Leita í fréttum mbl.is

FIMM VILLURÁFANDI SÁLIR EI MEIR

22

Eins og ég blogaði um fyrr í dag þá biðu mín fimm símtöl þegar ég staulaðist á fætur.  Ég hringdi samviskusamlega í hringjendur og allir þessir vinir mínir ætluðu að segja sig úr þjóðkirkjunni með sama.  Mér fannst það ekki leiðinlegt.  Síminn hefur ekki stoppað og öllum er heitt í hamsi og ég tek það fram að mín fjölskylda ásamt vinum eru ekki upp til hópa trúlausir efahyggjumenn.  Venjulegt fólk með snefil af víðsýni er bara nóg boðið.  Að segja sig úr þjóðkirkjunni er einfaldlega gjörningur sem við getum framið til að sýna að okkur hugnast ekki viðhorf kirkjunnar manna þessa dagana.

Nóg sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Kæra Jenný . Eftir að hafa lesið skilgreiningu þína á Guði í pistlinum hér á unda, þá held ég að það sé rétt hjá þér að tilheyra ekki neinni kirkju. Þú segist hafa þurrkað út dónaleg ummæli manns hér í öðrum pistli neðar. En ég myndi ráðleggja þér að þurrka út Guðlastið í pistlinum hér á undan. Guð er kærleikur, en Hann er líka Heilagur.

Hann hefur líka tilfinningar, biblían segir að hann hryggist og reiðist. Ég held að þín skilgreining á Honum valdi frekar hryggð en reiði. Það er lítil víðsýni að hafa Guð að háði.

Með kærleikskveðju frá einum sem er ósammála þínu lífsviðhorfi.

Kristinn Ásgrímsson, 27.4.2007 kl. 17:56

2 Smámynd: Saumakonan

er ekki í þjóðkirkjunni svo ég get ekki sagt mig úr henni... en hef gaman af því að lesa pistlana þína

Saumakonan, 27.4.2007 kl. 17:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kristinn ég ber fulla virðingu fyrir skoðunum þínum og þú ert ekki dónalegur.  Það er ég ekki heldur.  Takk fyrir athugasemd.

Nei þetta er ekki keppni.  Þetta er yfirlýsing.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2007 kl. 18:51

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Jenný ég stend með þér....alltaf gaman að lesa þig.

Tómas Þóroddsson, 27.4.2007 kl. 20:23

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er búin að lesa færsluna tvisvar og fnn ekkert Guðslast! Kannski svona gáta eins og partners er stundum með á sínu bloggi?

Eftir því sem mér var sagt er Guð í öllu/m og allsstaðar. Það er svo skrítið með sumt trúað fólk að það vill alltaf vera að bola þessum Guði sínum frá hinu og þessu... og oftast einhverju sem stuðar þá sjálfa og þeir eru svo hrokafullir að bendla Guði við eigin rörsýn

Heiða B. Heiðars, 27.4.2007 kl. 20:34

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe ekkert Guðlast!! Nákvæmlega Heiða mín.  Ekkert af því sem ég nefndi er ljótt eða óguðlegt.  Fyrir sumum gæti þetta verið argasta klám og óþveri.

Tommi minn sömuleiðis dúllan mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2007 kl. 22:20

7 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Kæra Heiða. Kannski þekkir þú ekki Guðlast. Eitt af boðorðunum er þetta: "Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma"  Guð elskar homma, lesbíur, þá sem eru bisexuel. Síðasta sem ég vil, er að halda Guði frá fólki, sem þarf á Honum að halda. En að segja að Guð sé "allt þetta" er að segja að Guð sé syndari, og það er Guðlast.

Guð er heldur ekki bara einhver orka, Hann er persóna og við erum sköpuð í Hans mynd. Ég tala hér ekki af rörsýn, heldur sannfæringu sem byggir á þekkingu minni á Guði.

Bið þér Guðs blessunar.

Kristinn

Kristinn Ásgrímsson, 28.4.2007 kl. 07:19

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kristinn við tölum öll af okkar prívat og persónulegu sannfæringu. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 2985778

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband