Leita í fréttum mbl.is

Lít ég út fyrir að vera gula línan?

 

Hvernig er að vera kona, hugsaði ég áðan þegar ég fattaði að ég er ekki enn búin að ná því út á hvað það gengur og komin á rétt liðlega fimmtíuogeitthvað.

Já ég veit hvernig það er að vera líffræðilega kona.  Var alveg viðstödd mitt líkamlega líf, ofast að minnsta kosti og ég er ekki algjör nóbreinier. 

Það sagði einu sinni við mig maður að konur sæktust í þvegla, tuskur, skrúbba og bón.

Það væri þeim áskapað, genetískt og að sama skapi væru menn fæddir án þessa hreinlætisvörublætis.

Ég hef séð vinkonur mínar fá raðfullnægingar í hreinlætisvörudeildum stórmarkaðanna.  Já ég gæti nefnt nöfn en ég geri það ekki. Nöfnin eru með lögfræðipróf og ekki gott að fá þau upp á móti sér.Whistling

Kona ein sem hefur gert heyrinkunnugt að henni finnist konur ekki eiga að vera á Alþingi eða í stjórnunarstörfum sagði að það væri vegna þess að konur hugsuðu í knipplingum, víravirki og annarri krúttvöru.

Bæði maðurinn með genetísku kenninguna og þessi kona eru ekki skoðanasystkini mín.

Þetta var ég nú að hugsa þar sem ég frussaðist áfram í andlegu blóði mínu og kvenleika með uppþvottabursta og ég brenndi á mér puttana.  Heitt vatn er mjög heitt.

Hvað eru skýr merki um kvenleika?

Þegar ég var yngri þá var þetta nokkuð ljóst.

Kvenleiki var settur í samband við útroðna snyrtibuddu, falleg föt, háa hæla, bökunarhæfileika, eldunarfimi, handavinnu, barneignir, plástraálímingar, nefsnýtur, skeinerí, þvott, saumaklúbba (ég hef ekki alið aldur minn í slíkum samkundum bara svo það sé á hreinu), viðkvæmni, grátköst og sláturtökur og eilífa höfuðverki og túrablæðingar.

Hm.. hvar var ég, tók ekki þátt í þessu nema að mjög litlu leyti?

Þetta eru auðvitað mýtur, allar mínar vinkonur ásamt moi fóru á túr þetta 12 sinnum á ári (give or take).  Sá sem lýgur stöðugum túrablæðingum upp á konuna sína er sjálfur með vandamál í neðra.  Eitthvað lágt á honum risið.   Æi dúllukrúttin.

Núna er þetta öðruvísi. 

Hvernig öðruvísi spyrð þú og ég svara; lít ég út fyrir að vera gula línan?

Er það nema von að ég siti hérna og átti mig ekki á því hvort ég er að koma eða fara?

Ég er komin á byrjunarreit, ég veit ekkert hvern fjandann ég er að gera hérna sem kona.

Ég veit hvað ég er að gera sem manneskja.

Ég er komin til að bögga yður.

Farin út að hlaupa berfætt í Laugardalnum af því mér líður eins og ég sé í aðalhlutverki í tútappa auglýsingu.

UNAÐUR.

Djóhók.

Later, þegar ég er komin með svar og niðurstöðu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Sko ég leit á þetta sem próf og skítféll í flestum atriðum, sjá framhald.

Kvenleiki var settur í samband við útroðna snyrtibuddu, falleg föt, háa hæla, bökunarhæfileika, eldunarfimi, handavinnu, barneignir, plástraálímingar, nefsnýtur, skeinerí, þvott, saumaklúbba (ég hef ekki alið aldur minn í slíkum samkundum bara svo það sé á hreinu), viðkvæmni, grátköst og sláturtökur og eilífa höfuðverki og túrablæðingar.

Það er eins fallegt að Steinar sjái ekki þennan yfirmáta skort á kvengildum, þá býður hann mér út í bílskúr og réttir mér bjór !

Segðu Hljómsveitinni að hringja í moi, annað kvöld á vaktina. Þarf að heyra í honum varðandi helgina

Ragnheiður , 1.10.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Ragnheiður

Shit ! Þetta kemur ekki út eins og ég breytti því !!!! Ég fæ æðiskast -flog og verð reið...eða spæld...ok ok smá í fýlu...

Heima á morgun ? Gleymdi...I will be lurking in the neighborhood

Ragnheiður , 1.10.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Ragnheiður

Taka þrjú, já ég veit að ég er plága, ég er búin að vera reið

Kvenleiki var settur í samband við handavinnu, barneignir, plástraálímingar, nefsnýtur, skeinerí, þvott,  sláturtökur og  túrablæðingar.

Ragnheiður , 1.10.2008 kl. 23:24

4 Smámynd: Ragnheiður

Gúdd night- verkefni lokið !

Ragnheiður , 1.10.2008 kl. 23:25

5 Smámynd: Ragnheiður

Var þetta ekki alveg klárt ?

uhh

Ragnheiður , 1.10.2008 kl. 23:25

6 Smámynd: Ragnheiður

Jú hva...þetta lítur agalega smart út

Ragnheiður , 1.10.2008 kl. 23:25

7 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

haha...kellur þig drepið mig úr hlátri....aðalhlutverk í túrtappa auglýsingu....vá hvað ég fengi ekki hlutverk með minn hlaupastíl er reyndar hissa á því að það fólk skuli ekki hringja á sjúkrabíl þegar ég skakklappast áfram....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.10.2008 kl. 23:33

8 Smámynd: Linda litla

Eftir að hafa lesið þessa færslu þína Jenný, þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu (þökk sé þér) að ég er ekki kvenleg.

Takk fyrir að gera mér grein fyrir þessu.

Linda litla, 2.10.2008 kl. 08:33

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ekki ég heldur.....! Hvað ætli ég sé....nú er ég komin í tilvistarkrísu og er nú ekki á bætandi miðaða allt og allt !

Sunna Dóra Möller, 2.10.2008 kl. 08:48

10 Smámynd: Laufey B Waage

Gott að vita að það eru fleiri en ég sem geta verið konur, án úttroðinnar snyrtibuddu, hárra hæla, saumaklúbba, o.s.frv.

Laufey B Waage, 2.10.2008 kl. 09:29

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Iss ekkert af þessu er áhugamál, eitthvað af þessu eingöngu nauðsyn... afganginn hunsa ég en er samt kona sko

Jónína Dúadóttir, 2.10.2008 kl. 09:47

12 Smámynd: Didda

Nú er ég orðin flækt kona

Didda, 2.10.2008 kl. 09:55

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrosí: Þú drepur mig. Ég er í kasti hérna.  Varstu að dunda þér í allt gærkvöld addna?

Við erum allar konur, Þrölli líka og allt gott um það að segja.

Er það ekki?

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.10.2008 kl. 09:58

14 Smámynd: Ragnheiður

Nei nei ekki aaaaalllt kvöldið sko

Ragnheiður , 2.10.2008 kl. 10:21

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

muuuhhhaaaaaaaaaa ég er kvenleg og fæ raðfullnægingar í skúringadeild Hagkaupa. Bestur árangur næst þegar tilboð er á moppum og þveglum. Þá daga sést ég varla heima. Ekki segja Nick

Jóna Á. Gísladóttir, 2.10.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2985799

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.