Leita í fréttum mbl.is

"Nakin" mótmæli

Mörg hundruð vændiskonur í Bólivíu eru reiðubúnar að berjast gegn siðsemdarátaki er beinist gegn starfsemi þeirra með því að fara naktar í mótmælagöngu í höfuðborginni.

Fátækt og neyð taka á sig ýmsar myndir.

Vændi er ein af þeim birtingarmyndum.

Hefur ekkert með siðsemi að gera, heldur mannvirðingu.

Konur gegn vændi þurfa að verka virkar allsstaðar.

Alltaf.


mbl.is Hóta að fara naktar í mótmælagöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst þetta svo skelfilegur veruleiki sem að konur búa við, þegar þær neyðast út í vændi vegna fátæktar! Konur gegn vændi þurfa að vera virkar þar er alveg rétt hjá þér, alltaf og alls staðar!!

Sunna Dóra Möller, 19.10.2007 kl. 19:50

2 identicon

Ég fagna þessari hugmynd um nakin mótmæli...

Það er kominn tími til þess að þessi elsta starfsgrein í heiminum verði viðurkennd. Það er kominn tími til þess að aðskilja vændi og mannsal og átta sig á því að sumir kjósa að vinna við þetta.

Verður gaman að fylgjast með hugmyndaflugi feminista bregðast við þessari frétt... koma örugglega samsæriskenningar eins og að vondir kalrmenn séu á húsþökum með skotvopn til þess að neyða þær til þess að ganga gönguna.

Geiri (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 20:43

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Geiri: Ég nenni ekki að svar þér og Laissez-Faire, svona yfirleitt, enda málflutningur ykkar með ólíkindur.  Hvorugur getur heldur státað af því að koma fram undir alvöru nafni.

Hvað varðar elstu starfsgrein í heimi þá eru það skoðanabræður ykkar meðal karlmanna sem halda þessari vitleysu fram eins og hún sé sannleikur.

Ljósmæður státa af elstu starfgrein í heimi og það skallt þú vera þakklátur fyrir, og svo hugsa áður en þú tjáir þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2007 kl. 22:02

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þér Jenný, það er afskaplega dapurt að hafa ekkert annað sér til framfærslu en sölu á eigin líkama. Vonandi verður þetta aldrei svona slæmt hjá okkur. kv.

Georg Eiður Arnarson, 19.10.2007 kl. 23:16

5 identicon

Er ekki fyrirsæta að gera það sama? Hvað með verkamann sem vinnur með líkamann allan daginn? Eru kannski öll störf sorgleg þar sem maður situr ekki við skrifborð í jakkafötum og fær að nota heilann? Á að banna skítastörf eins og það að vinna í Bónus? Get ekki ímyndað mér að fólk geri slíkt vegna þess að það sé draumastarfið. Kannski kemur ykkur bara ekkert við hvað fólk kýs að vinna við? Þið megið alveg hafa ykkar siðferði í friði og sleppa því að selja ykkur, en ekki þvinga eigin siðferði yfir aðra. Ef þið eruð svona miklir snillingar með töfralausn hvernig væri þá að benda þessum konum á hvar þær geti fengið sömu laun (mörg hundruð þúsund á mánuði án menntunar?

Í gamla daga voru til siðferðissnobb sem töldu það vera klám ef það sást í bera kvennmannshandleggi á almannafæri, sama siðferðissnobbið var á móti auknum réttindum kvenna. Það er sorglegt að hróp feminista í dag sé svipað og hróp andstæðinga þeirra fyrir 100 árum síðan. Ég held að Madonna sé meiri feministi heldur en það siðferðispakk sem stýrir hreyfingunni í dag, hún veit að kynferðislegt frelsi er sjálfsagður hluti af auknum réttindum kvenna.

Geiri (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 00:34

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Geiri: VIl bara segja eitt við þig: Ef þú heldur að vændi sé hluti af kynfrelsi kvenna þá ert þú týndur í óbyggðum og ekki miklar líkur á að þú skilir þér til baka í mannheima.

Georg Eiður: Sammála, alla leiðina sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2007 kl. 03:02

7 identicon

Jenný: Væri ekki flott hjá þér að koma með svo sem eitt svar í tilefni þess að þessir menn eru búnir að bauna á þig allskyns rökum og staðhæfingum? Það er allt gott og blessað að hafa rétt fyrir sér en ef maður segir bara "ég veit það aþþíbara" eru fáir að fara að sannfærast.

Ef þú hefur áhuga á að snúa einhverjum hugum eða rökræða frekar en að sitja bara örugg á þínu með skoðanabræðrum og systrum ættir þú að sjá hag þinn í betri málflutningi en þessum.

Ég er satt að segja hvorugugri hliðinni algerlega sammála í þessu "athugasemdaspjalli", en það er alveg ljóst hver hefði vinninginn ef ég kæmi inn sem geimvera frá mars og ætti að ráða úr um hver hefði "sannfæringarmáttinn" í þessu máli. 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 07:34

8 identicon

Mæli t.d. með því að við byrjum á heimspekilegum umræðum um sölu á tíma og líkama verkafólks, hvað með einhverskonar and-Marxíska analísu? :)

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 07:35

9 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þessar umræður eru að snúast í eitthvað einkennilegt,en hvort sem konur kjósa að selja líkama sinn eða ekki þá hlýtur upphafið hafa verið gert í neyð,það fer enginn út í svona lagað af ánægjunni einni.

María Anna P Kristjánsdóttir, 20.10.2007 kl. 15:30

10 identicon

nú þar sem er verið að tala um elstu atvinnugrein í heimi þá er það hvorki vændiskona né ljósmóðir sem er starfsgreina elst. heldur er það rafvirrkjun, það var víst einhver goður herra sem sagði á sínum tíma ".... verði ljós!....." en að öllu gríni sleptu þá finnst mér ekkert eins bagalegt og að vita til þess að konur sem karlar (sama í hvaða launastétt hún/hann er í) þurfi að selja sig til að hafa í sig og á. 

Gísli (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband