Leita í fréttum mbl.is

Þjóðin á þing - úje og allir glaðir í boðinu

Heiða vinkona mín og fleira gott fólk ætlar að bjóða sig fram sem hópur til stjórnar í Borgarahreyfingunni á komandi landsfundi.

Vefstjóri heimasíðu Borgarahreyfingarinnar hefur verið að lenda í tækni sem er kvikindislega stríðin eins og tækni ein getur verið, m.a. misst út eitt komment í umræðu á síðunni úr miðri umræðu.

Nú eru nokkrir dagar síðan hópurinn góði tilkynnti um framboð sitt til stjórnar og enn hefur ekki tekist að koma þessari tilkynningu inn á síðu hreyfingarinnar og því datt mér í hug að koma til aðstoðar og birta þetta hjá mér því skilaboðin eiga auðvitað erindi til allra sem áhuga hafa á málefnum BH og vilja jafnvel ganga í hreyfinguna til að vera þátttakendur í nýjum stjórnmálum á nýju Íslandi, þar sem allt er opið, frjáls og uppiáborðiliggjandi sýnilegt öllum.

Hér koma skilaboðin:

"Þjóðin á þing

Borgarahreyfingin var stofnuð af fólki með hugsjónir og væntingar um að koma á lýðræðislegum umbótum, réttlátara samfélagi með gagnsæjum vinnubrögðum og umfram allt, heiðarleika að leiðarljósi

Slagorðið “þjóðin á þing” er engin tilviljun. Það var valið vegna þess að vildum að þjóðin fengi rödd inni á Alþingi Íslendinga. Þinghópur hreyfingarinnar var hugsaður sem brú frá grasrótinni þangað inn.

Að okkar mati hefur það mistekist.
Þess í stað hafa hugsjónir, stefna og kraftur hreyfingarinnar týnst í deilum og óánægju á alla kanta.

Við sem undir þetta ritum erum stolt af Borgarahreyfingunni eins og hún var hugsuð. Í stað þess að gefast upp fyrir þeim mistökum sem gerð hafa verið langar okkur að leggja okkar að mörkum til að hreyfingin finni uppruna sinn á ný og að vegur hennar verði sem mestur.

Þess vegna ætlum við að bjóða fram krafta okkar til stjórnar Borgarahreyfingarinnar.

Við komum fram sem hópur og gerum okkur vonir um að fá stuðning sem slíkur. Engu að síður bjóðum við okkur hvert og eitt fram til starfsins sem einstaklingar.

Sem hópur höfum við sett saman grunn að stefnu þeirri sem við munum fylgja í störfum okkar og hana má skoða hér: Þjóðiná þing - framboð til stjórnar

Við munum kynna stefnuna nánar á næstu dögum og á landsfundi hreyfingarinnar.

Ásthildur Jónsdóttir, Bjarki Hilmarsson, Björg Sigurðardóttir, Guðmundur Andri Skúlason, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Sigurðsson, Heiða B. Heiðarsdóttir, Ingifríður Ragna Skúladóttir, Jón Kr. Arnarson, Lilja Skaftadóttir, Sigurður Hr. Sigurðsson og Valgeir Skagfjörð."

Ég veit að allir meðlimir hreyfingarinnar fagna þessu framtaki mínu.

Ásamt því að allir miðlar að vefsíðu BH undantekinni hafa verið duglegir að segja frá þessu.

Ekkert að þakka elskurnar mínar.

Geri bara mína "borgaralegu" skyldu.  Móðir Theresa hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dúa

Ég skráði mig áðan í Borgarahreyfinguna

Dúa, 4.9.2009 kl. 11:46

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Djöfull er ég ánægð þig Dúa xxxx Ég ætla bara rétt að vona að þú komir og kjósir MIG :)

Heiða B. Heiðars, 4.9.2009 kl. 12:09

3 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Rosalega líst mér vel á að fá ykkur með í endurreisnina.

Jón Kristófer Arnarson, 4.9.2009 kl. 12:29

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Heiða er hin mætasta kona og margt ágætis fólk með henni, en samt grunar mig að þetta sé vonlaust dæmi hjá þeim. Viðbrögð vefstjóra Borgarahreyfingarinnar lofa ekki gömlu og þingmennirnir munu eflaust gera áfram það sem þeim dettur í hug...

Svala Jónsdóttir, 4.9.2009 kl. 12:54

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Lofar ekki góðu... átti þetta að vera. :)

Svala Jónsdóttir, 4.9.2009 kl. 12:54

6 Smámynd: Dúa

Hver er þessi Heiða?

Mér finnst hugsjónirnar og það sem hreyfingin lagði upp með þess virði að taka slag fyrir það, þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Þá meina ég bilið sem varð milli grasrótar og þinghóps. Hreyfingin er rétt að taka á sig formlega mynd og rétt að gefa henni séns á að setja sér reglur og samþykktir áður en alveg er gefist upp. Þingmenn koma og fara en vonandi er hreyfingin komin til að vera.

Dúa, 4.9.2009 kl. 13:05

7 identicon

Þetta er ágætis tilraun hjá Heiðu &co að reyna þetta. En... klækjastjórnmál eru á Eloskala yfir 200. Það þarf bæði að vera með tögl og hagldir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 13:08

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hva - Jenný - hætt að vera Vinstri Græn?!!!!

Ef Heiða færi í kjör hjá Samfylkingu og Dúa hjá Sjálfstæðisflokki - hvernig mundirðu blogga um það?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.9.2009 kl. 14:32

9 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Gísli, ég held að við viljum ekki endilega vera klók og sættum okkur alveg við að Elo stigin séu ekki mörg.  (Hitt get ég sagt þér samt að Iq talan er há í þessum hópi, tómir snillar auðvitað.)

Það er misskilningur ef fólk heldur að það sé verið að búa til hryggi, ása eða blokkir með þessu framboði.  Þetta er framboð 12 einstaklinga í 7 stjórnarsæti.  En við höfum sömu sýn á hvar framtíðin liggur hjá Borgarahreyfingunni og setjum það sameiginlega frá okkur.  Þetta eru þau markmið sem við munum vinna sameiginlega að ef einhver okkar ná kjöri í stjórn.  Þau okkar sem ekki fara í stjórn munu svo vinna eftir þeim sem almennir félagsmenn.  Sennilega eitthvað sem ekki er eftir kokkabók klækjastjórnmála samt.

Ég efast ekki um að fleiri væntanlegir frambjóðendur geti svo tekið undir sýn okkar og það er bara gott.  Held að færri séu með þá sýn flokksræðis og einræðis sem mér finnst ég lesa úr skrifum Lísu Bjarkar.  Enda skilst mér á henni að hún sé hvorki í Borgarahreyfingunni né hafi kosið hana.  Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að hennar sýn á stjórnmál og það að pólitík eigi að vera ólýðræðisleg, eigi ekki marga fylgjendur í Borgarahreyfingunni.  Sem breytir því ekki að sú sýn getur hentað ágætlega í örðum stjórnmálahreyfingum.

Jón Kristófer Arnarson, 4.9.2009 kl. 15:05

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lísa: Slakaðu á, þú einokar alla umræðu.

Jón Kristófer: Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2009 kl. 15:34

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já og Lísa, varðandi spurninguna um hvernig ég myndi blogg ef Dúa færi sí og Heiða svo, þá myndi ég gera það svona:

Dúa gefur kost á sér í kjöri til stjórnar í Sjálfstæðiflokknum.

Heiða hjá Samfylkingu.

Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2009 kl. 15:46

12 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þú mátt eiga það Jenný að það er alltaf gaman að bloggast við þig - witty woman - hvort sem við erum á öndverðum eða ekki......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.9.2009 kl. 15:54

13 Smámynd: Ásthildur Jónsdóttir

Velkomnar Dúa og Jenný Anna.  Hlakka til að sjá ykkur á landsfundi.

Ásthildur Jónsdóttir, 4.9.2009 kl. 16:10

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verð að segja það hér, að ef Frjálslyndi flokkurinn dettur uppfyrir, þá var Borgarahreyfingin næsti kostur.  En þetta brölt fram og til baka, hefur sett það á hold.  Ég er klár á að allt þetta fólk er ágætis manneskjur.  Málið er bara að þið hafið ekki mótað neina heildstæða stefnu um hvert þið stefnið.  Og einhver óljós skilaboð um að hinir hafi ekki staðið sig, sem ég er reyndar ekki sammála, finnst þau hafi staðið sig vel miðað vil allt, þá er þetta vonlaust dæmi.

Fyrst er að setja saman heildstæða stefnuskrá, og síðan að fylgja henni eftir.  Ég hef sagt það áður að þetta er mjög erfitt, því ný framboð fá ekki þann hljómgrunn og athygli sem þau eiga skilið.  Í öðru lagi gera fjórflokkarnir allt til að bæði gera svona framboð ótrúverðug og helst kæfa alla umfjölllun um þau.  Þetta þekki ég vel frá Frjálslynda flokknum, sum ykkar hafa enda spilað með í því að ófrægja flokkinn og ætla honum allt það versta. 

En þið verðið fyrst og fremst að standa saman, þið þurfið að læra af sundurlyndi míns flokks, og læra líka að taka ekki hvaða framagosa og vonabí inn til ykkar, það er fullt af fólki þarna úti, sem hugsar sér til góða að ganga inn í svona hreyfingar, hugsandi fyrst og fremst um sjálfa sig og sinn frama.  Það þarf að varast svona manneskur.  Í sjálfu sér ætti svona framboð að fá gríðarlegt fylgi vegna allrar óánægjunnar sem er í samfélaginu, svo þið getið spurt ykkur sjálf, hvað er að?  Getur það verið innri áánægja ykkar sjálfra, eða er það þöggunin og gleypigangurinn í fjórflokknum.

Ég óska ykkur alls hins besta, og vona að þið náið að verða heildstæður góður flokkur grasrótar sem nær að koma saman trúverðugri málefnaskrá og virkilega komið fram sem fólk alþýðunnar í landinu.  Þetta var og er markmið Frjálslyndaflokksins, en þið sjáið hvernig fór fyrir honum.  Ég þekki mjög vel þau innri mál hans.  Og sýnist að þetta sama ólán sé að gerast milli ykkar.  Ekki láta það gerast.  Heldur standið saman.  Ég vona svo að minn flokkur nái vopnum sínum aftur og saman getum við áorkað einhverju góðu í framtíðinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2009 kl. 16:54

15 Smámynd: Ásthildur Jónsdóttir

Cesil, gaman að sjá þig í umræðunni. 

Ég held reyndar að þessi greining þín á því sem miður fór hjá ykkur Frjálslyndum sé í meginatriðum röng.  Þar komust reyndar inn egóistar og rasistar og af því að enginn innan flokksins gagnrýndi nýju hræðsluáróðursstefnuna tóku þessir aðilar yfir og því fór sem fór.

Lýðræðisleg og hreinskilin umræða um mistök eða breytt vinnubrögð hlýtur að leiða til betri samskipta.  Eða það er allavega mín bjargfasta trú.  Ég vil sjá Borgarahreyfinguna verða aftur það sem ég skráði mig í fyrir kosningar.  Heilbrigð og heiðarleg skoðanaskipti.

Ásthildur Jónsdóttir, 4.9.2009 kl. 18:18

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er reyndar ekki alveg rétt hjá þér með að engir hafi gagnrýnt stefnuna, málið er að það sem við vorum að reyna að gera var að benda á það sem nú er að koma í ljós, að það var hreinlega ekki allt í lagi með að hleypa svona mörgum inn á sama tíma.  Við vöruðum við því að það væri ekki hægt að fylgjast með því sem væri að gerast.  Og við sögðum líka að atvinnurekendur væru vandamálið ekki innflytjendur.  Guðjón Arnar var vel inn í málefnum útlendinga, hann á pólska fjölskyldu að frá hlið konunnar sinnar, og margir höfðu haft samband við hann vegna ýmissa örðugleika við óprúttna atvinnurekendur, sem loksins núna er viðurkennt af stjörnvöldum.  En einnig meira eftirlit með þeim sem koma inn í landið, eins og hefur sýnt sig núna að glæpaklíkur koma hér án þess að þurfa að sýna sakarvottorð og setja glæpi í nýjar hæðir.  Útlendingar vilja hafa þetta eftirlit, því þeir gera sér grein fyrir vandanum.  Það hef ég eftir fjöldan allan af viðtölum við fólk af erlendu bergi brotið.  Þeim finnst það bara sjálfsagt mál.

Það hefur ekkert með gott fólk að gera sem hingað kemur til að vinna eða læra.  Við verðum að fara að læra að það þarf að taka þessa umræðu.  En ekki á þann hátt sem sumir innan okkar raða gerðu, og heldur ekki eins og allar okkar umræður voru túlkaðar. 

Ég hef starfað mikið með fólki erlendis frá, frábæru fólki sem vill setjast hér að og leggja sitt af mörkum til samfélagsins.  Suma af þeim hef ég aðstoðað við að setjast hér að.  Þau skilja ekki alveg þessa rasistaumræðu, því þau vita sem er að allstaðar vilja menn varkárni.  Og í dag er landið okkar lokað fyrir öllu öðru fólki en frá Evrópu.  Foreldrar ömmu og afar frá miðAmeríku eiga afskaplega erfitt að fá leyfi til að koma í heimsókn.  Ég nenni ekki að fara ofan í þá sálma hér.

En það þarf svo sannarlega að taka til og skoða málefni útlendinga, og þá á ég við líka þeirra sem er hafnað og gert nær ómögulegt að heimsækja fólkið sitt hér. 

Það er því ekki eins og þú segir að greining mín sé í meginatriðum röng.  Hún var mistúlkuð og okkar fólk fékk sárafá tækifæri til að leiðrétta ósköpin.  Enda voru hrópin svo hávær að ég hef aldrei vitað annað eins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2009 kl. 18:39

17 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Borgarar! Kjósið Þriðja Arminn á komandi landsfundi XO...

http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/942954/

Friðrik Þór Guðmundsson, 4.9.2009 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2985719

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.