Leita í fréttum mbl.is

Í BLÁUM SKUGGA

22

Jæja þá er það komið á hreint.  Jakob Frímann verður í 1. sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi.  Ég á kannski ekki að vera hissa yfir því að Jakob skuli finna sér farveg hjá hægri flokki en það kom mér á óvart að þessi eðalkrati færi yfir til Ómars og co. Mér hefur fundist eins og það væri einhver þingmannsörvænting að hrjá Jakob.  Eins og hann gæti ekki unað sér þar sem hann væri ekki í öruggu sæti.  Auðvitað vilja allir hafa áhrif en það er hægt að hafa þau án þess að sitja á þingi.  Nú stendur Jakob, pólitískt  í bláum skugga Íslandshreyfingar.  Verði honum að góðu.

036

Íslandshreyfingin hefur á sér einhvern kverúlantablæ og ég get ekki alveg sett fingur á hvað það er sem gerir þá að svona ótrúverðugum valkost að mínu mati.  Samt er margt ágætis fólk þarna innan um og saman við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það var sko Siggi Bjóla snillingur sem samdi og söng Í bláum skugga. Bannað að gefa öðrum kredit fyrir það ...

Guðríður Haraldsdóttir, 17.4.2007 kl. 21:53

2 Smámynd: Jens Guð

Það sem gerir Íhaldshreyfinguna - langt í land ótrúverðuga er m.a.  að Magga hefur á einni nóttu kúvent frá gömlu baráttumálunum:  Að fyrna kvótann og standa fyrir utan ESB.  Það er skrýtið,  eftir að hafa verið samflokksmaður hennar einmitt út á þessi atriði,  að heyra hana svona skyndilega snúa algjörlega við blaðinu. 

Jens Guð, 17.4.2007 kl. 22:02

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit það Gurrí mín.  Passar bara vel við.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 22:06

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehhe, var bara að nöldra ... enda mikið uppáhaldslag.

Guðríður Haraldsdóttir, 17.4.2007 kl. 22:59

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtikraftar eiga halda áfram að skemmta, afhverju vilja þeir fara í leikhúsið við Austurvöll?? nóg af liði þar.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 23:03

6 Smámynd: halkatla

ég er svo eftirá að það hálfa væri nóg.... ég fatta þetta ekki ég myndi ekki kjósa þennan flokk...

halkatla, 17.4.2007 kl. 23:16

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún hefur líka kúvent í flugvallarmálinu.  Var titluð varaborgarfulltrúi F listans í Borgarstjórn.  Var það ekki hún sem kærði Gunnar Örlygsson þegar hann yfirgaf Frjálslynda flokkinn og fór yfir til sjalla ?  Lítið er geð guma. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2007 kl. 00:20

8 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Reyndar er moggin búinn að rakka þá niður í svaðið. Bannað að koma með flokk til hægri.

Tómas Þóroddsson, 18.4.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 2985877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband