Leita í fréttum mbl.is

Mikil óánægja og átök í bloggheimum

Upp er komin mikil óánægja í bloggheimum, nánast hystería, fólk er afskaplega reitt og sárt.

Þ.e. þeir bloggarar sem ekki komust á óvinalista Framsóknar en telja sig engu að síður hafa lagt vel af mörkum við aðgerð: "Var einhvern tímann til Framsóknarflokkur?"

Mikill metingur á sér nú stað á milli bloggara, fólk níðir skóinn hvert af öðru allt vegna téðs lista.

Ég persónulega er afskaplega stolt af veru minni á listanum eins og ég hef áður tekið fram, enda mesti heiður, ef ekki sá eini, sem mér hefur hlotnast svo langt aftur sem ég man.

Illugi Jökulsson er stórmóðgaður. Honum finnst réttilega að þessi heiður hafi átt að falla honum í skaut, en þarna voru margir kallaðir en fáir útvaldir.  Illugi minn, snædd þú garnir og blóðmör bara.

Þórarni Badabing, bloggskáldi, Byron-aðdáenda og blaðamanni, er heldur ekki skemmt.  Finnst hann eigi rétt á að vera á listanum, enda að mér skilst í öflugu ástar-haturssambandi við flokkshelvítið.

Páli Ásgeiri er líka misboðið sá ég inni hjá Illuga.

Og fleirum og fleirum.

Ég legg því við herráð flokksins sem mun funda að vanda í fyrramálið í flokksstöðvunum að bæta fólki á listann og lægja þar með öfund og átök meðal bloggara.

Nú er nefnilega þörf á að bloggheimur fari í merkilegri hluti.

Eins og t.d. að minna fólk á "afrek" Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á þeim 12 árum sem eldheitt ástarsamband þeirra stóð.

Plís, kippiðessu í liðinn strákar mínir, þeru að koma khosssningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Bendi á þetta stórfína, opna bréf til Framsóknarflokksins... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2009 kl. 17:50

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég finn líka fyrir þessari reiðiöldu í bloggheimum og mönnum misbýður þessi grófa mismunun, sem ég túlka sem beina aðför að mér persónulega

Finnur Bárðarson, 22.4.2009 kl. 17:51

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

$%#%/"# RASISTAR þessir frammarar.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.4.2009 kl. 17:57

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Flott hjá þér,má ég vera með?

Georg Eiður Arnarson, 22.4.2009 kl. 18:19

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

huh... mér er alveg sama. Vegna þess að á morgun er SUMARDAGURINN FYRSTI!! Wúhú.........

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 18:25

6 Smámynd: Anna

Frams'oknarflokkurinn i manngreiningar'aliti. Mikid halda teir ad teir seu spesssssssssssss....

Anna , 22.4.2009 kl. 19:10

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ætli það virki í báðar áttir?

fólkið óvinir Framsóknarflokksins = Framsóknarflokkurinn óvinur fólksins?

Brjánn Guðjónsson, 22.4.2009 kl. 19:41

8 Smámynd: Þór Jóhannesson

Við 17 öðluðumst mikinn heiðurssess sem bloggarar í dag þegar nöfn okkar rötuðu inn á "óvinalista Framsóknarflokksins".

Þór Jóhannesson, 22.4.2009 kl. 19:54

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Krakkar mínir. Róleg á montinu! Það fylgist enginn lengur með hvað framsóknarflokkurinn er að gera.

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 20:58

10 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Hvað í ósköpunum er fólk að væla, skil þetta stundum ekki. Framsóknarflokkurinn tekur sig til og tekur saman lista yfir fólk sem bloggar neikvætt gegn flokknum. Er eitthvað rangt við það að fylgjast með umræðunni í þjóðfélaginu og reyna að svara henni ef hún er ómálefnaleg eins og oftast er, eða ef hún er málefnaleg þá að svara þeim spurningum sem eru jú lagðar fram stundum af bloggurum. Ég er orðinn gersamlega hundleiður á þessum samsæriskenningum margra bloggara.

Kristinn Svanur Jónsson, 22.4.2009 kl. 21:44

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kristinn Svanur: Mér finnst hellings rangt við það að halda lista yfir þá sem eru þér ekki þóknanlegir.

Minnir mig á fasistaríki, nú eða bara Sovét.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2009 kl. 22:11

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

En Kristinn Svanur... Hér er enginn að væla. Hér er húmor og kaldhæðni í gangi... kannski með háðslegu ívafi.  

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2009 kl. 22:18

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kannski var Kristinn Svanur á bak við stóra tréð þegar Gussi útdeildi gáska.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2009 kl. 22:20

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Það þarf víst ekki að minna fólk sem er með fulle fem á afrek XD og XB.

Staðreyndirnar blasa nú við þjóðinni hráar og kaldar.

Það fólk sem vill halda þessum flokkum við völd, er annaðhvort heimskt eða illa innrætt. Nema bæði sé.

hilmar jónsson, 22.4.2009 kl. 22:28

15 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

haha.. ég veit þetta er háð og allt það... en þetta er bara kosningabarátta og fólk vill fá að vita hvað vinsælustu bloggararnir eru að segja og þeir eru ekki að hugsa um þá sem hæla þeim heldur hina, svo þeir búa til lista yfir þá, en svo er því snúið upp í eitthvað brjálað apparat sem það alls ekki er, þetta er bara listi:) Mér finnst samt æðislegast að það er mogginn sem er búinn að gefa svo mörgum íslendingum rödd... því hann á jú að vera netdeild sjálfstæðisflokksins samkvæmt mörgum, en greinilega ekki.

Kristinn Svanur Jónsson, 22.4.2009 kl. 22:28

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mogginn má eiga það að hann lætur ýmislegt yfir sig ganga frá mér og fleirum þegar Flokkurinn er annars vegar.  Aldrei skipt sér af því.

Málið er KS að það er ekkert mál að flokkar safni bloggurum saman til að blogga fyrir kosningar.

En það er bókhald yfir andstæðinga sem fer illa í mig.

Ókei, ekkert svo voðalega illa, en fyrst og fremst er þetta kjörið tækifæri til að fíflast í Framsóknarflokknum.

Ég meina, sá maður er galinn sem ekki stekkur á það gullna tækifæri.

Or what?

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2009 kl. 22:33

17 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ekki vissi ég að Moggabloggið hafi átt að vera netdeild Sjálfstæðisflokksins! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2009 kl. 23:29

18 Smámynd: Þór Jóhannesson

Morgunblaðið eigandi netdeildar Sjálfstæðisflokksins - alltaf lærir maður eitthvað nýtta af súrum Sjöllum, bwhahahahaahahaahahaha. Svona er heimurinn hverfull en þó má benda á mogginn græðir fúlgu fjár á vinsældum mínum sem bloggara enda selur hann grimmt auglýsingar á síðuna mína án þess að spyrja mig hvað mér finnst um það - og svo er það hitt að ef það væri ekki mbl.is þá væri það bara eitthvað annað því bloggheimar finna sinn farveg.

Lifi byltingin!

Þór Jóhannesson, 23.4.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985766

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.