Leita í fréttum mbl.is

Að myrða í matinn

0003-0702-2218-5764

Skjálftinn í Kína er harmleikur, svo skelfilegur harmleikur að manni fallast hendur.

Sama gildir um ástandið á Búrma.

Þolendur Róberts Árna Hreiðarsonar, kynferðisafbrotamanns og Guðmundar í Bryginu, kollega hans, eru að ganga í gegnum harmleik.  Það er sorglegt og satt.

Hungur, sjúkdómar, mansal og ofbeldi á konum og börnum eru harmleikir, svo stórir að það er erfitt að leiða hugann að þeim, það hreinlega nístir í sálina.

Svo er það náttúran.  Fæðupíramídinn.  Þar eru engir harmleikir í gangi hvað mig varðar.  Hver þrífst á öðrum, allir þurfa að borða.

Mér finnst þessi taugaveiklunarfrétt um harmleik svananna á Álftanesi sem misstu eggin sín í kjaftinn á mávi ekki nálgast þá merkingu sem ég legg í harmleik.  Hún er allt að því fyndin þegar hún er sett svona upp.

Ég hélt að alvarlegt slys hefði orðið við Bakkatjörn þegar ég sá þessa frétt. 

Auðvitað eru svanir krúttlegir og mávar asnalega uppáþrengjandi og óheflaðir andskotar.

En vó, á ekki að efna til minningarathafnar í kirkjunni á nesinu bara, til að minnast eggjanna sem mávarnir úðuðu í sig? 

Veita álftunum áfallahjálp? 

Hefja söfnun til handa eggjalausu foreldrunum?

Ég get svarið það, hvernig væri að hemja dramatíkina?  Náttúrulögmálin eru ekki harmleikur.  Fjandinn fjarri mér.

Stundum er eins og maður sé staddur í bíómynd eftir Fellini.

Farin að murka lífið úr litlu lambi sem á slatta af systkinum og foreldra á besta aldri.

Muhahaha


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Og hvað ætlar þú að myrða þér í matinn í dag heillin góð ?

Jónína Dúadóttir, 16.5.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm - væri ekki rétt að taka smá Lúkas á þetta?

Hrönn Sigurðardóttir, 16.5.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Linda litla

Málið er bara að það er ekkert svæsið að gerast á Íslandi, af hverju þá ekki setja eina sorgarfrétt af eggjamorðunum í Bakkatjörn.... HEY. Góð hugmynd af nafni á morðsögu "eggjamorðin í Bakkatjörn"

Hafðu það gott snúllí og góða helgi.

Linda litla, 16.5.2008 kl. 10:40

4 identicon

Hahahaha  nú skellti ég uppúr heldur betur.  Ferlega skemmtileg lesning.  Ég hélt einmitt líka að að það hefði eitthvað alvarlegt komið fyrir þegar ég sá fyrirsögnina.  En já .. svona er fólki misjafnlega gáfum gætt

Megaknús á þig Jennsla.. hafðu það gott um helgina.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 11:35

5 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Þessi fyrirsögn þýddi eitthvað allt annað fyrir mig og örugglega marga fleiri.  Þegar ég var barn og bjó út á Nesi þá drukknuðu tveir jafnaldrar mínir í Bakkatjörn.  Það var það fyrsta sem mér datt í hug og það var ekki notaleg tilfinning.

Þórdís Guðmundsdóttir, 16.5.2008 kl. 11:50

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég myndi trúa samlöndum mínum til þess að fjölmenna í kertafleytingar eins og gert var í svokallaða lúkas máli.....en að hjálpa flóttafólki..neeeeei

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.5.2008 kl. 12:16

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þórdís: Ég er sammála þér og ykkur öllum.  Ég var viss um að einhver hefði druknað í tjörninni.  Harmleikir þýða yfirleitt skelfileg slys.

Takk fyrir komment.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2008 kl. 12:17

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krumma: Sammála.  Ég get ekki annað en hlegið.  Sé liðið í anda við kertafleytingu á Bakkatjörn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2008 kl. 12:34

9 Smámynd: Laufey B Waage

Á maður ekki að deyja úr samviskubiti yfir öllum eggjunum sem maður hefur borðað frá elsku hjartans hænukrúttunum?

Laufey B Waage, 16.5.2008 kl. 14:33

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Laufey: Segðu, eða öllum eggjunum sem maður myrðir við baksturinn?

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2008 kl. 16:17

11 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

sammála

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 16.5.2008 kl. 16:33

12 Smámynd: Tiger

Ójá, sammála því að oft á tíðum er mjög yfirdrifin dramatík í fréttafluttningi af hinum undarlegustu smáatriðum, svei mér þá.

Tiger, 16.5.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2985804

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband