Leita í fréttum mbl.is

Bönnum vændi strax!

Sextán samtök skora á stjórnvöld að leggja bann við kaupum á vændi.  Segir í  áskorun þeirra að því beri að fagna að enn einu sinni er komið fram á Alþingi frumvarp um að banna kaup á vændi.

Að því frumvarpi standa stjórnarflokkarnir ásamt þingkonum Framsóknarflokks.

Það er í raun óskiljanlegt að við skulum vera á þriðjaheimsplani hvað þetta varðar hér á Íslandi.

Milljónir kvenna og barna eru seld í kynlífsánauð víða um heim.

Vændi er af sömu rót sprottið, amk. eru örfín skil þarna á milli.

Þú átt ekki að geta keypt þér aðgang að líkama fólks með góðu leyfi samfélagsins.

Nú bærist í mér sú von að bann við kaupum á vændi verð lögfest hér á landi.

Og það strax.

Það væru dásamleg málalok.


mbl.is Skora á stjórnvöld að leggja bann við vændiskaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já meiningin er góð líklega.  Áfengisbannið í bandaríkjunum þar sem kaup á áfengi var bannað varð til þess að færa þessa starfsemi undir glæpaflokka og skapa þar með glæpamönnum alveg gríðarlegar tekjur. 

Reikna má með að sama gerist með vændi undir þessum nýju lögum.  Þetta færir tekjur til glæpahópa.  Vegna þess að ekki er þorandi fyrir leikmenn að komast í viðskiptin nema fyrir tilstuðlan glæpona vegna áhættu um ákæru.  Að komast í viðskiptin gegnum undirmálsmenn tryggir að viðskiptin séu ekki "under cover" aðgerð lögreglu eða DV.

Þetta er afturför að mínu mati og menn geta rétt ímyndað sér þá aðstöðubreytingu sem konurnar verða fyrir.

Svona frumvarp tryggir nánast aðkomu þriðja aðila í öllum tilfellum.

Árni (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Og hvað með þá sem eru með sínar á afborgunum, svo sem ofsaríkir feitir karlar með rosa mega-beibum? Ha Huh?

Þeir eru sko með sínar á Feitum afborgunarkjörum. 

SEE?

Misrétti ð burt jafnr´rttið kjurt.!  shant tjant shant

Afram testasteron.  Húlla hulla.

Og svo berja í potta og svoleiðis nokk.

Iss ég ætla með minni, sem hefur MIG á afborgunum, út á land að hitta varginn.

Mibbó

Biður ,,sína" flottu blogg-skvísu að vera bara mellow og tjilla í fíling um helgina.

Bæ Bæ

Bjarni Kjartansson, 6.3.2009 kl. 14:52

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

dóp er bannað en selst sem aldrei fyrr... 

Hvenær ætlar fólk að læra það að boð og bönn leysa engan vanda..  

Óskar Þorkelsson, 6.3.2009 kl. 15:23

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo sammála þér Jenný!

Rut Sumarliðadóttir, 6.3.2009 kl. 16:10

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það er í raun óskiljanlegt að við skulum vera á þriðjaheimsplani hvað þetta varðar hér á Íslandi.

smá komment á þessa setningu.. er þýskaland, holland, belgía og frakkland í þriðja heiminum Jenný ? 

Óskar Þorkelsson, 6.3.2009 kl. 16:19

6 Smámynd: Anna

Þú veist nú hver er nýfarinn frá Dómsmálaráðuneytinu. Hann leifði þetta. Og hvað gerði þessi maður í stjórnartíð sinni? Jú mest litið nema sétja á stofn víkingasveit og leyfa rafbissum? Eða munið þið eftir einhverju öðrum sem hann gerði þjóðfélaginu til góðs??? Ég sé grænt þegar ég sé þennan mann á Alþingi. Góða helgi...

Anna , 6.3.2009 kl. 16:23

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Maður heyrir að vændi gangi kaupum og sölum á stefnumótavefjum á landinu og lítill áhugi stjórnvalda er að spyrna við því. Ég tek alveg undir með þér Jenný og tel harðari lög nauðsyn gegn vændi sem er hræðilegur iðnaður.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 17:14

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek undir orð nafna míns.

hilmar jónsson, 6.3.2009 kl. 17:35

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alveg sammála.

Sigrún Jónsdóttir, 6.3.2009 kl. 17:41

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bönnum vændisKAUP og vændisSÖLU, það er hin sjálfri sér samkvæma stefna og sú, sem kristin getur kallazt. Lesið um það o.fl. HÉR og á greina-vefslóð sem þar er að finna í aths. minni.

Jón Valur Jensson, 6.3.2009 kl. 19:17

11 Smámynd: Hörður Þórðarson

Já, refsa verður harðlega þeim sem kaupa sér aðgang að líkama fólks, til dæmis með því að kaupa mat og áfenga drykki handa því (bjóða því út að borða og síðan á barinn)...

Ég legg til að Jenný fái að hýða alla þá á berann rassinn, jafnt konur og karla sem gera sig seka um slíkt athæfi. Kynlíf gegn einhvers konar greiðslu er jú vændi.

"Það er í raun óskiljanlegt að við skulum vera á þriðjaheimsplani hvað þetta varðar hér á Íslandi."

Verð að viðurkenna að annað eins bull hef ég sjaldan lesið...

Hörður Þórðarson, 6.3.2009 kl. 19:23

12 identicon

Ég mæli með því að þeir sem halda að "sænska leiðin" virki og hafi minnkað vændi í Svíþjóð fari á google og slá inn eftirfarandi leitarstreng (án gæsalappanna):

"escort sverige"

og sjáið hvað kemur upp, google skilar mér 609.000 tenglum og á amk fyrstu 10 er verið að bjóða kynlífsþjónustu, sumar síðurnar eru með lista yfir stelpur, aðrar eru stelpurnar sjálfar að bjóða þjónustu til sölu. 

Eins síða sem kom upp, valin algjörlega af handahófi: http://nicole.ovh.org/ (það er ekkert gróft að sjá á síðunni, bara verðupplýsingar og myndir af stúlkunni sem býður þjónustu sína). 

Gulli (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 19:39

13 identicon

Svo er hérna svolítið sem sænskar konur í kynlífsiðnaðinum hafa um "sænsku leiðina" að segja, þær eru svo mikið á móti henni að þær hafa stofnað samtök og reka sérstaka vefsíðu gegn "sænsku leiðinni":

http://www.sans.nu/sans_eng.htm

Gulli (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 19:49

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef aldrei aðhyllzt neinar sér-sænskar leiðir. Ég vil láta banna SÖLU á vændi rétt eins og kaup á því og hef rökstutt ástæðurnar fyrir því m.a. í bréfaskiptum mínum við Kolbrúnu Halldórsdóttur alþm., sem birtar eru HÉR á Moggabloggi mínu.

Jón Valur Jensson, 6.3.2009 kl. 20:06

15 identicon

Vá ég er sammála JVJ

Þetta er svo þreytt klisja að boð og bönn leysi ekki neitt. Uh jú að ákveðið athæfi verði gert refsivert hefur varnaðargildi. Það eru engin rök að segja að þá verði starfsemin "falin". Samfélagið sendir líka út skilaboð að það sem siðað samfélag fordæmi slíka starfsemi og það skiptir miklu máli. Starfsemin er hvort sem er nokkuð falin. Hef ekki enn séð neina í símaskráni titla sig vændiskonu.

Goðsögnin um hamingjusömu hóruna er líka þreytt. Vændi fylgir mansal, fíkniefni, klám, ánauð, ofbeldi, niðurlæging ofl.

Mér finnst oftast bara einhverjir karlmenn vera fylgjandi vændi.

Af hverju eruð þið svona fylgjandi því að kaupa megi aðgang að líkama manneskju? Og þetta sem einn segir og reynir að líkja saman því að bjóða konu út að borða og vændi....hellú.....finnst þér þú eiga rétt á kynlífi með konu ef þú gerir slíkt? Það er þá bara í þínum huga. Mér hefur verið boðið út að borða og í leikhús en spáði bara ekki í það að ég væri vændiskona ef ég svæfi hjá viðkomandi á eftir. Stupid me.

Dúa (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:27

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Dúa, þú segir það sem ég vildi sagt hafa.  Hjó líka eftir þessu með samanburðinn á að kaupa kynlífsþjónustu og bjóða út að borða.

Halló, hverslags hugarfar.

Ég er líka ögn hissa á að vera sammála JVJ og fagna því þó trúarbrögð liggi ekki að baki minni skoðun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2009 kl. 22:14

17 identicon

Ég er algerlega á móti lögum sem að banna sölu á vændi, en það er alls ekki vegna þess að ég er fylgjandi vændi.

Heldur vegna þess að ég geri mér grein fyrir því að heimurinn er ekki svart/hvítur, heldur meira almennt grár. Lög munu hafa sömu áhrif og þau hafa í svíþjóð, vændið er stundað í undirheimunum, sem að er að verra fyrir alla.

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 00:54

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rangt, Guðmundur, vændi er að stóraukast hér, og það kemur til að þessum vændislögum Björns Bjarnasonar og Bjarna unga Bjarnasonar, sem hin hjúkrunarfræðilærða Ásta Möller ver í blóð og merg, eins og þar sé um gríðarlegan heilsuávinning fyrir konur að ræða!

Jón Valur Jensson, 7.3.2009 kl. 01:06

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

... kemur til af, vitaskuld

Jón Valur Jensson, 7.3.2009 kl. 01:09

20 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Af hverju eruð þið svona fylgjandi því að kaupa megi aðgang að líkama manneskju? Og þetta sem einn segir og reynir að líkja saman því að bjóða konu út að borða og vændi....hellú.....finnst þér þú eiga rétt á kynlífi með konu ef þú gerir slíkt? "

Nei, því fer fjærri. Ég setti þetta dæmi einfaldlega upp til að vekja umhugsun og umræðu og það hefur greinilega tekist.

Í stuttu máli finnst mér að karlar og kerlingar úti í bæ eiga ekki að vera að skipta sér af því hvað fullorðið fólk tekur sér fyrir hendur af fúsum og frjálsum vilja. Það sem berjast þarf gegn eru hvers konar þvinganir, fáfræði og að hafa hag af neyð annara. Ég veit ekki betur en að  það sé ólöglegt að hafa milligöngu um sölu vændis og er það vel.

Hörður Þórðarson, 7.3.2009 kl. 01:38

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ófullkomið svar, Hörður: "Í stuttu máli finnst mér að karlar og kerlingar úti í bæ eiga ekki að vera að skipta sér af því hvað fullorðið fólk tekur sér fyrir hendur af fúsum og frjálsum vilja. Það sem berjast þarf gegn eru hvers konar þvinganir, fáfræði og að hafa hag af neyð annara."

Þetta, sem þú talar um í fyrri setningunni, kann að líta eðlilega út í hugum manna, um alls konar málefni einkalífs, en þeim mun linari sem löggjöfin er um þessa ábatasömu og hættulegu "atvinnugrein", þeim mun auðveldara verður fyrir illskuna að dyljast undir hjúp þess lögmætis. Lögreglunni verður ætlað það afar erfiða hlutverk að sanna, að vændisfólk sé ekki á snærum neins þriðja aðila, en dólgar og jafnvel mafíósar og mansalsmenn finna sér leiðir til að láta þetta fólk virðast vera í "einkabisness", eins og einn orðaði það hér, og þar með vera með "lögmæta starfsemi", þótt svo sé ekki í raun. Jafnvel geta dólgarnir beitt þeim hótunum að ráðast á ættingja vændiskvenna í upprunalandi þeirra, og þú heldur að þetta sé bara einhver lygasaga! Ættir að horfa á Lilja forever, þar sérðu aðstæðurnar.

Svo er stór hluti vandans, að hið gersamlega ábyrgðarlausa frumvarp stuttbuxnastrákanna hans BB og BB jr. frænda hans tók það alveg sérstaklega fram, með vottorði frá fjármálaráðuneyti Ána Matt., að það þyrfti ekki að kosta krónu að samþykkja frumvarpið sem lög!! Sem sé: Ekki gert ráð fyrir neinum nýjum útgjöldum lögreglu til eftirlits með vændisstarfsemi! – og heldur ekki hjá heilbrigðisyfirvöldum til að halda uppi heilbrigiseftirliti með vændisfólki, eins og þó er gert t.d. í Þýzkalandi og Hollandi!

Eins og í fleiri efnum, sem afhjúpazt hafa á síðustu fimm mánuðum, er málstaður stuttbuxnamanna í þessu máli afleitur og óverjandi.

PS. Ég skrifa þetta í flýti, en hef fjallað miklu ýtarlegar og eindregnar um þetta í fjölda pistla á vefslóð minni 'Vændisumræða' = http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/category/1426/

Jón Valur Jensson, 7.3.2009 kl. 09:39

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

lilja forever sýnir hvernig ástandið er þegar vændið fer í felur JVJ.

rosalega sterk mynd og hefur mikil áhrif á hvern þann sem á hana horfir.. en eins og ég sagði hér.. þá fjallar hún um ástandið EFTIR að vændið var bannað í SE og fór í undirheimana.

Óskar Þorkelsson, 7.3.2009 kl. 09:45

23 identicon

Maður er nær orðlaus yfir vitleysunni. En ekki alveg.

Þessi rökleysa að vændi verði að underground starfssemi ef þau eru gerð ólögleg eru út úr kortinu. Þetta ER underground starfssemi, líka þar sem þetta er löglegt. Í Hollandi hefur innflutningur á ÓLÖGLEGUM innfluttum vændiskonum þrefaldast síðan að vændi var lögleitt og þarlend yfirvöld telja að um 75% þessara kvenna séu þarna gegn sínum vilja. Hollenska dæmið er sönnun þess að vændi er mansal. Þriðju aðilar hagnast á þessu og þeir eru ekkert að fara með þetta á yfirborðið því þá hætta peningarnir að rúlla inn. Þessar örfáu  sálir sem að "velja" sér að selja sig hverjum sem er (ég tel engan velja þetta nema af örvæntingu) eru varla þess virði að tugþúsundir þjáist.

Konur sem eru andlega heilar láta sér ekki detta í hug að selja sig, Það er bara þannig. Haldið þig, herrar mínir, að mamman, eiginkonan eða dóttirin fari í þennan iðnað sjálfviljugar? Spyrjið ykkar hvað þeim finnst um það.

Fyrir utan allt þetta þá eiga skilaboðin til ungra kvenna ekki að vera  að þær séu varningur sem hægt er að versla með. Væntanlega óskið þið þess ekki á ykkar eigin dætur, eða hvað?

Linda (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 09:55

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óskar, menn illskunnar fela verk sín undir hjúpi lögmætis. Þeir geta ekki falið þau svo vel, að þau sjáist hvergi í einhverri mynd (og þá m.a. vökrum augum lögreglu, sem kostuð er til eftirlits, ef hún er þá kostuð til þess), því að ef þessar vændiskonur þriðju aðila sjást hvergi, þá fæst enginn "bisnissinn".

Ef vændi er alfarið bannað (án þess þó að refsa því vændisfólki, sem sannast að sé beinlínis þvingað, neytt og hótað til starfans), þá hverfa þessi "hagstæðu" skilyrði fyrir mafíudólga til að senda hingað vændisfólk. Ennfremur er sú hætta og freisting fólgin í lögleiðingu vændis, að þá eiga eiturlyfjasalar og jafnvel kærastar stúlkna með lélega sjálfsmynd og litla sjálfstjórn langtum auðveldara með að nota þær til að afla með þeim tekna. Afleiðingin verður svo m.a. útbreiðsla kynsjúkdóma og sum fórnarlömbin þar gersamlega saklaus, t.d. makar vændiskaupenda eða síðari kynlífsfélagar þeirra, og þú lætur þér þetta bara vel líka, Óskar minn! Skammsýni er það og ábyrgðarleysi, ekkert annað.

Jón Valur Jensson, 7.3.2009 kl. 10:02

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við eigum að gæta systra okkar og bræðra, það er það sem Óskar og Hörður gleyma. Einnig á löggjafarvaldið að taka fyllstu ábyrgð á kynheilbrigði þjóðarinnar, eftir því sem unnt er. Leggið annars þá spurningu fyrir Harald Briem sóttvarnarlækni, hvort hann telji núverandi ástand eðlilegt og gæfulegt! Og hafið þið ekki tekið eftir vændi sem upp er komið hér í margvíslegri mynd, m.a. tveimur vændishúsum útlendrar konu og fregnir af vændi jafnvel 13 ára stelpna?!

Jón Valur Jensson, 7.3.2009 kl. 10:08

26 Smámynd: Sleepless

Þetta á ekki að ganga útá hvað hverjum og einum finnst vera rétt og rangt, Réttarkerfið á að byggjast upp á því hvernig við getum látið lögoin virka án þess að skaða þá eða setja þá í fangelsi sem eiga það skilið.

Mér finnst það fáránlegt að ætla að setja fullorðið fólk í fangelsi fyrir það eitt að rástafa sínum líkama sjálft. En lögin eru líka þannig sett upp að ef þú ert flutt/ur nauðug/ur hingað til lands og neydd/ur til að vinna fyrir þér með vændi, þá eru til lög sem taka á því, sama hvort lögin um vændi haldist óbreytt eða ekki....
Þannig raunverulega það eina sem er verið að fara frammá með að banna vændi er að senda fólk í fangelsi sem raunverulega á ekki heima þar.

Fyrir mér er það að banna vændi til að koma í veg fyrir mannsal svipað og banna áfengi  til að koma í veg fyrir fíkniefna sölu/neyslu.....

Sleepless, 7.3.2009 kl. 10:43

27 Smámynd: MacGyver

Ég er reyndar frekar sama hvort vændi sé löglegt eða ekki (ég myndi þó samt kjósa svo það yrði löglegt ef það væri kosið um það) en það sem mér finnst hrikalegt með það sem er verið að boða núna er að kaupandinn brýtur af sér meira en seljandinn. Það meikar ekkert séns. Það væri td talið algerlega þroskaheft að refsa eiturlyfjakaupandann meir en dópsalan (eða td "pawnshop"-eigindann sem kaupir stolið þýfi af þjófum), því að það er dópsalinn sem býr til ólöglega þjónustuna/vöruna og brýtur svo systematiskt af sér (ólikt kaupandann).

Ég sé þetta sem ekkert annað en tilraun til að refsa karlmenn (því flestir kaupendur eru víst karlmenn) og telja fram að þeir fremji stærsta glæpinn geng "saklausa" vændiskonuna sem kýs sjálf að selja sig og þjónustu. 

MacGyver, 7.3.2009 kl. 12:06

28 Smámynd: MacGyver

"Þú átt ekki að geta keypt þér aðgang að líkama fólks með góðu leyfi samfélagsins."

Biddu, átt þú að ákveða hvað fólk má gera með sínum eigin líkama? 

MacGyver, 7.3.2009 kl. 12:07

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sumir eru ekki að skilja þetta hérna.

Með að gera kaup á vændi refsivert er samfélagið að gefa út yfirlýsingu:  Kynferðislegur aðgangur að líkama kvenna (eða karla) er ekki verslunarvara. 

Smá saman síast inn,  að það að kaupa sér kynferðislegan aðgang er rangt og samfélagið samþykkir það ekki.

Auðvitað mun þetta mæta mótspyrnu fyrst í stað.  Auðvitað.  Sérstaklega þegar mál hafa þróast á þann veg, eins og td. á Íslandi, að nánast er litið svo á, að það séu einhverskonar mannréttindi karla að geta keypt sér umræddan aðgang og svalað á þann hátt ógurlegri - nánast yfirnáttúrulegri- kynþörf sinni.

Þegar menningin í kringum viðvíkjandi mál er þannig þá mun löggjöf þar að lútandi að sjálfsögðu mæta mótspyrnu og mun heyrast margt harmakveinið með einum eða öðrum hætti.  Mun gera það.

En er tíminn líður og horft verður til baka eftir nokkra tugi ára mun enginn botna í að einhver skyldi vera ámóti svo ofureðlilegri og sjálfsagðri löggjöf.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.3.2009 kl. 13:00

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar snýr því við, hvað er nýtt og gamalt. Það er ennþá svo í öllu eðlilegu siðferði fólks, að það sé rangt að kaupa sér aðgang að kynfærum annars fólks. Ef þessi lög Björns og Bjarna verða hins vegar látin standa, þá fara þau smám saman að hafa hin illu áhrif á siðferðismat fólks, rétt eins og lögin um "fóstureyðingar" hafa haft slík sorgleg áhrif, einkum á unga fólkið.

Lög Björns og Bjarna, sagði ég. Er ekki rökrétt að tala um "Björnebanden" í því efni, bjarnagengið og lög þess, Björnebandenloven? Annars er það merkilegur aukaþanki, hvernig þeir telja sér heimilt að fótumtroða þannig kristið siðferði – og Björn sem var kirkjumálaráðherra á sama tíma!!!

Þessi svefnlausi kl. 10.43 skrifar eins og hann taki ekkert tillit til þess, sem fram hafði komið í umræðunni þar á undan.

Jón Valur Jensson, 7.3.2009 kl. 14:12

31 Smámynd: MacGyver

"Sumir eru ekki að skilja þetta hérna.

Með að gera kaup á vændi refsivert er samfélagið að gefa út yfirlýsingu:  Kynferðislegur aðgangur að líkama kvenna (eða karla) er ekki verslunarvara. 

Smá saman síast inn,  að það að kaupa sér kynferðislegan aðgang er rangt og samfélagið samþykkir það ekki."

En hver er tilgangur þessarar laga? Það er ekki hægt að réttlæta lög X með því að segja að lög X muni framkvæma það sem lög X framkvæmir. Þetta er eins og að segja að við ættum að banna kaup á sófum til þess að kenna fólki að samfélagið samþykir ekki seturs í sófa.

MacGyver, 7.3.2009 kl. 18:25

32 Smámynd: Jón Hreggviðsson

Sumir þurfa að kaupa, aðrir að selja. Markaðslögmál. Jafnvel hjá samkynhneygðu samfylkingunni. Þó hún eigi ekki bót fyrir rassinn á sér.

Jón Hreggviðsson, 7.3.2009 kl. 21:50

33 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Rangt ef þessi löggjöf kemst inn mun hún verða felld niður innan tíma og allir munu hlægja að siðapostulunum sem voru með þessari heimsku

Alexander Kristófer Gústafsson, 8.3.2009 kl. 02:29

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki hafði Alexander mikið fyrir því að rökstyðja mál sitt í þessu innleggi. En ég mæli með banni við BÆÐI kaupum og sölu á vændi og refsingu við hvoru tveggja (sjá þó fyrirvarann í innleggi mínu 7.3. kl. 10:02).

Jón Valur Jensson, 8.3.2009 kl. 02:56

35 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Humm já enda ertu öfgakristinn.

Alexander Kristófer Gústafsson, 8.3.2009 kl. 03:34

36 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gott dæmi um land þar sem hvorutvegja er bannað.. USA , þar ræður mafían ríkjum í vændisgeiranum.. og þar hafa stjórnað menn af sama sauðahúsi og JVJ með litlum árangri í þá veru að útrýma vændi...

Óskar Þorkelsson, 8.3.2009 kl. 08:47

37 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Vond áhrif á siðferði bahahahaha

Það er gott að fóstureyðingar eru löglegar eina vandamálið er að það er of miklar haftir á fóstureyðingum sérstaklega miðað við lönd eins og Holland 

Alexander Kristófer Gústafsson, 8.3.2009 kl. 08:48

38 Smámynd: Jón Valur Jensson

Dæmigerðar fullyrðingar frá öfgafullum andstæðingum mínum hér ofar.

Og vitaskuld fylgir siðleysisafstöðu Alexanders á einu sviði siðvana afstaða á öðru sviði. En þar er hann reyndar kominn í eina sæng með fullt af öðru fólki, femínistum, hörðum vinstrimönnum og efnishyggju-hægrimönnum. Það er verst fyrir þetta fólk, að afstaða þess gengur bara ekki upp, þegar litið er á staðreyndir um líf og þroskaferil hinna ófæddu. Hins vegar eru þær margar vændiskonurnar, sem "þurft" hafa "starfs síns vegna" að fara í "fóstureyðingu", eins og kallað er, og Alexander gerir örugglega enga athugasemd við það!

Að kristindómurinn hefur frá upphafi tekið afstöðu gegn bæði vændislifnaði og fósturdeyðingum er honum til hróss í augum flestra sem hafa sína siðferðisvitund í lagi. Menn ættu að átta sig á því, að það þarf að taka einarða afstöðu í þessum málum. Þar hafa þeir tveir flokkar, sem talað hafa um stuðning sinn við kristindóm og kristna arfleifð og kristið uppeldi, þ.e. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, báðir brugðizt með hrikalegum hætti. Og hvernig ber þá kristnum og öðrum siðferðislega vakandi kjósendum að taka á slíku? Með því að kjósa þá aftur, meðan þeir hafa ekki gert neina iðrun? Fjarri fer því! – Með því að kjósa vinstriflokka, sem eru engu skárri í málefnum ófæddra? Vitaskuld ekki. – Það er til þriðja leið, og hana ættu kristnir menn að hafa sjálfsvirðingu og þor til að fara.

Jón Valur Jensson, 8.3.2009 kl. 10:24

39 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Rétt ég geri enga athugasemd við fóstureyðingar yfir höfuð kona má eyða því án ástæðu fyrir mér, kona á ekki að þurfa að gefa upp ástæðu til að fá fóstureyðingur, það er kallað abortion on demand og ég vil sjá það í lögum hér.

Alexander Kristófer Gústafsson, 8.3.2009 kl. 11:51

40 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Rétt ég geri enga athugasemd við fóstureyðingar yfir höfuð konur meiga eyða eins mörgum  fóstrum og þær vilja og það  án ástæðu fyrir mér,

Alexander Kristófer Gústafsson, 8.3.2009 kl. 11:52

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sem sagt kannt ekki að skammast þín, Alexander, og tekur heldur ekkert tillit til heilsu konunnar, andlegrar sem líkamlegrar, og t.a.m. líkindanna á því, að ótrúlega hátt hlutfall þeirra verði ófrjóar vegna aðgerðarinnar, með allri þeirri óhamingju sem það hefur í för með sér í samböndum fólks og viðbótarkostnaði þjóðfélagsins vegna læknisrannsókna og tilrauna til að gera konu frjóa á ný eða fara ella út í tæknifrjóvgun. Hljómar það nógu nútímalegt fyrir þig?

Jón Valur Jensson, 8.3.2009 kl. 14:31

42 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Hennar val

Alexander Kristófer Gústafsson, 8.3.2009 kl. 16:13

43 identicon

Hvort ég er hlynntur vændi eða ekki finnst mér persónulega ekki skipta máli - það sem skiptir meginmáli í þessu er að verið er að reyna að koma á lögum á þeim fölsku forsendum að þau hafi virkað í Svíþjóð.

Sannleikurinn er einfaldlega allt annar, vændi hefur ekki minnkað og mansal tengt vændi hefur AUKIST síðan lögin tóku gildi. Hvoru tveggja minnkaði á yfirborðinu fyrstu árin eftir að þau voru sett sem leiddi til mikilla fagnaðarópa og halelúja hrópa víða þar sem "sænska leiðin" var dásömuð sem hin eina sanna lausnin við vændi.

Sænska lögreglan segir að vændi hafi aukist, mansal hefur aukist töluvert uppfyrir það sem þekkt var áður en vændislögin tóku gildi og alls ekki bara tengt vændi. Opinberar stofnanir sem vændi heyrir undir geta ekki sýnt neinn samdrátt í vændi, rannsóknir hafa þvert á móti sýnt þveröfugt. Sænskum vændiskonum og körlum og sænskum viðskiptavinum vændiskvenna og karla hefur stórfjölgað í Kaupmannahöfn þar sem vændi er löglegt, sama er hægt að segja um Eystrasaltslöndin og þetta allt ofan á aukið vændi heima fyrir.

Ég var í Gautaborg eina helgi fyrir u.þ.b. mánuði síðan, um miðjan laugardaginn var ég á gangi í miðborginni og tvisvar sinnum var ég stöðvaður af sænskum stelpum sem buðu mér þjónustu sína gegn gjaldi og það þó ferðafélagi minn væri kvenkyns. Ég hef aldrei lent í þessu um miðjan dag í Kaupmannahöfn þó ég hafi búið þar um skeið fyrir nokkrum árum og fari þangað reglulega. Svona vel hefur "sænska leiðin" greinilega virkað.

Jón Valur - farðu varlega í að dásama kristindóminn og kristna þegar kemur að vændi og kynlífsiðnaðinum. Nú nýlega birti Benjamin Edelman, aðstoðarprófessor í Business Administration við Harvard Business School rannsókn sem hann gerði á viðskiptavinum klámiðnaðarins í Bandaríkjunum. Í þeim fylkjum sem teljast annað hvort til hægri í stjórnmálum eða þar sem ítök trúarinnar eru sterkust eru íbúarnir allt að því þrefalt líklegri til að kaupa sér aðgang að klámsíðum, þau fylki sem beinlínis banna hjónaband samkynhneigðra voru 11% líklegri til að vera viðskiptavinir klámsíðna en þar sem slík hjónabönd eru ekki beinlínis bönnuð og fólk sem lýsti sjálfu sér sem trúað er með örlítið meiri tilhneygingu til að kaupa sér aðgang að klámsíðum, þó er hræsnin nægileg til að innkaupin minnka á sunnudögum!

Skýrslan heitir "Red Light States: Who Buys Online
Adult Entertainment?" og hana má nálgast hér: http://people.hbs.edu/bedelman/papers/redlightstates.pdf

Gulli (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 20:52

44 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr gulli

Óskar Þorkelsson, 8.3.2009 kl. 21:14

45 Smámynd: Sævar Einarsson

Þar sem Jón Valur Jensson guðannamaður fer mikinn hér eins og ævinlega, þá langar mig að sjá hvað hann hefur að segja um þetta en meðal annars kemur þar fram að "Erkibiskupinn Jose Cardoso Sobrinho sagði við sjónvarpsfréttamenn að lög guðs væru æðri öllum lögum mannsins og lýsti því yfir að móðir stúlkurnar og læknarnir væru með réttu útlæg"

Ekki hefur þú skrifað mikið um þetta og hvað finnst þér um að fólk sé bannfært ? og hvaðan eru lög guðs, ef hann bjó til einhver lög, er það vísindalega sannað? 

En hvað þessa færslu varðar þá er þetta eins og að berjast við vindmyllur, svona lög væru óvirðing og með þessari yfirlýsingu eru þessi samtök að snúa við baki á því fólki selja sig, því sé verði þetta bannað þá fyrst fær það fólk að kynnast hörku í undirheimum því þangað þyrfti það að fara, við gætum alveg eins bannað áfengi, það hætta ekki allir að drekka þrátt fyrir að það væri bannað.

Sævar Einarsson, 8.3.2009 kl. 21:28

46 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Gulli vandamálið hjá  trúarnöttum er að staðreyndir og rannsóknir skipta engu máli heldur trompar siðferði þeirra yfir allt

Alexander Kristófer Gústafsson, 8.3.2009 kl. 21:46

47 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Gulli

Vandamálið  við  trúarnötta er að staðreyndir og rannsóknir skipta engu máli fyrir þá. heldur trompar siðferði þeirra yfir allt og setningar úr 2000 ára gamlri bók á að stjórna hvernig ríkistjórni hagar sér.

Alexander Kristófer Gústafsson, 8.3.2009 kl. 21:47

48 Smámynd: Sævar Einarsson

"Lög guðs eru miklu stærri og sterkari en lög manna, nananabúbú" Svona fela þessir ofurkrissar sig um allar fræðigreinar sem henta ekki ofurkrissum, ef það á að banna eitthvað þá eru það trúarbrögð vegna þess að þegar heildarmyndin er skoðuð þá er hægt að kenna trúarbrögðum um mestu fjöldamorð mannkynssögunar og dráp yfir höfuð í nafni einhverrar trúar fyrr og síðar, fyrir utan alla þá barnaníðinga í hempuklæðum sem kirkjan hefur haldið verndarvæng yfir.

Sævar Einarsson, 8.3.2009 kl. 23:49

49 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið farið mikinn hér, efnis- og lausungarhyggjumennirnir, að ykkar vanda. Það má ekki líta af ykkur kvöldstund, þá eruð þið farnir að æsa hver annan hér upp. En enginn sparkar í hundshræ, svo mikið er víst, og hér hefur ykkur þótt mikið liggja við. Almennir lesendur gera þó betur í því að rifja upp hina eiginlegu röksemdafærslu, sem hér hafði farið fram á vefslóðinni, og kanni hug sinn, hvort hún standist enn skoðun.

"Erkibiskupinn Jose Cardoso Sobrinho sagði við sjónvarpsfréttamenn að lög Guðs væru æðri öllum lögum mannsins og lýsti því yfir að móðir stúlkurnar og læknarnir væru með réttu útlæg," segir á Mbl.is. Þetta hljómar greinilega sem röng þýðing – það er ekkert í kirkjulegu málfari, sem rímar við þetta. En hér mun átt við bannfæringu, og takið eftir, að það er ekki stúlkan sjálf, sem er bannfærð, heldur gerendurnir í deyðingu tvíburafóstranna og meðvirkur aðili, móðir stúlkunnar.

Bannfæringu er unnt að létta af, þið hafið kannski ekki vitað það, sannleiksleitendurnir?

Það er ekki þess vert að standa hér í orðadeilum við nafnleysingja, sem fullyrðir vitleysur út í bláinn af sinni vanþekkingu um kirkjuna.

En það væri betur, ef biblíulegt siðferði – m.a. í umhyggju fyrir fátækum og munaðarlausum, í ábyrgri meðferð fjármuna og ávöxtun þeirra, í sannsögli, áreiðanleik og ábyrgri ráðsmennsku, í varygð gegn hroka og þótta, eigingirni og ásælni – hefði fengið að ríkja hér á landi síðasta hálfan áratug í stað þess óbeizlaða "frjálsræðis", lausungarhyggju, ofsagróðastefnu og veraldlegs hroka, sem leiðandi menn í viðskiptalífi, bankastarfsemi og stórfyrirtækjum hafa verið haldnir. Greinilega hafa þeir ekki gert upp hug sinn við Guð sinn í lok hvers vinnudags.

PS. Aukning vændis í Svíþjóð getur komið til af öðru en "sænsku leiðinni" (refsingu vændiskaupenda). Aðstreymið að austan hefur aukizt, mafíurnar þaðan hafa eflzt, og þetta þrífst ekki sízt á því, að sala vændis er EKKI bönnuð í landinu. En ég vil láta banna BÆÐI kaup og sölu vændis – sænska leiðin er ekki mín leið, og ég rökstuddi vel ástæðurnar í bréfaskiptum mínum við Kolbrúnu Halldórsdóttur alþm., sem birt eru á á vefslóð, sem ég vísaði á í innleggi mínu hér miklu ofar, 6.3. kl. 20:06.

Jón Valur Jensson, 9.3.2009 kl. 00:40

50 Smámynd: Sævar Einarsson

Hver gefur einhverjum hempuköllum leifi til að bannfæra annað fólk ? ég hlýt þá að getað bannfært alla hempukalla. Og JVJ, það stendur það þarna svo ekki verður um villst "að lög Guðs væru æðri öllum lögum mannsins og lýsti því yfir að móðir stúlkurnar og læknarnir væru með réttu útlæg"

Svo reyndu bara ekki að skauta í eitthvað annað, en það er ykkur reyndar líkt að gera, svo sérðu ekki einu sinni eða hið minnsta kýstu ekki að svara því hvað kirkjan góða hefur haldið hlífskyldi yfir barnaníðingum í hempuklæðum, misnotað börn svo öldum skiptir, en hei, það eru kannski vegna þess að  "að lög Guðs væru æðri öllum lögum mannsins" ... 

Sævar Einarsson, 9.3.2009 kl. 01:00

51 Smámynd: Sævar Einarsson

Og þú ert nafnleysingi í mínum kokkabókum, mér gæti ekki verið meira sama hver þú ert, trúarruglið sem þú flæðir yfir aðra er vægast sagt ömurlegt, talar niður til flest allra þó svo þeir séu Jón eða Séra Jón, reyndar er það ekki alveg sama í hvaða flokk þeir Jónar lenda hjá þér, kannski vegna þess að þessu trú sem segir einhverstaðar að það eigi að bjóða hinn vangann er ekki til í þínum orðaforða, sjálfur guðsmaðurinn, ég ætla að klára þetta með þessum orðum "Guð minn  góður, reyndu að sjá ljósið, ekki stara í það" og að lokum, þér er algerlega frjálst að vita mitt nafn ef þig langar svona svakalega til að vita það, það færðu með því að senda mér póst, ég hræðist ey þinn guð

Sævar Einarsson, 9.3.2009 kl. 01:09

52 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, það er ósannað bull Sævarsins, að kirkjan góða hafi "haldið hlífskyldi [sic] yfir barnaníðingum í hempuklæðum [og] misnotað börn svo öldum skiptir." Og hafðu þar hugfast, að það, sem stakur einstaklingur aðhefst, gerir ekki stofnun hans eða samfélag hans (kirkjuna) seka um það sama. Íslenzka lýðveldið ber ekki ábyrgð á glöpum og lögbrotum einstakra ráðherra og embættismanna, heldur þeir sjálfir. Kirkjan fordæmir alla kynlífsmisnotkun barna.

Jón Valur Jensson, 9.3.2009 kl. 01:26

53 Smámynd: Sævar Einarsson

"Þeir trúðu blint" stendur í einhverjum texta, en þá hefur þessi vefmiðill algerlega rangt fyrir sér og ruglar bara út í eitt ? kannski þú ættir að hafa það hugfast eða trúfast ? og á ekki kirkjan að fyrirgefa öllum í stað þess að fordæma og eða bannfæra? eða er trúin "bara ef það hentar mér" trúarstefna ?

Og ekki slá svona svakalega um þig með "fancy" ritstíl, í mínum huga stækkar þú ekkert eða "lúkkar" eitthvað breiðari með honum, satt best að segja er hann afar sorglegur, ekki stara í ljósið, horfðu frekar í það.

Sævar Einarsson, 9.3.2009 kl. 08:18

54 identicon

Jón Valur, ég er ekki nógu vitlaus til að halda því fram að "sænska leiðin" sé orsök aukins vændis í Svíþjóð - það sem ég var að segja er að vændi hefur aukist þrátt fyrir "sænsku leiðina" sem margir sjá sem hina einu sönnu endanlegu lausn (ég veit það þú ert ekki talsmaður hennar) þó rannsóknir og veruleikinn sýni annað.

Aukning á vændi hefur alls ekki bara verið vegna fjölgunar austur evrópskra vændiskvenna í Svíþjóð heldur hefur aukningin líka verið "heimatilbúin", sænskum stelpum og strákum í vændi hefur líka fjölgað.

Gulli (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 09:56

55 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Gulli, þetta er bara rangt hjá þér.  Kannanir og skýrslur sem hafa verið gerðar um áhrif vændiskaupalögin  eru  misvísandi.  Sumt sýnir góðan árangur annað ekki eins góðan.  Én svíar eru ánægðir með lögin enda tóku nojarar þau sem fyrirmynd.

Auðvitað mun þetta taka allt sinn tíma. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.3.2009 kl. 10:32

56 Smámynd: Sævar Einarsson

Hvernig er hægt að gera kannanir á einhverju sem ekki sést ? það er svona svipað og reyna að gera könnun á því hvað það eru margir spilltir í stjórnmálum og viðskiptalífinu, það er ekki hægt, og hvers vegna ? jú það er svo vel falið að allar kannanir á því eru ómarktækar. Þá er það ekkert óeðlilegt að kannanir og skýrslur um áhrif laga sem ég kýs að kalla ólög eru ekki bara misvísandi heldur ómarktækar.

Sævar Einarsson, 9.3.2009 kl. 11:04

57 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sævar, það er erfitt.  Þessvegna eru slýkar skýrslur ávalt umdeildar.

Allavega metur maður það ekki eftir því hvað einhver "Gulli" segir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.3.2009 kl. 11:59

58 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heyr, heyr!

'Sævarinn' spurði: "Hver gefur einhverjum hempuköllum leifi [sic] til að bannfæra annað fólk ?" – Svar: Eins og mörg félög, samtök, stofnanir og jafnvel Alþingi gefa sér leyfi til að vísa mönnum úr félaginu/hópnum/stofnuninni eða beita viðurlögum við agabrotum, þannig getur kirkjan gert það sama – leyfi hennar til þess er fyrir hendi strax í sjálfri frumkirkjunni, eins og sést af Nýja testamentinu.

Bannfæring er hins vegar ekki það sama og útlegðardómur frá hinu veraldlega ríki; menn halda öllum almennum borgararettindum sínum.

Jón Valur Jensson, 9.3.2009 kl. 12:18

59 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég bendi á þessa grein sem ég skrifaði fyrir stuttu.

Jóni Val vil ég í leiðinni benda á þessa grein og skora á hann að svara.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 9.3.2009 kl. 13:21

60 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gaman að sjá þesssar fjörugu umræður um málefnið.

Endilega haldið áfram.  Þetta er mál sem varðar okkur öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2009 kl. 14:18

61 identicon

Ómar, sænsku blöðin, opinberar stofnanir og lögreglan eru kannski bara að ljúga þessu öllu saman? Eða fólkið hérna úti á götu? Ég bý í Svíþjóð og hef fylgst talsvert með þjóðmálum hérna undanfarin ár og skýrslurnar eru skv. fjölmiðlunum nánast eingöngu í eina átt. Þær skýrslur sem hafa sýnt jákvæða niðurstöðu í þessu virðast nánast allar vera frá því fljótlega eftir að bannið tók gildi og flestar eru gagnrýndar fyrir að sýna hvorki neinar rannsóknir eða hafa litlar eða engar skráðar heimildir fyrir tölum sem þær slá fram.

Hér er t.d. gagnrýni á þá skýrslu sem mest er haldið á lofti um jákvæðan árangur sænsku leiðarinnar, sk. Ekberg skýrsla: http://www.sexworkeurope.org/site/images/PDFs/ekberg_kritik.pdf

Ég hef áður vísað í ýmsar rannsóknir, skýrslur og blaðagreinar sem fjalla um þessi mál (ekki í þessum þræði) og þetta er hægt og rólega að þróast í þá áttina að það er enginn sem er að rannsaka þetta hlutlægt sem hallast að því að þessi leið virki í raun. Sumir ganga svo langt að segja að þeir einu sem fái jákvæðar niðurstöður séu þau sem harðast börðust fyrir því að setja þessi lög.

Svíar eru alls ekkert allir ánægðir með þessi lög, enda varaði m.a. sænska lögreglan Norðmenn við því að þau hafi ekki verið að skila því sem haldið væri fram. 

Gulli (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 14:46

62 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er nú búinn að svara þeirri grein, sem Tinna beindi gegn mér. Var fyrst að uppgötva hana, þegar ég sá þessa aths. hennar hér nú eftir hádegið.

Jón Valur Jensson, 9.3.2009 kl. 14:52

63 Smámynd: Sævar Einarsson

Jón Valur Jensson ég sé nú töluverðan mun á hvort einhver geimgaldrakarl bannfærir eða þjóðfélag/félög/samtök, veit ekki með þig, en ég held ég viti svarið.

Sævar Einarsson, 9.3.2009 kl. 15:48

64 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er mjög alvarlegt mál, þegar þjóðfélag dæmir einhvern í útlegð. Þeirri refsingu var beitt hér á fyrri öldum og enn fyrr öðrum alkunnum reglum í líkingu við það.

Kirkjan er (sam)félag, en gagnvart þeim, sem kæra sig ekki um að vera þar inni, hefur bannfæring nú á dögum lítið að segja.

Svo áttu að hafa vit á að gera ekki lítið úr þeim sem þig skóp, Sævar.

Jón Valur Jensson, 9.3.2009 kl. 16:29

65 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Gulli, það sem þú vísar í er veikluleg gagnrúni á þessa skýrslu um afar góðan og jákvæðan árangur af lögunum:

"

In 1999, the National Police estimated that 125.000 Swedish males bought about 2.500 prostituted women one or more times per year. Of these women, approximately 650 were street prostituted. From 1999 and until today, the number of women involved in street prostitution has decreased by at least 50%, and the recruitment of new women has come to an almost halt. The presence of foreign women in street prostitution has come to an end. The number of buyers has decreased with 75%-80%."

http://www.aretusa.net/download/centro%20documentazione/03contributi/c-14GunillaBestPractices%20.doc

Það er nú skrítið ef þú er svo "kunnugur" í svergje og ma. færð ekki frið á götunum að eigin sögn, að þú hafir ekki frétt af þí hve mikill stuðningur er við lögin.  Það er nú eitt hið alþekktasta mál fyrir öllum sem hafa kynnt sér umrætt viðfangsefni +1%

"in Sweden today over 80% of the population “support the law and the principles behind its development”

Analyzing the Swedish Model on prostitution

 http://www.ruhama.ie/easyedit/files/analyzingtheswedishmodelonprostitution.doc

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.3.2009 kl. 16:41

66 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Hvað kemur það Íslandi við hvaða álit almenningur Svíþjóðs hefur?

Alexander Kristófer Gústafsson, 9.3.2009 kl. 17:00

67 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Frábær heimilld ómar frá samtökum með agenda, komdu með eitthvað hlutlaust ekki lobbyista agenda rannsóknir.

Kannski ætti ég að nota "rannsóknir" sem heimildir eftir Institute for Historical Review um að Hitler elskaði gyðinga og að gasklefanir voru ekki til, Minnsta kosti hefur Institute for Historical Review þó wikipediu síðu. 

Alexander Kristófer Gústafsson, 9.3.2009 kl. 17:07

68 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

stablished in 1989, Ruhama is a Dublin-based NGO which works with women involved in prostitution. Ruhama (Hebrew for “renewed life”) regards prostitution and commercial sexual exploitation as violence against women and violations of women’s human rights.

Vá eru þetta bestu heimildir sem þú finnur? 

Alexander Kristófer Gústafsson, 9.3.2009 kl. 17:09

69 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

ENATW samtökin 1900 síður á google til um þessa stofnu. institute for historical review stofnun sem hefur það að verkefni að"sanna" að helförinn gerðist aldrei 40,900,000 síður á google.

Vá hvaða noname fyrirbæri eru þetta? 

Alexander Kristófer Gústafsson, 9.3.2009 kl. 17:15

70 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

ENATW samtökin 1900 síður á google til um þessa stofnun. institute for historical review stofnun sem hefur það að verkefni að"sanna" að helförinn gerðist aldrei 40,900,000 síður til um hana á google

Alexander Kristófer Gústafsson, 9.3.2009 kl. 17:15

71 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Alexander, það hefur komið fram í umræðum um sænska módelið að nauðsynlegt er að fræða fólk um tilganginn og hvaða hugmyndafræði býr að baki. Why ? Jú vegna þess að það eru svo miklar ranghugmyndir í gangi þessu viðvíkjandi.

Nú, þegar sænska módelið verður lögfest hér (líklega mun norðmaður þurfa að koma þar við sögu) Þá munu þú og gulli fá fræðslu um efnið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.3.2009 kl. 17:19

72 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Alexander, já þú varst búinn að bæta við þarna 2-3 innleggjum.

Sko,  eg verð að viðurkenna að ég er ekki aalveg með á hreinu hvað þú ert að fara.  Hitler hvað ?  Vá.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.3.2009 kl. 17:23

73 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

hvað með alvöru heimildir gerðar af hlutlausum aðilum ómar*?

eina sem þú hefur komið með  eru rannsóknir gerðar af lobbyistum sem er svipað og að treysta marlboro til að gera hlutlausa rannsókn á hættur sem fyljga reykingum 

Alexander Kristófer Gústafsson, 9.3.2009 kl. 17:24

74 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skyndilega, þegar á móti blæs hjá Alexander rakalausa, kemur það Íslandi EKKERT við hvaða álit almenningur Svíþjóðs hefur! Áður gerði hann sig ánægðan með skrif Gulla þessa!

Jón Valur Jensson, 9.3.2009 kl. 17:57

75 Smámynd: Sævar Einarsson

Móðir mín og faðir sköpuðu mig Jón Valur Jensson og mannkynið er komið af öpum, ekki Adam og Evu, enda gengur sú saga ekki upp.

Sævar Einarsson, 9.3.2009 kl. 19:59

76 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég hef aldrei haft áhuga á álit svíaa heldur hef ég áhuga að sýna hversu hemsk sú öfgavinstri ríkistjórn er

Alexander Kristófer Gústafsson, 9.3.2009 kl. 19:59

77 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Persónulega þá þoli ég ekki svíþjóð

Alexander Kristófer Gústafsson, 9.3.2009 kl. 20:00

78 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég get ekki talað illa um Svíþjóð, ég á 2 bræður þar og eina systir sem eru fædd og uppalin í Skurup. Hef farið þangað nokkru sinnum og líkað vel við fólkið en mér er það minnistætt þegar ég var þar 1995 þá sagði pabbi heitinn mér að ríkið væri að sligast undan útgjöldum vegna innflytjenda sem lifðu á ríkinu, vonandi hefur það eitthvað skánað síðan þá.

Sævar Einarsson, 9.3.2009 kl. 21:50

79 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það koma að því að ég væri sammála JVJ sem mér er ekkert alltof vel við. Ef á að banna kaup á vændi verður að banna sölu á því líka!

Á að leyfa konum að bjóða vændi til sölu enn ekki köllum að kaupa það? Það er eitthvað bogið við þetta.

Þegar konur kaupa vændi af konum, hvað segja lögin þá? Jenny mín! Það þarf að leyfa alltsaman, Vændi, dóp og að verjasig og sína þó það geti orsakað dauða viðkomandi.

Tek það fram að ég bý í Svíþjóð og þar er allt í steik, og enn verra í Danmörku.

F.v. eiginmaður, giftur og skilin við íslenska eiginkonu sem hélt framhjá mér. Ég lít á það sem vændi. Hún tók eigur og peninga og ég við skuldunum.

Óska þess að JVJ verði kristin einhverntíma. Yrði betri maður á því. Að öðruleyti er ég sammála honum um þetta ógeð með vændi.

Amen.

Óskar Arnórsson, 9.3.2009 kl. 22:04

80 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alexander kann að vera hægrisinnaður öfgafrjálshyggjumaður.

Jón Valur Jensson, 10.3.2009 kl. 00:39

81 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Svipa mig mjög mikið til Geert Wilders og Pim Fortuyn(R.I.P)

Alexander Kristófer Gústafsson, 10.3.2009 kl. 03:49

82 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sævar, foreldrar þínir kunna ekkert til þess að hanna jafn-fullkomna veru og þú ert. Þau eru sennilega Guði þakklát fyrir að hafa séð um þá hlið mála.

Og svo er fjarri lagi, að þú sért kominn af öpum – jafnvel Darwinistar nútímans halda því ekki fram.

Jón Valur Jensson, 10.3.2009 kl. 08:52

83 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er aldeilis að umræður og skoðanaskipti eru fróðleg hér, en það sem ég ætlaði að segja: ,,Vændi verður alltaf til, en banna ber það og hækka dóma þar að lútandi; við verðum síðan öll að vera vakandi ekki yfir vændiskaupum það getur lögvaldið séð um heldur yfir okkar unga fólki
því það getum við þó sofandi höfum verið í tuga ára."

Það þarf engar dæmisögur eða skoðun á þessu eða hinu, það sem þarf er framkvæmd og það strax.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2009 kl. 09:24

84 Smámynd: Óskar Arnórsson

JVJ! Farðu nú að komast úr þessarri "Psykos" sem þú ert í. Leitaðu þér hjálpar.

Þetta Vatikanska bull er hættulegt. Alþjóðleg yfirlýsing frá þínum yfirmönnum um að 9 ára barni sem var nauðgað passar ekki skynsömu fólki.

Þú kannt ekkert, veist ekkert, ert geðbilaður og og margt fleira. Það vita allir sem hugsa eitthvað.

Andskotans glæpamaður sem þú ert!!!!! JVJ drulluhali!!! Þú ert í glæpaflokki og ekkert betri enn Hells Angels og Bandidos.

Haltu nú kjafti og sprautaðu ekki kjaftabulli um Guð sem skammast sín fyrir þig og þína líka. Skilið?

Amen.

Óskar Arnórsson, 10.3.2009 kl. 09:37

85 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nokkuð ánægður með þig núna júlli :)

Óskar Þorkelsson, 10.3.2009 kl. 11:39

86 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nýr skríbent, Júlíus, hefur ruðzt fram á vettvanginn og gerist þar stórtækur í ósönnum fullyrðingum og boðun sinnar ofurfrjálshyggju. Hins vegar er það rétt hjá honum, að til eru margar konur sem stunda vændi óþvingaðar. Þess vegna er "sænska leiðin" ekki lausnarorðið, heldur algert bann við þessari ósiðlegu og hættulegu atvinnugrein – hættuleg fyrir alla hlutaðeigendur, þ.e. heilsufarslega og hvað öryggi snertir – ofbeldi er allalgengt á þessu sviði – og eins fyrir maka þeira og jafnvel börn, einkum eftir uppkomu AIDS o.fl. nýrra kynsjúkdóma, sem eru miklu algengari í vændisfólki en fólki almennt.

Hafið það þá líka í huga, að margt vændisfólk leitar hingað frá verulega sýktum svæðum, t.d. Austur-Evrópu, þar sem kynsjúkdómar og berklaveiki eru miklu algengari en hér, og frá Afríku, þar sem HIV-smit og E-bólu-veiki breiðast enn út, en þaðan komu einmitt þjónustustúlkurnar hennar Catalínu, sem lögreglan tók fasta um daginn.

Jón Valur Jensson, 10.3.2009 kl. 12:56

87 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skynsamur maður þessi júlíus! Flott komment! Við viljum ekki innleiða Iran lög eða Saudi lög um vændi? Er það? Eða Vatikansins? Allt sama tóbakið..

Óskar Arnórsson, 10.3.2009 kl. 12:57

88 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eins og allir vita, er ofurfrjálshyggjan með rassinn út úr buxunum í fjármálalífi okkar, fyrirtækjarekstri og efnahagsstjórn. Vill einhver í alvöru taka trú á ofurfrjálshyggju á kynlífsmarkaðnum?!

Jón Valur Jensson, 10.3.2009 kl. 13:01

89 Smámynd: Óskar Arnórsson

JVJ! "fili mi boni belli fo domino a bisko fo dominios!" Tyggðu þetta og þér batnar strax!

Óskar Arnórsson, 10.3.2009 kl. 13:04

90 Smámynd: Jón Valur Jensson

Menn elska þjóð sína EKKI NÓGU HEITT, ef þeir vilja láta það viðgangast, að kynheilbrgði hennar verði spillt, eða stuðla með einhverjum hætti að því, að fólk haldi fram hjá mökum sínum og að hjónabönd og fjölskyldur skaddist og splundrist. Gætið að ábyrgð ykkar! Við EIGUM að gæta bræðra okkar og systra!

Jón Valur Jensson, 10.3.2009 kl. 13:15

91 Smámynd: Jón Valur Jensson

Blindur er ég ekki, Júlíus!

Jón Valur Jensson, 10.3.2009 kl. 13:27

92 Smámynd: Óskar Arnórsson

JVJ er heittrúaður kaðólikki. Ef hann vill ekki þessa jurt mæli ég með cyanid pillu fyrir hann. Þá batnar honum enn fljótar.....

Hann er mesti trúðurinn á öllu blogginu..

Óskar Arnórsson, 10.3.2009 kl. 13:32

93 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég hata grenilega Ísland því ég vil siðferðislega frjálshyggju, athugaðu það að ég er engin frjálshyggjuplebbi ég er ekki fyrir opin landamæri og ég er á mótj fjölmenningu

Alexander Kristófer Gústafsson, 10.3.2009 kl. 13:44

94 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ahhh Jón valur var að nota bandarísku rökin sem repúlikar notuðuð til að fá þegna sína til að styðja iraq stríðið. "why do you hate america?"

Alexander Kristófer Gústafsson, 10.3.2009 kl. 13:45

95 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, fjarri fer því, Alexander, ég skrifaði aðeins það, sem mér flaug sjálfum í hug og hef aldrei heyrt þessi bandarísku orð.

Júlíus, nú verður þú að hafa biðlund, ég verð upptekinn við annað um stund, en á meðan – svo að þú haldir ekki, að þú sért eini maðurinn sem veit eitthvað um þetta hér – bendi ég þér á að lesa marga tugi greina í vefmöppu minni Vændisumræða hér á Moggabloggi (þegar komi er niður 1. yfirlitssíðu, smellið á "Næsta síða"!) og ýmsar raunar líka á kirkju.net.

Jón Valur Jensson, 10.3.2009 kl. 13:56

96 Smámynd: Lovísa

Þetta er meiri lesutrinn. Og misjafnar skoðanir eins og þær eru margar.

Takk, Jón Valur fyrir að koma með link inn á þessa umræðu fína, ég er mjög sammála ýmsu sem þarna kemur fram.

Þið sem eruð svo fylgjandi vændi og að þetta eigi bara eftir að færast underground ef þetta verði bannað, þekki þið þennan heim af eigin raun?

Fólk talar svo oft um svo mikið sem það hefur ekki hundsvit á. Það er hægt að lesa greinar og kannanir, en ekki dæma hart án þess að þekkja hlutina vel.

Ég styð sænsku leiðina heilshugar!

Lovísa , 10.3.2009 kl. 14:35

97 identicon

Bann gerir bara málið erfiðara ... leysir ekki neitt.
Allt heila klappið fer í undirheimana..

Að vera á móti banni er ekki neitt annað en að horfa raunsætt á hlutina.

JVJ tsk tsk

DoctorE (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 15:47

98 Smámynd: Óskar Arnórsson

Lovisa! Í Svíþjóð meiga konur selja vændi enn karlar ekki kaupa það. Svo vændi er eingöngu hæht að stunda fyrir lesbíur.

Gott hjá þér að styðja "sænsku leiðinna". Faraldur af "blackmail" frá konum gegn körlum og alls konar underground starfsemi.

Þeir eru að enduskoða þetta og líklegast verður vændi lögleitt aftur.

Ég er búin að búa í Svíþjóð síðan 1988. Þú hefur ekki hundsvit á hvað þú talar um.

Ég þekki þennan heim úr fangelsum, bæði karlafangelsum og kvennafangelsum. É er alfarið á móti vændi.

Á 6 dætur og myndi verðalega vitlaus ef einhver af þeim færi að stunda þetta ógeð.

Enn hugsaðu um þetta áður enn þú skrifar um eitthvað sem er ekki eitrað af feministum.

Fullorðið fólk á ekki að þurfa sjálfskipaðar barnapíur eins og djöfululsdýrkandann  (Vatikandýrkandann) JVJ.

Óskar Arnórsson, 10.3.2009 kl. 16:01

99 Smámynd: Óskar Arnórsson

Vændi og dóp fara mikið saman í Svíþjóð.

Lesiði þetta: www.leap.cc

Óskar Arnórsson, 10.3.2009 kl. 16:06

100 Smámynd: Lovísa

Ég hef nú aldrei kallað sjálfa mig femínista, og kem ekki nálægt þeirra baráttu.

Því miður er það vissulega hluti af fólki sem þyrfti í rauninni á sjálfskipuðum barnapíum að halda, eins og þú, Óskar, orðar það.

Ég hef aldrei stigið fæti inn í Svíþjóð, en þekki hins vegar þennan heim hér á Íslandi vel. Of vel.

Stærðstur hluti af þeim konum sem leiðast út í vændi hérna á Íslandi hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi og að þær þurfa hjálp. Þetta er ekki líf sem eðlileg kona vill lifa.

En þetta eru mínar skoðanir og koma femínistum ekkert við.

Lovísa , 10.3.2009 kl. 16:12

101 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gott svar hjá þér Lovísa! Ég hef verið starfsmaður fyrir fanga í Svíþjóð og ég man varla eftir nenni konufanga sem ekki var innblönduð í heróín eða karlfanga sem ekki var innblandaður í það sama.

Mikið af konum leiddust út í þetta vegna "trauma" misnotkun í æsku og allt þar á milli. Heróín kemur með vændi. 

Heróín er að auka vændi svo rosalega í Svíþjóð að varla er til bær norður í Lappland, sem ekki er auðveldara að kaupa heróín en pulsu með kók. Og þar með vændi.

Lögregla nennir ekki að standa í þessum vændislögum lengur þar.

Heróínsalar hafa opið allan sólarhringinn en pulsusjoppurnar ekki. Gott að þú ert ekki feministi. Þoli ekki blaðrið í þeim. 

Óskar Arnórsson, 10.3.2009 kl. 16:34

102 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óskar: Var að sjá orðbragðið í þér hérna og ég vara þig við.

Látir þú ekki af því loka ég á þig.  Ég er ábyrg fyrir því sem sagt er hér og þú skalt láta vera að uppnefna fólk á minni síðu þó þér sé heitt í hamsi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2009 kl. 16:59

103 Smámynd: Jón Valur Jensson

Björn Bjarnason, yfirvændislöggjafi, og Bjarni ungi Benediktsson, yfirjarðýta hans í þvi máli á þingi, gengu svo frá hnútunum, að tekið var sérstaklega fram í greinargerð með frumvarpinu, að samþykkt þess krefjist þess EKKI, að eytt verði EINNI EINUSTU AUKAKRÓNU í útgjöld af hálfu ríkisins þess vegna!

Ekki hjálpar það eftirliti lögreglu með þessari vaxandi starfsemi. Og ekki styður að heilbrigðisstofnanir til að halda uppi virku kynsjúkdómaeftirliti með vændisfólki.

Hér halda menn því fram, að með banni við sölu vændis mundi það einfaldlega fara í felur og verða neðanjarðar. Er það ekki svo me eiturlyfjasölu? En við gefum samt ekki dópsölu frjálsa, heldur berjumst gegn henni. Lögreglan á vel að geta haldið uppi eftirliti með vændi, og það er vel hægt að koma upp um það. En það þarf nýja löggjöf, þar sem vændi verður alfarið bannað og gert verður ráð fyrir sérstöku eftirliti með þeim málum, EKKI auralausu eftirliti! – enda á þetta eftir að skila sér í góðum áhrifum fyrir kynheilbrigði þjóðarinnar og ferðamanna hingað.

Það liggur við að maður haldi, að einhverjir bisnissmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi átt þarna hagsmuna að gæta og að þess vegna hafi flokkurinn keyrt svona einstrengingslega á að gera vændi refsilaust með þeim hætti sem gert var. Flokkurinn þarf að þvo þessa óværu af sér, og vinstriflokkarnir þurfa að hafna þessari stuttbuxnalöggjöf vitleysinganna í frjálshyggjudeild Flokksins.

Ákveðin ummæli í greinargerð með frumvarpinu, þar sem langt var gengið í því að réttlæta vændi, vöktu hneykslan víða, m.a. í herbúðum Þjóðkirkjunnar. Þar á ég ekki sízt átt við þessi orð í V. kaflanum (undir 2. lið: Kaup og sala vændis, undirgrein a.: Sala vændis): "Þessi afstaða [frumvarpsins] er byggð á því sjónarmiði að vændi eigi að vera frjáls og viljabundin athöfn út frá viðskiptalegu sjónarmiði [sic!!!]. Fólki eigi að vera frjálst að selja líkama sinn til kynlífs [sic!!!] á sama hátt og það selur vinnu sína, líkamlega sem andlega." SIC!!! – já, sick er þessi hugsun!

Hvílíkt hugarfar, sem þeir leyfa sér að bera á borð fyrir þjóðina!!!

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að þvo sér ærlega og iðrast í sekk og ösku vegna þessarar stefnu, áður en hann getur vonazt til þess að nálgast einhvern kristindóm og sómasamlegt siðferði. Og vinstriflokkarnir, sem létu véla sig til að styðja þetta frumvarp, ættu að skammast sín og afturkalla það SEM FYRST og í tæka tíð –þeir hafa vart nema einn og hálfan mánuð til þess!

Jón Valur Jensson, 10.3.2009 kl. 17:03

104 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sorry Jenny, já mér verður heitt í hamsi..

Óskar Arnórsson, 10.3.2009 kl. 17:05

105 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég vona, að Jenný sé mér sammála um, að þessi feitletraða tilvitnun mín i greinargerðina með vændisfrumvarpinu (því frumvarpi, sem samþykkt var) verði að teljast ljótasta birtingarmynd ofurfrjálshyggjunnar á Íslandi.

Jón Valur Jensson, 10.3.2009 kl. 17:07

106 identicon

Haldið þið virkilega að bann við vændi sé einhver lausn... haldið þið að feluleikur í undirheimum sé það sem hjálpar konum og körlum sem leiðast út í vændi.
Haldið þið að JVJ geti komið með hallelúja lausn á málinu, hann er í hóp sem vílar ekki fyrir sér að ætla að láta 9 ára stúlku ganga með  börn, þó það geti orðið hennar dauðadómur....
Haldið þið að kona eða karl sem fer í þetta vegna örvæntingar/eiturlyfja hætti við vegna þess að þetta er bannað.
Neibbs bann mun einmitt auka á örvæntingu þeirra og gera erfiðara að nálgast þau til að hjálpa.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 17:08

107 identicon

Hver er helsta ástæða vændis.. líklega erum við að tala um eiturlyf... ef ríkið & heimurinn notaði ekki þessa fáránlegu bandarísku aðferð í eiturlyfja málum þá myndi margt breytast... aðferðin hefur skilað ENGU nema stærri og sterkari glæpaklíkum.
Bara það að skaffa fíklum efnin mun strax bæta stöðuna... fátækt og óréttlæti er önnur ástæða.
Það gengur ekki að ráðast bara á afleiðingar í þessum málum, uppsprettan er það sem þarf að höndla á vitrænan máta.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 17:56

108 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

JVJ: Já ég er sammála þér.

DE: Ég vil banna vændi, láta loka súlustöðum og banna klám.

Ég vil hafa vímuefni ólögleg og refsingar við þeim þungar.

Ég vil herða refsingar við ofbeldisglæpum hvers konar.

Hvers vegna? Jú ég hef enga sérstaka löngun til að gera kvikindum og óþverrum það auðveldara að hagnast á neyð annarra og ég vil svo sannarlega ekki senda þau skilaboð út í samfélagið að það sé í giska góðu lagi að beita konur og börn (eða nokkurn annan) ofbeldi.

Hvort það svo breytir miklu veit ég ekki, en samfélagið á að nota þau meðöl sem það hefur til að senda skilaboðin.

Kynlífsiðnaðurinn veltir milljörðum á milljörðum ofan.  Börn og konur eru seld í ánauð til að fóðra markaðinn fyrir ógeðinu.

Það er ekkert helvítis frelsi þess virði að halda í það feli það í sér annara ánauð og sársauka.

Capíss?

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2009 kl. 17:58

109 identicon

En Jenný þú ert að segja að þú viljir það sem er löngu sannað að virkar ekki... og mun aldrei virka.
Ef við tökum USA og hörð viðurlög... ofbeldi/morð  er hvergi verra, fangelsin yfirfull... er þetta það sem þú ert að sækjast í?
Finnst þér þetta vitrænt?

DoctorE (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 18:10

110 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Jenný, hver á að ákveða hvað er klám og hvað ekki? Þú?

Á að gera öll vímuefni ólögleg? Öll efni sem hægt er að misnota? Áfengi? Nikótín? Parkódín? 

 Á að banna allt sem hægt er að misnota yfir höfuð? Kynlíf? Vinnu? Viltu banna eldspýtur af því að brennuvargar nota þær til að kveikja í? 

Lausnin felst ekki í bönnum heldur fræðslu og eftirliti. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 10.3.2009 kl. 18:17

111 identicon

Jenný er að segja að best sé að hafa hörð viðurlög gegn öllu sem er henni ekki að skapi, aðferðin er kjörin til þess að búa til harðsvíraða vopnaða glæpamenn sem stúta hverjum þeim sem þeir telja að sé möguleg ógn við sig.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 18:25

112 Smámynd: Lovísa

Úff, ég veit ekki hvort maður eigi að segja allt sem manni dettur í hug.

Það að vændi eigi eftir að færast eitthvað underground, þetta er Ísland og það á að vera hægt að hafa eftirlit með því!

Ég er svo innilega á móti vændi, og vill að það verði bannað að kaupa sér þjónustu annarra á þessu sviði.

Ég er alls ekki hlynnt því að salan verði gerð refsiverð, það myndi ekki hjálpa því fólki sem leiðist út í þetta af neyð...

Lovísa , 10.3.2009 kl. 18:48

113 Smámynd: Sævar Einarsson

Lovísa Sigmundsdóttir, heldur þú að þú sért eini íslenski súludansarinn í heiminum ? voðalega ógeðslega ertu mikið fyrir þörf á athygli (slæm athygli er betri en enginn), ég þekkti nokkrar íslenskar konur sem hafa bæði strippað fyrir pening, selt sig fyrir pening, veitt nuddþjónustu með og án "full service", fylgdarþjónustu og svo mætti lengi telja, og líka íslenska karlmenn sem veita slíka þjónustu líka, en það vita voða fáir um svona þjónustu, why ? spáðu í því.

Sævar Einarsson, 10.3.2009 kl. 20:48

114 Smámynd: Sævar Einarsson

Reynið að koma því inní í ykkar þrönga haus að sé svona bannað bitnar það LANGverst á þeim sem stunda þetta til að draga fram lífið, þetta hverfur ALDREI reynið nú að hugsa aðeins út fyrir pappakassann og hættið að hugsa eins og Kolbrún Halldórsdóttir.

Sævar Einarsson, 10.3.2009 kl. 20:52

115 Smámynd: Sævar Einarsson

Það er reyndar þjóðsaga, ýmiskonar önnur viðskipti voru gerð á undan vændi.

Sævar Einarsson, 10.3.2009 kl. 21:30

116 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vændi er ekki iðngrein, Júlíus!

Jón Valur Jensson, 10.3.2009 kl. 21:57

117 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Flestir karlmenn eru kynferðislega misþroska. Hvergi kemur þetta betur fram en þegar rætt er um vændi þá ryðjast hinir þroskaheftu fram úr myrkrinu til stuðnings vændinu. Til er félagsskapur í BNA um lögleiðingu kynlífs með börnum þar eiga þeir karlmenn heima sem vilja lögleiða vændi. Enda rökin hin sömu.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 10.3.2009 kl. 22:20

118 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Jón ég sé ekkert að því að fíkniefni væru gerð lögleg

Alexander Kristófer Gústafsson, 10.3.2009 kl. 22:38

119 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Jón ég sæi ekkert að því að fíkniefni væru gerð lögleg

Alexander Kristófer Gústafsson, 10.3.2009 kl. 22:40

120 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ætlarðu ekki að segja það hér í þriðja sinn?!

Jón Valur Jensson, 10.3.2009 kl. 22:49

121 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Gerði asnalega stafsetningavillu og það er ekki edit möguleiki

Alexander Kristófer Gústafsson, 10.3.2009 kl. 22:53

122 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vil banna dóp og klám.  Já og ég stend við það fram í rauðan.

En varðandi þessa mýtu um að vændi sé elsta atvinnugreinin þá er það karlæg rangfarsla manna sem hugsa með typpinu.

Elsta og jafnframt fyrsta atvinnugrein konunnar er ljósmóðurstarfið.  Hverjir haldið þið að hafi komið ykkur í heiminn?

Meira ruglið.

Lovísa, takk fyrir þitt innlegg og ykkar hinna sem eruð málefnaleg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2009 kl. 23:01

123 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Þú ert líka fyrrverandi alki það er eitthvað með fyrrverandi alkana og vera uppfullir af kristnu siðferði sem þeir vilja troða upp á alla

Alexander Kristófer Gústafsson, 11.3.2009 kl. 00:29

124 Smámynd: SVR

Jaeja.

Adam og Eva voru thau fyrstu, ekki rettt, hver aetli hafi tekid a moti fyrsta barninu. Serstaklega ef vid gelymum theim sem voru eingetnir.

Annars gagnvart vaendi, og thvi ad konan eigi ekki ad forna sinum likama. En er hun og karlinn ekki ad thvi alla daga, Vinna fyrir adra med einum eda odrum haetti.Se ekki munin a thvi hvort konan noti hofudid, hendurnar eda klofid. Oll notum vid likaman med einum eda odrum haetti.Tala nu ekki um tha sem minna mega sinn, til daemis tha throskahefu sem hafa gaman af thvi ad smella ser a eitthvad sem er til solu, their hafa ju ekki sens i neitt annad, en hafa kannski longun.

 Kv&SvR

SVR, 11.3.2009 kl. 02:20

125 Smámynd: Jón Valur Jensson

Júlíus hefur greinilega farið fram úr vitlausum megin í morgun.

Jón Valur Jensson, 11.3.2009 kl. 08:52

126 identicon

Vín er dóp, viltu banna vín... mér þykir ekkert leiðinlegra en alki sem vill banna það sem hann er búinn að misnota.

Og JVJ... samkvæmt trúarkulti hans þá hafa konur ekki almenn mannréttindi, þær ráða ekki yfir eigin líkama... páfinn ræður yfir öllu.
Og kirkjan hans JVJ hefur gengið myrðandi yfir alla jörðina í þúsundir ára, hún er enn að stuðla að því að fólk láti lífið td með smokkabanni og öðru í vanþróuðum löndum.
Kirkjan hans JVJ hatar samkynhneigða, hún vill taka mannréttindi af þeim.
Sem betur fer er kaþólska kirkjan að deyja út, því ber að fagna

Það má færa rök fyrir því að þeir sem ganga harðast fram í bönnum´vilji einmitt banna það sem þeir sjálfir þrá

DoctorE (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 09:38

127 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, kaþólskan er ekki nema um 1100 milljónir manna – kannski lítið í augum sumra sem hafa hátt. En hvað er þeirra eigin sértrúarhópur stór? Smærri en hin íslenzka viðbót kaþólsku kirkjunnar hér á landi!

Kaþólska kirkjan hatar engan mann.

Kaþólska kirkjan bannar ekki HIV-sýktum karli að nota smokk, þegar hann sefur hjá eiginkonu sinni, enda eru barneignir ekki eini tilgangur kynlífs þeirra; hann sýnir, að hann vill vera ábyrgur maður með því að reyna að afstýra smiti til konunnar.

Múslimar banna vín, ekki kristnir.

Séu menn eitthvað efins um kaþólsku kirkjuna, ættu þeir að horfa okkur næst, á sögu hennar á Íslandi. Hún hefur engan drepið, eftir að hún kom aftur, og einungis er vitað um eitt tilfelli á 550 árum fyrir siðbyltinguna, þar sem kirkjunnar maður kom með embættisverki sínu annarri persónu í dauðann (á Kirkjubæ á Síðu, þ.e. nunnu vegna meints guðlasts) – einni persónu of mikið, getum við sagt, en þetta er ekkert hjá þeirri slátrun, sem átti sér stað af hálfu veraldlega valdsins eftir siðaskiptin með Stóradómi um siðferðismál, m.a. með mjög virkri aðkomu lúthersku guðfræðikennaranna í Kaupmannahafnarháskóla og með þegjandi samþykki íslenzkra kirkjumanna.

Hvað segir þetta okkur um kaþólsku kirkjuna? Jú, að ekki ber að rasa að dómum um hana. Og ólíkt var útrýming frumbyggja Norður-Ameríku stórtækari en í hinni kaþólsku Suður-Ameríku.

Jón Valur Jensson, 11.3.2009 kl. 09:54

128 identicon

Íslam og kristni/kaþólska hafa skipst á að vera "Lesser evil" í gegnum tíðina... but they are still evil.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 10:05

129 Smámynd: Sævar Einarsson

Hverskyns trú allt sami skíturinn, bara misjafn fnykurinn DoctorE

Já vín er dóp bönnum vín, tóbak er dóp og drepur, bönnum tóbak, kaffi er dóp, bönnum kaffi, sykur er dóp, bönnum sykur, kynlíf er dóp, bönnum kynlíf, þröngsýnt fólk er mannskemmandi, það framkallar depurð hjá víðsýnu fólki, bönnum þröngsýnt fólk.

Sævar Einarsson, 11.3.2009 kl. 14:33

130 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég sakna ekki Júlíusar úr umræðunni, hann var farinn að vera svo dónalegur eins og raunar fleiri hér. Hins vegar skulda ég honum eitt svar, sem kemur með kalda vatninu.

Jón Valur Jensson, 11.3.2009 kl. 15:45

131 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég myndi taka hattinn ofan fyrir Júlíus Valdimar Finnbogason ef notaði hatt og myndi líklegast éta hann líka ef það ætti við (heppinn ég). Ég er honum algerlega sammála með hræsnina í ykkur, Jenný sem dæmi verður seint flokkuð sem femínisti í mínum augum, hún fer í sama flokk og Kolbrún Halldórsdóttir hjá mér og af virðingu við flesta hér ætla ég ekki að nefna hvaða nafnagift sá flokkur heitir. Og að lokum ætla ég að bæta einu við, að blanda svona skoðunum og femínisma saman skemmir málstað raunverulega femínista og jafnréttisbaráttu beggja kynja, vændi er ekki einskorið við kvenfólk, það eru karlar sem selja sig líka og nei, ég er ekki til sölu

Sævar Einarsson, 11.3.2009 kl. 16:05

132 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú slærð nú öll met í dónaskap JVJ, hvað svo sem Jenny segir. Júlíusus er búin að reyna að rökræða við þig. Það er ekki hægt og hann vissi það bara ekki.

En tekst einhverjum það? Undarlegt að þú skulir aldrei tala um Kaþólsku prestanna á Filippseyjum og hvað þeir eru að gera þar!

Enn afneitun þín á heilbrygða skynsemi á kanski stærstan þátt í því.

Óskar Arnórsson, 11.3.2009 kl. 16:28

133 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þakka þeim þátttökuna sem sýna kurteisi.  Hvort þeir eru sammála mér eða ekki kemur mér ekki við.

Enda væri ég ekki að blogga um þetta málefni ef ég þyldi ekki skiptar skoðanir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2009 kl. 16:29

134 identicon

Ég hætti nú að eltast svara og fylgjast með þessum þræði þegar Ómar Bjarki fór að leggja mér orð í munn oftar en einu sinni - nennti ekki að þurfa að svara fyrir hluti sem ég hef ekki sagt. Rakst hins vegar á þessa grein í sænska Metro í dag:

http://www.metro.se/2009/03/12/12762/natprostitutionen-okar-runt-malmo/

Í stuttu máli hefur rannsókn Malmö borgar leitt í ljós að núna bjóða 78 einstaklingar vændi í Malmö og nágrenni með auglýsingum á netinu. Það er aukning um 37% á einu ári. Einnig hefur þeim fækkað niður í 18% sem krefjast þess að notaður sé smokkur, úr því að vera 45% fyrir tveimur árum - eldri tölur koma ekki fram í greininni.  Örstutt leit meðal danskra vændishúsa, ég skoðaði 5 stk. og þar var alls staðar skýlaus krafa um smokkanotkun, án smokka - ekkert kynlíf ("kobenhavn escort massage" voru leitarorðin ef einhver vill athuga málin nánar).

Mér datt líka í hug að skoða eitt svona af því ég var inni á síðunum en skoðaði bara tvær þar sem ég fékk þá hugmynd í miðri "rannsókninni". Báðar síðurnar taka sérstaklega fram að stúlkan (voru allt konur þar sem ég skoðaði) getur neitað hverjum sem henni sýnist um þjónustu hvenær sem er og jafnvel stoppað í miðjum klíðum ef hanni mislíkar eitthvað. Ef viðskiptavinurinn fer ekki eftir ákvörðun stúlkunnar er það kært ef ástæða þykir til.

Gulli (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 09:26

135 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er nú lítið gagn að því, að stúlkan neiti sumum vegna útlitsins, ef hún er hins vegar (eða meðal-vændiskonan) lætur menn í 82% tilfella jagast á sér án smokks! Hvað ætli meðal-vændiskonan verði lengi að safna á sig alls kyns kynsjúkdómum og síðan dreifa þeim áfram? Hefur enginn tekið hér eftir áherzlu minni á KYNHEILBRIGÐI? Vilja menn fá hingað farsótt kynsjúkdóma og jafnvel flóðbylgju HIV-smits og dauðsfalla meðal kynlífslega virks fólks? Vill það fólk það sjálft???

Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 10:50

136 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Einmitt, Jón Valur! Loksins fattarðu þetta! Þess vegna á að leyfa vændi, svo hægt sé að lögfesta notkun smokksins meðal vændiskvenna og -karla, skikka viðkomandi í heilsutékk mánaðarlega og skattleggja tekjurnar.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.3.2009 kl. 12:05

137 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú snýrð nú öllu við, fröken Tinna.

Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 12:20

138 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þú lest semsagt út úr þessum tölum að vændi eigi að banna - vegna þess að þar sem það er bannað krefjast ekki nema 18% vændiskvenna smokkanotkunar? Ég skil ekki rökin á bak við það.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.3.2009 kl. 13:29

139 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vændi á alls staðar að útrýma. Og það er stórhætta fyrir kynheilbrigði Evrópumanna (af hvaða kynþætti sem þeir eru), að til álfunnar berst nú stríður straumur vændiskvenna bæði úr Austur-Evrópu og frá Afríku.

Ræddu þetta mál við mig eftir 20 ár.

Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 15:14

140 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvernig er það hætta fyrir kynheilbrigði Evrópumanna að stunda öruggt kynlíf, þó það sé með vændisfólki?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.3.2009 kl. 15:45

141 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kynlíf með vændisfólki er ekki öruggt kynlíf, ungfrú, hvorki fyrir það fólk sjálft né "kúnnann". Ef Evrópumenn langar í E-bólu, berkla eða HIV-smit, geta þeir hins vegar leitað í vændishúsin, það er einna vænlegast þar.

Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 15:48

142 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

 Ef heilbrigð vændiskona, sem fer reglulega í tékk og notar smokkinn, stundar kynlíf gegn greiðslu, hver er þá vandinn eiginlega?

Skilurðu ekki það sem er verið að reyna að segja þér? Ef vændi er löglegt, er hægt að skikka fólk til að fara í læknisskoðun reglulega, skipa því að nota smokk, og refsa því ef það stundar óvarið kynlíf - jafnvel fangelsa það ef það vísvitandi breiðir út kynsjúkdóma. Hvernig færðu út að öruggt kynlíf með heilbrigðri manneskju smiti fólk af ebóla bara vegna þess að peningar skipta um hendur!?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.3.2009 kl. 17:19

143 identicon

Jón Valur, viðskiptavinir löglegra vændishúsa í Evrópu eru í talsvert minni hættu á smitast af HIV eða öðrum kynsjúkdómum en t.d. bara fólk sem nær sér í rekkjunauta á hverfisbarnum. Það er amk niðurstaða m.a. Lilian Mathieu félagsfræðings í rannsókn hennar um vændi í Evrópu. (http://www.drugtext.org/library/articles/peddr0031.htm) Mæli með að fólk lesi þessa samantekt úr grein hennar - ekki löng en á ensku.

Rannsókn eftir rannsókn sýnir líka að vændiskonur eru líklegastar til að smitast af HIV gegnum eiturlyfjanotkun, ekki við kynmök við viðskiptavini. (http://www.popline.org/docs/0933/067958.html) Hins vegar eru vændiskonur sem einnig eru eiturlyfjanotendur líklegri til að fara ekki fram á notkun smokka.

Lögleg dönsk vændishús hafa ekki eiturlyfjanotendur starfandi hjá sér, þýsk vændishús hafa á sér gríðarlegar heilbrigðiskröfur frá ríkinu, m.a. skylduskoðun vegna kynsjúkdóma og eiturlyfjanotkunar mánaðarlega. Ég hef ekki séð fréttir um hvernig málum er háttað í öðrum löndum í Evrópu en ég myndi halda að það sé eitthvað svipað.

Gulli (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 19:39

144 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gulli ber saman viðskiptavini "löglegra vændishúsa í Evrópu" annars vegar (þar sem fram fer væntanlega heilbrigðiseftirlit, sem er EKKI til staðar hér, "þökk" sé BB yfirvændismálaráðherra, Bjarna EBé- og stuttbuxnamanni Benediktssyni, Árna Mathiesen yfirfjármálaskussa & Co.) og hins vegar lausláta menn sem ná sér í bólfélaga á hverfisbarnum. Hvernig hefði nú verið að bera saman vændiskaupendur og skírlíft fólk?

En samanburður Gulla stenzt ekki rétt vel; hann hugsar ugglaust um smokkinn og slíkar verjur, en honum sést fram hjá því, sem svo miklu skiptir: 1) að fjöldi vændisfólks er úr A-Evrópu og jafnvel ýmsir úr Afríku, með allan sinn bakgrunn í slæmu heilsufari á þeim slóðum; og 2) að þegar vændisstarfsemi hefur staðið yfir um margra ára skeið, er orðið mjög hætt við smiti fólks á báða bóga. Vitaskuld er hægt að læknisskoða vændiskonur og vísa þeim sýktu út úr "greininni", en þá er gert ráð fyrir því, að þær hlíti því, og í 2. lagi er þarna verið að tala um atvinnurekstur undir vökru auga ríkisvaldsins, en það vildu BB og BB ungi ALLS EKKI, þeir vildu engin sérútgjöld lögreglu né heilbrigðisyfirvalda vegna þessa lagafrumvarps síns!!! Hvers vegna ekki? Voru þeir að ljúga að þinginu? Skipti mestu máli að læða þessu í gegn – og jafnvel narra vinstrikjána með sér flesta! – en síðan, eftir á, að bæta þeim kostnaði við, sem alveg hefði fyrir fram mátt búast við? Átti frumvarpið að ná samþykki, af því að það kostaði ekki neitt, þó að það sé auðvitað lygi, að það kosti ekki neitt?!

Tinna er hér á algerum villigötum, undarlegt að kona skrifi svona. Veit hún ekki, að verjur geta brugðizt? Heldur hún, að berklar smitist ekki, ef einhver setur á sig smokk? Hefur hún ekkert heyrt af ofbeldi sem tengt er vændi? Það er mjög kjánalegt, ungfrú Tinna, að gera ráð fyrir í 1. lagi, að einungis heilbrigðar konur fari í vændi, og í 2. lagi, að þær verði alltaf heilbrigðar með því að stunda þetta starf í nánustu mökum við alls konar menn.

Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 20:41

145 identicon

Jón Valur, samanburður minn stenst alveg fullkomlega þar sem ég er að bera saman lögleg vændishús og pikk-upp á bar. Vændiskonur (eða karlar) komast ekki í störf á þessum stöðum ef þau eru smituð vegna þess að þau eru skylduð til að fara í læknisskoðun áður en þau geta byrjað að vinna á staðnum og þá skiptir engu máli hvort viðkomandi kemur frá Rúanda eða Reykjavík.

Samanburður við skírlíft fólk er alls ekki eins góður og þú heldur, skírlífir geta verið eiturlyfjafíklar og eru sem slíkir oftast í margfalt meiri hættu heldur en viðskiptavinir löglegra vændishúsa. Ég ætla ekki að kommenta frekar á lauslætisfrasann þinn á annan hátt að ég hef ekki minnsta áhuga á að eyða tíma mínum í að rífast um ímyndað trúarlegt siðgæði.

Ég hef hvergi minnst á íslensku lögin um vændi, hef ákaflega takmarkaða þekkingu á þeim og satt að segja talsverða trú á að þau séu verulega gölluð. Alþingi leggur ekki í vana sinn að setja heilsteypt lög og ég sé enga ástæðu til að ætla að vændislögin séu undanþegin þeirri mjög svo skelfilegu hefð.

Gulli (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 21:14

146 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afgreiðsla Alþingis á þessu máli var skelfileg – þar geturðu þér rétt til. Skelfilega ófagleg, skelfilega ábyrgðarlaus, skelfilegt að horfa upp á þessa stuttbuxnadeild frá jafnvel vinstrimenn til að skrifa upp á þessi ólög.

Jón Valur Jensson, 12.3.2009 kl. 23:03

147 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er með markmið JVJ, að láta mér þykja vænt um allt fólk.

Þó þeir séu ekki sammála mér. Og ég er ekki sammála þér að einu eða neinu leyti, nema í þessu að vændi er neikvætt og því fylgir mjög oft eiturlyfjaneysla.

Enn það á ekki að banna neitt fullorðnu fólki. Hættu nú þessu Biblíutuði og farðu að hugsa sjálstætt. Myndi gera þér gott. Vændi og dóp er staðreynd og allir löngu búnir að gefast upp á að stoppa það.

Ef fólk vil hætta þessu rugli, á að hjálpa því. Jeltsín bannaði t.d. alkólisma í Rússlandi og var alltaf fullur sjálfur!  Það skeði ekki neitt!

Hugsaðu sjálfur og hættu þessu vonlausa trúboði. Elska þig samt, hvað sem þú tuðar mikið!  

Óskar Arnórsson, 13.3.2009 kl. 01:46

148 identicon

Óskar, orsakasamhengi eiturlyfja og vændis er langoftast á hinn veginn, eiturlyfjanotkukn leiðir til vændis sem leiðar til að fjármagna eiturlyfjaneysluna á sama hátt og innbrot eru oft tengd eiturlyfjaneyslu.

Kannski er leiðin til að draga úr vændi að útvega fólki ódýr eiturlyf? 

Gulli (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 08:30

149 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hinn dónalegi Júlíus er samur við sig.

Vegna upphafssetningar hans í þessu innleggi kl. 8.56 vil ég benda á, að eftir að þessi vændislög BB & BB jr. komust á, hefur vændi STÓRAUKIZT á Íslandi.

Í nýlegri úttekt í DV komu fram ljótir hlutir sem Júlíus hefði mátt kynna sér.

Honum er svo sem velkomið að ganga áfram með bundið fyrir augum, en ætti að sleppa því að láta sem hans séu rökin í málinu.

Jón Valur Jensson, 13.3.2009 kl. 09:15

150 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef Júlíus er dónalegur JVJ!, hvað er ég þá?

Búin að fá viðvörun frá Jenny! Ætla samt að þykja vænt um þig JVJ elsku kallinn minn!

Væri alveg til í að biðja fyrir þér ef ég væri ekki svona hræddur við bænir.

Verð undarlegur í höfðinu af þeim... ;)

Óskar Arnórsson, 13.3.2009 kl. 10:02

151 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert sem sé vina+hagsmunatengdur.

Fyrir hverja ertu þá að skrifa hér?

Svo læturðu sem þú komir af fjöllum, þegar þú lest það hér, að þú hafir verið dónalegur. Staðreyndin er sú, að þú varst afar dónalegur við Jennýju í innleggi þínu hér 11. marz kl. 7.23.

Svo sýnist mér á öðru innleggi þínu, 10.3. kl. 11:24, að þú sért mun nær því en ýmsir hér að vera sjálfur öfgamaður, því að þar segistu vilja lögleiða vændi, en "setja bönn á trúarbrögð" – og þar með kúga fólk, brjóta mannréttindi og tvö eða þrjú mikilvæg ákvæði stjórnarskrárinnar.

Jón Valur Jensson, 13.3.2009 kl. 11:11

152 Smámynd: Óskar Arnórsson

JVJ!

No 1. Þú talar yfirlætislega og niður til fólks.

No 2. Þú veist allt best og færir ENGIN rök fyrir því.

No 3. Þú hefur alla vitneskju úr Biblíunni sem er engin heimild.

No 4. Þú rökræðir ekki, svarar engum spurningum, heldur predikar.

No 5. Þú hefur gaman af að rífast um ekkert.

No 6. Ég hef meira vit á vændi enn þú í gegnum starf mitt  í 25 ár.

No 7. Kaðólska kirkjan er heimsfræg fyrir barnaníðingsskap.

No 8. Vændi er löglegt á Íslandi og verður það áfram.

No 9. Lestu síðustu færslu mína um Sjálfstæðismenn.

No 10. Viltu fá analys af þér sem persónu í sama stíl?

No 11. Farðu og taktu sálfræðitest sem heitir DSM IV og er viðurkennt.

No 12. Þú er málefnalegur dóni.

Amen, kúmen og halelúja.

Óskar Arnórsson, 13.3.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 2985796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband