Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Laugardagur, 25. ágúst 2007
BLOGGKIRKJA?? GMG
Nú koma kristnu bloggararnir saman og finna upp taktík til að grilla okkur trúleysingjana. Þ.e. okkur sem eru öðruvísi trúuð en á bókstafinn. Iss það er eins gott að blanda sér ekki í þá umræðu á blogginu, hér eftir. Samtakamátturinn er öflugur.
Ég veit að þeir eru á móti hjónaböndum samkynhneigðra.
Á móti fóstureyðingum.
Á móti Palestínumönnum.
Á móti Múslimum.
Allt er synd á þeim bænum. Er í lagi að dansa baka og föndra?
Vá frjálslyndið ríður ekki við einteyming.
Ég ætla ekki að mæta en sendi þeim baráttukveðjur.
What if god was one of us?
og hér er myndbandið með þessu frábæra lagi.
http://www.youtube.com/watch?v=Epow4VXhnW0
Úje og Amen
Bloggkirkjan bakar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Laugardagur, 25. ágúst 2007
BUBBI DAGSINS
Ég verð að játa að var orðin áhyggjufull í gærkvöldi. Það var ekki ein einasta "frétt" með Bubba í Mogganum í gær. Ekki stafur. Ég sá reyndar í Fréttablaðinu að Bubbi byggir, við eitthvað vatn, einhversstaðar og þar fékk ég líka að vita að það er komið þak á bílskúrinn hjá honum.
Þetta var sem sagt orðið áhyggjuefni hjá mér í gær, það heyrðist ekki múkk frá manninum, ekkert um veiðar einu sinni. Svo vaknaði ég og þar var komin þessi líka fréttin. Það er væntanleg plata frá Bubba, sennilega fyrir jól. Bubbi hyggst sem sagt, gera plötu.
Ég þekki reyndar þó nokkuð af tónlistarmönnum sem allir hafa hljómplötu í hyggju, sko áður en yfir líkur, en þeir eru svo lélegir PR-menn að ég hugsa að það komist ekki í fjölmiðla fyrr en þeir eru komnir í hljóðver eða eitthvað. Fruuuuss.
En nú get ég glöð fengið mér morgunmat og kaffi. Allt er eins og það á að vera. Bubbi rúlar. Hann er í fréttunum.
Það er B.O.B.A. - BOMBA
Æmsóexsætid!
Úje
Ný plata væntanleg frá Bubba Morthens | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 25. ágúst 2007
GOTT FYRIR SVEFNINN OG ENN BETRA AÐ VAKNA VIÐ
Ég var að hlusta og horfa á Van Morrison, þann mikla snilling á RÚV í kvöld. Lét mig hafa það að horfa á fullt af annari músik, sem hugnaðist mér alls ekki öll, til að missa ekki af mínum manni. Það var þess virði.
Kæri bloggvinir og aðrir gestir. Skelli hér inn einu ljúfu með Morrison.
Njótið vel.
Góða nótt
Úje
http://www.youtube.com/watch?v=Rg_MW1pR86k
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
DAUÐI OG DUSILMENNI
ARG, ég hendi mér í vegg, loft, gólf og brýt niður brýr. Ætlaði að setjast niður með mínum verri helmingi og horfa á bíómynd og hvað...............
BORMAÐURINN FÓR Á KREIK, einn ganginn enn. Nú leikur allt á reiðiskjálfi. Viljið þið bloggvinir mínar koma hérna upp í Sóandsógötu númer sóandsó? Þið getið hjálpað mér að flytja manninn á brott, með borinn, í annað bæjarfélag, fyrir norðan eða vestan. Ha?
Æmgonnasúðefokker!
Úje
P.s. Þessi mynd var tekin af mér í gærkvöldi, reyndar, þegar ég var að lesa einn trúarbloggarann, ég greip til vopna, ég get svarið það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
FIMMTÍU MILLUR..
..fyrir að hætta við rekstur. Vááá!
Ég læt mér nægja 100 þús. krónur fyrir að halda aftur af mér, við að fara út í framleiðslu á Mikadói.
Súmíplís.
Úje
Háspenna hagnast á lóðasölu við Starhaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
DAGURINN Í DAG..
..fram að þessu hefur liðið undir merkjum leti og aðgerðarleysis. Það hlýtur að vera lægð yfir landinu, ég sem er alltaf svo "gerin". Fellur aldrei verk úr hendi. Jeræt. Sumir dagar eru uppáþrengjandi, þær mæta fyrir allar aldir (merkilegt) hlussa sér á herðarnar á manni og eru komnir til að hanga, vera, og láta mann finna fyrir sér.
Annars er ég að fara að elda kjúkling. Með hrísgrjónum og grænmeti. Ég toppa stöðugt, spennuþrungið líf mitt. Hvar endar þetta? Ég finn samt ekki svuntuna mína og kappann. Elda aldrei án þessara fylgihluta, algjört prinsipp. Fólk sveltur frekar.
Jenny Una Eriksdóttir var hér í gær og af vörum hennar hraut eftirfarandi:
"Ekki trubbla mér, amma, ég greiða mér fínt." Barn með spegil, meiköppkitt og fleira tilheyrandi undirritaðri, alveg dead á því að gera sig "georgeus".
"Ertu að fara í búðina Einarrrr, é koma með é á péninga, marga". Jenny stingur á sig hverri krónu sem hún finnur liggjandi á lausu. Hva! Barnið er af sænskum ættum í aðra.
"Emma öfugsnúna er vond, amma er vond, mamma mín góð og Jenny er góð". Barn farið að gera sér mannamun. Getur verið að hún hafi það frá ömmunni? Nebb. Ekki séns.
"Farru mamma, í skóna og bless, ég sofa mínu rúmi, ömmumín og Einarrr". Hún togar í móður sína og dregur að útidyrum. Barn veit af ís inni í frysti sem líklega verður hennar ef móðirin er ekki á svæðinu.
Þetta blogg er bannað foreldrum viðkomandi barns.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
ÞVAGLEGGSSINNAR
..flott orð hjá Mogganum. Hér eftir munu þeir sem réttlæta ofbeldi og telja það aðferð til að ná fram "réttlæti" í einhverri mynd, verða kallaðir þvagleggssinnar. Bæði á þessari bloggsíðu og annars staðar þar sem umræður um slíkar manneskjur fara fram.
Mogginn góður í nýyrðasmíðinni stundum.
Og formaður þvagleggssinna er auðvitað, Ólafur Helgi Kjartansson.
Þessu vildi ég koma á framfæri.
Ójá
Miklar umræður um þvagleggsmálið á bloggvef mbl.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
NEOPHOBIA - JABB- ÞEKKI HANA
Matvendni er arfgeng. Það stendur í Mogganum. Nú er ég farin að kveikja á einu og öðru hjá mínu fólki.
Annars er ég ekki matvönd. Alls ekki. Ég er bara smekkmanneskja á mat. Það er allt annað mál.
Ég borða bara flott stöff.
Ekki innmat. Ekkert úldið. Ekkert sem skríður, Ekkert ófrítt. Ekkert sem brosir til mín af disknum og biður mig um að ættleiða sig með augunum.
Ég er sem sagt "civiliseruð" í matarinntökum.
Dætur mínar líka.
Ítmíæmklín.
Úje
Matvendni er arfgeng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
OG ENN ÞRÁAST SELFOSSLÖGGAN VIÐ
Það er alltaf að verða æ ljósara, hversu alvarleg og jafnframt óþörf framganga löggunnar á Selfossi var í "þvagleggsmálinu", alræmda.
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, telur að nóg hefði verið fyrir lögregluna á Selfossi að ákæra konu þar í stað þess að þvinga þvaglegg upp í blöðru hennar, án samþykkis. Sveinn Andri segir að valdbeitingin hafi verið fullkomlega óþörf en í 102. grein umferðarlaga stendur, að neiti einstaklingar að veita sýni leiði það til ökuleyfissviptingar.
Þetta mál sækir stöðugt á huga minn. Mér finnst svo erfitt að trúa því að svona eigi sér stað, hér á litla Íslandi, þar sem ég hef alltaf haldið að mannréttindi væru í heiðri höfð af yfirvöldum.
En Selfosslögreglan þráast við.
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi, segir :Það er alvarlegt mál að aka fullur og ber lögreglu að rannsaka málið með tilliti til þess að leiða í ljós hvað átti sér stað. Það hefur margoft gerst hjá okkur að settur hafi verið upp þvagleggur hjá karlmönnum. Ég minnist þess hins vegar ekki að áður hafi þurft að setja upp þvaglegg hjá kvenmanni. Ég kannast ekki við það að nokkur karlmannanna hafi talið að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða."
Ef þetta er satt og rétt hjá Ólafi Helga, að margoft hafi karlmenn verið teknir með valdi og settur í þá þvagleggur, þá er kominn tími á að kíkja aðeins nánar á vinnubrögð þessa lögregluumdæmis. Hversu oft er þessi lögregla að taka fólk með valdi og gera á þeim þetta inngrip? Ég vil fá svör og svo er ábyggilega um fleiri. Þessir karlar þarna á Selfossi virðast skv. þessu vera ríki í ríkinu með allt önnur vinnubrögð en viðhöfð eru í öðrum lögregluumdæmum.
Hreiðar Eiríksson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir að á sínum tuttugu ára starfsferli hafi hann aldrei áður heyrt af því að þvagleggur hafi verið settur upp með valdi.
Ég get staðfest að það var óvanalega langt gengið og tíðkast ekki í öðrum lögregluumdæmum. Í þeim tilvikum sem ég veit af þá er talað um fyrir fólki og síðan er náttúrlega beðið eftir því að viðkomandi þurfi að losa þvag. Ég hef aldrei heyrt um að nokkrum manni hafi dottið í hug að framkvæma svona."
Mér finnst eftir því sem málið hefur orðið ljósara og nú þegar sú vitneskja liggur fyrir, að það er ekki óalgengt að settur sé upp þvagleggur, með valdi, í fórnarlömb löggunnar á Selfossi, að málið verði skoðað ofan í kjölinn.
Ekki seinna en á mánudaginn.
Valdbeitingin var fullkomlega óþörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
NÚ ERU STUÐMENN...
..orðnir framhaldsaga í Mogganum, eins og Bubbi og Villi Vill. Ég hef alltaf haft gaman að Stuðmönnum, einkum og sér í lagi þó, fyrstu árin. Mikið rosalega voru þeir skemmtilegir og svo eru þetta allt fantagóðir tónlistarmenn.
Ef það telst frétt að Stuðmenn spili hefðbundna stuðmannamúsík, þá heiti ég Sautjándajúnía.
En hver er búningahönnuður hjá bandinu?
Kommon hann hlýtur að vera smali í báðar.
Sportsokkar og vaðmál.
I´m crying my eyes out over you!
Úje
20 ára afmæli Mosfellsbæjar fagnað á tónleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr