Leita í fréttum mbl.is

AF FRÆGU FÓLKI OG ...

 

...ég hef fengið staðfest að það var ekki óráð í mér þegar ég stóð nánast augliti til auglitis við Jodie Foster í fyrradag eins og ég bloggaði um.  Í Blaðinu í dag stendur að hún sé stödd hér á landi með tveimur börnum sínum og maka.  Eldri konan sem ég minntist á er sem sagt konan hennar.

Ekki misskilja mig, ég er ekki svona tryllingslega æst í að hitta frægt fólk en það er svo geðveik upplifun að vera að tjilla niðri í bæ, hér úti á ballarhafi og sjá svo eina af uppáhaldsleikkonunum glápa beint framan í mann.  Það er algjört flipp-fyrirkomulag.

Húsbandið leysir stundum af á leigubílastöð.  Hann hefur keyrt marga "fræga" og síðast TOTO.  Hann kippir sér ekki upp við það þannig að það trufli merkjanlega stóiska ró hans.  Sá eftirminnlilegasti er þó Tarantino sem var vægast sagt áhugaverður karakter (þið lesið um það í æfisögu húsbandsins) en hann gengur aldrei undir öðru nafni hér á heimilinu en "the passanger", eða "farþeginn".  Skrautlegur náungi.  Svo mikið er víst.

Þegar Inga-Lill vinkona mín var hér í síðasta mánuði, hitti hún norska vinkonu sína sem hún hafði ekki séð í nokkuð mörg ár, og hefur engin tengsl við Ísland, niðri í bæ á labbinu bara.  Þær þurftu báðar áfallahjálp.  Á dauða sínum á maður von.  Kannski eru tímarnir svo breyttir að nú geti maður sagt með sanni:  "Allar leiðir liggja til Íslands".

Ég panta næst hitta glæsilegasta mannflak í heimi, eða Keith Richards, þegar og ef ég þarf nauðsynlega að ganga fram á frægt fólk.

Það er aldrei nokkur andskotans friður fyrir þessu liði.

Góður Guð ekki láta Parísi Hilton detta í hug að skella sér í helgarferð til Reykjavíkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ó mæ god, eyjan okkar er bara algjörlega "in" þessa dagana.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.7.2007 kl. 14:51

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú kemur mér í gott skap elsku Jenný.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.7.2007 kl. 15:36

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Frú Jenný!

Skil nú ekkert í þér að vaða ekki í Ms. Foster, taka smá spjall og selja svo aðstoðarritstýru Vikunnar það á svona hálfa millu!?

En hvað ætlarðu svo að gera við Keith ef þú hittir hann? FAra með hann til SElfoss að hitta "Stærsta litla sýslumann heims" ´Laf Helga, eða vísa honum á elliheimilið Grund!?

Magnús Geir Guðmundsson, 12.7.2007 kl. 16:34

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Keith Richard hefði bara gott af vænu lagi af kremi úr Bláa Lóninu, óþynntu!

Haukur Nikulásson, 12.7.2007 kl. 16:55

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Magnús Geir ef ég geng fram á Richards þá mun ég að sjálfsögðu reyna að lífga hann við með því að gefa honum hjartahnoð.  Hehe

Fer adrei með gull og gersemar til sýslumanns, ekki heldur þess með húfuna.

Ég reyni eimitt að vera rosa kúl á svona mómentum eins og þegar ég sá Foster, fæ aumingjahroll vegna fólks sem flaðrar upp um þá sem eru "þekktir".  Gat því ómögulega farið að taka viðtal við hana.  Geriða næst

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 16:57

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að jafnvel að lækning í hinu magnaða bláa lóni sé of seint, of seint fyrir karlinn.  Sá nýlega mynd af honum með mömmu sinni og hann lítur mun verr út en meðal lík viku eftir greftrun um sumartímann.

Já Haukur minn það er mörg mannanna raunin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 16:59

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mannurinn minn er að fara á tónleika mep Keith og félögum í Patken 5. ágúst.

Edda Agnarsdóttir, 12.7.2007 kl. 19:02

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gott hjá honum, ég nenni hinsvegar ekki að sjá þá á breiðtjaldi úti við sjóndeildarhringinn.  Ég vil sjá þá álengdar úti á götu.  Híhí.  Af hverju ferðu ekki með?

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 19:03

9 identicon

Ég og systir mín vorum að storma upp Klapparstíg dag einn fyrir nokkrum árum og sáum að stórum jeppa hafði verið lagt upp á gangstétt. Eitthver hópir af köllum (3) og ein lítil kona lokuðu gangstéttinni milli búðar og bíls. Við sem erum Íslenskar breddur létum vaða inn í hópinn og ég ruddi köllunum úr vegi en systir mín stjakaði við konunni. Okkur fannst þau dónar og frekjur. þetta reyndist vera Pink og fylgdarlið sem við ruddum í burtu af gangstéttinni. Og urðum ekkert lítið hissa.Það er alveg spurning hver var frekjan og dóninn þarna.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2985791

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.