Leita í fréttum mbl.is

Þolinmæði er engin andskotans dyggð

v 

Creditinfo Ísland hefur í fyrsta sinn gert úttekt á kynjahlutfalli viðmælenda í fjölmiðlum. Niðurstöður sýna að konur koma aðeins fram í 21 prósenti þeirra frétta þar sem viðmælendur koma fram en karlmenn í 79 prósentum tilvika.

Jájá, ég get ekki logið því að ég sé hissa á þessu.  Konur eru sjaldgæfar svo ekki sé meira sagt sem viðmælendur í fjölmiðlum.

Það gremjulega er þó að það er hellingur af fólki sem gengur um og trúir því að jafnrétti séð náð.

Svo er annar slatti sem trúir því að róttækur femínismi skili engu, það sé best að taka jafnréttisbaráttuna í rólegheitum og í góðum fíling, ekki stíga á tær, ekki vera óþægilegur og alls ekki tengja sig við femínisma.

Mér sýnist það vera skila sér svona líka glimrandi vel eða hitt þó heldur.

Í fjölmiðlunum speglast valdahlutföllin í þjóðfélaginu ágætlega.

Ég veit ekki með ykkur en ég held að það dugi ekki ladídadída og gerriðiða strákar leyfið okkur að vera með kjaftæði.

Nei tökum á með báðum stelpur.

Ég er ekki þolinmóð kona, sem betur fer.  Þolinmæði er engin andskotans dyggð þegar jafnréttismál eru annars vegar.

Hér má sjá fréttina í heild á visi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

nei mikid er thad rétt hjá thér. tholinmædi á ekki ad nota thegar kemur ad jafnréttismálum, skil stundum ekki ad vid skulum enn vera i thessum sporum árid 2008...thótt miklu hafi verid nád..thá er asskoti langt i land ennthá

eigdu gódan dag og hafdu thad gott.

María Guðmundsdóttir, 2.7.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

..... en Jenný! Konur segja alltaf NEI! Þær vilja ekki koma fram í fjölmiðlum!! Hógværð er heldu engin déskotans dygg......

Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Karlmenn vaða á súðum - það er svo mikill kjaftagangur í þeim og þeir eru svo frekir að trana sér fram!

Bara að prófa að snúa þessu við - ágætis alhæfing og gott að horfa á í staðin fyrir orðið "KONUR".

Fórstu ekkií leikskólann mín kære?

Edda Agnarsdóttir, 2.7.2008 kl. 16:32

4 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Þetta er öldungis rétt hjá þér Jenný, ég er heldur ekki þolinmóð, né hissa ef út í það er farið.   Ættum við ekki að borga 21% af afnotagjöldunum hjá þessum andskotum.

Í fyrsta lagi þá eru til fullt af konum sem hafa bæði áhuga, getu og vilja til þess að koma fram í fjölmiðlum.  Hvort sem um er að ræða sem fjölmiðlamenn eða viðmælendur.  Þeir sem ekki telja sig finna neina konu leggja sig einfaldlega ekki nóg fram. Fjölmiðlamenn, upp til hópa, vilja gjarnan tala aftur og aftur við sama fólkið

Í öðru lagi eru efnistök og val á fréttum eða viðfangsefnum oft þannig að það sem við konur erum að fást við, þykir ekki fréttnæmt.  Gildir þá einu hvort átt er við atvinnulíf eða tómstundir.

Hvaða stóri sannleikur liggur að baki þessu annar en aldalöng hefð karlaveldis.  Mikið vildi ég að nógu margir færu að vakna og sjá að heimsmynd fjölmiðla er röng.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 2.7.2008 kl. 16:34

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

.. ,,góðir hlutir gerast hægt" .. ég get orðið brjáluð þegar þessu máltæki er slengt framan í mig, þegar ég er að reyna að færa eitthvað til jafnréttisvegar. Þetta er nú t.d. eitt af því sem er sagt við samkynhneigða og jú að sjálfsögðu konur.

Ég er þó sammála því að við þurfum að vera kaldari við að mæta í viðtöl og annað slíkt. Ég átti einu sinni að mæta í viðtalsþátt -  skalf á beinum og kveið því svakalega (samt vön að koma fram) og hefði svosem gert það - en sjónvarpsstöðinni var lokað áður en að því kom!..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.7.2008 kl. 16:43

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Stelpur: Að halda því fram eins og heilögum sannleika að konur vilja ekki mæta í viðtöl eða miklu síður en karlar, er bara kjaftæði og löngu liðin tíð.  Þær eru hins vegar varkárari og vilja vera undirbúnar þegar þær mæta til viðtals.  Þar er nú munurinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 16:57

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Edda: Jú ég fór á sumarhátíðina og það var yndslega gaman.

Ég hellti reyndar kaffi og djús yfir Einar og kaffi yfir nýþvegnar gallabuxurnar mínar.

Ég ætti á vera á bangsadeild einhversstaðar og æfa fínhreyfingar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 17:08

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Frétt eins og þessi gerir ekkert annað en að benda á enn eitt svið þar sem jafnrétti er ekki til staðar. Konur jafnt sem karlar hafa látið lög og tæknilegar lausnir eins og jafnréttisráð blekkja sig. Jafnréttislög ganga aðeins hálfa leiðina, hinn helminginn verða hjörtu og hugar almennings að stikla eigi fullt jafnrétti að nást.  Á mörgum sviðum hringsólar fugl samfélagsins enn og kemst ekkert áfram vegna þess að annar vængurinn er ekki á fullum styrk. Konur jafnt sem karlar hafa gefist upp á því að endurskilgreina hlutverk sín.  (afsakið hátíðleikann, ég veit að þetta er "bara" blogg. Ég hefði kannski átt að segja eitthvað fyndið í staðinn :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.7.2008 kl. 17:19

9 identicon

Tengjast viðtölin ekki frekar öðrum þáttum samfélagsins en ekki því hvort konur vilji eða ekki í viðtöl?

Guðmundur (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 17:20

10 identicon

Það hefði verið  áhugavert að vita kynjahlutfall fréttafólks á þessum miðlum. Og jafn vel kynjahlutfall viðmælenda eftir kyni fréttamanns.

Bara pæling.

Karma (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 17:29

11 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Fyrir um það bil 15 árum færðist ég undan því að koma í viðtal í útvarpi og þá sagði maðurinn sem reyndi að fá mig þangað eitthvað á þá leið að ég væri eins og kona! Eða kellíng, man ekki hvernig hann orðaði þetta. Ég átti kannski ekki neitt rétt á því að færast undan, vegna vinnunnar sem ég var í ... en þessum náunga tókst að ganga fram af mér.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.7.2008 kl. 18:10

12 Smámynd: Hulla Dan

Ég færi ekki í viðtal þó mér yrði borgað fyrir það.
Til þess er ég of mikil kona  
Mundi sennilega múta einhverjum karlmanninum til að fara fyrir mig.

Þú ert svo aktív hérna að ég á bara fullt í fangi með að ná að lesa allt

Hulla Dan, 2.7.2008 kl. 18:28

13 identicon

Er konum meinað að koma fram? Er þetta ekki bara spurning um að karlmenn sæki meira í kastljós fréttanna.

Ég hef ekki heyrt neinn kvarta yfir því að lista og föndur konur séu meira áberandi í blöðunum en karlmenn í svipaðri stöðu.

 Þetta snýst ekki um jafnrétti nema annað kynið eigi beinlínis erfiðara með að fá að koma fram vegna kyns síns og ég held að það sé ekki raunin í þessum efnum. 

Óli (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 19:07

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sammála. Ótrúlegur andskoti að það sé til fólk sem haldi því fram að jafnrétti sé náð eða jafnvel að við konur eigum bara að vera þakklátar fyrir það sem við höfum og hana nú (geðveikishlátur).

Ég veit út af hverju þú sullaðir og smullaðir öllu út um allt á hátíðinni hjá óforskammaða krúttinu henni Jenný Unu. Það var vegna þess að ég hugsaði þér þegjandi þörfina fyrir að vera ekki heima þegar ég ætlaði að banka upp á. Geturðu sleppt því að landafjandans út um allt á morgun? ha? Býðurðu upp á kaffi og askara?

Jóna Á. Gísladóttir, 2.7.2008 kl. 19:49

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Æði komdu á morgun.  Ég hlakka til krúslan mín.

Hallgerður: Ég ætla ekki að ræða þessi mál við þig.  Ég er satt að segja kjaftstopp yfir kommentunum þínum við færsluna hjá þér.

Óli: Jájá.

Hulla: Auðvitað færir þú.  Þrusukona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 19:59

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ingólfur: Ég var mikið í fjölmiðlum hérna í eina tíð vegna starfa sem ég hafði með höndum.  Við vorum margar konurnar og ég man ekki til að það hafi verið eitthvað erfitt að fá samstarfskonur mínar né sjálfa mig til að mæta í allskyns fjölmiðlauppákomur.  Þannig að ég skil alveg hvað þú ert að fara.  Fyrir nú utan það að það er ofsalega auðvelt að segja bara "konur vilja aldrei koma í viðtöl" af því að einu sinni voru þær tregar til vegna reynsluleysis.

Karma: Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 20:01

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðmundur: Ég þori ekkert að fullyrða í þeim málum.  Þetta eru samverkandi þættir en staðreyndin er að konur eru ekki margar hlutfallslega á valdamestu póstunum og þangað sem leitað er eftir svörum. 

Svanur: Takk fyrir þitt innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 20:02

18 identicon

Mátti til með að setja inn athugasemd hérna þó ég öllu jafna setji ekki inn athugasemdir inn á blogg.

Þannig er að ég vann einu sinni sem fréttamaður og ég fullyrði að það er ekki erfiðara að fá konur í viðtöl en karla, alls ekki. Þvert á móti eru margar konur orðnar mjög meðvitaðar um að það sé mikilvægt fyrir þær að koma fram, segja því frekar já.

Í hraða fréttanna er það hins vegar svo að fréttamenn þurfa að vera fljótir að finna einhvern til að ræða við um mál, þeir hringja því í þann fyrsta sem þeim dettur í hug að hafi eitthvað að segja. Því miður er það oftast karlmaður. Á morgum fréttastofum eru það líka karlmenn sem eru ritstjórar, fréttastjórar, vaktstjórar og varafréttastjórar. Síðan eru fleiri karlar í stjórnunarstöðum og í ráðherrastólum og því er líklegra að sá sem hafi eitthvað að segja um tiltekið fréttamál sé karl. 

Ég horfði um daginn á mynd um Alice Paul sem fékk það í gegn að konur fengu kosningarétt í USA. Konurnar sem höfðu barist þar fyrir kosningarétti á undan henni sýndu þolinmæði og karlarnir sem stjórnuðu landinu báðu um þolinmæði. Frá því að fyrst var stungið upp á því að konur fengju kosningarétt og þar til þær fengu hann liðu næstum 80 ár. Eftir að Alice Paul tók til sinna ráða, þ.e. neitaði að bíða sallaróleg heima heldur kaus að mótmæla harkalega þá gerðust hlutirnir hratt.

Ég fylltist þakklæti þegar ég horfði á þessa mynd og hugsaði til þeirra kvenna sem börðust fyrir kosningarétti mínum. 

Þegar ég var lítil hélt ég að jafnrætti yrði náð þegar ég væri orðin stór. Nú er ég stór en jafnréttið er bara til í orði en ekki á borði.

Ég á fjórar dætur. Nú vona ég að jafnrétti verði náð þegar þær verða stórar. Ein þeirra er nú nálægt því, er 18 ára. Kannski barnabörnin upplifi jafnrétti, hvur veit. 

Lára (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 01:12

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ok Lára! Þú náðir að sannfæra mig.

Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 01:17

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Lára fyrir þitt innlegg.

Þú ert væntalega að tala um "The iron jaw angels" um súfragetturnar.  Það ætti að vera skylda í skólum að horfa á þá mynd.  Mér finnst nauðsynlegt að uppfræða unga fólki og þá ekki síður margar fullorðnar konur sem halda að kosningaréttur og önnur réttindi hafi alltaf verið þarna.

Hrönn: Flott, sannfærð kona er ánægð kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2985797

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.