Leita í fréttum mbl.is

Kjaftasaga

 

Einu sinni fannst mér gaman af kjaftasögum, þá var ég tuttuguogeitthvað og í mótun.  Hvað get ég sagt, við höfum öll þetta element en við viljum ekki öll kannast við það, það er heila málið.

Svo varð ég fyrir barðinu á sömu sögum og það var ekki skemmtileg upplifun, engin leið að leiðrétta það sem öðrum er sagt í trúnaði og segja enn öðrum í trúnaði og biðja þann að fara ekki lengra með það og Gróa á Leiti er á þessu stigi máls farin að fá raðfullnægingar.  Náið þið ferlinu?

Eftir að hafa upplifað kjaftasögurnar á eigin skinni lærðist mér að taka öllu með fyrirvara sem ég heyri um náungann.

Helvíti vont að þurfa að rata í ógöngur sjálfur til að fatta.

En þessi færsla er ekki endilega um það.  Hún er um löngunina til að kjafta frá.

Mig dauðlangar nefnilega að blaðra því sem er í gangi í kringum mig en ég ætla ekki að gera það.  Ekki strax og kannski aldrei.  Fer eftir flóði og fjöru.

Róleg þetta eru ekki stórmál - þetta er líka færsla um að kunna að þegja.

(Engin skítakomment um það ég kunni ekki að halda kjafti, sé bloggandi um allt út í eitt.  Það er heilagur sannleikur en ég er ekki með skúbb blæti aularnir ykkar).

Aftur að kjaftasögunum.  Á milli fyrsta eldheita ástarsambands milli mín og húsbands sem átti sér stað sjötíuogeitthvað og fram að því næsta sem hófst nítíuogeittvað og stendur enn, fékk ég reglulega fréttir af honum úr hringiðunni sem. eins og allir vita, er pottþéttur fréttamiðill.  Hehemm.

Hringiðan sagði:

Alls konar lygasögur, krassandi og hrollvekjandi.  Næstum allar ósannar en sjaldan reykur án elds.

Eða hvað?

Sá spekingur sem það sagði hefur greinilega aldrei í gufubað komið.

Og þið sem hélduð að hér væri eitthvað bitastætt að finna eruð illa svikin og tekin í bælinu.

En öll ljótu leyndarmálin getið þið lesið um í sameiginlegri ævisögu minnar og húsbands sem kemur von bráðar.

Vinnuheiti þeirrar sögu eru tvö.

"Brothers in arms" og "Partners in crime".  Útgefandi verður forleggjarinn hjá Con.Art.Unlimiited.

Lalallala.

Skammistykkar villingar snillingar.

Farin að huga að leyndarmálinu. Á að vera mætt fjörgur sjarp.

Vá hvað það er gaman að lifa.  Það búbblar í mér lífsgleðin

Örugglega af því ég er edrú.

Nananabúbú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég var með það á hreinu að þú varst ekki að fara að lepja í okkur einhverja ómerkilega kjaftasögu, þess vegna las égAnnars hefði ég látið það vera...

Jónína Dúadóttir, 7.9.2008 kl. 14:50

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Var að heyra svaka kjaftasögu í gær, greyið fólkið sem er á milli tannanna á öðru fólki. Tennur geta verið beittar. Ég hef vissulega lent í þeim líka... My lips are sealed.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.9.2008 kl. 15:07

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ruglukráka....
Ég skildi annað hvert orð, ég held mér fari fram í að lesa færslurnar þínar!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.9.2008 kl. 15:23

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þá er bara að lesa bókina um leið og hún kemur út. - Eða á ég bara að bíða eftir myndinni?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.9.2008 kl. 16:02

5 identicon

fatta ekki pointið...

Kristin Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 16:07

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er svo skrýtin að ég gleymi öllum svona sögum sem mér eru sagðar.  Þó ég myndi ætla að bera þær áfram væri ég búin að gleyma þeim.  Málið er nefnilega að það er svo margt annað sem glepur huga minn, en kjaftasögur um nágrannann.  Ég vorkenni stundum fólki sem lifir í gegnum annað fólk.  Það hlýtur að vanta eitthvað í lífið hjá þeim blessuðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2008 kl. 16:24

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Uhhmmm.......mig langar í síld.

Þröstur Unnar, 7.9.2008 kl. 16:36

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Hlakka til að lesa bókina, er sökker fyrir góðum leyndarmálum en það er bara okkar á milli....! Gaman að svona búbblandi lífsgleði, finn fyrir smá búbbli sjálf svona öðru hvoru !

Eigðu góða rest af degi !

Sunna Dóra Möller, 7.9.2008 kl. 16:49

9 Smámynd: Gulli litli

Það er engin skáldsaga svo kröftug að sannleikurinn toppi það ekki!

Gulli litli, 7.9.2008 kl. 17:15

10 identicon

"Aldrei í gufubað komið."Dásamleg setning.Trúnó,ég hef verið þarna og orðið fyrir því.Er HÆTT ÞARNA, en verð enn fyrir því.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 17:36

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dúa: Þú steinheldur.

Kristín: Fattarðu ekki pointið?  Það er ekki von, það er ekkert point.

Róslín: Þetta kemur, rólega og örugglega.

Takk öll fyrir þátttöku.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2008 kl. 18:00

12 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Ekki gaman að lenda í Gróu á Leiti og maður heyrir svo sem af og til krassandi kjaftasögu en það borgar sig ekki alltaf að trúa öllu sem maður heyrir eða breiða það út.

Takk fyrir bloggvináttuna, þú ert oft ótrúlega fyndin.

Sigríður Þórarinsdóttir, 7.9.2008 kl. 18:19

13 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Madur lærir fljótt hverjum madur getur treyst og hverjir segja søgur.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.9.2008 kl. 18:47

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sko! ég heyrði....................................... veistu þegar byrjað er að segja svona við mig þá loka ég eyrunum. Hlusta ekki á kjaftasögur vegna þess að ég hef allt of oft orðið fyrir þeim sjálf. Það er þess vegna hægt að segja mér svæsnustu kjaftasögu ever en hún hleypur beint í gegn, þú veist inn öðru megin og út hinu megin

Huld S. Ringsted, 7.9.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 2985801

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband