Leita í fréttum mbl.is

GLAÐSINNA OG ÓTRÚVERÐUG

711

Ég er eiginlega hálf eftir mig eftir viðtalið í Kastljósi við lögreglumanninn sem að eigin sögn "lokaði" máli Lindu (Baugalín) þegar hún fór ásamt systur sinni til að kæra kynferðislega misnotkun á þeim báðum.

Mér fannst vont að hann skyldi nefna sem ástæðu fyrir því að gera ekkert með málið hafi verið að hún hafi verið svo glaðsinna!  Hvað merkir það að vera glaðsinna í þessu tilfelli?  Sú staðreynd að kollegi hans var sá ákærði og hann þekkti hann, var ekki ástæða minnti manninn.  En upp úr stendur að þarna hittu þær stöllur fyrir eina af fyrirstöðunum í kerfinu sem fjöldi annara ofbeldisþolenda hafa mætt og hafa haft og geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 

Mér finnst vont ef fólk persónugerir ákveðna glæpi. Það er auðveldara að benda út um gluggann á þennan manninn og hinn manninn sem gerði börnum mein.  Ókunnugir menn. Við getum verndað börnin okkar fyrir þeim, oftast.  Þess ber þó að gæta að flestir misnotkunarglæpir gegn börnum eru inni á heimilunum, hjá ættingjum barnsins eða öðrum sem eiga að gæta þeirra. Það er nú sári sannleikurinn í málinu.

 En aftur að lögreglumanninum sem stöðvaði kæru Lindu og systur hennar.  Þarna var maður sem var einungis holdtekja viðhorfa sem ríktu á þessum tíma og eru vissulega enn við líði.  Þetta eru viðhorf karlaveldisins. Viðhorf sem konur hafa fengið ærlega að kenna á í gegnum tíðina þegar þær hafa kært heimilisofbeldi á sér eða börnum sínum eða orðið fyrir nauðgun. 

Ég er viss um að með svona umfjöllun eins og hefur verið í Kastljósinu og annars staðar um þessi mál þá eru lóð lögð á vogarskálar barnsins megin.  Kvennanna megin.  Það ber að þakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef sagt það annarsstaðar að ég finn ekkert í mínu hjarta til að finna til með þessum manni.  Ef hann hefði haft smá kærleika eða bara trú á börnum, þá hefði hann gert það sem hann sagðist hafa átt að gera.  Auðvitað átti hann bara að gera það.  Nú þarf hann að burðast með þetta á samviskunni, og hvenær fór sú samviska af stað.... núna þegar hann þurfti að standa frammi fyrir ákvörðun sinni?

það væri gaman að vita það, bara svona upp á vitneskjuna.  Vei ó vei mikil er skömminn.  Og fjandinn vorkenni honum, ég geri það hreint út sagt ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir með Ásthildi, misvitrir menn eiga ekki að geta tekið einir ákvarðanir í svona málum og börn og unglingar sem lenda í svona aðstöðu ætti að hafa aðgang að öðrum en löggunum, þeir gætu verið í vondu skapi eða of góðu.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2007 kl. 23:24

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei en stelpur þarna er það fyrst og fremst viðhorfið innan batteríisins sem gefur tóninn.  Látið ykkur ekki detta í hug að þessi lögga hafi verið einhver undantekning.  Þetta var og er enn að einhverju leyti svona ennþá. Sorry

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 23:39

4 Smámynd: halkatla

Mér fannst það hreinlega magnað að sjá loksins Baugalín, ég gleymi aldrei hennar bók og hún bjó mig bara undir sögu Telmu, en ég á eftir að horfa á þetta viðtal við lögguna. Þetta virkar ekki mjög sniðugur náungi, allavega hef ég ekki hugsað fallega til hans eftir lestur bókarinnar. Einsog hún lýsti þessu í viðtalinu sínu þá var það hann sem var glaðsinna, ef einhver var það...

ég hef tekið eftir mörgum undarlegum tendensum hjá lögreglumönnum þegar þeir eru að afsaka svona hluti í Kastljósinu eða annarsstaðar, það er einsog þeir eigi svo erfitt í starfinu að þeir bara megi ekki við því að opna sálina fyrir þessum hryllingi til viðbótar. Þessvegna hafa þeir líka brugðist og kerfið verður bara einhvernvegin að díla við það. Í raun er þetta ekki ósvipað og hjá kaþólsku kirkjunni, hún beitti allskyns þöggunaraðferðum bara svo að enginn færi að tala um brot prestanna og það lá engin illkvittni að baki, bara heimska. Þeir einu sem vissu þögðu - í því liggur samlíkingin.

halkatla, 27.3.2007 kl. 00:20

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nákvæmlega þögnin og skortur á vilja til að horfast í augu við hlutina eru undirrót vandans. Karlaveldið myndbirtist auðvitað í stofnunum eins og lögreglunni (gerði það amk) og í kirkjunni, einkum og sérílagi þeirri Katólsku. Svo má auðvitað draga fram hin múslimsku þjóðfélög þar sem réttindi kvenna og stúlkubarna eru engin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2007 kl. 00:31

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásthildur og Ásdís ég finn heldur ekki til með þessum manni en það er of mikil einföldun að persónugera hann sem vandamálið pc.  Þarna birtir hann bara viðhorf sem var til staðar og þetta veit ég gegnum mína vinnu með þolendum ofbeldis til margra ára.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2985804

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31