Leita í fréttum mbl.is

Hatur - spurning um svona lala

Hvað er hatur?  Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið, þegar ég hef lesið um Englu litlu sænsku og svo nú þennan litla dreng Oliver, sem rænt var í gær.

Ég held að ég hafi aldrei hatað nokkurn mann, sem betur fer.  Ég held að hatur sé stjórnlaus illvilji í garð annarrar persónu, þar sem sá sem hatar vill gera viðkomandi allt til miska., jafnvel saklausu fólki sem tengist þeim hataða.  Svona sirkabát.

Ég hata engan, er misvel við fólk eins og gengur og ég held að ég þekki heldur ekki kjaft sem hatar.

Samt notum við þetta orð óspart.  Orð missa bragðið, þegar tönglast er mikið á þeim.  Þið munið að einu sinni var ágætt það allra besta.  Nú er það orðið lala dæmi.

Sumir hata fisk, rigningu, flugvélar, flugur og köngulær.  Ég nærri því skil þetta með köngulærnar en ég held samt að ég hati þær ekki þó ég hafi megna, gegnheila andstyggð á þeim.

Hata hvað?

Ég kemst næst hatrinu held ég, þegar ég heyri um illa meðferð á börnum, þá brestur eitthvað í hjartanu á mér.  Mig langar virkilega að ná í rassgatið á þeim sem fremur verknaðinn.  En sem betur fer eru það bara eðlileg viðbrögð.  Vanmáttur alla leið.

Ég skipti mér alltaf af þegar ég sé illa farið með börn, þeim misboðið af fullorðnu fólki.  Það er ekki vinsælt, en mér er slétt sama.  Ég geri það samt.

Það er svona u.þ.b. það eina sem hægt er að gera til að leggja lóð sitt á vogarskálarnar, í heimi þar sem börn svelta, deyja úr sjúkdómum. eru seld mansali í stórum stíl.

Ég hélt einu sinni að við værum að þroskast svo hratt, mannfólkið. Á ógnarhraða, svei mér þá.

En ég hata engan.  Ég hef hreinlega ekki heilsu í það heldur.  Það hlýtur að taka skelfilega á.

Í almættisins friði, megi sjálfur Óðinn blessa ykkur.


mbl.is Reynt að ræna bróður Olivers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

frábær pistill og þarft íhugunarefni

halkatla, 17.4.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Heyr Heyr

Steinþór Ásgeirsson, 17.4.2008 kl. 13:50

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 13:52

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

ORÐ Í TÍMA TÖLUÐ !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.4.2008 kl. 14:21

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segi sama og Halla, held stundum að við séum á andlegri braut saman. Einu skiptin sem ég hef fundið hatur er þegar börnunum mínum hefur verið gert eitthvað illt, eða annarra manna börnum, hef einmitt skipt mér af því sem mér kemur ekki við en ég hef ekki séð eftir því. 

Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 15:01

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 17.4.2008 kl. 15:02

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hef hatað, það er verst fyrir mann sjálfan, engin spurning! Löngu komin yfir svoleiðis vitleysu og komin á annað þroskastig.

Make  not

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.4.2008 kl. 15:25

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 Takk fyrir þetta Jenný.

Á bak við það sem við köllum hatur geta margar aðrar kenndir leynst, jafnvel kenndir sem við mundum ekki gera athugasemdir við einar og sér.

Heiður, stolt, öfund, langvarandi þjáningar, skortur á sýn fyrir framtíðina, menntunarleysi, ójafnrétti og margt fleira.

Kannski getum við skilið hatrið betur ef við hugsum um það omvent. Allir mundu samþykkja að lausnin við menntunarleysi sé aukin uppfræðsla.

Mundi ekki réttlæti lækna ójafnréttið, lítillætið stoltið, örlæti öfundina og ástin hatrið? - Þegar að tilfinningar okkar fá enga útrás í mannlegri reisn, verða þær að hatri. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.4.2008 kl. 15:30

9 identicon

Drottinn blessi þig og varðveiti þig. Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig, og sé þér náðugur. Í Jesú nafni. Amen.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 15:43

10 Smámynd: María Guðmundsdóttir

hef hatad og thad tekur á. geri thad faktiskt ennthá en thad liggur inni vid bein og kemur ekki út..er sjálfri mér erfidast thvi vidkomandi er sjálfsagt ekkert ad spá i thvi dags daglega..en svona er thad bara. . lifir med thvi  eigdu gódan dag Jenní

María Guðmundsdóttir, 17.4.2008 kl. 15:52

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir innleggin, alltaf nauðsynleg viðbót við færslunar.  Þið eruð svo skemmtileg.

Svo er maður blessaður internetwise.  Ómæ.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2008 kl. 16:53

12 identicon

það hlítur að fylgja því mikil vanlíðan að hata einhvern eða einhvað hatur er stórt og ofnotað orð.

Allavega hata ég engan en hef megnustu óbeit á fólki sem beitir börn harðræði eða ofbeldi.

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 19:12

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hatur er ofnotað orð.  En sem betur fer er litli drengurinn fundinn.  Hatur, raunverulegt hatur bitnar alltaf mest á þeim sem eiga það í hjarta sínu.  Hatur nagar allt það fallega og góða burtu, og skilur eftir eyðimörk hugans. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2985769

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband