Leita í fréttum mbl.is

Þvagmissir á opinberum vettvangi

29370847_haegri_umferd_240202 

Það eru 40 ár síðan hægri umferð var komið á á Íslandi.  Og hvað með það?  Það er ekki eins og lífið hafi aldrei orðið samt aftur.

En það varðar mig að því leyti að á þessum degi pissaði ég niðrúr í votta viðurvist.  Ég valdi auðvitað merkisdag til verksins.  Ef þú þarft að ganga í gegnum vanræðalega hluti, reyndu að velja rauðan dag í almanakinu til að gera upplifunina ódauðlega.

Ég var gelgja á þessum tímamótum og ég man þennan dag í smáatriðum.  Ekki af því að við beygðum til hægri, ekki út af "Fríðu litlu lipurtá", heldur vegna ofangreinds þvagláts.

Ég var að þvælast í bænum á þessum tímamótum og ég man að hópurinn sem ég hékk með var í stöðugu hláturskasti yfir einhverju.  Flokkur af gelgjum af báðum kynjum eru umhverfismengun bresti hann út í hláturskasti.  Við vorum faraldur.

Og við hlógum.  Við vorum staðsett í strætóskýli á Hverfisgötunni.  Auðvitað staðsett vitlausu megin, samkvæmt nýjum umferðarreglum.  En okkur var sama.  Við vorum að hlægja að eigin fimmaurum, að lífinu, af því að vera til og öllu því sem gelgjur á hormónafylleríi hlægja að.

Ég var uppstríluð.  Í hvítum kjól og rauðri rúskinnskápu, sem kemur þessu máli algjörlega við.

Því ég hló svo mikið að ég pissaði niður þar sem ég stóð og ég gat ekki hætt að hlæja.  Flokkurinn sem fylgdi mér trylltist úr hlátri.

Og kápan litaði sparikjólinn rauðan.  Ég roðnaði hins vegar ekki.  Gat það ekki fyrir hlátrinum sem var að kæfa mig.

En merkilegt nokk þá man ég alls ekki hvað kætti mig svona.  Enda hefur það vísast ekki verið merkilegt.

Það er hægt að halda upp á merkisdaga eins og þann hægri (sem er ekkert annað en dulinn áróður frá íhaldinu) á margvíslegan hátt.

Það er hægt að gera hann ódauðlegan í minningunni með því t.d. að pissa á sig.

Allir dansa Jenka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehe vona að þú hafir getað litað kjólinn bleikan.  Vinkona mín átti við álíka vandamál að stríða í gamla daga og bara settist á hækjur sér hvar sem var, jafnvel fyrir utan Sögu þar sem hún stóð í þeirri meiningu að súla skýldi allri dýrðinni.

 Kveðja inn í bjartan og góðan dag Jenný mín

Ía Jóhannsdóttir, 26.5.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.5.2008 kl. 11:53

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 það er greinilegt að þvagláts-glæpamenn hafa alltaf verið til. Samanber þig og vinkonu Íu. hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 26.5.2008 kl. 11:58

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kær kveðja Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.5.2008 kl. 11:58

5 Smámynd: M

Frábær frásögn   Man eftir að hafa lent í þessu, en að ég muni stund og stað, nei

M, 26.5.2008 kl. 12:31

6 Smámynd: Garún

Ég ætla að pissa í mig líka útaf samgönguvikunni á síðasta ári!  Ógeðslega fyndin frásögn...Jenný gelgja!!!

Garún, 26.5.2008 kl. 12:37

7 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

 HAHAHAHA!  Hló svo mikið að ég pissaði næstum því á mig!!  Elska fólk sem hefur svona óborganlegan húmor fyrir sjálfu sér

Aðalheiður Haraldsdóttir, 26.5.2008 kl. 12:50

8 Smámynd: Brynja skordal

 er búinn að fá hláturskammtin í dag þó án þess að missa þvag þú ert frábær Jenný pissaðu nú í gústavsberg í dag

Brynja skordal, 26.5.2008 kl. 13:34

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Gelgjur hafa greinilega lítið breyst..þær ferðast enn um í hópum...hlæjandi og skríkjandi.......ummm ég hef sjálf upplifað það að pissa á mig...þó man ég ekki stað og stund...hefði betur valið rauðan dag í almanakinu..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.5.2008 kl. 14:07

10 Smámynd: Tiger

Hmmm... ekki man ég eftir öðru en hægri umferð, hef þó séð myndir í Tv af vinstri og lýst ekkert á það, en mun þó ekki pizza á mig þess vegna.

Ekki man ég til þess að ég eða félagar mínir hafi nokkurn tíman pissað á okkur yfir einu eða neinu, enda karlmannlegt og fljótgert að vippa kvikindinu út um klauf og vökva blómin hvar sem er ef þannig stóð á...  

Þekki þó samt nokkrar vinkonur sem glímdu við þennan gjörning í den og kannski var ég dálítið mikill prakkari í þá daga - þegar ég gerði mitt til að kæta vinkonur mínar með trúðalátum, alveg þar til þær misstu sig í flóði. Ég kannast við gelgjur í dag sem ráða ekkert við sig ef þær missa sig í hlátur. Kannski er þetta meira og algengara með konur en menn, enda miklu meira mál fyrir konur að stökkva á bakvið eitthvað og vökva garðinn en karlana.

Tiger, 26.5.2008 kl. 14:52

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú hefur semsagt alltaf verið á undan þinni samtíð, hvað varðar tísku, framkomu, og eðlilega framgengni. 

 En það hafa áreiðanlega fáir haft svona meðvitaða dagsetningu á frumsýningum nýjunganna. -

Til hamingju með daginn. - 40 ár, það er eins og gerst hafi í gær, að herskipin voru máluð rauð í Reykjavíkurhöfn. - Varstu kannski að hlæja að því?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2008 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2985885

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.