Leita í fréttum mbl.is

JAZZ, JÓMFRÚ OG FLEIRA

1

Ég og húsbóndinn drifum okkur á Jómfrúna í dag til að hlusta á pabba hennar Jenny, hann Erik Quick og hljómsveitina hans.  Það var yndislegt að sitja úti í sólinni, sem sýndi sig reglulega, drekka kaffi og hlusta á góða tónlist.  Foreldrarnir frá Svíþjóð voru með en voru að sálast úr kulda.  Eins gott að Jómfrúin býður upp á teppi til að vefja um sig.  Engin afneitun á íslenskri sumarveðráttu á Jómfrúnni, ó nei.  Jenny Una Errriksdóttir svaf allan tímann, ömmunni til hryggðar.  Edda Agnarsdóttir, vinkona mín frá gelgjunni og núverandi bloggvinkona var á staðnum og það var EKKI leiðinlegt að hitta þessa elsku.

Guð hvað það er erfitt að skrifa í skýrslustíl.  Síðan ég kom heim er ég búin að grilla, fá skádótturina í mat og til gistingar, Jenny er búin að koma ásamt mömmu í heimsókn og nú sit ég hér búin á því af því ég er svo mikil lufsa.

Þetta verður mín eina færsla í upptalningarformi, því lofa ég.

Hvar á að flokka þessa færslu?  Undir "skýrslur og aðrar heimildir", nebb sá flokkur ekki til.  Ok ég set þetta undir "vatnaballett" og "brauð og kökur".

Síjúdarlings!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Komin heim- takk fyrir síðast - skrifin þín eru  dagbókarform og heimildir. Það var gaman að sjá Jennslubarnið þótt hún væri hálf undir húfunni sofandi í kerrunni. Rosalega var gaman að hitta þig, fyrst sá ég þig koma labbandi og með manni og ég þekkti ykkur ekki - svo þegar maðurinn ætlaði að bjóða þér sæti stutt frá mér, þá bentir þú eitthvað annað um leið og þú snérir þér hálvvegis við og  ég hrópa í huganum ÞETTA ER JENNÝ og strax á eftir segi ég í hálfum hljóðum við manninn minn þarna er Jenný bloggvinkona - hann skildi náttúrlega ekki rass í bala!

Æi það er svo gaman að lifa!

Tónleikarnir voru æðislegir og sérstaklega meðan sólin skín.

Edda Agnarsdóttir, 16.6.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já hreinn unaður að sitja úti í sumrinu og hlusta.  Æðislegt að hitta þig Edda mín og nú gerum við alvöru úr alvöru hittingi, ég, þú og Inga.  Svo þurfum við nottla að drífa okkur á við Himnaríkishúsfreyjunnar í Skrúðgarðinn

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2007 kl. 20:48

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jessssss, jesssssssssss!

Guðríður Haraldsdóttir, 17.6.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband