Leita í fréttum mbl.is

ÉG FÉKK NÁNAST HJARTAÁFALL...

100

..þegar ég bar augum þessa frétt.  Sjúkkitt.  Þarna er verið að fjalla um vísindarannsókn sem bendir til þess að algengt sykursýkislyf, sem selt er undir nöfnunum Avandia og Avandamet, auki hættu á hjartasjúkdómum.  Lyfin eru notuð við sykursýki typu 2 og það var þar sem mér létti í minni sjúklegu eigingirni.  Ég er nefnilega með týpu I sem er insúlínháð og þar sem ég drakk á mig sjúkdóminn með því að eyðileggja brisið þá duga þessi lyf ekki á mig, þar sem ónýtt bris framleiðir ekkert insúlín.  En án gamans það er náttúrulega há-alvarlegt mál ef lyfin eru að auka líkur á hjartasjúkdómum.  Lyfið kom á markað fyrir átta árum og er notað til að halda blóðsykri í skefjum.  Það væri forvitnilegt að vita hvort þetta lyf er mikið notað hér.  Einhver???


mbl.is Vísbendingar um að algengt sykursýkislyf auki hættu á hjartasjúkdómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var sagt í útvarpsféttum að lyfið væri notað her en í litlum mæli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það eru alltaf að koma svona bakreikningar reglulega þegar lífsnauðsynleg lyf eiga í hlut.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2007 kl. 17:30

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Baldur!

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2007 kl. 19:34

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný ég hélt að áunnin sykursýki væri alltaf týpa 2. Svona lærir maður eitthvað nýtt alla daga.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.5.2007 kl. 20:53

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Í flestum tilfellum er það þannig.  Ég er svo HEPPIN að hafa fengið typu 1 "late onset"

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband