Leita í fréttum mbl.is

Rólegur á græðginni Páll

 

Með því leiðinlegra sem ég veit, varðandi imbagláp, eru auglýsingar í miðju sjónvarpsefni.  Ég krullast upp og stemmingin, spennan, áhuginn eða aðrar tilfinningar, detta niður fyrir frostmark og ég nota undantekningalaust þöggunarhnappinn á bölvaðar auglýsingarnar. 

Eitt af því besta við RÚV hefur verið skortur á auglýsingahléum, þó það sé hægt og hægt að breytast.

Nú ætlar oháeffarinn á flotta bílnum að fá 3 millur að lágmarki fyrir mínútu hlé sem á að gera á Áramótaskaupinu, vinsælasta sjónvarpsefni allra tíma á Íslandi.

Andskotinn og helvítis bara, ég kæri mig ekki nokkurn skapaðan hlut um að láta trufla mitt gamlaárskvöld með auglýsingum.  Gamlaárskvöld er heilög hátíð á mínu heimili.

Er ekki hægt að halda græðginni í einhverju lágmarki á yfir þessa þrjá hátíðardaga eða svo?

En af því ég hef ekkert að segja um hvernig þeir ráða ráðum sínum í Efstaleiti þá er best að gefast alla leiðina upp og nú vil ég að þetta verði gert almennilega. 

Ég sé þ.a.l. ekkert því til fyrirstöðu að Páll selji líka auglýsingar í aftansönginn á aðfangadagskvöld.  Dómkirkjuprestur getur þá fengið sér kaffi eða skroppið á klósett meðan við hlustum á auglýsingar í boði Bónus eða Glitnis yfir rjúpunum á aðfangadagskvöld.

Ég bíð spennt eftir jólunum.  Auglýsingajólunum hans Palla.

Og enn og aftur fjárinn firnastór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið lifandisskelfingarósköp er ég sammála þér! Ég ÞOLI EKKI auglýsingahlé inni í miðju efni. Þau steindrepa alla stemmningu og/eða spennu. Þetta þykja mér mjög neikvæðar fréttir, svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.11.2007 kl. 23:37

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er allt að verða falt á Íslandi Lára Hanna, svo einfalt er það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 23:42

3 Smámynd: Linda litla

Já, þessar auglýsingar eru alveg óþolandi. Ég held að það verði bara að vera allt hérna á Íslandi eins og í USA. Það sé málið og örugglega peningagræðgi, enda held ég að það gangi ekkert of vel hjá þessu Ríkissjónvarpi. Allar leiðir notaðar til þess að fjármagna það.

Linda litla, 28.11.2007 kl. 00:01

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Veistu Jenný Anna mín, hér erum við 100% sammála, svo einfalt er það!

En góðkunningi minn og ritstjóri á Degi um tíma þegar ég vann fyrir blaðið, Stefán Jón Hafstein, var eiginlega búin að sjá fyrir þessa þróun og segja frá henni sömuleiðis í góðri Mannlífsgrein fyrir tja, örugglega nær 15 árum!Þá þegar voru kostanir orðnar miklar og honum huggnaðist ekki þessi þróun og það gerir hún heldur ekki hjá mér!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.11.2007 kl. 00:10

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er orðin háð auglýsingahléum. Er til og með farin að kvarta þegar ekkert bólar á næsta auglýsingahléi. Ég er nebblega alltaf svo bissí . En mér finnst svo þægilegt að geta skotist frá í hléii og setja í þvottavél, ganga frá í eldhúsi, bursta tennur á barni, hleypa hundi/köttum út að pissa o.sfrv. Hentar mér svo assgoti vel svona auglýsingahlé. En ekki líst mér á auglýsingahlé í áramótaskaupi. Þá fer fólk að hendast út að sprengja upp rakettur í hléinu. Úff. Ekki gott.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.11.2007 kl. 00:23

6 Smámynd: Einar Indriðason

Svei!  Ef af verður.  Annars þarf að minna dómkirkjuprestinn á það að slökkva á mikrafóninum þegar hann fer á salernið......

Einar Indriðason, 28.11.2007 kl. 00:24

7 identicon

Það er kannski við hæfi að rifja upp hvað áskriftarsjónvarp þýddi þegar Jón Óttar stofnaði Stöð 2 ef einhver skyldi vera búinn að gleyma. Það þýddi að fólk fékk sér afruglara og þegar dagskráin var ekki lengur opin voru engar auglýsingar (eða áttu engar auglýsingar að vera) af því að fólk borgaði fyrir dagskrána. Nú er það ekki bara þannig að auglýsingunum er troðið upp í kokið á okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr milli dagskrárliða heldur eru þættir bútaðir í sundur jafnvel oft til að koma að auglýsingum. Þessir sömu þættir eru í þokkabót kostaðir af fyrirtækjum sem auglýsa sig í öllum svona auglýsingahléum. En þó búið sé að kosta þáttinn borgum við samt áskrift og sitjum uppi með auglýsingaflóðið

Og enginn kvartar - merkileg þjóð Íslendingar.

meil - mín kæra 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 00:58

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það verður að reyna að hafa upp í blessaðann launatékkann hans.  Hækkunin á afnotagjöldunum dekkaði varla ofurlaunafylleríið.

Noh! Anno bara mætt á bloggið strax!  Það er ekki verið að slóra hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2007 kl. 01:07

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Anna: ég man þetta sko alveg greinilega!! Vissi svo sem alveg afhverju borgaði sig að leggja þetta á minnið ;)

En ég get alveg umborið öll auglýsingahléin á SkjáEinum.. En RÚV og Stöð 2 ættu að skammast til að vera ekki að rjúfa þætti til að klína inn auglýsingum 

Heiða B. Heiðars, 28.11.2007 kl. 01:17

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Heyr heyr! Andskotinn bara! 

Halldór Egill Guðnason, 28.11.2007 kl. 02:14

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Anna sagði nákvæmlega það sem ég ætlaði að segja!! Verðum við ekki bara að storma í Efstaleiti með mótmælaspjöld og aðgerðir?

Pant hafa spjaldið: "Hendum hækkunum!! Lækkum laun!!"

Hrönn Sigurðardóttir, 28.11.2007 kl. 08:16

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Góðan daginn ! Sammála öllum hér, ég þoli ekki auglýsingahlé inni í þáttum , það fer ekkert eins mikið í taugarnar á mér!

Sunna Dóra Möller, 28.11.2007 kl. 08:30

13 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ef almennum útvarpsmanni/konu væri nú borgað vel, þá myndi maður kannski kvarta minna yfir þessu...

Ekki hafa annars áhyggjur af salernisferðum prestsa, aftansöngurinn er tekinn upp fyrirfram :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.11.2007 kl. 08:38

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Magnús Geir: Nú er þessi merkisdagur upp runninn, við sammála, hver hefði trúaðessu?

Jónsí: Skipuleggja sig kona, eða hætta að horfa á sjónkann.

Anna og Heiða: Man eftir þessu með Stöð 2, merkilegt hvað þetta loforð um auglýsingafría dagskrá situr í hausnum á manni.  Ég þarf nærri því áfallahjálp yfir þessum svikum.

Hallgerður:  Þú ert að kafna úr jákvæðni kona.  Djísús, ég tek þig til fyrirmyndar

Hrönnsla: Þú færð spjaldið, ég bíð heima. Mótmæli í huganum mannstu?

Hildigunnur: Síðan hvenær er aftansöngur í Dómkirkjunni kl 18 á aðfangadag tekinn upp fyrirfram?  Það eru fréttir fyrir mig.

Takk öll.  Live is good.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.11.2007 kl. 08:52

15 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Fuss og svei öllum þessum bölvuðu auglýsingum í miðjum þáttum, og á svo að bjóða manni þetta á gamlárskvöld........ og vittu til, það líða  örgla ekki mörg ár þangað til að auglýsingar verða í boði so and so í aftansöng á aðfangadag, maður heldur alltaf að nú verði ekki lengra gengið en.... þessir plebbar koma manni endalaust á óvart.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.11.2007 kl. 09:33

16 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ef ég má taka undir með Jenný, en þá er aftansöngurinn í Dómkirkjunni alltaf verið sendur úr beint klukkan 18.00 á aðfangadag....ég hef aldrei heyrt að hann sé tekinn upp fyrirfram !

Sunna Dóra Möller, 28.11.2007 kl. 09:34

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

SD: Veit þetta vegna þess að ég hef verið viðstödd, en ekki segja neinum, fólk gæti haldið að ég væri trúarnöttari

Hrafnhildur: Og áramótaávarp forseta og forsætisráðherra í boði Hagkaupa eða Nóatúns.  Úje gaman að því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.11.2007 kl. 09:54

18 identicon

Djöfull er ég sammála öllum hér , er það ekki óþolandi þegar allir eru sammála?

nhe segi sonna bara.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2985793

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband