Leita í fréttum mbl.is

Sjúskað og sjoppulegt

Stundum óar mér við sjálfri mér.  Ég vil vera víðsýn, opin fyrir nýjungum, hipp og kúl í alla staði.  Úje. 

En..

það er ekki alltaf þannig.  Stundum er ég blákalt íhald og ákveðnir hlutir eiga ekki að breytast, að mínu mati. 

Ég vann um nokkurra ára skeið í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti.  Eymundsson byrjaði að versla með bækur 1872.  Á meðan ég vann hjá Eymó, urðum við 100 ára.  Það var rosa partý og dúndur gaman.

Ég elskaði vinnuna mína.  Ég ýki ekki þegar ég segi að ég vissi um hverja skruddu sem til var í búðinni, hver gaf út hvaða bækur og útgáfuár.  Ég vissi líka hvaða bækur voru fáanlegar hjá forleggjara og hverjar ekki.  Þetta heitir metnaður í starfi.

Það var eins og að vera barn í sælgætisbúð að vinna í Eymó.  Fyrir mig bókaorminn var þetta himnaríki á jörð.  Ég skemmti mér konunglega upp á hvern dag.  Ég byrjaði í búðinni 19 ára og hætti 24 vegna þess að ég flutti til Köben. 

Eymundsson var klassabúð.  Þangað komu allir sem voru læsir og fóru í miðbæinn.  Þar voru allir andans menn þess tíma daglegir kaffigestir.  Það var stíll yfir Eymundsson.

Þess vegna get ég grátið (búhú ég hendi mér í vegg hérna), þegar ég les um allar Eymundssonbúðirnar sem spretta upp eins og gorkúlur,  í stórmökuðum og verslunarklösum.  Sumir hlutir eiga að vera óbreyttir.  Þeir eiga að vera minnisvarði um tíma.  Tíma sem er farinn og kemur aldrei aftur.

Ég vil ekki versla bækur í stórmörkuðum.  Það er sjoppulegt og sjúskað.

Það er törnoff dauðans að kaupa t.d. kjötfars og Atómstöðina í einni og sömu körfunni.

Og hafiððiþað.


mbl.is Fjölskylduvæn verslun Eymundsson opnar í Holtagörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er sko alveg laukrétt hjá þér. Mínar fyrstu ferðir ein í strætó voru að fara í Eymundsson í Austurstræti að ná í dönsku blöðin fyrir mömmu. Varð alltaf andaktug þegar ég kom þar inn. Hef ekki enn lagst svo lágt að kaupa bækur í Hagkaup eða Bónus.

Helga Magnúsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:09

2 identicon

Er ekki ein alvöru bókaverslun á Laugarvegi, MM? Allt farið?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Maður kaupir kjöt í kjötbúðum og bækur í bókabúðum ... það er einhvern veginn réttara.

Guðríður Haraldsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:12

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hvort greini ég hér skýrar, fordóma gagnvart kálbögglum, eða Laxnes ?

Steingrímur Helgason, 13.4.2008 kl. 22:16

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En Agötu Christie og kjötbollur ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 22:23

6 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Ég er nú svo í núinu að ég gæti alveg Keypt gúllas bók og smokka í sömu búðini ef því væri að skipta færri staðir til að fara á

Eyrún Gísladóttir, 13.4.2008 kl. 22:49

7 Smámynd: Karl Tómasson

Eða frímerki á franskbrauðið eins og þegar pósthúsið var á einum af kössunum í Nóatúni.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 13.4.2008 kl. 22:50

8 Smámynd: Hundshausinn

Sjúskað og sjoppulegt...

Hundshausinn, 13.4.2008 kl. 22:57

9 Smámynd: Linda litla

Það er törnoff dauðans að kaupa t.d. kjötfars og Atómstöðina í einni og sömu körfunni...... þú segir svo skemmtilega frá að ég ligg alltaf í kasti þegar ég les svona færlsur frá þér.

Já góðan daginn ég ætla að fá tvö ýsuflök og Leyndir þræðir eftir Colin Dexter..... hahhaha

lov ya..... góða nótt.

Linda litla, 13.4.2008 kl. 23:59

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Skil þig vann í M&M, hef átt afar bágt undanfarin jól.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.4.2008 kl. 01:04

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta skil ég vel.  Hef oftsinnis bakkað út úr bókaverslunum sbr. í Kringlunni af því ég verð bara pirruð.  Allt of mikill erill og starfsfólk sem hvorki hefur bókavit né málakunnáttu (ísl.)  

Ég man svo vel eftir lyktinni sem var í Eymundson hún gerði mig alltaf svo forvitna, dró mig að hillunum.  Núna blandast þetta kaffi og kryddi.   

Ía Jóhannsdóttir, 14.4.2008 kl. 06:28

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Að fara í bókabúð er toppurinn á tilveruinni.  Lyktin, kyrrðin, allt fyrirkomulagið er svo róandi og gott.  Ég elska bókabúðir.

Að blanda bókum og slátri saman á að vera bannað með lögum, en ég skil samt að það gæti aukið sölu á bókum, sem er gott.

Góðan daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband