Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
ÉG ER HÆTT VIÐ AÐ HÆTTA AÐ ÖSKRA..
..yfir bloggheim með hástöfum í fyrirsögnum. Bloggvinir mínir bakka mig upp "í vitleysunni" eins og einhver aðfinnslubloggarinn, skrifaði hér um daginn, þegar hann bloggaði um okkur vitleysingana hér á blogginu, sem kunnum okkur ekki.
Allavega þá trúi ég mínu fólki þegar það segir að hástafir þýði bara alls ekkert öskur í netheimum og jafnvel þó, þá ætla ég að halda mér við mína sérvisku.
Annars er þessi dagur búinn að vera yndislegur og ég eyddi honum í félagsskap sjálfrar mín (alveg hreint unaðslega gaman), síðan með tveimur yndislegum vinkonum og að lokum með Söru og Jenny Unu Eriksdóttur, sem var auðvitað bæði uppátækjasöm og fyndin. Það er efni í aðra færslu seinna.
Finnst ykkur ekki æðislega huggulegt veðrið úti núna? Ég er með kveikt á kertum, vafin inn í teppi með nátthúfu og pípu.
Hvað með ykkur börnin góð?
Stormy weathers!
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
STÖNDUM SAMAN BLOGGARAR OG NÝTUM MIÐILINN
Set hérna inn færslu frá henni Heiðu (www.skessa.blog.is) varðandi lyfið Flunitrazepam sem notað hefur verið sem nauðgunarlyf.
Hér er færslan. Vinsamlegast bloggið um þetta.
Eins og nokkur ykkar hafa kannski tekið eftir, hef ég verið að kynna mér svefnlyfið Flunitrazepam undanfarið. Flunitrazepam er sama lyf og Rohypnol, engu breytt nema nafninu, og hefur verið þekkt sem nauðgunarlyf í mörg ár. Ég hef leitað eftir svörum og almennum upplýsingum um lyfið undanfarið og niðurstöðurnar eru sláandi.
Þetta tiltekna svefnlyf hefur enga sérstöðu sem er til bóta fyrir þá sjúklinga sem þurfa á svefnlyfi að halda. Á markaðnum eru tugir svefnlyfja sem gagnast sjúklingum alveg jafn vel og sem ekki hafa þá "kosti" sem nauðgarar sækjast í, þ.e. minnisleysi og almennt rænuleysi til að veita nauðgara mótspyrnu.
Augljósasti kostur lyfsins er að sjálfsögðu sá að nauðgarar geta verið nokkuð vissir um að fórnarlambinu er nánast ómögulegt að kæra eða framfylgja kæru vegna þessa minnisleysis. Lyfið er stundum notað við dáleyðslu vegna þess að það er nánast hægt að fá fólk til að gera hvað sem er undir áhrifum þess.
Hérna koma linkar á fyrri skrif mín um lyfið og svör Landlæknis. En óvísindaleg könnun mín á því hversu algengt það er að lyfinu sé laumað í drykki kvenna á skemmtistöðum borgarinnar kom mér á óvart.. þrátt fyrir að ég hafi verið nokkuð viss um að þetta sé miklu algengara en fólki grunar svona almennt.
Rohypnol 1
Sem konu og móðir tveggja dætra er mér mikið í mun að þessum óþverra sé hent út af lyfjaskrá hér á landi. Á árinu 2006 var rúmlega 11.000 skömmtum ávísað af lyfinu. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Lyfjastofnunnar er best að koma svona málum á framfæri til Lyfjastofnunar, sem síðan leggur þau fyrir Lyfjanefnd.
Læt fylgja póstinn sem ég sendi í dag á netfangið lyfjastofnun@lyfjastofnun.is
Ég vona að sem flestir láti heyra frá sér, karlmenn og konur. Því fleiri sem senda þeim beiðni/kröfu um að lyfið sé tekið af skrá því betra!
Lyfjastofnun Ríkisins
Svefnlyfið Flunitrazepam hefur enga jákvæða virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess fram yfir þá tugi annara svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá.
Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem "nauðgunarlyf" (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki kvenfólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis.
Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta.
Öryggi stúlkna/kvenna hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist til að hafa þetta hættulega lyf í umferð
Virðingafyllst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Ég er hætt að öskra fram á laugardag, a.m.k.
Vegna áskorana, bæði vinsamlegra og hatursfullra, ætla ég að nota lágstafi í fyrirsagnir næstu tvo daga, og athuga hvort ég geti lifað með því.Hann Daði, benti mér á, í allri vinsemd, að það að nota hástafi í netheimum væri það sama og að öskra í raunheimum. Ekki vil ég láta standa mig að því að öskra stöðugt allan daginn, yfir allt það eðla fólk sem er hér á Moggabloggi.
Einn minna vinsamlegur, og nafnlaus auðvitað, skrifaði eftirfarandi í athugasemdarkerfið hjá mér sem eftirskrift: "og taktu svo helvítis caps lockið af kerling þegar þú skrifar fyrirsagnir".
Sem sagt; ég er svag fyrir ábendingum og mun því láta á þetta reyna.
Er annars við góða heilsu og leið í heimsókn úti í bæ.
Cry me a river!
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
ENGAR UNDANÞÁGUR TAKK
Frá því hálfu ári eftir að lög um tóbaksvarnir tóku gildi árið 2002 hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ekki veitt undanþágur frá 18 ára aldurstakmarkinu vegna afgreiðslu á tóbaki.
Harkan sex þarna. Börn undir lögaldri skulu vernduð frá því að rétta tóbak yfir sjoppudiska. Ágætt mál.
Ég hefði verið rólegri ef sama verndunarþörf væri til staðar hjá dómsvaldinu, sem sér ekkert athugavert við að dæma börn frá 15 ára aldri í fangelsi.
Er einhver "dubbelmórall" í gangi hvað varðar ungt fólk á Íslandi? Skortur á samræmi og forgangsröðun.
Ég er svo biluð að mér finnst fangelsisdómur yfir ólögráða börnum, ekki minna en mannréttindabrot.
Að afgreiða sígarettur.. ekki svo sniðugt. En ekki vandamál þegar við miðum við hitt.
Éghendimérívegg.
Úje
Engar undanþágur á afgreiðslu tóbaks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
FLOTT RÁÐNING
Svanhildur Hólm Valsdóttir, hefur verið ráðin ritstjóri Íslands í dag. Mikið skelfing finnst mér gleðilegt að fá konu sem ritstjóra og hana ekki af verri endanum. Ég held svei mér þá að ég fari að horfa á Ísland í dag, reglulega á næstunni.
Ég græt ekki brottför svörtu bókarinnar, enda átti ég erfitt með að einbeita mér að dagskrárefninu, vegna þess að bókin átti hug minn allan.
Úje
Svanhildur Hólm ritstjóri Íslands í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
KONAN BEITT OFBELDI
Þá er afstaða Læknafélags Íslands ljós. Sigurbjörn Sveinsson, formaður félagsins, segir að konan í "þvagleggsmálinu" hafi verið beitt ofbeldi.
Og hann heldur áfram: "Einstaklingur getur hlotið skaða af því að þvaglegg sé komið fyrir án samþykkis hans.Þetta er inngrip og við bestu aðstæður geta öllum slíkum inngripum fylgt fylgikvillar. Sú hætta hlýtur svo að stóraukast við þær aðstæður sem skapast þegar svona er framkvæmt gegn vilja viðkomandi."
Það er allavega ljóst að það er ekki bara tilfinningasemi og rugl í þeim sem hefur misboðið þessi aðferð. Ég ætla að vona að gerðar verði verklagsreglur sem koma í veg fyrir að brotið verði á fólki með viðlíka hætti í framtíðinni.
Eins gott.
Konan beitt ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
BUBBI VEIDDI LAX, BUBBI VEIDDI EKKI LAX.. BUBBI, BUBBI, BUBBI
.. og ég segi, það er mettun í gangi, mettun í gangi og mettun í gangi, þúsund sinnum oftar og meira en Bubbi kemur í fjölmiðlum.
Það er hægt að missa vitið yfir minna.
Hafið þið borðað yfir ykkur af djöflatertu með rjóma og orðið veik í maganum?
Þið kannist við tilfinninguna. Ég er með hana þessa dagana.
Ég bið mér vægðar.
Kona dó í Noregi vegna ofumfjöllunar á Bobbysocks.
Hættiðiessu.
Æmfílingsómötspein.
Úje
P.s. Er ekki að dissa músikina, bara umjöllunarfárið.
Bubbi Morthens í átökum við stórlax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
HÉÐAN Í FRÁ..
..verður það greinilega tilkynnt sérstaklega, þegar Stuðmenn ætla ekki að improvisera á tónleikum. Það sem er þó meira spennandi við útitónleikana að Varmá, annað kvöld, að þar kemur gildran fram. Okkar frábæri, æðislegi, snilldarlegi, geggjaði, magnaði og fáheyrði snillingur hér á Moggabloggi, Kalli Tomm, hlýtur þá að berja trommurnar.
Úje
Hefðbundnir Stuðmenn á Varmárvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
EKKI PIRRINGSBLOGG..
..eins og áætlað var, vegna þess að pirringurinn rauk út um gluggann. Reyndar var það ekki beinn pirringur sem var að herja á mig, meira svona hryggð og vonleysi eftir að ég bloggaði um konuna sem tekin var með valdi af lögreglu og heilbrigðisstarfsmönnum.
Svo margir bloggarar eru á því að það sé fullkomlega eðlilegt að ganga svona nærri manneskjum, til að réttvísin nái fram að ganga.
Um víða veröld hafa ýmis níðingsverk eins og ofbeldi, nauðganir, pyntingar af öllum gerðum verið iðkað í nafni frelsis, lýðræðis, trúarbragða og svo mætti lengi telja. Ég hef ekki talið að fólk í umhverfi mínu myndi nokkurn tímann réttlæta slíkt undir kjörorðinu "tilgangurinn helgar meðalið". En hvað veit ég.
Það má vel vera að það sé lagaheimild fyrir þessum viðbjóðslega gjörningi þeirra á Selfossi, en mér skilst að þetta sé ekki notuð aðferð annars staðar á landinu.
Sýslumaðurinn í Árborg er heilt rannsóknarefni út af fyrir sig.
Þar með hef ég komið því frá mér, sem hefur hangið yfir mér eins og ský í allan dag.
Fari það og veri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
GEGGJAÐUR PIRRINGUR
Ég er að drepast úr pirringi og gremju. Ætla að blogga um það eftir mat, þori því ekki á fastandi maga. Arg...
Býð ykkur upp á eðalmúsíkantana í Traveling Wilburys. Er að reyna að koma sjálfri mér í gott skap.
http://www.youtube.com/watch?v=ewWyW6lT1HE
Fjandinn sem maður getur verið pírí stundum.
Ójá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr