Leita í fréttum mbl.is

Af ţúsundum stórkostlegra sóla, óléttu, Bördí Jennýjarsyni og skođanakönnun!

Saran mín, sú yngsta, kom hér í gćr međ gjöf handa mömmu sinni, alveg ađ tilefnislausu.  Hún fćrđi mér nýju bókina hans Khaled Hossini (höfundur Flugdrekahlauparans) "A thousand splendid suns" og ég hef varla getađ litiđ upp úr henni.  Ég hafđi lesiđ neikvćđa gagnrýni um bókina, en ţar sem ţađ er yfirlýst stefna hér á bć, ađ láta ekki segja mér, hvađ mér eigi ađ finnast um listrćnar upplifanir, ţá er ég nú á kafi í stórkostlegri sögu, grípandi og skelfilegri en samt svo fallegri.  Dćtur mínar vita allar hvernig ţćr geta glatt mömmu sína, mest og best.

Saran á ađ eiga á jóladag.  Viđ vorum ađ rćđa fćđingar og óléttu og henni finnst ađ um leiđ og fór ađ sjá á henni, ţá telji fólk sig í fullum rétti til ađ kommentera á ţyngd, stćrđ kúlu, ţrota í andliti og svo finnst henni eins og önnur hver manneskja skelli lúkunum á kúluna.  Hún hló mikiđ ţegar hún rćddi ţetta en sagđi jafnfram ađ hún hafi stökkbreyst í útungunarvél, sem mćtti pota í, skođa og gagnrýna, ađ vild.  Ég man reyndar eftir ţessu líka og mér er sem ég sći einhvern klappa manni á magann, undir öđrum kringumstćđum, bara sí svona.  Ađ tala um nánd og káf.  Ópal auglýsingin hvađ?

Bördí Jennýarson, er međ alvarleg hegđunarvandamál.  Ţađ er ađ segja, hann lifir sínu prívatlífi hér á bć, án nokkurs tillit til annarra íbúa hússins.  Nú liggur hann á bókastaflanum uppi á bókahillunni, en bókin sem hann valdi sér fyrst til álegu, var sjálfur Brekkukotsannáll Nóbelskáldsins og mér fannst ég ekki geta veriđ ţekkt fyrir ađ nota ţá dásamlegu bók, fyrir fuglsbćli, ţannig ađ nú hefur veriđ skipt um skruddu í hlađanum og Bítlaávarpiđ varđ fyrir valinu.  Vođa Bítlalegt allt ţessa dagana.  Fyrirgefđu Einar Már.

81,1% ađspurđra í skođanakönnun á visi.is vilja ađ Vilhjálmur, borgarstjóri segi af sér.  Ég er ekki hissa.  En hvarflar ađ mér ađ hann geri ţađ, ónei.  Ţađ er aldrei viđ hćfi ađ segja af sér í íslenskri pólitík.

Ţetta er ég fyrir svefn,

Kem í miklu stuđi og sterk inn í fyrramáliđ.

Ég er nú hrćdd um ţađ börnin góđ.

Úje 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Ég er ein af ţessum konum sem varla rćđur viđ sig ţegar ég sé kúlu. Mig langar alltaf til ađ snerta, strjúka, klappa, ţrýsta - en lćt ţađ yfirleitt ekki eftir mér, nema viđ suma, örfáa, eftir ađ hafa beđiđ allra náđarsamlegast og mjög auđmjúklega um leyfi. Ég verđ nefnilega svo óumrćđilega hamingjusöm ţegar ég kem viđ kúlu. Mér finnst ég komast í samband viđ upphaf mannsins. Uppsprettu sakleysisins. Ég syng himinsćl innan í mér lengi á eftir! Muniđi ekki eftir ţessu? 

(Um stćrđ, lögun, kyn, ţrota, bjúg og bauga hirđi ég ekkert. En ég verđ sérstaklega glöđ ef börnin eru tvö)

Kolgrima, 10.10.2007 kl. 02:35

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég las í fyrstu óléttu óléttubók eftir Paulu Yates ţar sem hún talađi um nákvćmlega ţetta. Ađ um leiđ og fer ađ sjást á manni verđur mađur almannaeign og alls kyns fólk fer ađ káfa á manni og gefa alls kyns ráđ og óvelkomnar athugasemdir varđandi útlit. Veit ekki hvort mađur er sekur um ţetta sjálfur

Laufey Ólafsdóttir, 10.10.2007 kl. 08:20

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Mér hćttir til ađ leggja hönd á svona fallegar kúlur, en bara hjá ţeim sem ég ţekki vel.  (Nú er ég ađ leita ađ orđi um konu međ barni, hugsiđ ykkur nöfnin sem valinn eru á ţessa elskur, Vanfćr, Ólétt, ótrúlegt ég hef aldrei leitt hugan ađ ţessum nafngiftum oj bara), Kona međ barni er ţađ fallegasta sem til er gangandi kraftaverk.

En Jenný mín mér lýst vel á ţennan fugl ţinn hann hefur greinilega ţroskađan bókmenntasmekk. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 10.10.2007 kl. 09:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Hugsiđ ykkur, Vanfćr, ófrísk, ólétt, ţunguđ, um fallegasta kraftaverk mannsins.  Man einhver fleiri orđ ?

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 10.10.2007 kl. 09:09

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hef sagt ţađ áđur og segi ţađ aftur.....ţessi fugl er pottţétt manneskja í álögum! Ţađ er bara alveg morgunljóst miđađ viđ hegđunarmynstriđ !

Annars er ég sammála ţér Ásthildur, ţetta eru alveg ótrúleg orđ yfir ţetta kraftaverk ađ ganga međ barn. Ţađ ţarf sannarlega ađ finna eitthvađ betra. Ţessi orđ eru öll neikvćđ og gera lítiđ úr ástandinu sem er ekki sjúkdómur heldur í flestum tilfellum eru konur hraustar og geislandi ţegar ţćr ganga međ börnin sín!

Eigiđi annars góđan dag

Sunna Dóra Möller, 10.10.2007 kl. 09:20

6 Smámynd: Katrín Snćhólm Baldursdóttir

Međ köku í ofninum?? Vera međ barni finnst mér fallegt ađ segja. Kona eigi einsömul segir svo í biblíunni.

Jennsla mín...njóttu samvistanna viđ skáldagyđjanna og ţegar fiđrufuglinn fer ađ syngja bítlalög er tímabćrt ađ setja undir hann stafla af orđabókum og getiđ ţiđ ţá eflaust átt magnađar samrćđur..ţú og hann. Mamma talađi alltaf heilmikiđ viđ Vibba páfagaukinn okkar..en ţađ var nú oftast skammarorđaruna sem ţar heyrđist.

Katrín Snćhólm Baldursdóttir, 10.10.2007 kl. 09:22

7 Smámynd: krossgata

Opal auglýsingin, oj.  Mér líđur alltaf illa ađ horfa á ţćr auglýsingar og skipti jafnan um stöđ. 

Ég kem ekki viđ kúlur nema ađ fengnu leyfi.... nema hjá henni dóttlu minni.  Ţađ eru bara sjálfgefin réttindi amma ađ pota í afkomendakúlur. 

krossgata, 10.10.2007 kl. 09:59

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bítlaávarpiđ er leiđinleg bók (sorrí aftur Einar Már)ţannig ađ Bördí má hafa hana efst í sínum stafla.  Undir ávarpinu eru hins vegar dásamlegar bókmenntir.  Hafiđ ţiđ séđ kínversku bókaskápana sem eru alltaf í bakgrunni, ţegar teknar eru myndir frá opinberum heimsóknum í Kína? Kallar í stólum og bókaskápar međ bókum á víđ og dreif fyrir aftan?  Ţannig er minn bókaskápur.  Trođinn af bókum og ofan á staflar upp í loft, nćstum af bókum sem ekki komast í skápinn og eru alveg á leiđinni ađ fara fá nýjar hillur, sem sumir nenna ekki ađ kaupa.  Ţanng ađ Bördí er bókafugl.

Auđvitađ langar manni ađ snerta kúlur á ófrískum konum og Sara hefur ekkert á mótiđ ţví ađ ţeir sem ţekkja hana komi viđ sig, en ţegar fólk sem hún ţekkir lítiđ sem ekki neitt, veđur inn fyrir mökin hennar og skellir lúkunum á kúluna verđur hún pírípú.

Ţeinkjúgćs.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.10.2007 kl. 10:02

9 Smámynd: Heiđa B. Heiđars

A Thousand Splendid Suns er ćđi og láttu engan segja ţér annađ! 

Mér finnst Brekkukotsannáll ekkert verra fuglabćli en hvađ annađ:)

Heiđa B. Heiđars, 10.10.2007 kl. 10:41

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Rosalega er hann Bördí óforskammađur. En ţetta er ágćtis leiđ til ađ koma leiđinlegum bókum fyrir kattarnef á umhverfisvćnan hátt. Er skilađ aftur út í nátturna sem fuglaskítur.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.10.2007 kl. 14:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2985797

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband