Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Mánudagur, 31. mars 2008
Bölvuð meðalmennskan
Það er tónlist, tónlist, tónlist úr öllum andskotans áttum. Þið fyrirgefið en ég er smá pirruð. Bubbafríinu er lokið, hann er að fara að halda tónleika í Austurbæ, 2500 kr. miðinn, gamalt og nýtt á kassagítar. Maðurinn er óþreytandi. Hann er kannski blankur. Ók, hann er svona göfugur, vill endilega leyfa okkur örfáu sem höfum misst af honum á hverjum degi í fjölmiðlum, í sjónvarpinu eða útvarpinu, tækifæri til að uppfæra í okkur Bubbaelementið. Sumir þekkja aldrei sinn vitjunartíma.
Fyrirgefið á meðan ... þið vitið hvað og já þetta fer í taugarnar á mér. Mun leita mér hjálpar. Gremja skilar litlu ef nokkru, en þetta er mitt blogg og ég má.
Sjálfsdýrkendur fara í taugarnar á mér. Madonna ætlar að endurgera fokkings Casablanca, stemmingsmynd og klassíker, sem er ekki einu sinni stórbrotið listaverk, jú í samspili ljóss og skugga kannski, með sjálfa sig í hlutverkinu sem Ingrid Bergman var í. Halló vúman, farðu og fleygðu þér.
Og Júróvisjón. Ómægodd, ég er örugglega ekki best til þess fallin að sjá út hvað er vænlegt til sigurs í þessari ömurlegu lagakeppni, en ég er nokkuð viss um að við ríðum ekki feitum hesti frá þessari í ár og reyndar gæti mér ekki verið meira sama. En kæru keppendur fyrir Íslands hönd. Það nægir ekki að sleppa dönsurunum úr atriðinu. Sleppið laginu og sjálfum ykkur líka og við skulum tala saman.
Svona get ég orðið pirruð yfir litlu. Fjandinn fjarri mér að ég sé að svekkja mig yfir því, ég er dauðfegin að við skulum eiga meðalmenn í kippum, líkt og aðrar þjóðir, sem tilvalið er að pirra sig á. Bjargar heilmörgu.
Af hverju var Bjartur hennar Andreu ekki valinn í þessa guðsvoluðu keppni?
En að annari og skemmtilegri sönglist.
Ábreiðukeppnir eru svo sem ekki merkilegar pc en American Idol er fínt. Flottir söngvarar og Simon Cowell "for starters".
Þessi er til að hrópa húrra fyrir.
Mílæk.
Ég hálf skammast mín fyrir pirringinn, en ég læt hann flakka. Njótið vel, elskurnar. Svona er ég góð.
Ó já, meðan ég man svo ég verði ekki kærð fyrir óviðeigandi tengingu við frétt! Stones, Stones, sko Rolling f... Stones.
Úje
Scorsese filmar Stones | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 31. mars 2008
Reikningsraunir alkans
Ég er stundum ekki alveg í lagi. Það játast hér með. Ég nefnilega stend mig að því að gera vandamál úr ótrúlegustu hlutum.
Eins og snúruafmælið mitt. Hvernig á ég að telja edrúmennskuna? Voðalegt vandamál, en það fannst mér í morgun a.m.k. þegar ég var að velta fyrir mér edrútímanum mínum.
Hm... ég drakk áfengi síðast um verslunarmannahelgina 2006. Nei ég var ekki á útihátíð, ekkert svo stórfenglegt og dramatískt, ég var heima hjá mér og orðin svo veik að ég sá ekki fram á að lifa mikið lengur. Ég gat ekki sofið, martraðirnar voru skelfilegar og ég gat ekki vakið því raunveruleikinn var beinlínis kvalafullur. Ég sat og starði á stofuvegginn og beið eftir að hann opnaðist, eða réttara sagt að ég var að gæla við hugmyndina um að ég myndi detta niður dauð.
Svo hætti ég að drekka. En þá voru pillurnar eftir. Það var erfiðara. Sykursýkinn sló mig í hausinn og ég grenntist um 20 kg. á mettíma. Allur pillu og bjórlopinn rann af.
Ég fór á Vog 5. október 2006. Síðan hef ég verið edrú, mínus 12 daga í janúar þegar ég féll í pillurnar. En.. inn á Vog hentist ég aftur og náði eitrinu úr mér á 11 dögum. Takk Vogur fyrir lífgjöfina enn og aftur.
Sko, nú er ég búin að misþyrma lyklaborðinu með þessum smámunum, hvernig skuli telja. Frussss!! Eins og það skipti máli. Það sem skiptir máli er dagurinn í dag og hversu þakklát og glöð ég er að vera á lífi, edrú og fær í flestan. Fyrir utan flensur og reykingahósta auðvitað.
Hm.. ég hef verið edrú frá 4. október 2006 mínus 12 dagar. Hva?
Er það ekki málið?
Ég segi það, gerðu úlfalda úr mýflugu Jenný Anna á meðan heimurinn rambar á barmi örvæntingar.
Og svo skrifaði ég lista fyrir verslunarferðina á morgun. Hann var langur og ég var sátt.
Ég er það ennþá.
Flott útsýnið á minni snúru.
Úje!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Mánudagur, 31. mars 2008
Hvatning til borgaralegrar óhlýðni
Við Íslendingar eru góðir í að kvarta og kveina yfir hlutum sem vissulega geta betur farið. Við erum tuðskjóður, eins og amma mín hefði sagt.
En aðgerðir til að breyta vondu ástandi, eins og t.d. verðhækkunum, byrja og enda yfirleitt með kvartinu og kveininu. Á kaffistofum, í eldhúsum, hvar sem fleiri en einn koma saman (þar er mótmælafundur hehe), er nöldrað og rosalegri orku er eytt í það.
Núna eru vörubílstjórar búnir að taka listform Íslendingsins, að mótmæla ofan í bringuna á sér, upp á æðra plan. Þeir eru að gera eitthvað í málunum. Borgaraleg óhlýðni er dásamlegt fyrirbrigði og í þessu tilfelli, algjörlega nauðsynlegt.
Nú bíð ég eftir að allir atvinnubílstjórar sameinist vörubílstjórunum og að hinn almenni borgari fylgi svo í kjölfarið.
Ég er oft að velta því fyrir mér hvort fólk átti sig ekki á, hversu beitt verkfæri samstaða er?
Fyrir áratug eða svo, var mjólkin hækkuð í Danmörku. Fólk tók sig saman og hætti að kaupa mjólk. Það reddaði sér öðruvísi. Einfalt mál. Mjólkin var lækkuð. Ekki orð um það meir. Spurningin snérist einfaldlega um að hella niður mjólk eða fá fyrir hana peninga.
Olíu og bensíni verður vísast ekki hellt niður en þeir gætu lent í geymsluörðugleikum á meðan á aðgerðum stæði. Prufum, setjum aðgerðir í stað orða.
Og svo eru það matvörukaupmenn, sem ætla að hækka einhver býsn og nota sér efnahagsástandið. Mjólkin á líka að hækka. Gerum eitthvað. Verum óhlýðin og uppskerum amk aukna sjálfsvirðingu fyrir tiltækið.
Ég er orðin svo þreytt á að borga brúsann fyrir fólk sem veit ekki hvað lífsbarátta er og lifir lúxuslífi á kostnað venjulegs fólks sem möglunarlaust lætur bæta á byrðarnar. Aftur og aftur.
Nú er lag. Gerum eitthvað.
Sagði ekki einhver spekingur í Ameríku einu sinni: "Put your money where your mouth is"?
Það held ég nú.
Sátt náðist í Ártúnsbrekku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Mánudagur, 31. mars 2008
Smá sýnishorn
Nú ég var búin að lofa myndum af fermingadrengnum Jökli Bjarka og nú eru þær dottnar í hús. Ég set fleiri inn á albúmið á næstu dögum.
Hann er flottastur drengurinn, algjör töffari og bjútis.
Það er ekki á hverjum degi sem það næst mynd af mér í kirkju og ég og frumburðurinn erum báðar alveg svakalega háheilagar á myndinni. Ég í trans. Hehe
Og Jenný Una var ekki viss um að hún vildi vera með á mynd, hún var því með til hálfs.
Annars er ég farin að lúlla.
Ég er svo ánægð með lífið þessa dagana.
Það er eitthvað í loftinu.
Hvernig ætti ég að geta verið annað en ánægð með allt mitt fólk.
Knús í nóttina.
Jamm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 30. mars 2008
Þar fuku lifur og lungu
Ég er orðin glórulaus varðandi fréttir af samskotamálinu og vinafélagi Hannesar Hólmsteins.
Nú er fullyrt við mig að þetta sé ekki grín. Alveg dauðans alvara bara.
Við því er fátt að segja annað en:
Fyrirgefið þið á meðan ég æli lifur og lungum og garga mig hása í leiðinni.
Ég hef nákvæmlega enga samúð með frjálshyggjupostulanum.
Myndi frekar brenna peningunum mínum.
Annars góð.
Súmíandkikkmítúðebón.
Ójamm.
Söfnun fyrir Hannes Hólmstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 30. mars 2008
Nostalgíukast
Ég fékk nostalgíukast þegar ég las þessa frétt. Þið megið klikka ef þið nennið.
Sjötíuogeitthvað réðu plattaraskórnir lögum og lofum í tískunni, í nokkur ár, meira að segja. Ég, tískuþrællinn sem ég var (og er), fór ekki úr skónum á þessum árum, nema þegar engin vitni voru til staðar, vegna þess að maður minnkaði um 10 cm. eða svo og buxurnar drógust á eftir manni.
Það var vita vonlaust að ganga í snjó og hálku, þess vegna var ekki gengið nema það allra minnsta, en ég hefði getað ráðið mig í sirkus, sem snúrulabbara, því jafnvægið sem ég náði var aðdáunarvert. Það er hægt að þjálfa sig í öllu, ég er lifandi dæmi.
Ég vann í Eymundsson í Austurstræti á þessum árum og eina Þorláksmessu eftir lokun, var kvalræði mitt í háum skónum, meira en ég gat afborið og ég skutlaði mér úr þeim. Það sló þögn á vinnufélagana, þeir störðu á mig undrunaraugum og var verulega brugðið. Þeir sögðu mér að þeir hefðu álitið mig frekar hávaxna fram að þessu. Hm.. ég er 163 á hæð. Þetta var hamingjutími svona stærðarlega séð.
Svo leið tíminn, skaðræðisskórnir duttu úr tísku og við tóku ljósabekkir nokkrum árum síðar. Ég gerðist brún, sólbrún, allan ársins hring. Ég þarf nú ekki mikið sólarljós til að verða svartari en sál skrattans, en ég gat ekki hætt.
Það er ekki mér að þakka að ég fékk ekki sortuæxli. Á öllum myndum frá áttatíuogeitthvað og fram á nítuogeitthvað, er ég svört. Aljgör ógeðiskona. Sem betur fer gengur flest svona yfir, ljósabekkirnir líka. Samkvæmt frétt þá fækkar þessum krabbameinshylkum greinilega. Ég færi ekki í ljós þó mér yrðu borgaðar fyrir það nokkuð háar upphæðir.
Skórnir æðislegu eru frá 1973 og eru framleiddir fyrir Biba, sem btw var æðislegast búð í heimi, staðsett í London á þessum mektarárum.
Hér er svo ljósabekkjafrömuður kvikmyndanna í bráðskemmtilegu atriði úr myndinn "Something about Mary".
Njótið sunnudagsins krúttmolarnir mínir.
Ljósabekkjum hefur fækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 30. mars 2008
Rífa, rífa, rífa
Ég var að þvælast í miðbænum á föstudaginn, m.a. til að ná í Jenný Unu á leikskólann.
Það var svo sannarlega í frásögur færandi. Þegar ég keyrði niður Laugaveginn (hvar ég bjó til sex ára), sem ég elska að hata og hata að elska (blönduðu kórarnir fyrir neðan svefnherbergisgluggann minn sitja enn í minninu) fékk ég sjokk.
Nú skil ég hvað fólk er að tala um varðandi miðborgina. Að hún sé eins og slömm. Vissulega er langt síðan að kominn var tími á að lagfæra og breyta, en fjandinn fjarri mér hvað þessu hefur farið aftur.
Svo eru allar tómu búðirnar þar sem gluggarnir garga á mann og þeir segja; hér vill enginn vera, ekki nokkur kjaftur. Það er nefnilega sú tilfinning sem ég fékk við að skoða götumyndina.
Hvernig er það með meirihlutann í borginni? Ég hef þá tilfinningu að borgarstjórinn hafi mætt í vinnuna, tekið við lyklunum og farið heim og lagt sig. Þá sjaldan ég sé hann í fjölmiðlum þá er hann eins og nývaknaður og alveg; "jájá, ég er að vinna hérna minnir mig" fílingur. Núna segir hann að "efling" miðborgarinnar sé eitt af hans hjartans málum. Halló, drífa sig þá, vakna og hrista sig.
Birna Þórðar er góð, hún er skipuleggur gönguferðir á slóðir Slömmlordanna. Kjéllan flott. Eins dauði er annars brauð.
Ég vil að gömul hús séu vernduð. Þ.e. hús sem hafa menningarlegt gildi (Torfan), en þessi hús á Laugaveginum (man ekki númer hvað) sem fólk hefur verið að deila um og standa þarna forljót og ógeðsleg! Rífa, takk. Rífa, rífa, rífa.
Og svo er ekki í lagi með mig og suma aðra.
Við létum "Vini Hannesar" taka okkur í görnina. Samskotin eru djók. Mér fannst þetta trúverðugt, ég sver það. Hvað er að mér? Hvað er að Hannesi?
Setjum Magnús í málið - húsin á bálið.
Nú verður einhver súaður upp á aleiguna.
Dóntsúmítú.
Úje og gaman að liffinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 29. mars 2008
"Gula fíflið mætt til leiks"
Ég er að drepast úr leiðindum. Það er allt svo rólegt. Jenný Una er farin heim, húsbandið að hvíla sig fyrir næturvinnuna og allt er fargings spikk og span hérna, eftir að ég fór um allt eins og stormsveipur fyrr í dag.
Þá blogga ég. Búin með allt lestrarefni.
Ég sá að vinir Hannes H. Gissurarsonar, eru farnir af stað með samskot honum til handa, vegna nýgenginna dóma, Hannesi í óhag.. Hm... hvað með svona frjálshyggjupostula? Passar söfnun meðal almennings inn í þá hugmyndafræði? Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að meginþema róttækrar frjálshyggju væri "The Survival of the Fittest". Hannes ætti bara að snara út þessum peningum sjálfur. En auðvitað fer ekki alltaf saman orð og gjörð.
Það er ekki mikil einstaklingshyggja þarna á ferð.
Aumingja Hannes, allir að fokka í afkomu hans. Búhúhú!
Hver er svo sannarlega sjálfum sér næstur.
Jenný Una vaknaði kl. 7 í morgun. Ég reyndi að plata hana til að sofa lengur, af því nóttin væri ekki alveg búin, en hún hélt ekki, því það glitti auðvitað í gula fíflið í gegnum gardínurnar í svefnherberginu. Mitt fyrsta verk eftir helgi, verður að kaupa mér myrkvunartjöld. Annars mun barn vakna um miðjar nætur í sumar og heimta að fara út í "fótboltaleik við þig amma".
Og hún sagði;
Amma, sko ég er alltað stækka mjög mikið, og þú líka og Einar og mamma og pabbi en EKKI Hrafn Óli.
Amman: Jú Jenný mín, bróðir þinn stækkar líka.
Jenný: (Ákveðin) Nei amma, hann verður alltaf bara bébé (barn með sænska takta) og mamma og pabbi verða bara alltaf að segja agú viðann.
Amman: Ha?
Jenný; jájá, þaerbara sollis.
Svo mörg voru þau orð.
Síjúgæs.
Úje.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Laugardagur, 29. mars 2008
Brúðir Krists
Ég er ekki höll undir kaþólska trú, og reyndar ekki undir nein trúarbrögð svona yfirhöfuð, þannig að ég ætla ekki að fara mæra hana, aldeilis ekki. Fyrr dett ég dauð í gólf.
En þessar nunnur, sem eru búnar að vera hérna frá því 1952 eru algjörar dúllur.
Samt finnst mér sorglegt að einhver gangi um og trúi því að lífinu sé best lifað í ektastandi með Guði almó. Það er eitthvað svo snubbótt.
En ég skil ekki allt og þó ég nái ekki þessu elementi í fólki sem "gefur" sig Guði á meðan það er enn í jarðvist, þýðir auðvitað ekki að það sé ekki bara í góðu. Þannig að ég er ekki að fordæma eitt né neitt.
Mig rámar í mynd um nunnu með Audrey Hepburn, sem ég sá í Nýja Bíó þegar ég var 10 ára og það grét allt bíóið. Ég líka. Þá man ég eftir að mér fannst þetta nokkuð fýsilegur kostur, þ.e. að vera bara einn og sjálfur með Drottni í botni, enginn eldri maður um tvítugt myndi fokka upp lífi manns um leið og gelgjunni slægi inn.
Þetta átti eftir að breytast snarlega og ég hef skilið minna og minna í trúarbrögðum eftir því sem ég verð eldri.
Er það þroska- eða vanþroskamerki? Ég hallast að báðu.
En þessu nunnukrútt eru örugglega búnar að gera helling til góðs í Stykkishólmi.
Fari þær í Guðs friði.
Amen.
Gaman að koma en ekki að fara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 29. mars 2008
Ísland best í heimi - jeræt!
Við Íslendingar erum bestir í svo mörgu.
Við gerum allt út í hörgul, sama hvað er, bæði gott og slæmt. Við virðumst a.m.k. vera æðisleg, sko miðað við höfðatölu.
Arg.
Hér er dæmi um dásemdina.
"Um hundrað verkamenn bygginga- og verkfræðifyrirtækisins Stafnáss hafa ekki fengið greidd laun frá því í janúar. Langflestir þeirra eru Pólverjar, en þeirra á meðal eru einnig Litháar og örfáir Íslendingar."
Er engin sem getur stöðvað gróf brot á útlendingum sem eru að vinna fyrir íslensk fyrirtæki?
Svona mál eru alltaf að koma upp, einstaka sinnum koma þau í fjölmiðlum, við fussum og sveium og svo heyrum við ekki meir.
Ég er farin að hallast að því að það sé ekki nægur vilji til að laga þessi mál.
Ísland er best í heimi,
fyrir kverúlanta sem reka ýmiskonar fyrirtæki.
Þetta er hið eiginlega útlendingavandamál, þ.e. meðferðin á erlendum verkamönnum sem enginn virðist geta eða vilja stöðva.
Ég skammast mín f.h. þeirra sem hafa ekki vit á því.
Sviknir um laun í tvo mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr