Leita í fréttum mbl.is

Sorpsnepill

Hið danska Se og Hör leitar með logandi ljósi að 15 ára gömlu stúlkunni, sem Jeppe Kofod, þingmaður, misnotaði um páskana og leiddi til þess að hann sagði af sér talsmannadjobbinu.  Se og Hör vilja fyrir hvern mun ná tali af stúlkunni til að setja lífsreynslu hennar í blaðið.

Það þýðir lítið að fá tryllingskast út í bölvuðekkisens sorpblöðin, því fólk kaupir þau og étur allt upp til agna sem í þeim stendur.

Ég sé stundum nokkurra ára gömul blöð á biðstofum hjá læknum og verð þá margs fróðari.  Þar er ég sek.

Þar fyrir utan lít ég aldrei á Séð og Heyrt, hið íslenska.  Hvað þá heldur að ég færi að kaupa það og styðja í leiðinni útbreiðslu kjaftablaðsins.

Svo veit ég um fólk sem elskar að vera í blaðinu, hringir meira segja og biður um að blaðamaður verði viðstaddur þetta og hitt.  Þannig var það amk.

En það þýðir lítið að frussa af vanþóknun.  Blöðin eru keypt og þess vegna koma þau út.

Þau uppfylla Leitisgróuelementið.  Fuss og svei.

Ég lofa hér með, að skoða frekar Tímarit Mjólkurfræðinga, næst þegar ég þarf til læknis.

Algjört loforð.

Frrrrrrrrrrrrrrrrrussssssssssssss

Ég er í banastuði.  Hvað á ég að taka næst?

Hm.. fer og tékka á hvað er að gerast í þjóðfélaginu.

Síjú.


mbl.is Framganga „Se og Hør" fordæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég held að það sé okkur einfaldlega eðlislægt að vera forvitin um náunga. Það verður seint barið niður. Hins vegar finnst mér sjálfsagt að reyna að draga úr illkvittninni sem er fylgifiskur forvitninnar hjá sumum.

Steingerður Steinarsdóttir, 26.3.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það vantar í mig alls konar gen, þar á meðal náungaforvitnina. Ég veit ekki hvers ég á að gjalda... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.3.2008 kl. 16:37

3 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Ha hahaha þú ert bara dásemdin ein frrrrrrrrrrruuussssss hehehehe

Eyrún Gísladóttir, 26.3.2008 kl. 16:39

4 Smámynd: Brynja skordal

þú ert yndi kona veistu það

Brynja skordal, 26.3.2008 kl. 16:56

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vantar reyndar í mig líka LH, eða réttara sagt, ég missti genið um tvítugt.  Fram að því var ég fremur hnýsin og leiðinleg.  Haha.
Takk stelpur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 17:06

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er líka sek en bara þegar ég fer í strípur en þetta náungaforvitnigen vantar líka í mig, gæti ekki staðið meira á sama um hvað Jón og Gunna eru að gera!

Huld S. Ringsted, 26.3.2008 kl. 17:18

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mikið rétt Jenný það er fullt af  ,,fínu" fólki sem biður blöðin um að mæta í veislur ,,heim" til sín.  Hef aldrei náð svona sýndarmennsku en sumum þykir þetta bara einfaldlega flott að komast í kjaftablöðin.

Einu sinni gerðist einn blaðamaður svo ósvífinn að taka myndir heima hjá okkur úti í garði og byrta tvær heilsíður með myndum með nöfnum gesta þrátt fyrir það að við, bæði hjónin, höfðum bannað viðkomandi að taka myndir í boðinu.  Ég ætlaði að fara að gera veður út af þessu en hætti við, vildi ekki meira umtal. 

Oftsinnis höfum við verið beðin um viðtöl og veitum þau fúslega en aldrei myndir héðan af heimilinu.  Eitt sinn blöskraði okkur svo yfirgangur blaðamanns þegar hann, eftir að við vorum bæði búin að afþakka myndatöku heima, sagði við Þóri ,,Hefur konsúllinn eitthvað að fela" 

 Þar sem veisla heima hjá okkur var næsta dag tók ég þann kostinn að bjóða þessu fólki með þannig að það gæti ekki sagt að við værum að fela eitthvað sem aðrir mættu ekki sjá eða heyra.

Ég held satt að segja að þessum boðsgestum hafi ekkert liðið neitt sérlega vel innan um hina gestina og þá hlakkaði í minni.  Kvikindið hún ég.

Ía Jóhannsdóttir, 26.3.2008 kl. 17:33

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Séð og heyrt er mjög merkilegt fyrirbæri. Ég les það t.d. aldrei og þekki engan sem les það reglulega, hef aldrei nokkurn tíma séð neinn kaupa það í röð í Hagkaup eða Bónus. Hvar eru lesendur Séð og heyrt? Er þetta einhver sérstakur flokkur sem fær blaðið heim til sín? Mér finnst þetta alveg þess virði að kanna það.

Helga Magnúsdóttir, 26.3.2008 kl. 18:18

9 Smámynd: Hugarfluga

Ég hnussa og sveia yfir sneplum eins og Illa séð & Misheyrt, en slafra þau svo í mig á 8 vikna fresti þegar ég fer í klippingu og strípur. Er alveg með á hreinu hver er skilinn og hver ekki .... frétti það bara seinna en aðrir. Ég er hræsnari par excellance og það ætti að rassskella mig á almannafæri! Eða allavega segja mér að skammast mín.

Hugarfluga, 26.3.2008 kl. 18:27

10 identicon

Kaupi ekki DV,Séð og Heyrt eða svona rit.Stend mig að því að lesa þetta í klippingu arg.Er hætt því núna.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 18:56

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Alltaf þegar ég fer með bílinn minn í smurningu, les ég brandarasíðuna í öllum gömlu Séð og heyrt blöðunum á biðstofunni

Jónína Dúadóttir, 26.3.2008 kl. 19:38

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hnuss, ég les Séð og heyrt í hverri viku í strætó og gef svo ýmist strætóbílstjórunum mínum blaðið eða sjúkrahúsinu á Skaganum. Vel þegið hjá báðum. Svo les ég náttúrlega Vikuna, Mannlíf, Nýtt líf, Skakka turninn, Söguna alla, Golfblaðið, Bleikt og blátt, Gestgjafann og Hús og híbýli. Einnig sé ég alltaf blaðið hennar Steingerðar, HH-tímarit. Svo les ég Moggann, DV, Fréttablaðið, 24 stundir og Póstinn. Nú var ég að fatta af hverju ég hef ekki gefið mér tíma til að elta uppi sætan karl ... omg.

Guðríður Haraldsdóttir, 26.3.2008 kl. 19:43

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég kíki í þessi tímarit,þegar ég er í klippingu og strípum,sem sagt einu sinni á mánuðikv.Linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.3.2008 kl. 19:43

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það vantar líka í mig þetta gen, mig langar bara ekkert til að lesa um fína og fræga fólkið.  Skil ekkert í mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2008 kl. 20:11

15 Smámynd: halkatla

ji hvað ykkur hlýtur að leiðast fyrst þið lesið ekki séð og heyrt

(p.s sammála þér um að þetta danska dæmi er algjör vibbi -  en það er eitthvað krúttlega fyndið við íslendingana sem hringja í blaðið útaf veislum og svoleiðis, það er æðislega glatað

halkatla, 26.3.2008 kl. 20:33

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Haha Leitisgróuelementið er frábært orð.

Og Illa séð & Misheyrt.

Og æðislega glatað finnst mér frábær frasi hjá Önnu Karen.

haldið ykkur; ég er áskrifandi af Séð & Heyrt. Og það gerðist fyrir misskilning, ég segi það satt. Og svo gleymi ég alltaf að hringja og afgerast áskrifandi. En ég fletti blaðinu. O sei sei já. En stundum gleymi ég að taka það úr gráa plastinu sem það kemur í. Vikuna gleypi ég í mig á Solid hárstofu.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.3.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.