Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Pirringsblogg - ARG

 

28

Í gær var ég að lesa pistil hjá henni Heiðu bloggvinkonu minni, um að notandandinn "Handtöskuserían" hafið beðið hana um bloggvináttu.  Ég skildi svo vel að hún væri pirruð.  ARG!

Sömu beiðni fékk ég stuttu seinna.  Ég opnaði ekki bloggið heldur hafnaði beiðninni umsvifalaust. 

Aftur fékk ég beiðni frá Handtöskufólkinu og nú samþykkti ég og eyddi svo í þeirri von að þau tæku ekki eftir að þeim hefði verið hent út.  Hehe.  Ég ætti ekki annað eftir en að fara að gerast bloggvinur fyrirtækis.  Það þarf að vera eitthvað sérstakt á bak við svona blogg til að ég samþykki það.  Eins og grasrótarsamtök ýmis konar.

Ég urlast upp af bloggum sem notuð eru til að selja eitthvað.

Man eftir Killer Joe leikritinu, en einhver talsmaður þess setti upp síðu og kommenteraði stöðugt út um allt blogg.

Það er hvergi friður fyrir sölumönnum, allt er notað.  Eins og það sé ekki nóg að vera með auglýsingu á bloggsíðunni sinni án þess að hafa beðið um hana.

Ef þið eruð að selja eitthvað, ekki reyna að biðja mig um bloggvináttu. 

Verið úti krakkar.

Hóst.

Annars er bloggvinalistinn minn orðinn ansi langur og ég er stöðugt með þá tilfinningu að ég geti ekki sinnt öllum þeim sem eru á honum.  Þarf að fara að grisja.

Ogjammogjá.

Það


Markaðstorg hégómans

sp_56

Þegar ég var átta ára, freknótt með fléttur, leið ég vítiskvalir.  Ég sem las allt sem að kjafti kom var komin með þá vitneskju á hreint að ég myndi gifta mig einhverjum manni í fyllingu tímans.  Ég hélt að það væri náttúrulögmál.  Það giftust bókstaflega allir, bæði í bókum og raunveruleika.

Þetta var í fyrsta skipti (en alls ekki það síðasta) sem hégóminn náði mér og ég engdist og kvaldist.  Ég hafði reyndar ekki hugmynd um að fólk gerði dodo, var á því á þessum tíma að almættið setti börn í magann á konum, þannig að ég var alveg róleg hvað varðar fjölgunarprósess mannkyns.

En.. það sem olli mér svona miklum hrylling var tvennt:

Það myndi enginn maður vilja giftast mér út af freknunum.  Hugs, hugs, hvernig reddar maður því?  Jú, eftir langar andvökunætur kom ég niður á lausn.  Amma átti meik og púður.  Ég ákvað að þegar ég yrði fullorðin (hehemm) og færi í Hagaskóla, þá myndi ég troða viðkomandi jukki framan í mig og ná mér í mann.  Þar náði ég mér í svefnfrið en ekki lengi.

Vandamál nr. tvö sló mig í hausinn, af öllu afli.  Hjón sváfu í sama herbergi, ésús minn og þau háttuðu sig fyrir framan hvort annaðW00t.  Mér sundlaði.  Þetta var ekki gerlegt.  Maður klæðir sig ekki úr fötunum til að fara í náttfötin fyrir framan ókunnugan mann og ekki kunnugan heldur ef út í það er farið.  Ég velti fyrir mér allskyns reddingum á þessum tæknilegu örðugleikum.  Herbergi með svölum, nei, ekki hægt, nágrannarnir myndu sjá mig.  Alls kyns leiðir voru hugsaðar upp og í lokinn kom ég niður á eina.  Ég myndi bara fara á klósettið og hátta mig og segja manninum að ég væri með hættulegan sjúkdóm.  Fyrsta lygin fæddist, eða möguleikinn á henni.

Það kom í ljós, merkilegt nokk, öllu síðar, að þetta átti ekki eftir að vera vandamál í mínu lífi.  Ég reif umyrðalaust af mér spjarirnar á almannafæri (djók).

Þann dag sem ég læt á mig lifandi blóðsugur í fegrunarskyni, er ég búin að missa það.  Ég er til í bótox og lyftingar ef þær bjóðast án fyrirhafnar (án þess að mig langi nokkurn skapaðan hlut í þær) en þar segi ég stopp.

Mikið djöfull er hégóminn öflugur drifkraftur.

Er ekki hægt að virkja risaköngulær í fegrunaraðgerðir?  Það væri dásamlegt að láta þær fokka í andlitinu á sér á meðan maður sefur og vakna rjóður og stunginn að morgni, tíu árum yngri en steindauður.

Þetta datt mér í hug þegar ég var að lesa blöðin í sakleysi mínu.

Úje.


mbl.is Notar blóðsugur til að halda húðinni unglegri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslimar og kvennakúgun

burka_graduation

Ég horfði á sænsku heimildarmyndina "Det svider í hjärtat" í kvöld á RÚV.  Hún fjallaði um unga múslima á Norðurlöndunum, aðallega þá sænsku, og möguleg tengsl þeirra við hryðjuverkasamtök.  Einnig var reynt að komast til botns í því hvað veldur, að strákar úr þessu umhverfi þrá það eitt að deyja píslarvættisdauða.

Þessi mynd stóð ekki undir mínum væntingum og svaraði svo sem engu, en hún var athyglisverð eigi að síður.  Það var fylgst með ungum manni frá Gautaborg sem hafði verið í afbrotum en tekið múslímska trú.

Til að gera langa sögu stutta, þá er ástæða þess að ég fór að blogga um þetta, tvö "örlítil" atriði í myndinni.  Kona ætlar að heilsa Lennart hinum trúaða, með handabandi en hann setur höndina fyrir aftan bak og konan segir fyrirgefðu!!!

Hann getur ekki tekið í höndina á konu. Konan óhrein, óæðri.  Fyrirgefðu hvað?  Erum við að tapa okkur í aðlögunarhæfni hérna?

Hitt atriðið er úr íbúð sama manns, hann fer með mat inn í herbergi til konu sinnar, sem hann segir trúaða og geti þess vegna ekki verið í herbergi með ókunnugum karlmönnum.  Þetta gerist í Gautaborg dagsins í dag, rétt hjá þar sem ég bjó, gæti verið hérna í Breiðholtinu bara.

Ég er svo klofin í þessu máli.  Ég vil skilja og virða öll trúarbrögð á meðan þau standa ekki fólki fyrir þrifum, meiða og skemma.  Ég get aldrei, þó ég lifi til eilífðar, skilið að fólk geti lifað eins og ekkert sé og látið það vera hluta af lífssýn sinni að konur og stúlkubörn séu minna virði og réttlausari en karlmenn.

Ég missi gjörsamlega kúlið og víðsýnina og verð bálreið og pirruð.  Mér finnst það vont.  Það er alls ekki hlaupið að því að sýna umburðarlyndi þegar svona er í pottinn búið. 

Ég get svo sem ekki gert annað en að andvarpa yfir örlögum kynsystra minna í múslímskum löndum en hvað með okkur hér á Vesturlöndum?  Trúfrelsi er eitt en hvað með jafnréttislög?  Er það mögulegt að við sjáum konur með búrkur á Íslandi áður en langt um líður?  Væri það leyfilegt undir merkjum trúfrelsis eða skarast kvennakúgun trúarbragðanna á við landslög?

Andskoti sem þetta liggur þungt á mér.

Einhver?

En ég er samt alveg í því að vera umburðarlynd, en því sleppir algjörlega þegar kvennakúgunin ullar framan í mann og það frá minni elskulegu Gautaborg.

Arg.


Sorgarfréttir

Ég var ekki fyrr búin að skrifa færsluna um áfallakvótann minn í morgun, þegar ég fékk slæmar fréttir.  Góður vinur okkar liggur fárveikur inni á spítala og er haldið þar sofandi.

Nú sit ég hér og reyni að senda hlýjar hugsanir og ljós til þessa vinar sem er okkur svo mikils virði.

Lífið er svona, sárt og vont stundum og það eina sem hægt er að gera er að leggja von sína á almættið (mitt persónulega) og hugsa fallegar hugsanir.

Annars hef ég sofið stóran hluta dagsins.  Er með hita, hósta og hósta og get NÆSTUM því ekki reykt, en einhvern veginn þræla ég mér í það samt.  Hóst, hóst.

Ég gafst sem sagt upp fyrir hita og beinverkjum (einn ganginn enn í vetur) og hugsaði sem svo; "if you can´t beat it, be it".  Þannig að nú er ég kvefpest.W00t

Hef ekki margt að segja, er satt að segja andlaus eftir þennan dag, sem ég vil hafa að baki sem fyrst.

Farið vel með ykkur, elskurnar.

Góða nótt úr djúpinu.


Nútíma galdraofsóknir

 pd_arguing_080129_ms

Það eru ekki fréttir fyrir mig að eyðingarmátturinn reiðinnar sé mikill og vanmetinn.  Það vita allir sem burðast hafa með innibyrgða reiði, að hún er eyðingarafl sem lemur á andlegri og líkamlegri heilsu.  Hins vega er heilbrigð reiði fín orka sem má nota til góðra verka.

ARG

Ástæða þess að ég er að blogga um þetta er, að með þessari frétt er reiðimynd af Heather Mills.  Ekki orð um konuna í fréttinni, en pressan heldur áfram að nornagera þessa konu og tengja hana neikvæðum tilfinningum.  Nú er Heather  orðin andlit innibyrgðar reiði.  Það á greinilega að eigna þessari konu allt sem aflaga fer í mannlegu eðli.

Framkoma pressunnar gagnvart þessari konu sem var svo óheppin að fara í samband með lifandi goðsögn, Sir Paul McCartney, eru nútíma galdraofsóknir. Ekkert minna. Hún á sér ekki viðreisnar von.

Hún er mella, hún er gráðug, hún er bitur, hún svífst einskis, hún er samviskulaus og til að kóróna allt er hún vonda stjúpa hinnar ofdekruðu dóttur goðsins Stellu McCartney (exskjús, elska fötin hennar og ilmvatnið).  Nýlega hóf Stella framleiðslu á skartgrip sem er gervifótur úr gulli.  Sniðugt og smekklegt.

Það mætti kannski henda nokkrum millum í rannsóknir á hvað veldur að konur eins og Heather og Yoko Ono eru gerðar að skrímslum í umfjöllun, þar sem þær eru rændar öllum jákvæðum eiginleikum.  Reyndar skipta þessar konur þúsundum sem asnast í ástarsambönd við goð heimsins, en þessi dæmi eru hvað nærtækust í tíma.

Nú hendi ég mér í alvöru í vegg og það er ekki krúttkast sem veldur kastinu, heldur heilbrigð reiði vegna samkenndar með konunni sem giftist prinsinum sem svo reyndist vera ofbeldismaður í dulargerfi.

Hvenær ætli henni verði svo kastað á bálið?

Getalæf!

 


mbl.is Eyðileggingarmáttur reiðinnar vanmetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfallakvóti Jennýjar Önnu

Ég er viðkvæm í dag, enda lasin.  Leggst ekki vel í undirritaða.  Ég hef verið að hugsa (já huxdagur hér á bæ, hvern fyrsta virkan dag eftir páska) um lífið og tilveruna, tilganginn og getuna til að takast á við það.  Ekki lítið verkefni, ég veit það en svona er þetta stundum.

Kveikjan að hugsinu var grein í visi.is um ungbarnadauða.  Þið sem þekkið mig vitið að það kemur ekki vel við mig.

Ég kann ekki vel að safna, nema lífsreynslu auðvitað, upp á gott og vont.  Enginn fer varhluta af áföllum í lífinu, þau eru mismörg eins og gengur, sum ásköpuð, sum ekki. 

Þegar mín persónulegu áföll hafa riðið yfir hef ég haldið, í fullri alvöru, að þetta gæti ég ekki höndlað, alls ekki, ég myndi ekki hafa það af.  Ekki séns að ég gæti hafið mig upp á lappirnar að þessu sinni og allur þessi pakki sem fer í gang þegar lífið verður erfitt.  En ég er ekki öðruvísi en annað fólk (eins gott að muna það svo mér slái ekki niður af spesveikinni), það er ekki um annað að ræða en að rísa á fætur og þvæla sér í gegnum lífið.  Það er nákvæmlega ekkert hetjutengt við að komast af úr áföllum, það eru engir aðrir kostir í stöðunni.  Þess vegna fer hetjutalið svolítið fyrir brjóstið á mér.

En svo sit ég hér, á fínum aldri, allt að því hortug og glottandi (ýkjur), af því að ég eins og svo margir aðrir á undan mér, náum okkur eftir áföllin.  Við byrjum að brosa á ný, getum gert grín að sjálfum okkur í dramatíkinni sem á undan er gengin og allt er eins og það á að vera.

Svo er það kvótinn.  Kvóti á manneskjulega harma.  Þegar barnabarnið mitt dó argaði ég á guð og mér fannst að hann hafi farið vel yfir mörkin, varðandi mig og mína fjölskyldu.  Svo rann það upp fyrir mér að það er enginn áfallakvóti til og guð var ekki merkjanlegur í áfallateyminu.  Þá gerðist ég sjálfstætt starfandi áfallafrömuður og leit til sjálfrar mín og stöku fagmanna í baráttunni við lífið.

Það er kannski þess vegna sem ég er öruggari með að höndla möguleg áföll framtíðarinnar.  Minn persónulegi guð er auðvitað með í myndinni, en ég er arkitektinn, skemmtanastjórinn og dyravörðurinn og vei þeim sem ætlar að vera með vesen við heilaga þrenningu.

Ég veit, hugsanir geta kallað á eitthvað, en hvað get ég sagt?

Lagið um minn einka guð er hér og lagið er flutt af dauðlegum manni.

 


Já ég veit að það er komin nótt...

 

..og að það á ekki að blogga eftir myrkurWhistling en mér er sama, slétt sama og ég geri það samt.

Kl. er 00:41 að staðartíma, veðrið er skítsæmilegt, þvottur ófrágenginn, uppvask líka, en annars er allt í sómanum.

En..

nú er hvunndagur á morgun og ég þarf að vakna í bítið og hvað geri ég þá?  Jú ég sit og vaki.  En í gær, fyrradag, daginn þar áður og hreint alla páskana hef ég farið að sofa fyrir miðnætti.  Nú dauðsé ég eftir því, hef örugglega misst af mikilvægum upplifunum.

Ég er sem sagt á lífi, og núna er ég að vísa til loforðs sem ég gaf fyrr í kvöld, að láta vita af mér, svo fremi sem ekki væri búið að fyrirkoma moi.

ÉG LIFI!

Hvað á ég að gera?  Mér líður eins og ég hafi fengið adrenalín í æð.

Sussusussu,

ég get fengið mér te

eða kaffi (strike this one)

farið í bað

út að labba

en ég geri ekkert af þessu.

Ætla að lesa í AA-bókinni og fara svo að sofa í hausinn á mér.

Dreymi ykkur ógeðslega vel og fallega.

Kikkmíonmæhedd!

Péess; húsband keypti ekki handa mér páskaegg, enda engin þörf á því ég get séð um mig sjálf.  Ég keypti eitt lítið kvikindi og skilaboðin voru (í boði Freyju):

Svo er auður sem augabragð, hann er valtastur vina.

Mikið skelfing er ég sammála.

Já,já,já, farin að lúlla.


Bjarni á hælinu, reykti í bælinu

Þetta mannabeinamál er að gera mig þræl taugaveiklaða hérna.  Þetta er DRAUGALEGT fyrirkomulag. 

Og hvað á svona ónákvæmni að þýða?  Kona eða barn, 10 - 30 ára gömul kúpa.

Ég sit sem á nálum.  Ég er ein heima og það hriktir í einhverjum fjáranum, eins og opinni hurð, en ég get ekki lókaliserað hljóðið.

Somone is out to get me!W00t

Ég er ekki hrædd við drauga, ég er mikið hræddari við ákveðnar tegundir lifandi manna, bara svo það sé á hreinu.  En nú bregður svo við, í vorinu og ekki orðið dimmt, að ég er með einhvern straum upp eftir bakinu á mér.

Muha

Ég meina, þetta er lítið land.  Hefur nokkur týnst (barn eða kona) á s.l. 30 árum og aldrei fundist?

Ég held við myndum muna það.

Og rosalega er krípí að nota beinagrind sem öskubakka. 

Þekki reyndar einu sinni mann (húsband 1) sem í denn notaði gervihauskúpu fyrir öskubakka, en sú var kölluð heilli setningu.  "Bjarni á hælinu, reykti í bælinu".

Ójá.  Ég er að fríka út úr ónotum.  Ef þið sjáið mig ekki og heyrið fyrir miðnætti, hringið á lögguna.  Ok, hringið ekki á lögguna en komið hingað og lítið til með mér á Sóandsógötu nr. sóandó.

Ókí,

Smá músík meðan þið sitjið í geðveikri spennu og bíðið eftir að heyra um skelfileg örlög mín.

OMGW00t

..ég heyri hljóð, fótatak, labbilabbilabb... þungstígt... ésús minn......

Travelling


mbl.is Mannabein fundust á víðavangi í Kjósarhreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óreiða á gólfi

Aldrei er maður ánægður (ekki satt er mjög ánægð og sátt við lífið.. en samt).  Ég er að drepast úr páskaþreytu.  Frá því á fimmtudaginn hefur allt verið í hægagangi og í dag er ég búin að fá nóg af helgidögum í bili.

Fimm dagar er ansi stór biti.

Svo eru allir einhvers staðar finnst mér.  Alla heim takk.

Í gær reif Jenný Una heila litabók á gólfið.  Það sást ekki í það fyrir pappír.  Hún var stolt og ánægð með vel unnið verk.

Amman: Jenný mín ertu búin að rífa niður alla litabókina þína?

Barn: Jabbs. (Stolt með hendur á mjöðmum).

Amman: Það má ekki gera svona.

Barn: Júbb é má það alleg éragera listaverk.

Ók,ók,ók,  allt fyrir listina.

Verkið heitir "Óreiða á gólfi".

Stolið og staðfært.

Gleðilega páskarest gott fólk.

 


Pólverjar vs Pólverjar vs Íslendingar

Pólsk glæpagengi vaða uppi og kúga samlanda sína með ofbeldi, ráðast inn á heimili þeirra og stórslasa heimilisfólkið.

Mér er sama hverrar þjóðar löghlýðnir borgarar eru, þeir eiga rétt á friðhelgi einkalífsins og að vera öruggir innan veggja heimilisins.

Þess vegna má það einu gilda á hvern glæpagengið ræðst, en auðvitað er þetta vatn á myllu þeirra sem vilja ekki útlendinga á Íslandi nema þá norræna menn og túrhesta.

En mikið vildi ég sjá þessa glæpagengismenn hent úr landi.

Ég vildi reyndar sjá á bak öllum ofbeldismönnum frá landinu, hverrar þjóðar sem þeir eru.

Ofbeldislaust Ísland, nokkuð göfugt markmið.

En þannig gengur það ekki.

Flestir útlendingar sem hér vinna, oft fyrir lélegt kaup og lélegan aðbúnað, eru heiðarlegt fólk og hafa bjargað fyrirtækjum fyrir horn, þegar Íslendingar hafa ekki fengist í vinnu.

Við ættum að hafa það í huga og ráðast ekki að heilu þjóðarbrotunum vegna undantekninganna.

En undantekningarnar mættu fara til fj.... fyrir mér.  Og allar þær íslensku með þeim.

Svo var nú það.


mbl.is Pólsk glæpagengi herja á aðra Pólverja hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985762

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30