Leita í fréttum mbl.is

Fyrirgefið á meðan ég æli

Sumir eru þessa dagana á kreppuvaktinni og lesa og fylgjast með öllu sem sagt er um hræðilegt efnahagsástand.  Fólk verður þunglynt og óöruggt.  Ég held að kreppan verði fyrst alvarleg þegar hún hefur náð að menga hugarfarið og hafa áhrif á andlega líðan fólks. 

Mér líður sem sagt ekki mjög kreppulega.

En..

..ég las þessa frétt um uppsagnir bankamanna og ég verð að játa að mér dauðbrá, þó ég telji mig nokkuð meðvitaða um jafnréttismál, svona yfirleitt.

Hjá Byr er hreinskilnin höfð að leiðarljósi og ekkert gert til að fela napran raunveruleikann, eins og sjá má hér:

"Herdís Pála Pálsdóttir, mannauðsstjóri hjá Byr, segir að 14 konur hafi hætt störfum frá áramótum. „Það voru gerðir starfslokasamningar við flestar þeirra, ýmist að frumkvæði bankans eða þeirra sjálfra. Þetta voru konur á öllum aldri.“ Herdís segir frekari starfslok ekki fyrirsjáanleg."

Allir sem vilja vita eru meðvitaðir um að þegar harðnar á dalnum og farið er að spara og endurskipuleggja, eru konurnar látnar fjúka fyrst.  Það er hins vegar óvenjulegt að sjá það svona svart á hvítu.  14 konur hættar frá áramótum en greinilega enginn karlmaður.

Gott fólk, þið sem haldið að jafnrétti sé náð, farið að þjófstarta heilabúinu og hugsa hlutina upp á nýtt.

Hvaða andskotans tilgerð er það að kalla þann sem rekur og ræður hjá fyrirtækjum "mannauðsstjóra"?

Ég æli.

Annars góð.

Later!

Súmí

 


mbl.is Bankamönnum sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Æli með þér

M, 20.3.2008 kl. 11:25

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það var þá "mannauðurinn"

Huld S. Ringsted, 20.3.2008 kl. 11:27

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Búkolla segir að karlpeningurinn sitji sem fastast - enda séu þeir komnir hærra upp metorðastigann! En er það ekki einmitt málið - þið vitið að í hagræðingu er alltaf byrjað á því að segja upp þeim sem hæst hafa launin..... ræstitæknum - sem oftast eru konur..... þjónustu"fulltrúar" og afgreiðslu"fulltrúar" eru að yfirgnæfandi meirihluta konur.

Og þá spyr ég hvers vegna eru konur ekki komnar hærra upp í metorðastigann? Er það vegna þess að þær sækjast ekki eftir því! Ekki er það vegna þess að þeir séu ekki hæfar! 

Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2008 kl. 11:37

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sagan var víst ekki öll sögð þarna.  Las einhversstaðar að þessar konur hafi flestar verið orðnar "rosknar", eða um 50 ára og eldri og að nýverið hafi verið búið að ráða 35 konur í yngri kantinum til bankans.  Það var semsagt ekki verið að draga saman seglin, heldur aðeins verið að "yngja" og "fegra" frontið!!  Þetta er náttúrulega veruleikafirring og bilun.

Sigrún Jónsdóttir, 20.3.2008 kl. 11:42

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Er pláss við ælufötuna???? tók einmitt eftir þessari frétt svo er það nú einu sinni svo að þó konur vilji klífa metorða stigann þá er bara gengið fram hjá þeim.

Heyrði í sjómönnum um daginn sem sögðu mér það að þeir vildu ekki konur um borð með sér....þeir væru svo hræddir um að launin myndu lækka.... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.3.2008 kl. 11:45

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, þetta er gamla ógeðfellda sagan um "eldri" konurnar á vinnumarkaði sem menn virðast álíta að séu komnar að fótum fram.

Síðar á þessu ári verð ég fimmtug.  Furðuleg sjálfsblekking hlýtur það að vera að finnast maður vera í fulllu fjöri - og betri en nokkru sinni fyrr.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 20.3.2008 kl. 11:50

7 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Ég hélt einmitt að konur sem eru komnar úr þeim pakka að vera heima með veik börn eða að fara í fæðingarorlof væru eftirsóttur starfskraftur.

Eyrún Gísladóttir, 20.3.2008 kl. 12:12

8 identicon

Jesús hvað þú þurfir að væla endalaust elsku Jenný mín.

Málið er bara að karlmenn eru betur settir líkamlega en kvenMENN þegar tekur á árin, þetta vita allir.

Þetta er bara lífið á þessu vesæla skeri, ömurlegt að búa hérna og allt í skít, ef þér líkar það ekki.....drullastu þá bara eitthvert annað.

Björgvin (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 12:54

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Hva er ælupest í gangi?

Eru konur ekki 70-80% starfsmanna bankanna?

Þröstur Unnar, 20.3.2008 kl. 13:15

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er í bóndakreppu, kallinn er með mig í fanginu  Easter Bunny   Egg 4 Easter Bunny

Ásdís Sigurðardóttir, 20.3.2008 kl. 13:30

11 identicon

Hef heyrt af konum sem hafa fært viðskiptin sín frá BYR vegna þessar uppsagna. Myndi gera það sama ef ég væri í viðskiptum við svona fyritæki sem hendir elstu starfsmönnum sínum út til að losna við að láta þær fara á eftirlaun.  Mannauður hvers fyrirtækis er samviskusamt og þjónustulundað starfsfólk með yfirburðarþekkingu á starfssviði sínu, sökum áratuga reynslu í starfi. 

Shame on you BYR -

Helga (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 13:52

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ef til vill ennþá eftir pláss við ælufötuna hennar Jennýjar, ég er sammála þeim sem hér hafa tjáð sig um eldri konur, þær eru með bestu starfsmönnum sem hægt er að fá, alltaf lausar við, samviskusamar fram úr hófi og ég veit ekki hvað.  Þær VINNA flestar með stóru vaffi.  Og það er sérlega ógeðfellt ef það er satt að það sé verið að hliðra til fyrir yngri konum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2008 kl. 14:05

13 Smámynd: Hugarfluga

Aha, það er megn skítafýla af þessu. Og þessi titlatog nú til dags fá mig til að æla. Mannauðsstjóri my ass?? Bleh.  Pass me the brown bag.

Hugarfluga, 20.3.2008 kl. 14:48

14 identicon

Þar sem rosknar konur hafa aldrei verið góðir starfskraftar í miklu álagi er eðlilegt að láta þær fara þegar harðnar á dalnum. Þetta eru ekki góðgerðarstofnanir.

Palli (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 14:56

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Flökurgirni er útbreiddari meðal kvenna að því er virðist.;-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.3.2008 kl. 15:19

16 Smámynd: Hugarfluga

"Þar sem rosknar konur hafa aldrei verið góðir starfskraftar ..." Palli minn, þetta kallast alhæfing og er betra að nota bara þegar þú ert einn í heiminum.

Hugarfluga, 20.3.2008 kl. 15:24

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fluva: Ég gæti étið þig krúttið þittog með þetta attitjúd verður Palli einn í heiminum.

Stelpur og aðrir sem áhuga hafa á málinu, hvernig væri að blogga um þetta.  Þannig að sem flestir heyri af málinu?

Takk fyrir innleg

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2008 kl. 15:32

18 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Þetta eru sorglegar fréttir. Arg!

Bjarndís Helena Mitchell, 20.3.2008 kl. 15:52

19 Smámynd: Ólöf Guðrún Ásbjörnsdóttir

Á einmitt eina nákomna frænku (56 ára með 25 ára starfsreynslu) sem fékk ,,starfslokasamning" hjá BYR í síðustu viku.  Og eitt get ég sagt ykkur að það lá mikið á að losna við hana.  Svo mikið að hún var farin að halda að hún hafi gert einhver mistök.  Sú kona er algerlega niðurbrotin í dag, þá einkum vegna atgangsins við uppsögnina.

Er starfslokasamningur eitthvað nýtt orð yfir uppsögn?  E.t.v. vegna þess að það er bannað með lögum að reka fólk vegna kyns og aldurs?

Ólöf Guðrún Ásbjörnsdóttir, 20.3.2008 kl. 15:55

20 identicon

Við hugsuðum greinilega það sama. Ég æli með þér. 

En komdu á síðuna mína og vertu memm

 http://anno.blog.is/blog/anno/entry/480252/ 

Það myndi gleðja mitt dapra hjarta

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 15:58

21 Smámynd: Linda

Jemin eini, hvernig heimur er þetta sem við búum í hér á landi.  Konur á besta aldri látnar fara, uss og svei. Ég hvet allar konur til að taka sig saman og mótmæla þessu með því að fjarlægja öll viðskiptin sín frá viðeigandi fyrirtæki, þá mun verulega harðna í dalnum hjá þessu liði.  Hef heyrt það sama um eitt (S)ímafyrirtæki landsins þekki marga sem hafa verið látnir fara konur á besta aldri. Skammarlegt.

Svo erð það annað, þetta krepputal er fyrir neðan allar hellur, við skulum heldur ekki taka þá í þeirri neikvæðni, lítum fram á við og stefnum á að gera betur, við erum ekki með "kreppufælni".

Páska kveðjur til þín og þinna.

Linda, 20.3.2008 kl. 16:14

22 identicon

Konur eru í miklum meirihluta starfsmanna í bankageirinum. Hér verður að staldra við og jafna hlutföllin. Ég segi húrra fyrir Byr að taka af skarið! Þetta heitir jafnrétti í raun!

Næst er bara að reka kerlingar úr umönnunarstörfum og taka börn af einstæðum mæðrum og koma í umsjá feðra sinna og reka slatta af heimavinnandi húsmæðrum út á vinnumarkaðinn! Ef kreppan verður slæm gætu karlar virkilega farið að nýta sér jafnréttislögin og haft störf af t.d. kennurum og öðrum kvennastéttum í nafni jafnréttisisns. Frábær baktrygging fyrir karla í kreppu.

Gubba ykkur til samlætis þar til þetta óréttlæti gegn karlmönnum verður upprætt.

Bööö....

Borat 

Borat (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 16:23

23 identicon

Sorry en ég held að það sé verið að vinna eftir jafnréttissjónarmiðum. Aðrir bankar hafa verið að ráða karlmenn og reka konur til að jafna hlutfall kynjana sem vinna hjá sér, það er alavegana yfirlýst stefna Icebank sem var/er hluti af SPRON. Svo hafa líka verið í gangi aðgerðir hjá bönkunum um að fjölga konum í stjórnedastöðum og hafa bankarnir sem hafa verið að skipta um stjórnendur verið að ráða konur í staðinn fyrir karlanna. 

Ég er ekki viss um að þið mynduð hafa svona hátt ef það væri verið að reka karla vegna sparnaðar eða út af jafnréttissjónarmiðum.

Svo sé ég að það er talað um að eldri konurnar séu mjög verðmætir starfskraftar. Þær eru það ekki ef þær neita að læra á tölvur, forrit eða tæki sem eru nauðsinleg í dag. Ástæðuna segja þær að þær hafa alltaf gert þetta svona eða hinsegin og því þurfi ekki að breyta. Bankarnir eru fullir af þessum konum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 16:47

24 identicon

Hver er þessi Palli einn í heiminum ? að konur geti ekki unnið undir álagi ! my ass -hef unnið með fullt af svona peyjum sem hlaupa í mat eða kaffi eða í ræktina ef mikið er að gera á mörkuðunum !

Kannski Palli sé í ruslinu ?   er með gubbuna uppí háls !

Helga (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 16:49

25 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Þvlíkt kjaftæði í þé kona. ætlarðu að taka eitt fyrirtæki og jafna það yfir allt? hvað ef eingöngu konur störfu þarna. þetta er eins fáránlega sett fram og hægt er.

Brjánn Guðjónsson, 20.3.2008 kl. 17:12

26 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Af hverju er ég svona viss um að starfslokasamningur er ekki það sama og starfslokasamningur? Úff.

En til þín: Gleðilega páska! 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.3.2008 kl. 17:12

27 Smámynd: Tiger

Ég vil ekki blanda mér mikið í þessa umræðu en vil þó segja að ég hef séð "yngri" konur ýta "eldri" konum úr góðum stöðum hjá góðum fyrirtækjum - með skelfilega ömurlegum afleiðingum. Margar þessara eldri hafa bæði góða hæfileika og mikla reynslu, kunna vel á mannleg samskipti og eru ætíð hinir mestu snillingar í samstarfi við bæði yfirmenn, samstarfsmenn og undirmenn - og eru endalausir orkuboltar hvað góðar lausnir varðar við stjórnun og almenn störf.

Þekki einn slíkan stað sem hafði til fjölda ára verið með góða konu sem yfirmann, henni var ýtt út til að koma helmingi yngri konu inn - sem var skyld eigendum. Sú eldri var yndisleg, búin að byggja upp dásamlegt teymi af fólki sem margt hafði starfað þarna um og yfir tíu ár. Ári eftir að sú yngri kom og tók yfir voru allir gömlu góðu teymisfélagarnir flúnir eða reknir og staðurinn að auglýsa eftir nýju starfsfólki minns mánaðarlega - sem áður hafði ekki auglýst árum saman. Eru þetta góðar framfarir? Út með það gamla góða sem telst bara gott og öruggt - og inn með nýtt blóð sem er smitað af stólabrölti, valdagræðgi - allir að ota sínum hærra - en á kostnað hvers - jú - viðskiptavina eða þeirra sem þjónustunnar eiga að njóta.

Nei, við ættum að meta eldri starfsmenn mun meira og læra af þeim frekar en að halda að nýlærð bók úr skóla sé einhvers meira virði. Þeir sem fara bara eftir bókinni ná aldrei góðu sambandi við samstarfsfólk, undirmenn eða bara þá sem sækjast eftir þjónustu þeirra.

Tiger, 20.3.2008 kl. 17:36

28 identicon

Alveg eins og talað út úr mínu hjarta Tigercopper ! 

Minni bara  á hvaða Sparisjóðir stofnuðu BYR - Sparisjóður Hafnarfjarðar, Sparisjóður Kópavogs og Sparisjóður Vélstjóra !

Helga (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 17:44

29 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Oj bara - fæ niðurgang!

Edda Agnarsdóttir, 20.3.2008 kl. 18:07

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það hefur aldrei verið létt verk að eiga með alvöru glæpamenn..þeir nást sjaldnast..

Óskar Arnórsson, 20.3.2008 kl. 18:59

31 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Easter BasketOg vil bara óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.3.2008 kl. 21:26

32 identicon

Er fyrirsögnin ekki soldið off?

Mási (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 21:29

33 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þegar svona margir eru komnir hér að ofan nenni ég ekki að blanda mér inn í umræðuna þess vegna segi ég bara  

 GLEÐILEGA PÁSKAHÁTIР Jenný mín og njóttu helgarinnar með fjölskyldu og vinum í æðruleysi eins og þú kallar það.  Er það ekki bara að chilla á góðri íslensku?  Easter Bonnet 

Ía Jóhannsdóttir, 20.3.2008 kl. 22:09

34 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

það fylgdi sögunni að Byr ætlaði að laga ímyndina hjá sér með þessu, þ.e. losna við kellingarnar sem eru svo slæmar fyrir lúkkið og fá inn yngri og líklega sætari konur. Aldeilis er það mátulegt á Byr hvernig til tókst, því varla hefur nokkurt fyrirtæki fengið annan eins ímyndarskell

Gott á Byr

Ragnhildur Sverrisdóttir, 20.3.2008 kl. 22:13

35 identicon

Bukollabaular: Mæli með því að þú lesir þetta (Five Ways Generation Y May Reinvent IT), grein sem skrifuð var í Baseline Magazine. Baseline Magazine er tímarit tengt IT bransanum í bandaríkjunum.

Þarna er stikklað á stóru varðandi muninn á ungum og eldri starfsmönnum. Þeir eru báðir góðir til síns brúgs og þar er til dæmis rætt um hugmyndina þína um að ungt fólk kunni ekki að vinna og rætt örlítið um hana.

Ómar (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 12:56

36 identicon

Lifandis skelfing finnst mér þetta ljót fyrirsögn. Er búinn að lesa pistilinn nokkrum sinnum og get ekki fundið neitt til að æla yfir í honum. Þú hlýtur það að vera ælandi allan daginn vesalings manneskja, ef þú ælir yfir þessu. Góða vandaðu þig betur með fyrirsagnir næst. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 02:35

37 identicon

Bullukolla: Það hefur hvergi verið margsannað nema á moggablogginu að í 99% tilvika eru það konur sem eru látnar taka pokan sinn í hagræðingaraðgerðum.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 2985883

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband