Leita í fréttum mbl.is

ÞAÐ ER BROSTIÐ Á MEÐ SUMRI..

..en þangað til í dag var vor í hausnum á mér og sumarið var í fjarlægri framtíð.  Ég held að það sé vegna þess að stóran hluta ársins er maður að bíða eftir sumrinu.  Ég hefði þess vegna getað beðið það af mér ef ekki væri vegna þess að ég mundi allt í einu í dag að sænsk vinkona mín, hún Inga-Lill er að koma næstu helgi í SUMARFRÍ til mín.  Þá seytlaði sumarið inn í vitund mína.  Merkilegt.  Annars er kalt, það verður að segjast eins og er.  Það er heldur ekki við öðru að búast við búum hér en ekki á Spáni.

Inga-Lill vinkona mín hefur verið í lífi mínu í yfir hartnær 30 ár.  Ég veit reyndar ekki hvernig lífið væri án hennar.  Ég vann stórt í happdrættinu þegar ég hitti hana.  Hún er prótótýpan af vinkonu, sálarlegur tvíburi og hún fer aldrei, sama á hverju gengur.  Hún ætlar að dvelja hjá okkur í hálfan mánuð. Úje.

Inga-Lill býr á Skáni.  Við sveitaveginn rétt fyrir utan Ystad.  Hinum megin við götuna er stórt engi þar sem rauður valmúinn blómstrar og gömul kirkja stendur í blómahafinu og það er bara svo fallegt!  Það er sá galli á gjöf Njarðar að sænsku flugukvikindin, þessar sem eru eins og fiskiflugur eru þarna í gengdarlausu magni á sumrin og ætla að æra mann með stöðugum árásum á andlitið á manni.  Þess vegna finnst mér best að horfa á heimilið hennar Ingu-Lill á mynd þegar fluguárstíðin gengur í garð.  Haust og vor eru fínir heimsóknartímar til þessarar bestuvinkonu minnar.

Nóg um það.  Nú tel ég niður, Sveriges alletiders flicka är på väg.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það verður gaman hjá þér að fá hana flugulausa

Hrönn Sigurðardóttir, 19.5.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Við verðum bara að búa til gott veður fyrir Ingu-Lill... og svo getur þú farið og sýnt henni Seljalandsfoss addna.. Skógarfoss líka...en þetta var örugglega ekki hann hjá henni Ásdísi

Pant hafa rét fyrir mér

Heiða B. Heiðars, 19.5.2007 kl. 21:06

3 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

þakka fyrir, Jenný og verði þér að góðu, greip þessa fyrirsögn hjá þér þar sem ég sit hér inni í hálfgerðu vorhreti fyrir vestan og úr varð einhverskonar vísa.

 

kveðja Halli

Hallgrímur Óli Helgason, 19.5.2007 kl. 21:22

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Halli minn, heiðurinn er mín megin. 

Heiða þú mátt hafa rétt fyrir þér, enda ég algjör fossarati.  Flott mynd af þér.

Hrönn mín ætla að vona að hún komi ekki með árana með sér.  Þá dey ég.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 21:26

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það verður gaman fyrir þig að fá vinkonu þína í heimsókn...

Kristín Katla Árnadóttir, 19.5.2007 kl. 21:29

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Annars veit ég nú ekki hvort þetta getur kallast sumar. Var úti að labba í sakleysi mínu í dag, þegar brast á með norðaustan stórsjó. Við áttum fótum okkar fjör að launa.

En erum heil á húfi bæði tvö - ef einhver skyldi óttast

Hrönn Sigurðardóttir, 19.5.2007 kl. 22:12

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hejsan vad bra det blir att få din väninda på besök.  Det är jätte kul.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2007 kl. 22:20

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk elskurnar.  Hér er meira segja talað tungum

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 23:04

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skánn er æðislegur, strendurnar hvítar, Bornholm ekki svo langt undan og allar fallegu byggingarnar út um allt.  Ég elska Svíþjóð!

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2007 kl. 00:15

10 Smámynd: Magnús Paul Korntop

ott að vera í Svíþjóð og varðandi flugurnar,duga eki flugnanet?

Magnús Paul Korntop, 20.5.2007 kl. 00:28

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú þau duga ef þú þekur allan skán með þeim.  Hehe þær eru allsstaðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2985894

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband