Leita í fréttum mbl.is

Kreppujöfnun

rauður

Ég er bókanörd.  Þar með er það fært til bókar.

Bókin er minn tjaldvagn, mín höll, mín snekkja og einkaþota.

Og ég þarf ekki að hreyfa mig úr sporunum.

Þegar allt er að fara fjandans til - ástandið svart og dapurt á ég vin í bókinni.

Ég segi ykkur þetta af því ég er væn manneskja (jájá) og vill gjarnan deila með mér af reynslu minni.

Ég er að hvetja til lesturs í kreppunni.

Bækur eru ekki óyfirstíganlega dýrar og þær eru aðgengilegar á bókasafninu.

Ég hef sagt það áður og segi það enn - lesum okkur í gegnum kreppuna.

Núna er ég að lesa heimtufreka bók.

Bók sem lætur ekki lesa sig með hálfum hug. 

Hún krefst fullkominnar athygli lesandans. 

"Nafn mitt er Rauður" heitir hún og er eftir Orhan Pamuk sem fékk Nóbelinn 2006.

Ég mæli með henni, annars væri ég auðvitað ekki að blogga um hana.

Blogga helst ekki um leiðinlegar bækur - enda er ég ekki bókmenntagagnrýnandi.

Nappaði lýsingu á efni bókarinnar af vef útgefandans.

"Seint á sextándu öld felur soldáninn í Istanbúl fremstu skrifurum og myndlistarmönnum í ríki sínu að setja saman viðhafnarrit að evrópskum sið. Verkið skal unnið á laun og er mikið hættuspil þar sem öll hlutbundin myndlist stangast á við ríkjandi trúarhugmyndir í landinu. Listamennirnir þurfa að fara huldu höfði en þegar einn þeirra hverfur sporlaust grípur um sig ótti. Hann kann að hafa orðið fórnarlamb trúarofstækis – eða afbrýðisemi. Soldáninn krefst skjótra svara og hugsanlega leynist vísbending um afdrif mannsins í hálfköruðum myndverkum hans."

Ég er lestrarhestur.  Úje.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða skemmtun

Jónína Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 07:57

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Morgunkveðja frá þessum bókaormi.

Rut Sumarliðadóttir, 27.10.2008 kl. 08:02

3 Smámynd: Tína

Fátt sem jafnast á við lestur góðra bóka. Þar er ég hjartanlega sammála þér Jenný. Ætla að kíkja á þessa.

Eigðu góða viku darling

Tína, 27.10.2008 kl. 08:13

4 Smámynd: M

Alltaf gott að grípa í góða bók. En þar sem ég les oftast rétt fyrir svefninn þá gruna ég að þessi bók sé ekki sú besta nema þá til að svæfa mig sem fyrst

Eigðu góðan dag

M, 27.10.2008 kl. 08:41

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Humm.. eins og þú segir þarf örugglega óskipta athygli lesandans, svona janúarbók. Njóttu dagsins. 

Ía Jóhannsdóttir, 27.10.2008 kl. 08:43

6 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Gæti ekki verið meira sammála - lestur hefur þig til hæstu hæða og ferðalaga - án útgjalda Góð bók er gulls ígildi fyrir sálartetrið!

Eigðu góðan dag -með bók og án mótmæla  

Birna Guðmundsdóttir, 27.10.2008 kl. 08:56

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Já, það á að heita að ég sé að blogga, er svona að ná mér á strik á ný.  Kær kveðja til þín Jenný mín, hef fylgst með þó svo ég hafi lítið verið í kommentakerfum. 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 09:23

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég þarf að vera duglegri að ná mér í bækur á bókasafnið, þessi hljómar athyglisverð.

Eigðu góðan dag.

Huld S. Ringsted, 27.10.2008 kl. 09:32

9 identicon

Ekki segja: ,,Eigðu góða dag" jafnvel þótt allir íslenskir bankastarfsmenn hafi tamið sér það. Þetta er enska. Segjum frekar: ,,Ggangi þér vel í dag." Hlúum að íslenskunni, það er ókeypis. Gangi ykkur öllum vel í dag.

gerður (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.