Leita í fréttum mbl.is

Þeir eru ekki flokkurinn

Stundum fallast manni heldur.

Nú eða maður sígur saman í stólnum þar sem maður situr og horfir á sjónvarpið.

Í fréttunum var viðtal við fúlan Geir Haarde.

Hann var ekki hrifinn af skýrslunni sem "vissir nafngreindir menn" skrifuðu og gagnrýndu harðlega forystu flokksins og þá fremstan í flokki, hann sjálfan.

Hann var alveg urrandi á svip alveg eins og hann var þegar hann tjáði sig um eggjakastið og "ofbeldismennina" á mótmælafundunum á Austurvelli.

Alveg; þessir menn!  Frusss!

Munið þið þegar ISG sagði við okkur á fundinum í Háskólabíó að við værum ekki þjóðin?

(Ég veit, heimskulega spurt, en ég varð).

Það voru stærstu mistök sem hún gat gert.  Það muna þetta allir og munu ávalt gera.

Geir var í sama ham og ISG í Háskólabíói.

Hann segir að það sé málfrelsi í Sjálfstæðisflokknum en að "þessir menn" tali ekki í nafni flokksins.

Ergó:

Þeir eru ekki flokkurinn.

En Ásta Möller á hins vegar hrós skilið fyrir að biðjast afsökunar.

Það gengur einfaldlega kraftaverki næst að það skuli koma afsökunarbeiðni frá þessum flokki fullkomnunar og mistakaleysis.

Alveg er ég viss um að Ásta er væn kona og ætti að vera í VG.

Eða eitthvað.


mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já, þetta var skrítin afstaða hjá Geir, en alveg eftir öðru úr hans átt og Ásta er örugglega of mikill einkavæðingarsinni heilbrigðismála til að vera í VG

Sigrún Jónsdóttir, 2.3.2009 kl. 20:46

2 identicon

Ásta er að reyna að standa undir nafni niðurstaðna skýrslunnar. Að það sé fólk í flokknum, ekki bara stefna. Og að fólkið hafi klikkað. Og að hún hafi ekki verið sammála stefnunni. Annars þyrfti hún ekki að biðjast afsökunar. En Geir Hilmar þarf að komast í slipp. Syntax error af háu stigi.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:08

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Geir er bara staurblindur á sjálfan sig og þá sem standa honum næst. Engir aðrir eru til, allavega ekki mark á þeim takandi.

Helga Magnúsdóttir, 2.3.2009 kl. 21:10

4 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Getur verið að þetta hafi eitthvað með það að gera að hún ætlar aftur í framboð.

Eru líkur á að hún standi sig betur næsta kjörtímabil?

Burtséð frá því hvernig Geir er. Ég segi: burt með alla þá sem komu landinu á kaldan klaka, og hana nú!

Jón Bragi Sigurðsson, 2.3.2009 kl. 21:28

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi eins og Jón Bragi, ætli þetta stafi nú ekki af því að hún ætlar í framboð.  Næst mun ekki mistakast að einkavæða hospítalana og skurðstofurnar.  Það má alltaf reyna.  Þessi kona gæti aldrei verið í VG eða neinum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum, það er nokkuð ljóst.  Við megum ekki vera of auðtrúa og fljót að gleyma, ef fólk grætur krókódílatárum til að koma okku til, svo við setjum nú x við réttan stað.  Það á að láta verkin sýna merkin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2009 kl. 22:00

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sá á barnalandi auglýsingu: "Lítið notaður spegill" .. Getur verið að Geir hafi verið að selja spegil?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.3.2009 kl. 22:03

7 Smámynd: Laufey B Waage

Það er spurning hvað allir þeir gera, sem eru hættir við að kjósa Samfylkinguna vegna ummæla ISG.

Laufey B Waage, 2.3.2009 kl. 22:15

8 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sá ekki viðtalið við Geir, en ég held að fyrr frjósi í helvíti en að Ásta Möller gangi til liðs við VG. Reyndar efast ég líka stórlega um að VG vilji nokkuð með Ástu hafa!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.3.2009 kl. 22:47

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þegar í óefni stefnir og öll sund gætu lokast, beita menn auðvitað öllum brögðum og brjóta obb af oflæti sínu, það gerir þessi frú hérna og vonar jafnframt að ógæfuhjólinu megi þannig snúa við!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.3.2009 kl. 23:15

10 Smámynd: Ibba Sig.

Ææ, voða er ég þreytt að heyra rangt haft eftir ISG á þessum borgarafundi. Það sem konan sagði var orðrétt: ég er ekki viss um að þeir sem eru hér í salnum séu þess umkomnir að tala fyrir þjóðina",. "Þið eruð ekki þjóðin" er ekki alveg það sama.

Ibba Sig., 4.3.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2985743

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.