Leita í fréttum mbl.is

Nærri dauð í tveimur löndum

Munið þið þá tíma þegar maður fór til bankastjórans, stillti sér upp í röð og ef maður var ekki nógu snemma á ferðinni varð að endurtaka leikinn daginn eftir?

Jabb, ekki svo langt síðan.  Það sem ég er hins vegar að nostalgíast með er öskubakkinn eða bakkarnir hjá stjóra og niðri í bankanum.

Þvílíkir draumatímar, þ.e. áður en fólk fattaði að það væri sóðalegt að reykja hvar sem er og algjör óþarfi að láta bjóða sér upp á það.

Ég man eftir að hafa setið í Domus Medica og reykt eins og mér væri borgað fyrir það á meðan ég beið eftir að komast til læknis út af hálsbólgu.  Ég minnist þess ekki að neinn hafi verið neitt sérstaklega hissa yfir því.

Þegar afmælis-, fermingar- og brúðkaupsveislur voru haldnar, eða hvar sem fólk kom saman til að gleðjast voru settar sígarettur og kveikjarar á hvert borð.  Það var ekki almennileg veisla ef ekki var boðið upp á Camlel og Viceroy að minnsta kosti.

Áttatíuogeitthvað sat ég löngum stundum á fundum í kvennahreyfingunni og við mökkuðum hver í kapp við aðra þannig að það var ekki líft á samkundunum.  Það var alltaf ein og ein kona sem kvartaði og við afgreiddum það með því að sú væri leiðinleg!

Nú eru aðrir tímar, eða hvað?

Fyrir þremur árum þegar ég var í sumó á Spáni var ég flutt fárveik inn á spítala.

Án þess að ég ætli að tíunda það neitt frekar þá var ég á leiðinni heim og fékk að fara niður í kaffiteríu ásamt húsbandi, Söru minni og spænskri vinkonu, hvar læknarnir mínir sátu ALLIR og þömbuðu bjór og reyktu sig bláa í framan.

Svo gerðist það þarna í kaffiteríunni að ég fór í sykurlost (ekki búið að greina sykursýki), ég froðufelldi þarna á gólfinu í heiftarlegum krömpum og læknarnir stukku til og skutluðu mér á börur (er mér sagt) og tveir þeirra voru í hvítu sloppnum með síuna lafandi úr kjaftinum.

Þeir misstu mig svo af börunum og búmm pang á gólfið.  Það er mesta furða að ég skuli vera lifandi.

En læknarnir voru búnir að sitja þarna og hygge sig yfir bjór töluvert góða stund og voru því drukknir undir sjúkrabörum.  Fyrir nú utan það að það getur verið erfitt að hlaupa með konu í villtum krampa með sígó í kjafti og sjá ekki neitt fyrir reyk.

(Ég lá í heittelskaða og Sörunni sem var komin út til að fylgjast með móður sinni eftir að ég rankaði við mér eftir töluvert langan tíma og hafði gífurlegar áhyggjur af því hvernig ég hefði tekið mig út í krampanum.  Alveg: Flettist pilsið upp í heila?  Var ég með lafandi tungu?  Var ég öll krumpuð í framan?  Ekki, verður minnistap varanlegt ((mundi ekki suma hluti)?  Eina sem ég pældi í hvort ég hafi verið eðlileg en ekki eins og hálfviti í krampanum, jösses).

Ég hef áður sagt ykkur að líf mitt hefur fram að meðferð ekki einkennst af mikilli lognmollu.

Ég hef nefnilega nærri drepist í tveimur löndum.

Á Spáni auðvitað af ofangreindum orsökum og árinu áður á Elmegade í Köbenhavn, hvar ég steðjaði fram á byssukúlu í gengjabardaga.  Byssukúlan tók ákvörðun um að beygja fram hjá á síðustu stundu og ég labbaði alveg vonn kúl mama áfram og klofaði yfir lögregluhindranir og sheferhunda.

Ég var í glasi for crying out loud.

En núna er ég nokkuð örugg með mig.  Bláedrú og meðferðuð á besta hugsanlegan máta.

Dem, þessi færsla átti aðallega að vera um þegar allir reyktu alls staðar og kvikmyndastjörnurnar fengu háar fjárhæðir fyrir að reykja í bíómyndum.

Æi, ég er eiginlega fegin að það má ekki reykja út um allt.

Það er ógeðslega ógeðslegt.

Ég vil að minnsta kosti að mínir doktóres séu edrú í vinnunni og ég krefst þess að þeir séu löngu hættir að reykja.

Þíjú.

 


mbl.is Kvikmyndastjörnur fengu stórfé fyrir að reykja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Nu hygger vi os og tak for sidst min skat

Ragnheiður , 25.9.2008 kl. 19:51

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sömuleiðis honní.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2008 kl. 19:58

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og yndislegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.9.2008 kl. 20:08

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það er fáránlega stutt síðan að fólk mökkaði um allt....meira segja í verslunum, sé fyrir mér konu á kassa, alveg á innsogin að ná sem mestu úr retunni....fleira....

Ég er hins vegar reyklaus ennþá en finn annað slagið fyrir miklum söknuði eftir kikkinu við að sitja með góðum kellum, kjafta og mökka ekki það að auðvitað get ég gert þetta allt án þess að hafa sígó....hitt gat bara svo fjandi oft skapað spes stemmingu....skilrrrru.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.9.2008 kl. 20:12

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Var á Spáni í ágúst þar sem alls staðar mátti reykja. Mér fannst það frekar óþægilegt að alls staðar væri verið að mökka þar sem börn voru og svona. Mikið er maður að verða vel upp alinn.

Helga Magnúsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:05

6 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Já Jenný í dag er þetta svo mikið huggulegra fyrir okkur strompana. Úti í 10 vindstigum og slagviðri reynandi að kveikja í helvístis rettunnu og kannski tekst það í 12 tilraun. Þegar smókpásunni er lokið kemur maður aftur inn hóstandi með lúnabólgu og þeir sem eru hættir  hnussa  yfir þessum rosalega reykingarhósta í manni.... Já að mínu viti eru ekki allar framfarir til bóta, sumar kallast bara afturfarir.

Bárður Örn Bárðarson, 25.9.2008 kl. 21:10

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég er rosalega fegin að það megi ekki reykja lengur út um allt! Þegar ég var unglingur man ég eftir ungri konu, vinkonu, sem var að gefa brjóst, hún reykti á meðan og okkur þótti ekkert athugavert við þetta. Sonur hennar, þetta fyrrum ungbarn, reykir reyndar ekki og er agalega heilbrigður á allan hátt ... en oj bjakk! Mér finnst bara fyndið að hugsa til þess að það mátti reykja á biðstofum lækna. Absúrd. Knús í bæinn.

Guðríður Haraldsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:15

8 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Ég  fór til Grikklands árið 1979 og þá reyktu allir hægra megin í flugvélinni. Ég man að reykurinn leitaði beint yfir til vinstri..... Þetta var náttúrulega bara tímasprengja

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:35

9 Smámynd: Linda litla

Eins og ég var ósátt þegar þetta reykingabann var sett á, þá er ég jafn sátt við það núna.

Það er ógeðslegt að sitja inni í reykjamekki og alveg örugglega enn ógeðslegra fyrir þá sem ekki reykja.

Linda litla, 25.9.2008 kl. 21:44

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Það er eitthvað svo ljúft að renna hér í gegn, reyklaus eður ei, þá minnir þessi gulleiti mildi litur mig á lyktarlaust reykherbergi og hausinn er svo eitthvað Parissian, smá drama er það ekki. gullfallegt og ég er hætt að trippa.

Bestu Parísar kveðjur Jenný mín, ég kemst þótt hægt fari

Eva Benjamínsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:48

11 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

ég man sérlega vel eftir því að þurfa næstum að skríða fyrir bankastjórunum, þessvegna var ég í dúndursjokkum í góðærinu þegar að mér bárust í pósti allskonar lánagylliboð hjá bönkum sem ég var ekki einu sinni í viðskiptum við! en nú eru breyttir tímar,og  maður varla fær sér í aðra tána núorðið og hef ekki reykt í 16 ár, hundleiðinlegt

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:57

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er á móti reykíngum, sérstaklega á almannafæri & hef alltaf verið.

En í 'sócíal' sýg ég sívalt betur en mörg önnur tækifæriz*óran...

Í lífinu verður jafnvel fullkomið fólk að hafa einz & einn lözd...

Steingrímur Helgason, 25.9.2008 kl. 22:03

13 Smámynd: Gulli litli

Ég framdi hrydjuverk á sjálfum mér og hætti ad reykja 11 sept í fyrra.

Gulli litli, 25.9.2008 kl. 22:23

14 identicon

Er reyklaus og þurr.Neyddist til að hætta.Þoldi ekki fýluna af mér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 22:33

15 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þetta setti nostalgíuna í gang.

Ég er fyrrverandi hrokafullur reykingamaður, sem kveikti í ef einhver taldi mig reykja of mikið.

Í fiskinum var unnið með rettu í kjafti,  man eftir sígarettustadívum hjá afa og ömmu, í öllum veislum þar voru Viceraoy og camel og kveikjarar í styttum til að fíra í draslinu, Those were the days.

Er alsæll að vera laus við þennan bévítans óþverra í dag

Einar Örn Einarsson, 25.9.2008 kl. 23:04

16 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

thegar ég var í námi í kaupmannahafnar háskóla var reykt undir skiltunum thar sem stód ad bannad væri ad reykja og øskubakkarnir voru oft vatnsgløs, sem ekki urdu alltaf hrein í uppthvottavél. øjbara. ÉG hélt mig nokkud á mottunni, en var ekki alsaklaus. Reykti samt mest á merktum stødum og útivid. Reykti í fimm ár bara utandyra.

Á ferd um ítalíu fyrir 2 árum sá ég ad their eru komnir med strangar reglur. Thar er bannad ad reykja á opinberum stødum, td. flugvellinum, ekkert reykherbergi, bara út. Ef madur svíkst undan og reykir thar sem má ekki kostar thad kannski 30.000 íkr. og ef madur reykir í nálægd vid barn eda ólétta konu tvøfaldast sektin. og thad eru ítalir af øllum. Engin smá breyting.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 25.9.2008 kl. 23:15

17 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

nb. hætti fyrir ca. ári sídan, thegar ég uppgøtvadi ad ég var ólétt. Thad var bara miklu léttara en ég hafdi dreymt um og ég er bara svo hamingjusøm yfir thví. Ætla bara aldrei ad byrja aftur. Sé thegar ég les yfir athugasemdirnar ad margir eru hættir. thannig ad thad er líka léttara og léttara ad vera eks-reykingamaduredakona.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 25.9.2008 kl. 23:20

18 Smámynd: Beturvitringur

Ég sá eitthvað allt annað þegar ég las fyrirsögnina: "Nærri dauð í tveimur löndum"  En svo reyndist þetta ÞÍN FÆRSLA en ekki MITT ÍMYNDUNARAFL. 

Sá þig nefnilega fyrir mér þar sem þú lást nákvæmlega á landamærum (einhverjum) og hefðir lent undir tálmunarslánni og talið þig hafa verið í lífshættu.  Þannig sá ég að þú hefðir verið nærri dauð í tveimur löndum

Beturvitringur, 26.9.2008 kl. 00:50

19 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er gallhörð reykingamanneskja og hef ég reykt í allavega 33 ár.  Í dag þoli ég ekki að reykja innandyra, ég hef reykt utandyra heima hjá mér í tæp 5 ár og í vinnunni í eitt ár 3 mánuði og 25 daga. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.9.2008 kl. 02:11

20 Smámynd: Tína

Ég reyki heldur ekki inni heima og hef ekki gert í 6 ár. Maður er orðin svo meðvitaður eitthvað um reykingarnar sínar að maður kann ekki lengur við að reykja inni heima hjá einhverjum þó svo manni sé boðið það. En ég er samt ekki alveg á því að hætta strax. Það kemur að því......... bara ekki núna

Tína, 26.9.2008 kl. 07:46

21 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég, af því að þið eruð með lífsreynslusögur, er mikið breyttur reykingamaður. Nú blæs ég bara beint fram og ekki út um nefið.

Góðan dag..........

Þröstur Unnar, 26.9.2008 kl. 08:21

22 identicon

Það er nú ekki lengra síðan en árið 2006 sem maður gat setið í bankanum í Þýskalandi og hafði það svo fínt með sígo og kaffi og blaðið.(kaffið á kostnað bankans að sjálfsögðu) beið með númerið sitt, og var næstum fúll yfir trufluninni þegar að manni kom.   

Katala (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 12:18

23 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Blessuð mín kæra.  Mér er einmitt minnistætt þegar ég fór til doksa heima á Húsavík sem barn, að það flóði alltaf út úr öskubakkanum hans og hann reykti meðan hann spjallaði við okkur. Vááá, allt í einu rifjast upp hvernig stofan var og alles, fortíðarflipp.  Hafðu það sem best mín kæra 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.