilight eftir Stephenie Meyer, maður verður að vera viðræðuhæfur,
Sko ég meina hjá stelpunum mínum. Ég á bara eftir fjórar og 3/4 bækur svo þetta gengur seint.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2985764

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband