Leita í fréttum mbl.is

Tvöfeldni dauðans

Ég á ekki að hugsa um þetta, ekki að blogga um það né heldur hafa um það orð en ég get ekki stillt mig.  Missi mig í hvert skipti og uppsker ekkert, nada, nothing, ingenting, zero.

Sjúkrahótel Landspítala við Rauðarárstíg verður lokað 20. des. og opnað aftur þ. 2. janúar og þá verða reykingar bannaðar á hótelinu en slíkt mun vera til samræmis við reglur LSH og Fosshótels Lindar sem er í sama húsi.

Ég held því fram að þetta muni vera til "samræmis" við þá forræðishyggju og ofsóknir sem stjórnvöld ástunda gagnvart  reykingamönnum og þau ganga sífellt lengra og lengra.

Það er sífellt verið að troða á réttindum þeirra sem reykja, nú á að gera líf reykingamanna sem eru svo óheppnir að veikjast, að helvíti.  Flott að vera inni á sjúkrahóteli, fjarri ættingjum og fá ekki að reykja.  Komast kannski ekki út úr rúmi.  Svo mannúðlegt eitthvað.

Er það bara ég sem sé tvöfeldnina í að ríkið hali inn peninga á tóbaki en ofsæki síðan neytendur þess, hvar sem til þeirra næst?

Frjálshyggjumenn veina og góla undan öllum boðum og bönnum, en hér steinhalda þeir sér.  Er frelsi einstaklingsins bara einhvers virði þegar það hentar?

Ég ætla að hætta að reykja áður en yfir líkur, en ég hef engin áform um að ráðast gegn öllum sem kjósa að reykja áfram, með frekju og yfirgangi.

Mér nægir að það sé ekki reykt ofan í mig og að fólki sem reykir sé vísað á afmörkuð svæði til að stunda fíknina þar sem stjórnvöld í landinu sjá um að díla dópinu.

Ójá, ég er meðvituð um að það er pólitísk ranghugsun að hafa skoðanir MEÐ reykingamönnum og er mér sama?  Já, mér er svo nákvæmlega sama.

Give me a fucking break here.

Andskotinn, ér er í alvöru að hugsa um að stofna samtök til að berjast fyrir mannréttindum reykingamanna.

Súmí.

Plís.
mbl.is Sjúkrahótel reyklaust á nýju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

nei þú ert ekki ein um að sjá fáránleikann í þessu

halkatla, 18.12.2007 kl. 16:33

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk AK.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2007 kl. 16:35

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brynja: Nenni ekki út í umræður við þig um skaðsemi reykinga, þær eru öllum ljósar og líka mér.  Spurningin er frekar, á fólk að hætta að reykja bara eftir pöntun?  Hefur það ekki réttinn til að ákveða það sjálft?

Ertu að blogga af spítalanum?

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2007 kl. 16:41

4 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er löngu orðinn hreinn skrípaleikur. Minni á snilldarfærslu systur minnar um málið, hún reykir ekki en ofbýður vitleysan.

Ragnheiður , 18.12.2007 kl. 16:48

5 identicon

Það sem einkennir stjórnun LSH er fáránleiki.Reykbann er ein hlið þessarar óstjórnar. Ég er reyklaus en get alveg unnt öðrum að reykja í friði.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 16:54

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Tek undir þetta hjá ykkur. Þetta er fáránlegt. Eina fólkið sem má reykja í vinnunni eru alþingismenn af því að þeir eru virðulegri en almenningur. Hélt að búið væri að ráðast nóg á sjúkt fólk hér á landi (sorrí, efla kostnaðarvitund þess) svo þetta bættist ekki við. Knús úr flensubæ!

Guðríður Haraldsdóttir, 18.12.2007 kl. 17:35

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

 ég er orðfá í dag. Vil bara taka undir þetta. Fáránlegt að skikka veikt fólk til að hætta að reykja. hver og einn verður að ákveða ef og þá hvenær hann lætur verða af því að sleppa tóbakinu.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.12.2007 kl. 18:13

8 identicon

Sammála.

Vill bæta við að það er ekki alltaf gott að nota veikindi til að hætta að reykja. Þegar ég þurfti að leggjast inn á Heilsuhæli í fyrra ráððlagði læknirinn minn mér að ekki hætta að reykja samtímis þarsem ég hafði um nóg annað að hugsa og ná mér af.

Seinna fékk ég mikinn kvíða í kjölfar þessa veikinda og áfalla og reyndi þá meðal annars að hætta að reykja sem var ALGER KATASTROF! Kvíðinn versnaði 100% vegna þessa. Það er vissurlega enn hátt á listanum hjá mér að hætta en fyrst vill ég vera frískur sér í lagi af kvíðanum áður en það kemur til.

Virði engu síður rétt þeirra sem ekki reykja og byrjaði reyndar sjálfur ekki fyrr en´ég var 35 ára á þessu. Þekki svo sannarlega b´ðar hliðar á þessu. Hef samt alldrei verið FANATÍSKUR í þessum málum

Tvískunnungur. Helt enkelt!

kristjan (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 18:21

9 identicon

Hjartanlega sammála......sæki hér með um inngöngu i samtök reykingamanna

Anna S (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 18:44

10 Smámynd: Ragnheiður

Ég vildi endilega fá lyf um daginn, nýja reykingalyfið, en læknirinn aftók það í bili. Taldi mig eiga að fresta því aðeins.

Ragnheiður , 18.12.2007 kl. 18:47

11 Smámynd: skilningur

Ég skil.

skilningur, 18.12.2007 kl. 18:56

12 identicon

Ragnheiður....yngri sonur minn fékk þetta nýja reykingalyf i haust, hann fékk miklar aukaverkanir, útbrot, ógleði, jafnvægisskynið varð ruglað og fl.

Veit ekki hvort hann er undantekning, en hef þó heyrt þetta víðar.

AnnaS (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 19:05

13 Smámynd: Ragnheiður

AnnaS ég hef það í huga

Ragnheiður , 18.12.2007 kl. 19:08

14 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hjartanlega sammála Jenny- ég er þeirra skoðunar að samtök "athafnamanna" standi á bak við þessar ofsóknir - reykingarsvæði nefnilega og reykingarherbergi hafa verið samkomustaðir launamanna þarsem þeir hafa komið saman stungið saman nefjum og dregið dár af yfirmönnum nú er hvergi orðinn staður fyrir starfsmenn til að hittast á og bera saman bækur sínar!

María Kristjánsdóttir, 18.12.2007 kl. 19:10

15 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Tek undir þetta og geng hér með í samtökin. Góður punktur hjá Maríu, en reykherbergi hafa líka verið með skemmtilegri samkomustöðum almennt og ég veit mörg dæmi þess að fólk sem ekki reykir hafi farið með í smók af því það var bara svo gaman!

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.12.2007 kl. 19:32

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst þetta fúlt. Þó svo ég reyki ekki þá er þetta tú much, við sem viljum sleppa við reykinn getum þá einfaldlega haldið okkur fjarri honum.  Mín skoðun.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2007 kl. 21:19

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skilningsríkur: Mér finnst þú leiðinlegur með þitt "ég skil" aftur og aftur.  Taktu þátt í umræðunni eða slepptu því.  SKILURÐU?

Við virðumst öll vera sammála hér og nú er kominn tími til að gera eitthvað í málinu.  Hm.. eigum við að stofna eitthvað?

Ólafur: Einhversstaðar verðum við að byrja er það ekki? Bloggið er ágætis vettvangur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2007 kl. 21:31

18 Smámynd: Íslands-Bersi

Jenný þú átt stórann já kór ,en hvað skildu margir að þessum sem bíð eftir hjartaþræðingu vera reykingar menn og þú veist manna berst að það er ekkert mál að hætta að drekka mína mál að hætta reykingum sem eru sóðaskapur  og lámenning, en reyndu að hætta að borða það er erfitt svona fyrir jólin

Íslands-Bersi, 18.12.2007 kl. 21:37

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er ekki bara kella búin að skella inn nýrri mynd. Love it. Nú SÉR maður þig.

Ég er ein af þessum sem Hallgerður nefnir. Nýhætt að reykja (ár í febrúar. finnst ég hafa hætt í síðustu viku.. samt ekki  ). Það má kannski segja að ég fái eitthvað út úr reykingabanninu því það hefur gert mér kleift að halda áfram að djúsa og djamma með sígarettu-freistinguna fjarri. það er mikill plús fyrir þann sem langar í sígarettu um leið og rauðvínsdropinn snertir varirnar. En þetta er einmitt forræðishyggjan holdi klædd. Nú segir Þorgrímur Þráins; sko!! Þessi gat hætt út af því að það var haft vit fyrir henni. Og ég sem ætlaði aldrei að falla í þessa gryfju.

mail

Jóna Á. Gísladóttir, 18.12.2007 kl. 21:40

20 Smámynd: Íslands-Bersi

svo eitt en að þingmenn hafa sér reykingarherbergi í Þinghúsinu, farið hefur fé betra og ég er ánægðu með að þeir hafi einkasjálfsmorðsherbergi sem þeir  gasa sig í !

Íslands-Bersi, 18.12.2007 kl. 21:50

21 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Enn og aftur er ég sammála ykkur.

Það er mikið andlegt álag að hætta að reykja og að ætla að bæta því álagi á þær manneskjur sem koma inná geðdeild með mikið þunglyndi og aðra vanlíðan er hreinn skepnuskapur. Þar að auki er það viðurkennt innan læknavísindanna að það að hætta að reykja getur valdið/aukið þunglyndi. Það er því alvarlegt að læknar skuli eiga þátt í þessu banni.

Ég get talað um þunglyndi af eigin reynslu fyrir 10 árum eða svo. Minn geðlæknir sagði að vissulega hefði ég gott af því einsog aðrir að hætta að reykja en sagði: "Í guðanna bænum gerðu það ekki á meðan þú ert í svona djúpu þunglyndi. Að hætta að reykja gerir það enn verra."

Og hvernig ætla menn að leysa þetta praktískt? Á lokuðum geðdeildum er ekki gert ráð fyrir að fólk sé rápandi út og inn. Hurðin er læst og gæslumaður við dyrnar og sumir sem þar dvelja eru þar á móti sínum eigin vilja. Á að halda þeim sem eru þar nauðugir inni þ.e.s. banna þeim alveg að reykja? Eða á að fylgja þeim út fyrir svæðið. Getur einn gæslumaður/kona séð um að þeir sjúklingar ekki strjúki, og á þá að hafa tvo starfsmenn á hvern reykingamann? Og hvað skyldi það kosta í aukningu starfsfólks?

 

Ég sá haft eftir einhverri Dóru læknir að þetta bann sé í samræmi við þróunina í löndunum í kring. Það er nú ekki að öllu leyti rétt. Ég bý í Svíþjóð sem er frægt fyrir sína forsjárhyggju og gjarnan haft að háði og spotti þess vegna af okkur Íslendingum.

Þeim hefur þó ekki enn dottið í hug að banna reykingar algjörlega á spítölum. Þar sem ég þekki til eru vel loftræst herbergi sem enginn þarf að kvarta undan.

Mér virðist sem Íslendingar hafi verið gjarnir á það síðustu árin að taka dellurnar frá Svíum og gera þær að algjörum öfgum heima hjá sér.

Mér þætti áhugavert að sjá hverni t.d. starfsmönnum geðdeilda kemur til með að ganga að halda öllu undir kontrol á "órólegu deildunum" þegar halda á uppi algjöru reykingabanni. Mér kæmi ekki á óvart þó tekið yrði á málunum með aukinni notkun geðlyfja einsog gert hefur verið hingað til þegar menn ekki ráða við ástandið á annan hátt.

Og allir vita hvað sterk geðlyf eru heilsusamleg. Ég mundi heldur vilja að mínir nánustu reyktu tvo pakka á dag en að þeir væru úttroðnir af sterkum geðlyfjum. Það mætti segja mér að þeir myndu lifa lengur og betur með því móti.

Ábyrgð þeirra lækna sem taka þátt í þessum ofsóknum er mikil. Hinum er kannske vorkennandi vegna fáfræði og að þeir hafa látið dragast með í þessum hálfgerðu galdraofsóknum þar sem ekkert tillit má taka til reykingafólks. 

Og hvað með aðra galla fólks: andfúlir, svitagjarnir, þeir sem eru svo vitlausir og leiðinlegir að þraut og pína er að umgangast þá svo að leitt getur til sjúkdóma? Fólk sem keyrir á allt of stórum bílum og mengae þannig fyrir öðrum, spila leiðinlega músik alls staðar og allt of hátt, eiga börn sem hlaupa og hafa hátt á veitingastöðunum osfrv.?

Eiga púritanisminn og ofsóknirnar bara að gilda fyrir reykingamenn eða er ekki kominn tími til að hreinsa almennilega til svo að "eðlilegt" fólk fái notið sín í sínum sótthreinsaða heimi?

Jón Bragi Sigurðsson, 18.12.2007 kl. 21:57

22 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Bersi

Í mínum augum er það engu minni sóðaskapur og lágmenning að kunna sér ekki magamál...

Jón Bragi Sigurðsson, 18.12.2007 kl. 21:59

23 identicon

Jenný - ég veit þú veist að ég er óvirkur nikótínfíkill og bara voða glöð með mig. En þó að ég sé hætt þessu breytir það ekki því að ég hef aldrei skilið það að fólk geti ekki fengið eitthvað afdrep til að reykja í þar sem það þarf ekki að frjósa í hel af kulda.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:32

24 identicon

PS: Flott prófílmynd

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:34

25 Smámynd: Íslands-Bersi

Hallgerður lærður hjá Rímon Hansen en ég er frægur vélbyssu kjaftur það hefur enginn en gert mig kjaft stopp en þú ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur eða skammastu þín fyrir að reykja og er fíknin svo mikil að þú vilt fara að mun höggvast við mig,ég tel það lágmeningu að reykja og han nú ,

Íslands-Bersi, 18.12.2007 kl. 22:40

26 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hætti nú að reykja fyrir dottlu síðan en mér finnst nú allt í lagi að reykingamenn hafi eitthvert afdrep til að reykja! Alþingismennirnir hafa nú sitt afdrep og þeir settu nú blessuð lögin! Það er ekki smart að setja lög sem að menn treysta sér ekki til að fara sjálfir eftir.

Það er svo mikill fáránleiki að það er næstum því broslegt !

Sunna Dóra Möller, 18.12.2007 kl. 22:44

27 identicon

Já ég er sko sammála þér Jenný, þetta er algjörlega fáranlegt.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 23:15

28 identicon

Ps.

Fín mynd af þér.  Allt annað að sjá þig

Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 23:16

29 Smámynd: Heiða  Þórðar

Fólk á að hafa réttinn til að ákveða sjálft! Í þessu sem og öðru, ekki spurning. Æðisleg mynd!

Heiða Þórðar, 18.12.2007 kl. 23:24

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Íslands-Bersi: Já,já,já, ég á stóran já-kór og líka nei kór, þú passar í hvorugan.  Þú ert ekki nægilega málefnalegur kallinn.

Jón Bragi: Ég er þér sammála og þakka þér fyrir færðandi innlegg.

Hallgerður: Þeir sem tala mikið um lágmenningu eins og t.d. Í-B eru oft á kafi í henni sjálfir

SD og Anna: Ég ber fulla virðingu fyrir þeim sem ekki reykja og ég ber ómælda virðingu fyrir ykkur sem hafið geta hætt (sem ég ætla mér líka að gera) og þið virðist hafa getað gert það án þess að verða óþolandi slettirekur eins og svo margir virðast vera orðnir í reykleysisfárinu.

Takk öll fyrir skemmtilegar umræður, ég er allveg til í meira.  Muhahahahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.12.2007 kl. 23:46

31 Smámynd: Zaraþústra

Afskaplega einkennilegt líka að það sé ekkert ákvæði sem leyfir mönnum að opna reykstofur þar sem menn geta setið saman, reykt, blaðrað og sötrað brandý eða kaffi.  Það hlýtur að vera eðlilegt að leyfa mönnum að reka stað sérstaklega sem reykingarstað, þá vita allir sem sækja staðinn að þar er reykt og sömuleiðis þekkir starfsfólkið hætturnar.  Að banna þetta svona algjörlega hlýtur að ofbjóða öllum frjálsþenkjandi mönnum!

Afsakið þennan smá út úr dúr, en þetta er bara algjör della.

Zaraþústra, 19.12.2007 kl. 00:05

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Katrín: Þetta með að ríkið noti fjármunina sem koma í kassann til að "hjálpa" mér og mínum líkum er bara fáránlegt.  Ertu að meina að ríkið komi út á sléttu og að þetta sé góðgerðarstarfsemi? Jájá sæl.

Zaraþústra: Auðvitað eiga veitingamenn að ákveða hvort reykt er eða ekki.  Þá gerist eftirfarandi: Reykstaður, okei, þá fara þeir sem reykja á reyklausa staði.  Gæti ekki verið einfaldara eða hvað?  Hafa þeir reyklausu kannski eitthvað að athuga við að það að við sem reykjum gerum það á þar til gerðum stöðum?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2007 kl. 00:22

33 identicon

það er hrein grimmd að banna veiku fólki að reykja. Oft hef ég orðið vitni að skelfilegri framkomu við reykingafólk. Ég reyki. Stundum er reynt að láta manni líða eins og morðingja hafi maður stolist í sígarettu. En það er sparnaður í því að hafa verið úthýst af skemmtistöðum og kaffihúsum. Nikotínfíkn er sögð jafnsterk og heroínfíkn.  En þetta er ekki ákvörðun Landsspítalans heldur hins háa alþingis. Eini vinnustaðurinn sem leyfir reykingar. Á írlandi þurfti að byggja sérstakt reykhús fyrir þingmenn eftir slagsmál á þinginu vegna reykinga.   En það styttist í skötuna sem eyðir allri reykingalykt. Auðvitað á að mótmæla svona öfgum.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 00:35

34 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þeir sem EKKI reykja á reyklausa staði á að standa þarna í kommentinu mín. Hm.. bara svo þetta sé á hreinu.

Hólmdís: Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2007 kl. 00:58

35 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er að velta fyrir mér hvort að mér líkaði þú betur þegar ég var ósammála þer, eða hvort að mér líkar þú betur núna þegar ég verð of mikið sammála þer ...

Wúman, U make a man's life hard !

Steingrímur Helgason, 19.12.2007 kl. 01:29

36 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Næst verður manni bannað að éta saltket.  Háværar raddir vilja bana skötu.  Ég vil banna viðrekstra, svitafýlu og andfýlu.  Kaffilykt fer í suma.

 Ég vil setja viðurlög við sjálfsvígum og refsa fyrir slíkt. Fólk á ekki að hafa frjálsan vilja til að hafa frjálsan vilja. Frjálsum vilja ætti að hafa eftirlit með, úthluta af ríkisstofnun og taka gjald af, eða banna algerlega

Nú er komið tæm á að brenna Þorgrím Þráins og co á áramótabrennu.

Ég reyki á meðan ég nenni því og ætla að fara að gera eins og Pólverjarnir. Reykja þar sem mér sýnist og skilja ekki bofs, ef við mig er kvartað.   

Jón Steinar Ragnarsson, 19.12.2007 kl. 06:46

37 Smámynd: Íslands-Bersi

Hallgerður svo þú er reykingar kona geturðu ekki tottað eitthvað annað eða ertu að æfa þig þegar þú færð það tækifæri Jenný þessi  ný lífstíl  hjá þér hefur alveg farið með þig hér, þú verður líka að muna fortíðina þar var ég ps gamla myndin var betri þó gömul sé mann þig þannig

Íslands-Bersi, 19.12.2007 kl. 07:36

38 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er verið að tala um lágkúru, fyrir mér er hroki ein af verstu lágkúrunum Góður pistill hjá þér Jenný og fín mynd, nú get ég séð þig, en ég verð nú samt að segja að ég sakna svolítið græna litarins

Jónína Dúadóttir, 19.12.2007 kl. 07:48

39 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur: Sömuleiðis, live´s a bitch, en ætli við eigum ekki eftir að rekast á af og til í FEMÝNIZMANUM?  Hehe, só hang in there.

Hallgerður: Góð.

Í-B: Nú skallt þú halda þér innan siðsemismarka.  Ég hef lokað á betri menn hér.  Og hvað varðar mynd af mér þá er hún ekki eldri en nokkurra mánaða en kannski minni þitt sé stutt, eins og þráðurinn?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2007 kl. 08:03

40 identicon

Já, sjúkrastofnanir eiga ekki að leyfa reykingar innandyra. Ég reykti sjálfur, er hættur núna. Mér finnst það mjög gott mál að það sé verið að úthýsa þessu alstaðar. Það styrkir mig í því að vera hættur að reykja og var meðal annars eins stærsta ástæða þess að ég hætti. Í dag hafa hlutirnir snúist við, núna er maður ekkert smá púkó ef maður reykir, cool fólkið er inni á kaffihúsunum á meðan púkó liðið er úti að reykja. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2985874

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband