Leita í fréttum mbl.is

Mótmælum rænt um hábjartan

 bananalýðveldið

Rosalega er ég orðin illa pirruð yfir þessu hædjakki á laugardagsmótmælunum.

Einhverjir örfáir bjánar með athyglissýki stela mótmælunum og hanga eins og apar uppi á þaki Alþingishússins.

Hvaða illskiljanlegi brandari er þetta með bónusfánann?  Var ekki til fáni banaanalýðveldisins Íslands eða hvað?

Í staðinn fyrir almennilega umfjöllun um þann atburð sem nokkur þúsund manns sáu ástæðu til að sækja beina fjölmiðlarnir kastljósinu að þessum eggjakastandi krökkum sem eru að hafa fun, það mótmælir enginn með svona fíflalátum nema sá sem er að flippa sér til skemmtunar.

Kannski var fólkinu alvara, en er ekki hægt að tjá reiði sína með aðeins hreinlegri hætti?

Með þessari frétt eru fjórar myndir af eggja- og jógúrthluta mótmælanna, ekkert frá hinum eiginlega fundi.

Andskotans leiðindi.

Og sjá hann Geir Jón frelsaða, hann lét eins og þessu og engu öðru mætti búast við af mótmælendum.

Hann var hokinn af sorg yfir borgaralegri óhlýðninni.

Jájá, þetta mun vera byrjunin kallinn.  Jájá.

ARG


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jenný...geta mótmæli verið "ritskoðuð"?

Bónusfáninn var toppurinn á mótmælunum í dag. Og ég vil frekar hafa reitt ungt fólk kastandi eggjum heldur en ungt fól sitjandi heima og alveg úti á túni hvað ástandið varðar

Heiða B. Heiðars, 8.11.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Ég var í Eymundsson,þar hitti ég fólk sem var alveg brjálað yfir því hvernig þessi mótmæli enduðu,margir yfirgáfu mótmælafundin vegna fíflagangs.

Góða helgi Jenný

Anna Margrét Bragadóttir, 8.11.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég var ekki í Eymundsson... ég var á mótmælunum ;)

Heiða B. Heiðars, 8.11.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég tek undir með Heiðu.  Ég skynjaði þetta ekki eins og "brjálaða" fólkið í Eymundsson.  En sjálfsagt hefur þetta pirrað suma.

Sigrún Jónsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:15

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er ekki hægt að neita því að allt eggjakastið var í raun miklu fréttnæmari atburður heldur en ræðuhöldin, hversu góð sem þau annars voru. Hvað þá að Bónusfáninn hafi blaktað uppi á þinghúsi Lýðvelsisins.

Emil Hannes Valgeirsson, 8.11.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Thee

Það er bara kominn tími á mótmæli en ekki einhvern lestur upp úr bókum og ritskoðun.

Ég vona að það sem fór fram í dag sé nóg til að ráðamenn átti sig að reiði almennings er að komast á hættustig. Næsta laugardag verður þetta að öllum líkindum magnaðra ef ekki verða gerða miklar breytingar hjá stjórnmálamönnum.

Lifi byltingin.

Thee, 8.11.2008 kl. 22:30

7 identicon

Ég sé mig knúinn til að riðjast hér inn og taka heilshugar undir með Heiðu.

Þú hefur ekkert leyfi til þess, Jenný Anna, að kalla mótmælendur "bjána" "apa" eða "krakka með fíflalæti". Þetta er skynsamt fólk, með skynsama hugsun og það er reitt, - ekki að ástæðulausu. Þetta er fólkið sem þarf að borga skuldirnar og það hefur fulla ástæðu til að mótmæla.

Og þetta voru FRIÐSAMLEG mótmæli. Þú hefur væntanlega séð í sjónvarpinu mótmæli af "hinni gerðinni". Þá eru hlaðin götuviki og lögreglan grýtt (með öðru en eggjum), bílum er velt við og kveikt í þeim o.fl. Að kasta jógurt, tómötum og eggjum í alþingishúsið skapar enga hættu fyrir neinn, það hefur eingöngu táknrænt gildi.

sigurvin (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:31

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ók, ég játa að ég er of fljót á mér hérna.

Ég fer samt ekki ofan af því að þetta eggjakast er til þess fallið að leiða athyglina frá málefnunum.

Ekki skjóta mig fyrir það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2008 kl. 22:35

9 Smámynd: Thee

Fólk er reitt af eðlilegum og skiljanlegum ástæðum.
Hvernig er best að lægja reiði fólksins?

Thee, 8.11.2008 kl. 22:37

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vá hvað ég er sammála öllum hérna.... nema Jennýju :)

En það hlaut að koma að því :)

Love you honí... en þú hefur engan rétt til að uppnefna fólk sem er að tjá vandlætingu sína. Á meðan það er ekki verið að fremja nein skemmdarverk eða meiða annað fólk þá má fólk bara tjá sína reiði eins og það vill án þess að ég eða þú uppnefnum það

Heiða B. Heiðars, 8.11.2008 kl. 22:38

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sorglegt, sorglegt, sorglegt.

Segi eins og Jakob ærlegur: Þýðir ekki að æðrast. Það er orðið sem orðið er. Gengur betur næst.

Eða þar um bil.

Anna, ég taldi mig hafa verið til enda mótmælastöðunnar. Endaði hún ekki á ræðu Einars Más? Eftir hana fór ég heim, enda hélt ég að eiginlegum mótmælafundi væri lokið.

Varð að vísu vör við hóp sem dró athygli fólks frá ræðunni, en færði mig bara nær pallinum og missti kannski af fúttinu. Sá líka hóp sem lét fyrir sér fara þegar ég gekk í burtu, þau komu í fréttunum, ekki við sem hlustuðum.

Næst væri betra fyrir fjölmiðlana að vera með fleiri myndavélar og ljósmyndara á staðnum til að geta myndað tvennt í einu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:38

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Aha..ég var aðeins of fljót á mér að ýta á "enter" ;) Auðvitað var þetta bara fljótfærni.... láttu mig þekkja hana þegar ég sé hana :)

Eggjakast er bara eggjakast.... held að það hafi svipuð áhrif og að garga "lifi byltingin"...

tjáningarform og ekkert annað.

Það má skola af Alþingishúsinu og engin sér muninn...

Heiða B. Heiðars, 8.11.2008 kl. 22:40

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sjálf: Ætla að þegja í smá stund og hugsa. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2008 kl. 22:40

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.11.2008 kl. 22:41

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Annars finnst mér bara allt í lagi að kasta eggjum, skyri og tómötum í Alþingishúsið, það er að segja á meðan fólk hefur enn efni á að fara þannig með matvæli...

Kannski er Bónusfáninn á þinghúsinni viðkvæmara mál fyrir marga...hann fékk þó að blakta þarna á þangað til þeir sem settu hann upp, sem reyndar voru það miklar gungur að þeir huldu andlit sín eins og hryðjuverkamenn eða innbrotsþjófar (þó þeir hafi reyndar ekki allir vit á því ) voru gómaðir.

Ætli danska skjaldarmerkið fengi ekki að hanga áfram utan á því þó svo færi að við gengjum Noregskonungi á hönd...segi nú bara sona.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:45

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ólafur, það vantaði ekki góða ræðumenn, þarna voru fluttar þrumuræður, fjölmiðlar beindu frekar athyglinni að fámennum hópi sem þeim fannst meira spennandi af því þar var hasarinn...vonandi verða þeir með fleiri myndavélar næst...segi nú bara sona, aftur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:47

17 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi þú addna Skúlason,...þegiðu. Það er ekki þitt að ákveða hvað eru skoðanir og nöldur.

Gungur?? Ég kalla það ekki gunguskap að príla upp á þak Alþingishússins. Alveg er ég til í að leggja í púkk til að borga sektina sem þeir fá fyrir athæfið

Heiða B. Heiðars, 8.11.2008 kl. 22:48

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Svo fannst mér Jón Geir bara taka vel á þessum látum. Ætli hann sé ekki bara soltið reiður líka, eins og hinir?

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:49

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ekki að príla upp, það var ekki það sem ég sagði...ég sagði það gunguhátt að binda fyrir andlitið á sér eins og hryðjuverkamaður...kannski vilja þessir gæjar bara ekki verða frægir í sólarhring á Íslandi og kannski missa vinnuna ef þeir hafa hana enn...æ, fyrirgefið dómhörkuna...

Annars prílaði ég stundum upp á hús, að vísu ekki eins hátt og Alþingishúsið, þegar ég var lítil og fannst ég rosa huguð, ætli ég hafi ekki verið svona 8-10 ára.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:52

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Svo hefur amma kannski verið að horfa á fréttirnar og ekki mátt sjá að þeir væru að stelast þarna upp...

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:54

21 identicon

Ungt fólk HUGSAR. Ungt fólk gerir sér grein fyrir ástandinu og afleiðingunum. Ungt fólk er kvíðið - jafnvel meira er margir af öðrum kynslóðum. Ungt fólk á skilið virðingu.

Ég fyrirgef þér fljótfærnina....

sigurvin (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:56

22 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Eða kannski til að verjast reykbombum sem ekki voru til staðar, - eða fannst þetta bara töff - hvað veit ég

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:57

23 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Víst kann ég mannasiði OTS.... ég er bara ekki að spreða þeim á rudda

Ég skil svo sem alveg að þeir vilji ekki þekkjast enda saknæmt að flagga svínafánum á Alþingishúsið... en sá sem hífði fánann hefur þannig "lúkk" að þó að ég stæði laaaaaangt frá þá þekkti ég hann með berum augum uppi á þaki :)

ps. Viss um að amma hans er stolt af honum

Heiða B. Heiðars, 8.11.2008 kl. 22:58

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Til Jenný(jar?):

Þú ert rúsína allra tíma. Ekkert að fyrirgefa.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:58

25 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Mér fannst þetta flottur dagur, með fundinum í Iðnó, fundinum á Austurvelli og svo  bifhjólin sem prumpuðu á alþingishúsi'ð, unga fólkið með fánann og eggin - það beitti engu ofbeldi - allt var þetta táknrænt -  blómstrandi mannlíf sem sagt - en ég er sammála Ólafi að afnám kvótans ætti svo sannarlega að fá meira pláss.

María Kristjánsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:59

26 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sennilega hefur strákunum bara fundist þetta ferlega töfft...

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:59

27 Smámynd: halkatla

ég hef enga línu sem er hægt að fara yfir í mótmælum...

og þ.a.l segi ég að þetta er frétt dagsins:

logreglan-hikar-gegn-ungum-motmaelanda/

 

halkatla, 8.11.2008 kl. 23:00

28 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...eða á maður að segja "kúl"...sveimér veit það ekki...

nei það er annað, svona hipp og

þessir gæjar eru það þó ekki, bara reiðir

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:00

29 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég brúka átján betur virkandi aðferðir til að styðja við bakið á íslenska grænmetisbóndanum en þetta.

Vanvitaúlpureruðetta....

Steingrímur Helgason, 8.11.2008 kl. 23:01

30 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Anna Karen,...krúttlegt.

Ég fæ ekki séð að það hafi verið nein harka þarna á ferð í þessum mótmælum, engir eldar kveiktir eða eignir skemmdar, engir skildir eða kylfur. Fólk var einfaldlega reitt og æst, löggan hélt kúlinu, held ég, eða meiddist einhver?

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:04

31 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

VONANDI HEFUR UNGA FÓLKIÐ SEM MÓTMÆLTI Í DAG ENNÞÁ EFNI Á AÐ KAUPA SÉR Í MATINN EFTIR NOKKRA MÁNUÐI!

Eða ætli ekkert þeirra hafi heyrt lýsingar Sigurbjargar Árnadóttur á ástandinu í Finnlandi í kreppunni þar?

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:08

32 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Alveg er ég hjartanlega sammála þér Jenný. Þessi skrílslæti eru óþolandi og til þess fallin að fólk veigrar sér við að taka þátt. Þetta virðist vera orðinn fastur liður í íslenskum mótmælum. Til dæmis stjórnarskiptin í ráðhúsinu, mótmæli vörubílstjóra við Rauðavatn og svo þessi fífllagangur í dag. Það næst aldrei almennileg breiðfylking með þessu móti.

J. Trausti Magnússon, 8.11.2008 kl. 23:14

33 Smámynd: Magnús Jónsson

Jenný: þakkaðu fyrir að Geir Jón var á vigtinni, hvernig heldur þú að hefði farið ef fíflið sem stjórnaði aðgerðunum við Rauðavatn hefði verið á vakt......

Magnús Jónsson, 8.11.2008 kl. 23:24

34 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ólafur, hvar ætlar þú að finna betri ræðumenn en Sigurjörgu Árnadóttur og Einar Má Guðmundsson (ég mætti seint og heyrði ekki ræður annarra)?

Hafið ekki áhyggjur, strákar, bráðum prísar unga fólkið sig sælt að geta yfirhöfuð keypt sér skyr, tómata og egg og borðar þessar vörur, frekar en að henda þeim í Alþingishúsið. Málið leyst.

Það er að segja ef ekki tekur Mólotoff við. Þá væri líka fyrst þörf á að dulbúast.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:27

35 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Segi það sama, Magnús.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:28

36 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það fékk þó fyrir náð og miskunn að heyrast þegar Hörður Torfa minnti fólk á að eggjakast væri akkúrat það sem fjölmiðlar vildu sjá...skrítið að þetta skyldi fá að fljóta með.

Bæði það, Jón Frímann, - plús: eru fréttmenn ekki líka vanastir að eltast við HASARINN, miklu fréttnæmara og þúsund sinnum meira spennandi en einhverjir kallar og kellingar að halda ræður, eykur áhorf, ekki satt?

ÓLAFUR, það er þín skoðun. Ég deili henni ekki með þér. Mér finnst þessir ræðumenn einmitt tala á mjög skeleggan hátt fyrir alþýðuna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:16

37 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér fannst skemmtilegt að fá Bónusfánann á Alþingishúsið, en galli dagsins var að ég heyrði ekki ræðurnar samt stóð ég á miðjum Austurvelli, hljómburðurinn var ekki góður í dag. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:26

38 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hlýt að heyra betur en þú, Jóna, ég heyrði hvert einasta orð, stóð ekki langt frá Jóni gamla, eða aðeins framan við og færði mig bara framar þegar "eitthvað" truflaði athyglina, vegna þess að ég vildi alls ekki missa af ræðunum!

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:42

39 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Hvort er fólk meira á móti einu prósenti viðstaddra sem henda eggjum eða einu prósenti þjóðarinnar sem rænir okkur lífskjörunum?

Vésteinn Valgarðsson, 9.11.2008 kl. 02:17

40 identicon

Sammála Vésteini. Eitt prósent sem gengur of langt í hvora átt sem er. Bjöllukúrvan gildir. toppurinn var á Austurvelli í dag. Ég var þar, leið vel, sýndi samstöðu, fann samstöðu. Umfjöllun fjölmiðla fær falleinkunn. Ég sendi eftirfarandi póst til fréttastjóra ruv:
"Ég kem hér með á framfæri óánægju minni með afar villandi fréttaflutning af mótmælafundi á Austurvelli í dag. Ég var þar stödd milli kl. 15 og 16, flutt voru fjögur ávörp,  mikill fjöldi fólks var staddur þarna og hlustaði og klappaði, allan þann tíma. Í fréttum sjónvarpsins í kvöld var sagt að fundurinn hafi leyst upp vegna eggja og skyrkasts á Alþingishúsið. Þetta var bundið við lítinn hóp á takmörkuðu svæði. Það veit fréttamaðurinn sem flutti þessa frétt því ég sá hann ganga um þar sem ég stóð þegar langt var liðið á fundinn. Þannig að eins og fyrr segir þá finnst mér sem einum af þúsundum friðsamra mótmælenda gefin villandi ef ekki hreinlega röng mynd af þessum fundi."

Solveig (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 02:39

41 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég var ekki þarna í dag, en samkvæmt fjölmiðlum þá var þarna lítill en fámennur hópur, sem var með skrílslæti.

Það er miður ef þessi mótmæli eru að þróast í þessa átt og Jenný þarf ekkert að afsaka sig, því hún hafði alveg á réttu að standa í færslunni. Ég bloggaði á svipuðum nótum og fékk fyrir mig dembuna líkt og hún.

Ég samþykki ekki ofbeldi og það er ekkert við núverandi ástand, sem réttlætir viðbrögð, sem einkennast af ofbeldi.

Það er ekki herforingjastjórn, heldur lýðræðislega kjörin ríkisstjórn með stóran þingmeirihluta, sem við kusum á Alþingi.

Ég er mjög reiður og langar að taka þátt í mótmælum, en get ekki látið bendla mitt nafn við mótmæli, þar sem eggjum, tómötum og jógúrt er grýtt á Alþingishúsið og Bónusfánanum flaggað!

Hvað hefði gerst ef einhverjum af þessum öfgamótmælafólki, sem er ýmist á móti atvinnuuppbyggingu í landinu, hækkandi verði á eldsneyti á alþjóðamörkuðum eða hvaladrápi, hefði fundist það góð hugmynd að kasta mólotoff kokkteilum og grjóti að lögreglu og Alþingishúsinu. Ætlið þið að blessað það líka!

Mótmæli sem byrja að stigmagnast á þennan hátt geta auðveldlega þróast í ranga átt! Þessum örfáu einstaklingum þarf að sýna að þeir komist ekki lengra í ófriðsamlegum mótmælum!

Tökum okkur Gandhi að fyrirmynd, en ekki hegðun óvina okkar, kúgaraþjóðarinnar Breta! Friðsamleg mótmæli og ekki ofbeldi!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.11.2008 kl. 03:08

42 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Einar Már er nánast alltaf frábær og það varð ekkert lát á því núna. Mér fannst þó mjög miður að einn ræðumanna, kennaramenntaður, var illa talandi á íslensku. Ég tel þessi mótmæli vera þörf og vona því að svona slys endurtaki sig ekki.

Sigurður Þórðarson, 9.11.2008 kl. 03:17

43 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

"Hvað hefði gerst ef...?" -- hvaða kjaftæði er þetta, Guðbjörn? Það var ekkert ofbeldi á Austurvelli í dag. Það er himinn og haf milli þess að kasta eggi í dautt steinhús og þess að kasta grjóti í manneskju.

Hvort er fólk annars meira á móti einu prósenti viðstaddra sem henda eggjum eða einu prósenti þjóðarinnar sem rænir okkur lífskjörunum?

Vésteinn Valgarðsson, 9.11.2008 kl. 03:51

44 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hér er fjör

Jónína Dúadóttir, 9.11.2008 kl. 07:00

45 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef verið að hugsa um þetta svo brakar í hausnum á mér.

Hér hafa allir eitthvað til síns máls.

Ég verð að játa að ég hugsaði dæmið ekki alveg til enda.

Ég dreg bjálfanafnbótina til baka.  Hún á ekki rétt á sér.

En ég fer ekki ofan af því að friðsöm mótmæli eru meira mér að skapi.

En ég skil reiðina.  Er að springa úr henni sjálf.

Takk fyrir frábærar umræður.

Vésteinn: Þú ert með valid punkt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 08:45

46 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mætum næsta laugardag með skilti í þessum dúr:

"Við mómælum villandi fjölmiðlaumfjöllun.

Burt með spillta fjölmiðla!"

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 09:59

47 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég varð ekki vör við eggjakastið, sá bara friðsamleg mótmæli, og frábæra ræðumenn.  En auðvitað þarf að reyna að spilla þessu og eyðileggja.  Ekki viljum við rugga bátnum, er það nokkuð ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2008 kl. 12:21

48 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Skil ekki alveg hvað þú ert að fara með þessu um að vilja ekki rugga bátnum, Ásthildur. Áttu við að við ættum að öll að kaupa okkur egg um næstu helgi til að henda í Alþingishúsið, líka við þessi "fullorðnu"?

Persónulega líst mér betur á að borða þau.

Ég set mörkin við að príla upp á húsið, til þess er ég orðin alltof stirð og gömul, þó ég hefði farið létt með það á yngri árum!

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 12:33

49 Smámynd: Linda

Ég var á staðnum, og ég skal segja þér mín kæra, að þú er kóari af verstu sort, það var yndislegt að sjá kraftinn, í unga fólkinu, sjá og heyra í mótorhjólunum, sem gáfu tóninn, "NEI NEI, VIÐ BORGUM EKKI MEIR"  "BURT MEÐ RÍKISTJÓRNINA" ETC.  Ég sá líka það sem gekk á, á bak við alþingis hús landsmann og er með myndir á minni síðu sem fjölmiðlar hafa ekki sýnt.  Það var ungt fólk þarna með þor og dug að láta í sér heyra, það vill ekki kóa, það vill ekki taka þessu bulli þegjandi og þjóðalaust, og ég neita að taka þátt í kellinga bulli, sem vilja kveða slíkt burt, mótmæli eru til þess gerð að í fólki sé heyrt, ekki til þess að engin taki eftir þeim. 

Ég vona að þú ritskoðir ekki þessa færslu, eins og þú vilt ritskoða mótmæli.

egg og jógurt er hægt að þvo af, gjaldþrot og að missa heimili fyrir gjörðir fárra, verður aldrei þvegið í burt..

Linda.

ps. hef afritað þessi ummæli mín og mun skeyta þau hjá öðrum væla yfir lýðrlæðilegum rétti okkar til að mótmæla.

Linda, 9.11.2008 kl. 13:33

50 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það er akkúrat málið Greta.... Það mótmælir bara hver með sínu nefi

Heiða B. Heiðars, 9.11.2008 kl. 13:33

51 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Linda: Ég er svo anskoti hreint þreytt á fólki sem kallar allt sem það skilur ekki eða er ósammála meðvirkni, eða það séu kóarar.

Ég er algjörlega með lýðræðislegum mótmælum, jafnvel þó einhver kasti einhverju.  Mér finnst það hins vegar óþarfi að hleypa öllu upp með grýtingum, það dregur athylgina frá málstaðnum.

Capíss?

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 14:21

52 identicon

Sæll öll

Ég var staddur þarna á austurvelli í gær, og ég fylgdist með því sem gerðist þegar lögreglan tók á móti ungu mönnunum sem klifruðu þarna upp á þak.

Það fynnst mér að sumir hafi mjög furðulegar hugmyndir um hvað er ofbeldi.....annar af þessum ungu mönnum var felldur í götuna þegar hann reyndi að flýja lögreglu, og ég personulega var stoltur af samlöndum mínum sem stukku til og hjálpuðu drengnum, án ofbeldis... í sumum löndum hefði lögreglu verið slátrað fyrir að bregðast svona við umkringdir af reiðum múg.

Við aðstæður eins og þessar er nauðsinlegt að lögreglan sé meðvituð um að þeir meiga ekki búa til meiri spennu og æsing, því það er ávísun á múg-æsing sem endar með átökum ( eins og við sáum í trukka mótmælunum ). lögreglen brást svolítið óheppilega við til að byrja með, en sem betur fer voru menn nægilega skynsamir til að átta sig á hvar þetta gæti endað...og því tóku þeir þá áhvörðun að horfa fram hjá smá óspektum, til þess að koma í veg fyrir að allt endaði með Ofbeldi.

Ég held áfram að mótmæla, og vona að eina "ofbeldið" verði svona saklaust. Á sama tíma ber ég meiri virðingu fyrir Íslensku lögregluni, sem breytti snögglega um stefnu þegar þeir sáu að í illt stefndi.

Það vildi ég óska, að ríkisstjórnin tæki lögregluna sér til fyrirmyndar í þessu.

Gunnar B. Kristinsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 15:07

53 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég tek undir það. Lögreglan hafði val um að fara mjúku leiðina og að fara hörðu leiðina. Hún valdi mjúku leiðina, og er það vel. Ef hún hefði valið leið ónauðsynlegrar hörku, þá hefði þetta getað farið illa.

Vésteinn Valgarðsson, 10.11.2008 kl. 01:53

54 Smámynd: Linda

Sæll jenný, það er alltaf viðkvæmt mál, þegar þeim sem kóa er bent á að þeir séu að kóa.  12 sporin og almenn geðheilsa tala gegn slíku, þar að segja að kóa.

Þetta unga fólk átti fullan rétt á því að sína reiði sína, sumir kalla þetta skrílslæti, en ég verð bara að segja eins og er að þessir sumir vita ekki hvað slíkt er, því hvergi var rúða brotin, bíll brenndur eða manslíkami skemmdur. 

Ég segi því aftur, egg og jógúrt er hægt að þvo af, en ekki húsnæðismissir og gjaldþrot fjölskyldna. 

Mótmælum áfram, og hættum að væla eins og kellingar yfir grindverk nágrannans og hversu ömurlegur næsti nágranni er. það Jenný er óþolandi siður.

Mættu svo.

Linda, 10.11.2008 kl. 12:35

55 Smámynd: Tiger

Að mínu mati, sem auðvitað er ekkert endilega heilagt eða það eina rétta - stendur ekkert eftir - eftir þessi mótmæli - annað en umfjöllun um eggjakast og bónusfána.

Ég er alfarið á móti þessari tegund af mótmælum því það er rétt að slíkt stelur sannarlega athyglinni frá því sem við erum raunverulega að reyna að koma til skila.

Ég tel að það væri meiri kraftur og sterkari skilaboð - ef fleiri hausar mættu því það er fjöldinn sem kemur einhverju til skila - ekki eggjabakkar og lögbrot..

Haltu fast í þína skoðun Jenný, hún er góð eins og alltaf og alveg jafnrétt og annarra. Þú hefur fullan rétt á því að hafa skoðun á málum án þess að vera skotin á kaf fyrir það .. virðum skoðanir hvers annars! Hafðu ljúfa viku mín kæra - knús og kram á þig!

Tiger, 10.11.2008 kl. 12:52

56 Smámynd: Tiger

Linda; Veistu - þeir sem kasta eggjum og skyri í mótmælum - eru eins og þeir sem mynda hring um ljót slagsmál um helgar í miðbænum - hrópandi "slagsmál, slagsmál" og "kýldann, sparkaðu íann, lemdann í hausinn... !" og svo framvegis. Þetta hefur ekkert með reiði og mótmæli að gera - þetta eru æsingamenn sem sannarlega stela frá málstaðnum og skemma fyrir þeim fjölda sem safnast sannarlega saman til þess að mótmæla...

Tiger, 10.11.2008 kl. 12:56

57 identicon

Fólk vælir yfir því að Íslendingar mótmæla aldrei og sýna aldrei samstöðu, svo þegar það er loksins gert þá væla hinir sömu um að mótmælin hafi ekki verið eðlileg...guð minn góður hvað erfitt er að gera fólki til geðs.

Það er bara ekkert að þessu og hættið þessu væli, ástandið í þjóðfélagin er þannig að það duga engin vetlingartök, við viljum alvöru mótmæli einusinni. Ef við værum t.d í Frakklandi þá væru bændur búnir að dreifa fleiri tonnum af skít fyrir utan alþingi. Þar mótmæla menn kröftulega.

Svo erum við vælandi yfir eihnhverjum Bónusfána og nokkrum eggjum...Hei ef fólk þolir þetta ekki þá geta hinir sömu farið í messu á meðan þetta stendur yfir.

Auðunn Atli (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 13:10

58 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég verð að segja að ég skil að fólk sé reytt og við gera meira en að hlusta á ræðuhöld en ég vil biðja þessa krakka að nota ekki mótmælafundina okkar til þess að vekja á sér athygli. Þessi anarkistagrey eru bara ekki búin að átta sig á að þeir eru að skemma fyrir okkur hinum 4000 sem voru á fundinum. Við verðum bara að vera ganga öll 4000 að þeim og stöðva þau á laugardaginn kemur.

Sævar Finnbogason, 10.11.2008 kl. 18:25

59 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Auðvitað hefur það að gera. Þetta er útrás fyrir réttláta reiði út í ríkisstjórnina. Það sem er að, er að útrásin fer í vanhugsaðan farveg. Það á ekki að æsa sig yfir því að eggjum sé hent í hús, heldur koma með betri hugmyndir.

Vésteinn Valgarðsson, 11.11.2008 kl. 04:01

60 identicon

Það er greinilega nóg af fólki sem finnst sjálfsagt að ritskoða jafnvel mótmælin sjálf. Viljiði ekki bara koma með nákvæma útlistun á því hverjir megi koma og hvernig megi bera sig að svo það sé ykkur þóknanlegt?

 Þið afsakið en þetta er bara svo mikið helvítis kjaftæði í ykkur sem hefur greinilega síast inn á því að búa við það að mótmæli sé bara fyrir iðjuleysingja, umhverfisverndarsinna og álíka skríl. 

 Þið ættuð frekar að virða það að þessu fólki er ekki minna sama en það að það tók sér tíma og mætti niður á völl og lét í ljósi óánægju sína sem er meira en er hægt að segja um mikið af ykkur húðlötum bloggsauðum sem gerið ekki annað en gera lítið úr þeim og kalla þau skríl. Það eruð ÞIÐ sem ættuð að skammast ykkar.

Björn Gísli (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 08:57

61 identicon

Gleymiði því bara ekki að við lögreglumenn sitjum við sama borð og allir aðrir.  Við erum líka hrædd og og óörugg um framtíðina og við erum líka ósátt við stjórnmálamennina okkar og reið. Við höfum hins vegar engan kost á öðru en að hlíða fyrirmælum okkar og að halda uppi lögum og reglu.  Okkur þykir það ósanngjarnt af sumu fólki að taka reiði sína út á okkur, sérstaklega þegar við erum þeim 100% sammála.Ég sjálf var við vinnu á mótmælunum og get staðfest að aðeins var örlítill hópur sem virtist ekki hafa áhuga á öðru en að atast í löggunni og á bak við þann hóp voru ca 100 manns með myndavélar, myndavélasíma og videócamerur að bíða eftir því að ná einhverju krassandi á filmu. Margir af þeim ögruðu og hvöttu þessa fáu óróaseggi til þess að gera nú eitthvað almennilegt.

Vinnufélagar mínir margir, sem voru ekki við vinnu, voru hins vegar á meðal fólksins og mótmæltu eins og aðrir.  Einn þeirra lenti í því að hann þekktist úr hópnum sem lögreglumaður og þurfti að hlusta á hróp og köll í átt að sér að hann væri "undercover" og hann skyldi hunskast burt eða verða laminn.  Það varð til þess að hann yfirgaf svæðið ásamt konu sinni og tveimur börnum.   Ömurlegt þykir mér...

Löggukona (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 13:30

62 Smámynd: Linda

til Löggukonunnar: Ég sá það sem gekk á í garði Alþingishússins, og ég sá að þar var að ykkur vegið, vissulega, og nafna köll á ykkur, ég var með myndarvél, eins og bloggið mitt sýnir frá þeim atburði, en þegar þeir fóru að kalla ykkur illum nöfnum minnir það hafi verið "löggusvín" þá varð mér ekki sama og ég sagði við fólkið í kring um mig og það var mér sammála, að þetta væri óásættanlegt, við mótmæltum ekki löggunni heldur ríkisstjórninni.  Eitt þó til viðbótar, þið hefðuð bara átt að láta fána drengina vera, leyfa þeim að koma sér niður og ræða við þá í róleg heitum, of mikið var gert úr þessu. 

Mótmælum áfram hættum að væla og látum í okkur heyra og ef egg og jógúrt flýgur, um að gera að vera nægilega snöggur að beygja sig, svo ég endi mitt á jákvæðum nótum.

Linda, 11.11.2008 kl. 15:44

63 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér fannst Geir Jón senda út hárrétt skilboð gagnvart eggjakösturunum: Ekki ásættanlegt, frá sjónarhorni lögreglu, en alls ekki tilefni til að handtaka einn né neinn.

Kannski voru menn fullsnöggir að taka niður fánann, það hefði alveg mátt leyfa honum að blakta aðeins. Löggan getur ákveðið að flýta sér hægt í svona tilviki.

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.11.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2987151

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband