Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Föstudagur, 28. mars 2008
Að gefnu tilefni
Nýju "Season All" kryddstaukarnir eru með loki sem á að opna efst, vitið þið. Sko það á ekki að skrúfa tappann af eins og á gömlu týpunni. Þeir sem það gera, gætu átt á hættu að missa úr stauknum eins og hann leggur sig, t.d. yfir alla steikina sem er uþb að fara í ofninn. Það var sko kona sem ég þekkti sem lenti í því. Hún var utan af landi.
Svo vil ég koma því á framfæri við Fluvuna, að læknirinn var andlitslaus, þ.e. hann var ekki með exem á enninu. Get ekki farið nánar út í lúkkið á honum, því hann les bloggið mitt, karlinn sá.
Ójá.
Farið varlega í nóttinni.
Síjúgæs!
Cry me a river.
Kryddfrömuðurinn Jenný Anna
Bloggar | Breytt 29.3.2008 kl. 07:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Föstudagur, 28. mars 2008
Aljör B-O-B-A - BOMBA
Þrátt fyrir bágt heilsufar og almenna öldrun, sem ég stríði við af og til, þarf ég að fara í útréttingar. Lesist auðvitað; á leið til læknis, nema hvað?
Þá þarf að huga að áttfitti sem dregur fram fegurðina (sem kemur að innan, stendur í biblíunni), mála mig, og klæða mig til heilsu. Ég er góð í því.
Hugs, hugs, fyrir framan troðfullan fataskápinn, sem hefur beinlínis tútnað út eftir Londonferðina í janúar og góður hluti innihaldsins er enn með miðunum á. Hm.. í hvað skal fara. Onassissdragtin er tekin út og skoðun. Já það er hægt að skoða gaumgæfilega svarta dragt. Ætti ég að demba mér í Jackie? Húsbandið segir að þegar ég klæðist henni, líti ég út eins og kona sem seldi hlutabréfin sín í FL-Group ÁÐUR en þau féllu. Það gæti virkað.
Eftir að hafa farið í gegnum diverse klæðnaði verður Jackie fyrir valinu. Svartar sokkabuxur, svartir skór og okkurgulur klútur um háls, af því að frumburður segir að ég líti út eins og grísk grátkona, brjóti ég ekki upp svertuna.
Nú, ég steðja inn á bað. Blæs hár, blásí,blásí. Ég skoða mig gagnrýnin í speglinum. Ok, so far so good. Nú er það sparslið. Málí,málí. Ég mála augnahárin upp í heila, svo ég geti dinglað þeim framan í doksa. Varaliturinn er smurður á, ég fer í sleik, ok ég kyssi spegilmynd mína, yfirkomin af hrifningu. Kannski ekki alveg en sirka bát.
Svo bíð ég eftir einkabílstjóranum og reyki í rólegheitum. Ég er droppdeddgjorgíus"
Ég velti fyrir mér af hverju mér er fyrirmunað að klæðast öðru en gráu og svörtu. Oh ég er svo mikil týpa. Fólk er að segja mér að ég sé íhaldssamari en fjandinn fimmtugur. Og þá man ég að ég keypti mér einu sinni köflóttan kjól, úr höri í gömlu góðu Evu, guð blessi hana Mörtu, og ég fór í honum í afmæli. Hann krumpaðist upp í heila og það sáu það allir. Hefði hann verið svartur, þá hefði hann runnið saman við svörtu sokkabuxurnar og ég hefði haldið kúlinu. Fyrir utan að það er beinlínis glatað að geta ekki fengið tertur í fangið og allskyns drykki, án þess að þurfa að fara heim úr partíinu.
Nú eru allir karlkynslesendur mínir annaðhvort lagstir í rúmið af leiðindum eða þá komnir með meirapróf á blúndulagaðar hugsanir kvenna á Íslandi anno 1952-2008.
Meijúrestinpís.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 28. mars 2008
Í spennitreyju á víðavangi
Hér á átakasvæðinu Breiðholti er allt með kyrrum kjörum, kl. 08,26 að staðartíma. Hér hefur ekkert verið skemmt, allir gluggar eru óbrotnir og að þessu sinni liggja engin fórnarlömb átaka við útidyrnar mínar.
Þegar Breiðholtið var byggt, var það kallað Gólanhæðir, eftir einu af átakasvæðunum í Ísrael. Nú eru flestir búnir að gleyma því, en ekki ég, og þrátt fyrir búsetu mína hér í Seljahverfi, þá er ég með bullandi fordóma út í viðkomandi svæði. Enda er ég borinn og barnfæddur Vesturbæingur og áður en ég hafnaði hér, fór ég helst ekki yfir Rauðará. En enginn veit sína ævina og allur sá ballett.
Ég hef fengið það í andlitið, oftar en ég hef tölu á, að manni er vísast að vera spar á yfirlýsingarnar sem fela í sér fullyrðingar eins og alltaf og aldrei. Ég var lengi vel mikill yfirlýsingsérfræðingur og fullyrti gjarnan að:
Ég ætlaði aldrei að hætta að reykja.
Ég myndi aldrei búa í Breiðholtinu.
Ég ætlaði aldrei að blogga (hafði reyndar aldrei lesið blogg).
Ég ætlaði alltaf að búa í Vesturbænum.
Og ég ætlaði aldrei að verða alkóhólisti og því síður sykursjúk.
Ég ætlaði líka alltaf að kjósa Alþýðubandalagið (nokkrir tæknilegir örðuleikar á því gott fólk).
Og ég ætlaði alltaf að búa í Gautaborg
En svo "varðaði" það öðruvísi. Hlutirnir æxluðust þannig að ég bý í nokkuð örguggum hluta Gólanhæða, en mér er satt best að segja, hætt að standa á sama.
Ég myndi eyða ævinni íklædd spennutreyju ef ég yrði tekin með ofbeldi og látin inn í bíl og það yrði spænt með mig áleiðis til Keflavíkur (ég meina Keflavíkur!!) eða í Þvaglegginn.
Þá myndi standa í Mogganum: Kona íklædd spennitreyju fannst á víðavangi.
Ég ætla aldrei að láta það gerast.
Ég er farin að líta í kringum mig.
Minn elskaði vesturbær; hír æ kommmm!
Úje og amen á eftir efninu.
Þrír rændu manni í Breiðholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Bæklaður og lyklalaus bakari
Ég er að missa glóruna, ég sver það. Hér húki ég á fimmta degi eða eitthvað, án þess að komast út úr húsi, með bronkitiz í annað skiptið á stuttum tíma. Ekki segja, þú ert ansi oft lasin. Ég veit það og ég veit út af hverju. Ég á að hætta að reykja og hananú. Verst að það er of langt þangað til, eða þ. 12. maí (á afmælinu hans Olivers). Það er ekki hægt að fokka endalaust með dagsetningar og þess vegna neyðist ég til að hanga á rettunni þangað til.
Það misheppnast allt hjá mér í dag.
Ég er búin að týna þvottahúslyklunum.
Ég ákvað að baka kanilsnúða og þá vildi ekki betur til en svo að ég gleymdi að vekja gerið. Ég er vön að garga; vaknaðu ger, vaknaðu, (Hrönnsla mannstu?) en nú gleymdi ég því og kanilsnúðarnir kolféllu. Hlýtur að vera vegna gers í dvala.
Ég rak mig illilega í borðstofuborðið, hornfjandann á því, nánara tiltekið og nú haltra ég um allt.
Hvað segist um lyklalausan og bæklaðan áhugamannabakara? Paþettikkkk!
Já húslyklarnir eru á þvottahúskippunni.
En það má einu gilda, ég fer andskotann ekki neitt.
En á morgun kemur fínn dagur. Hún Jenný Una kemur til gistingar og þá gleymi ég sorgum mínum.
Farin að reykja. Vonandi læsi ég ekki svaladyrunum á eftir mér. Til vonar og vara tek ég símann með mér. Það hlýtur að vera fólk að handan að gera líf mitt að skemmtilegri upplifun.
Þetta var svona dagur.
Júllíjæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Önnur hauskúpa fundin
Ég ætla rétt að vona að þessi sem aldursgreinir nýfundinn hluta úr hauskúpu á norður-Spáni, sé færari í djobbinu en starfsbróðir hans hér á Íslandi sem "aldursgreindi" hauskúpuna af Birni Grilli í síðustu viku. Hann misreiknaði sig um þetta ein 60 ár eða svo.
Hauskúpuhlutinn telst vera tólfhundraðþúsund ára gömul. Hm.. rosalega er það óld.
Annars hef ég verið með martraðir út af þessu máli.
Að tala um að bera beinin, alla leið upp í sumarbústað til einhvers fólks.
Úff, hver veit hvað gert verður við mann, eftir að búið er að kistuleggja. Er maður ekki neyddur í þá athöfn, dauður og ósjálfbjarga, hvort sem ætlunin er að grafa eða brenna?
Annars finnst mér ekki gerandi grín að þessu máli. Þó að auðvitað sé ekkert hafið yfir húmor, en viðhorfið gagnvart geðsjúkum á síðustu öld, kristallast í þessari meðferð á Birni. Hann hefur ekki verið greftraður. Bara gefinn lækni til rannsókna og annarra nota.
Hva; þó einn Kleppari fái ekki einu sinni jarðaför.
Frussssss
Fornar leifar manna finnast á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Hvað finnst þér?
Um hana þessa?
eða þessa?
Er ekki alltaf verið að tala um að jafnrétti sé náð svona nokkurnveginn?
Allt í góðu, virðingin fyrir konum alveg á góðu róli og staða konunnar öll önnur nú á síðustu og bestu?
Jájá, sæl.
ARG
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Prótótýpan af valdhroka..
..er Árni Mathiesen, fjármálaráðherra.
Ég hef aldrei náð þessum manni, finnst hann ekki eiga erindi í pólitík. Maðurinn er einfaldlega alveg ferlega ósímpatískur. Og ekki orð um það meir.
Valdhroki er landlæg veiki í íslenskri pólitík. Sá sem slær allt út þessa dagana í téðum sjúkdómi, er samt dúllurassinn hann Árni.
Nú vogar hann sér að draga hlutleysi umboðsmanns Alþingis í efa, af því að honum hentar ekki hvernig umboðsmaður setur fram spurningar sínar varðandi veitingu embættis héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóms Austurlands.
Ég þekki ekki marga, né hef ég lesið margar víðtækar varnarræður til stuðnings þessari embættisveitingu nema auðvitað frá þeim sem fyrirsjáanlegt var að myndu verja hana.
Fólk vill einfaldlega fá svör. Þetta mál lyktar illa en ég tek fram að ég hef enga skoðun á manninum sem var ráðinn, enda snýst þetta ekki um hans persónu heldur um embættisveitinguna sem slíka.
Andskoti sem mér finnst að fjármálaráðherrann ætti að snúa sér að öðru.
Og á meðan hann gerir það, má hann taka kúrs í lýðræðislegum vinnubrögðum og kannski temja sér virðingu fyrir umbjóðendum sínum.
We the m-f people.
Ójá.
Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Alkinn ég saklaus í þetta skiptið
Getið þið ímyndað ykkur 24,8 milljónir lítra af vökva?
Erfitt? Ekki svo rosalega, en þetta er gífurlegt magn.
Þetta magn rann ofan í áfengisþyrsta Íslendinga á s.l. ári. Ómægodd.
En góðu fréttirnar eru að undirrituð á ekki dropa af brennivínsflóðinu mikla á nýliðnu ári.
Það er af sem áður var.
Dagskammtur hjá mér, síðustu tvö árin sem ég drakk var:
4-6 bjórar á góðum degi, meira um helgar.
Stundum var vínlistinn poppaður upp með rauðvíni ásamt dassi af pillum.
Það þarf enginn að vera hissa þó sumir hafi ætt í meðferð.
Ef ekki þá hefði þessi tala verið mun hærri og það væri mér að kenna.
Jesús minn, íslenskt þjóðarbú á mér ýmislegt að þakka. ´
Ég væri enn að fokka upp sölutölum bæði í Ríkinu og hjá lyfjaframleiðendum.
Hm..
Ég er að minnsta kosti edrú og síðast drakk ég brennivín í ágúst 2006. Svo fuku pillurnar í kjölfarið.
Úúújeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee
Péess dagsins er sú staðreynd að SUMIR áttu það til að biðja um nótu í Vínbúðinni, til að láta líta út fyrir að verið væri að versla fyrir fyrirtæki. Þvílíkur plebbismi og alkarugl. Þetta var ekki ég sko, ónei, heldur kona sem ég þekki, hehemm.. sko frænka mín - utanað landi.
Áfengissala jókst um 7% á síðasta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Samdráttaruppskriftir
Íslenska ríkisstjórnin hefur sett niður sína síðustu kartöflu í mínum garði. Þeir ætla ekki að grípa til neinna aðgerða í efnahagsmálum og við meðaljónarnir fáum auknar byrðar að bera.
En af því að það er minnst á kartöflur.
Kartöflur voru fátækramanns matur í Svíþjóð í denn. Þær voru soðnar, steiktar, bakaðar og eimaðar, og í beinu framhaldi bæði étnar og drukknar.
Nú þegar stórmarkaðirnir hækka innflutta matvöru um 15% eða meira þarf að nota útsjónarsemina.
Við förum í kartöflurnar.
Ég kann að búa til kartöflubollur, kartöfluklatta, kartöfluköku plús allt hitt sem allir kunna. Maður var ekki búandi í Svíþjóð fyrir ekki neitt.
Ég er að hugsa um að opna neytendasíðu. Þar sem samdráttaruppskriftir verður að finna. Aldrei að vita nema það komi sér vel. Bónus jr. er búinn að segja okkur að herða sultarólina.
Öryrkjar, eldriborgarar og fólk á strípuðum töxtum; herðið, herðið, herðið. Það er verið að tala við ykkur börnin góð.
Ég er farin að stinga upp kartöflufjandann hans Geirs H. Haarde. Þessa síðustu sem hann setti niður í mínum garði.
Heyrurðu það kartöfluhöfuð?
Ælofitt.
Úje.
Kartöflunni kippt inn í 21. öldina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.3.2008 kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Sorpsnepill
Hið danska Se og Hör leitar með logandi ljósi að 15 ára gömlu stúlkunni, sem Jeppe Kofod, þingmaður, misnotaði um páskana og leiddi til þess að hann sagði af sér talsmannadjobbinu. Se og Hör vilja fyrir hvern mun ná tali af stúlkunni til að setja lífsreynslu hennar í blaðið.
Það þýðir lítið að fá tryllingskast út í bölvuðekkisens sorpblöðin, því fólk kaupir þau og étur allt upp til agna sem í þeim stendur.
Ég sé stundum nokkurra ára gömul blöð á biðstofum hjá læknum og verð þá margs fróðari. Þar er ég sek.
Þar fyrir utan lít ég aldrei á Séð og Heyrt, hið íslenska. Hvað þá heldur að ég færi að kaupa það og styðja í leiðinni útbreiðslu kjaftablaðsins.
Svo veit ég um fólk sem elskar að vera í blaðinu, hringir meira segja og biður um að blaðamaður verði viðstaddur þetta og hitt. Þannig var það amk.
En það þýðir lítið að frussa af vanþóknun. Blöðin eru keypt og þess vegna koma þau út.
Þau uppfylla Leitisgróuelementið. Fuss og svei.
Ég lofa hér með, að skoða frekar Tímarit Mjólkurfræðinga, næst þegar ég þarf til læknis.
Algjört loforð.
Frrrrrrrrrrrrrrrrrussssssssssssss
Ég er í banastuði. Hvað á ég að taka næst?
Hm.. fer og tékka á hvað er að gerast í þjóðfélaginu.
Síjú.
Framganga Se og Hør" fordæmd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr