Leita í fréttum mbl.is

Kryddsíldarfár

 finger

Ég hef ekki losnað við ónotatilfinningu eftir Kryddsíldaruppákomuna í gær.

Hef verið að bræða með mér hvað mér finnst fyrir utan hið sjálfsagða, firringuna sem felst í því að ætla að sitja prúðbúinn í veislusal á meðan Róm brennur sem er auðvitað fingurinn framan í þessa þjóð.

Ég hefði viljað sjá Steingrím og Guðjón segja nei takk við að mæta í þáttinn. 

Halló, ef byggja á almennilegt þjóðfélag upp af rústum þess gamla þá er þetta þáttafyrirkomulag algjörlega búið að vera og olía á eld.

Það var hins vegar rétt hjá Valgerði að mæta, hún og hennar flokkur eiga stóran þátt í hvernig fyrir okkur er komið enda Valgerður prívat og persónulega einn af hönnuðum bankakerfisins. 

Svo að honum Sigmundi Erni sem ég var orðin svo skolli ánægð með eftir að það rann upp fyrir honum ljós á þeim borgarafundi sem hann sat.  Hann gerði sig sekan um nokkur grundvallarmistök að mínu mati.

Hann vissi að fyrirhuguðum mótmælum, hann var ánægður með þau alveg þangað til að þau hentuðu honum ekki lengur. Ef manninum er svo leitt sem hann lætur þá var honum í lófa lagið að taka þáttinn upp í einhverju reykfylltu bakherbergi svo ég komi með dæmi.

Og fyrirgefðu kæri maður, það var klippt á kapla til að stöðva snobbútsendinguna og ég trúi því tæpast að ráðist hafi verið að þínu fólki, nema ef vera skyldi að óeirðalöggan hafi gert það.

Síðan á þér og þínum samstarfsmönnum að vera ljóst að svona þáttur sem mér finnst reyndar hundleiðinlegur, á ekki við í þeim rjúkandi rústum sem við almenningur dveljumst í þessa dagana.

Framtíð fólksins verður ekki gerð upp í ofskrýddum veislusölum, í sparifötum yfir bjór og snafs, svo langt þar í frá.

Þar er nákvæmlega ekkert sem fær okkur til að hafa áhuga á prúðbúnum stjórnmálamönnum að segja sömu hlutina og þeir sögðu í fyrra og árið þar áður og hafa verið að kyrja allt árið.

Það eru flestir, fyrir utan Stebba Fr. og aðrar tímaskekkjur, löngu hættir að hlusta, trúa svo ég tali nú ekki um að treysta.

Svo ganga Egill Helga og fleiri menn blásaklausir yfir Austurvöllinn og þá gerir Stöð 2 þeim upp hugsanir og tilfinningar.  Jösses.

Stundum held ég að fjölmiðlungar séu flestir búnir að ná því að ekkert er lengur eins og það var, að vantrú fólks á ráðamönnum er nánast algjör og það þarf að hugsa hlutina upp á nýtt.

En svo kemur svona Kryddsíldarfyrirkomulag sem sýnir manni fram á að það á að róa sömu leku kænunni og bjóða upp á sömu úreltu sýninguna með úrsérgengnum leikurum.

Og ekki nóg með það þá er músíkin sífellt uppskrúfaðri og oft langt frá þeirri tónlist sem venjulegt fólk hlustar á.  Það eykur tilfinninguna af framandleika fyrir áhorfendann og gerir það að verkum að honum finnst hann vera að horfa á geimverur frá annarri plánetu.

Og að lokum Sigmundur Ernir.

Ég sá að þátturinn var kostaður af fokkings álrisanum RIO TINTO!!

Halló, afsakið á meðan ég hleyp fram í eldhús, næ í álpappírsrúlluna mína og tæti hana í öreindir sínar.

Og Steingrímur þú mæti stjórnmálamaður, ertu heillum horfinn?  RIO TINTO glæpafyrirtækið var að borga ofan í ykkur síldina og snafsinn!

Ésús.

P.s. Þeir sem efast um hvað gerst hafi í gær þegar allt varð vitlaus verða einhverju nær með því að lesa og skoða HÉR.


mbl.is Þremenningunum sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Gleðilegt ár Jenný og takk fyrir þau liðnu.

Þetta er snilldarádrepa hjá þér og ég held að þú talir fyrir munn anskoti margra í þessu máli.  Ég sjálfur var ekkert að fylgjast með atburðum á íslandi í gær, aðeins sinna minni vinnu sæll og ánægður með að vera langt í burtu frá þessu öllu saman.

En ég ætla þó að taka þar fram þar sem ég er búinn að lesa fréttamiðlana sundur og saman sem og greinar og skrif á netinu um þessa rotnuðu síldaráhrif sem stöð tvö bíður uppá, að ég er hreint út sagt sammála hverju einasta orði í þessum pistli þínum.

Megi árið verða þér og þínum gott þrátt fyrir óvissuástand á íslandi.

Med venlig hilsen frå Danmark.

Jack Daniel's, 1.1.2009 kl. 11:33

2 Smámynd:

Eins og talað út úr mínu hjarta. Snobb á ekki við á þessum tímum.

, 1.1.2009 kl. 11:42

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mjög góður pistill og ég er sammála hverju orði.

Sigrún Jónsdóttir, 1.1.2009 kl. 11:46

4 Smámynd: Isis

Amen...

Isis, 1.1.2009 kl. 12:22

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Sammála hverju orði, gleðilegt nýtt baráttuár  kæra Jenný!

María Kristjánsdóttir, 1.1.2009 kl. 12:27

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður pistill Jenny :)  

gleðilegt nýtt baráttuár. 

Óskar Þorkelsson, 1.1.2009 kl. 12:30

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Jenný ég tek líka undir hvert orð í pistlinum þínum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2009 kl. 12:48

8 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Snilldarpistill Jenný, já og gleðilegt ár mín kæra og þakka þér fyrir kveðjuna.

Eitt samt sem ég skil ekki (enda nýlega orðin árinu eldri og elliærari) þú segir:

Svo ganga Egill Helga og fleiri menn blásaklausir yfir Austurvöllinn og þá gerir Stöð 2 þeim upp hugsanir og tilfinningar.  Jösses.

Skil ekki þessa ádrepu ... sagði Sigmundur Ernir eitthvað um Egil Helga?

ps. er að hlusta á forsetann ... ætlaði ekki að gera það en hann er fastur í sjónvarpinu hjá mér og ég heyrði að hann er að réttlæta ofurstuðning sinn við útrásarvíkingana. Afsakaðu meðan ég æli!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.1.2009 kl. 13:06

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Var svo upptekin í fjölskyldubissness í gær að ég missti bæði af kryddsíld og mótmælum.. takk fyrir þetta öpdeit.

Þetta virkar allt sorglegt.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.1.2009 kl. 13:40

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Frábær pistill og ég eins og margir aðrir er sammála þessum skrifum.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.1.2009 kl. 14:15

11 Smámynd: Ester Júlía

Glæsilegur pistill Jenný!!!  Gleðilegt ár og takk innilega fyrir frábæra pistla á líðnu ári

Ester Júlía, 1.1.2009 kl. 15:11

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Snillingur ertu kona að færa hluti í orð og hreinlega í tilfinningar líka. Þessi linkur sem þú setur með er frábær og sýnir einmitt hvað ég sá fyrir utan Borgina í gær þegar það gerðist að var loks þaggað niður í spillingarliðinu og vanhæfum ráðamönnum í beinni..sem hefði auðvitað átt að vera búið að gera fyrir löngu síðan. Sigmundur Ernir hefur svo skrifað sig út úr minni bók sem marktækur frétta og fjölmiðlamaður eftir gærdaginn og það andlit sem hann sýndi þá. Og líka smart hjá ISG að kalla óþjóðina fyrir utan gluggann Araba. Þessi matreiðsla fjölmiðla og ráðamanna á óhörnuðum skríl og ungmennum er hreinlega móðgandi fyrir alla þá sem mæta í mótmæli eins og í gær og eru á miðjum aldri, grímulaus og jafnvel eggjalaus...sem voru margir margir. Frakkaklæddir menn og pelsklæddar konur , verkamenn og stjórnmálaspekúlantar ásamt nokkrum þekktum andlitum héðan og þaðan..en annars mest af venjulegum íslendingum sem ofbýður vanhæfið og spillingin sem blasir við í hverju einasta íslandshorni og sem eiga bara eina kröfu. Óspillt stjórnvöld!!!!

Fólk ársins að mínu mati er þetta fólk sem tekur slaginn..notar ekki ofbeldi og gerir það sem við hin þorum ekki.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 15:23

13 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Gleðilegt nýtt ár!

Valgerður Sigurðardóttir, 1.1.2009 kl. 15:47

14 identicon

Heil og sæl; Jenný Anna, sem og þið önnur hér, og þökk fyrir liðin ár !

Jenný Anna ! Hafðu hugheilar þakkir; fyrir þessa raunsæju grein, á þessum ískalda veruleika, sem við búum nú við, þótt svo himpi gimpi ýmissa flokka, séu svo niðurnjörvuð í haughúsum sínum, að ekki vilji sjá meinsemdirnar, að þá er þorri fólks þó; sem betur fer, farinn að gera sér grein fyrir óskapnaðinum.

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 16:09

15 Smámynd: Hulla Dan

Þú ert snillingur að komast rétt að orði kona!!!

Hulla Dan, 1.1.2009 kl. 17:13

16 identicon

Gleðilegt nýtt ár.  Mjög góður pistill en ég er ekki sammála hverju orði.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 19:37

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einar Á: Það er í góðu, það má alveg vera ósammála hér á þessari síðu.

Ingibjörg: Sigmundur Ernir sagði að vinsæll þáttastjórnandi hjá RÚV hafi staðið álengdar á Austurvelli og það hafi hlakkað í honum.

Hann sagði Agli síðan að þetta væri misskilningur, þú getur séð þetta inni hjá Agli.

Takk öll fyrir umræðuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 20:07

18 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æii.. ég er ekki sátt. Er búin að glápa á myndbönd og ljósmyndir, lesa greinar, fréttir, blogg... Ég veit svei mér ekki. Ég veit samt að fólkið með múrsteina, bensín og önnur tæki og tól voru ekki þarna í mínu umboði.

Jóna Á. Gísladóttir, 1.1.2009 kl. 21:42

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mótmælendur yfir höfuð eru ekki í umboði þeirra  sem af einhverjum ástæðum kjósa að sitja heima.

Það segir sig nokkuð sjálft.

Burtséð frá því að þá er ekki hægt að taka alla mótmælendur og formæla þeim þó einhver einn eða fáir missi sig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 22:42

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

En er það ekki einmitt það sem ISG hefur verið gagnrýnd fyrir að halda fram: þ.e. að þeir sem eru á staðnum ''séu ekki þjóðin''.

þýðir sú gagnrýni ekki einmitt það að fólk telji þá sem sækja mótmæli eða sitji borgarafundi, séu talsmenn þjóðarinnar?

Jóna Á. Gísladóttir, 1.1.2009 kl. 22:52

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Allt annar handleggur.  ISG er ráðherra ALLRAR þjóðarinnar en hún vill ekki gangast við þeim hluta hennar sem  haskar sér á mótmæli af hvaða toga sem þau eru.  Þá keppist hún við að benda fram hjá þeim hóp á hinn x stóra hóp sem ekki er staddur á staðnum.

Ég leyfi mér að fullyrða að þeir eru margir sem ekki komast á fundi og önnur mótmæli en styðja heilshugar við þá baráttu sem háð er af grasrótinni.  Fólki sem vill að hér sé látið staðar numið.

Og auðvitað er x mikið af fólki  (fer óðum fækkandi skilst mér) sem vill treysta þeim sem klúðruðu framtíð barnanna okkar og barnabarna.

Mér finnst svo sem algjörlega óþarfi að það skuli alltaf vera að taka fram að mótmælendur séu ekki í umboði þess.  Það segir sig sjálft í lýðræðisþjóðfélagi að skoðanir á þessu máli sem öðrum eru skiptar.

Þetta gerir fólk líka án tillits til hvað það kaus í síðustu kosningum, þessi vakning gengur sem betur fer þvert á flokka.

Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 23:04

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðmundur Egill: Takk fyrir þitt framlag til umræðunnar, ég er þér ósammála en virði þína skoðun.

Sko, mér datt eitt í hug, þið virðist alveg vera með þetta þarna úti á landi.  Þið eruð að haga ykkur "at all times".

Verðum við ekki öll að flytjast til Akureyrar?

Hm.....

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 00:35

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lestu nýjasta pistilinn minn GE og þar færðu svarið varðandi ofbeldið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 00:55

24 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Meðan stór meirihluti þjóðarinnar hefur áhyggjur af ástandinu og á um sárt að binda eyðir lítill hópur manna orku sinni og annrra í niðurrifsstarfssemi og neikvæða umræðu. Þessi síða virðist vera miðstöð þeirrar umræðu að hluta og gott fyrir fólk að vita hver það á að skrifa ef það er í þeim gírnum.

Auðvitað á að gagnrýna því orðir þýðir að rýna til gagns... en það er sannarlega ekki niðurstaða hér. Hér eru allt of margir sem bara eru í fúkyrðagírnum án þess að leggja inn nokkrar tillögur eða jákvæða punkta. Ég er á Akureyri og get staðfest og tek undir það sem Guðmundur Egill er að segja hér.

Ég held satt að segja að meiri árangur náist fyrir land og þjóð ef fólk tekur höndum saman í stað þess að níða niður menn og málefni, svo ekki sé talað um líkamsmeiðingar og skemmdarverk... slíkt skilar engum árangri til lengri tíma lítið.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.1.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband