Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Sunnudagur, 28. október 2007
Sumir ættu að setja tappann í flöskuna..
..fyrr en seinna. Að hefja ferð og slútta henni á sama stað án þess að hreyfa sig út úr flugstöðinni er töluverður bömmer.
Æi, svo "leiðilett" að lesa um, en mun verra að upplifa, get ég ímyndað mér.
Rosalega er ég fegin að hafa ekki drukkið og ferðast í leiðinni.
Var svo lítið í ferðalögum meðan ég var í "víninu" (understatement aldarinnar).
Baráttu- og batakveðjur til Farþegarns.
Ójá.
Svaf af sér utanlandsferðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 28. október 2007
Þori varla að blogga..
..um þessa merkilegu frétt hérna.
Jeræt.
Tengdadóttir og sonur Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, hafa stefnt útvarpsstjóra og Kastljósi og krefjast 3.5 milljón króna bætur fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs þeirra.
Hvað skal segja?
Ég var ein af þeim sem hefði ekki viljað vera án þessarar vitneskju um hraða afgreiðslu á máli tengdadóttur konunnar, um ríkisborgararétt.
Eru ekki allir sammála um að hún hafi gengið óvenjulega fljótt og vel fyrir sig?
Svona miðað við marga aðra?
Burtséð frá því, er ekki líklegt að mál lýðræðiskjörinna fulltrúa séu skoðuð ofan í kjölinn, af fjölmiðlum?
Svo er ég enn ekki búin að ná því að þeir sem um málið fjölluðu hafi ekki vitað neitt um tengsl konunnar við ráðherrann fyrrverandi.
En ég veit auðvitað ekki nokkurn skapaðan hlut, sitjandi hér úti í bæ.
En maður getur fylgst með.
Ójá.
Ríkisútvarpinu stefnt fyrir ærumeiðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Sunnudagur, 28. október 2007
Steiktir heilar..
Ég veit ekkert hvort það er hægt að banna náttúruafurðir eins og sveppi sem valda eldamennsku í heilanum. Ég veit ekki einu sinni hvort það er gerlegt að gera það að glæpsamlegu athæfi að týna sér jurtir til neyslu. Ég er a.m.k. ekki að missa svefn yfir því.
En myndbandið sem fylgir þessari frétt er alveg stórgott sem fyrirbyggjandi aðgerð. Ef fólkið í mótmælahópnum er skoðað, sést að það er nú svona frekar veðrað og sjúskað af neyslu. Svo segir það líka heilmikið um dómgreindarleysi fíkla, að taka börnin sín með sér í mótmælin, skreyta þau með teiknuðum sveppum og sjá nákvæmlega ekkert athugavert við það.
Ég sting því upp á að þeir í Amsterdam sýni bara myndbandið og ég er viss um að það á eftir að skila góðum árangri.
Hver vill ganga um og láta það standa utan á sér að heilinn sé gjörsamlega steiktur og kominn að fótum fram?
Efast um að það sé mikill áhugi á að taka sér það til eftirbreytni.
Algjör snilld.
Ójá.
Mótmæltu fyrirhuguðu banni á sölu ofskynjunarsveppa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 28. október 2007
Búhú-færsla!
Nú kem ég með eina Búhúu. Þetta er ekki hægt. Ég er of jákvæð. Ég hef ekki grátið á blogginu mjög, mjög lengi. Þetta er búhújöfnun.
Ég á bágt, ég er veik.
Ég finn til í hálsinum og mig verkjar í beinin.
Mér er kalt og ég hósta eins og mófó.
Hefur einhvern verkjað í hárið?
Mig verkjar eimmitt mjög mikið hárið, sérstaklega vinstra megin.
Vont, vont..
og það versnar.
Búhú..
ójá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 28. október 2007
Sér enginn neitt athugavert við..
..að blásið sé til hátíðar á borð við Airwaves, þar sem að hver uppákoman er flottari en sú næsta og að listamennirnir skuli fá 2 bjóra fyrir ómakið?
Það þætti saga til næsta bæjar, ef svona væri farið að á Listahátíð, til dæmis.
Er ekki stéttarvitund íslenskra tónlistarmanna orðið eitthvað ábótavant?
Það fá ekki nema fáir útvaldir borgað fyrir vinnuna sína núorðið.
Ég er algjörlega standandi hlessa.
Ójá.
Tveir bjórar eru andskotans nóg!? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Laugardagur, 27. október 2007
Kjóllinn hennar Jennýjar Unu Eriksdóttur
Amma-Brynja fluffaðist til Boston og keypti jóladressið fyrir Jennýju Unu.
Ég er yfirkomin vegna fegurðar kjóls og kynni hann því til sögunnar.
Þess má geta að þetta er annar af tveimur sem verður fjárfest í fyrir jólin. Amma-Brynja er nebblilega alltaf á ferðinni.
Gjörsvovel.
Ekki nóg með að kjóllinn sé bjútífúl úr svörtu fínflaueli, heldur fylgir jakki með svona svakkalega fallegur, til að klæða sig í á milli jólaballa í næðingnum í desember.
Gott fólk!!
Jólakjóllinn árið 2007, nananananana
Amman voða glöð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Laugardagur, 27. október 2007
Í áralangri afneitun
Ég eyddi stórum hluta dagsins í eldhúsinu. Við bakstur og matargerð. Ég er ekki að grínast, málið er alvarlegt og tekur til breytinga á sálarlífi mínu, á ansi víðtækan máta.
Ég var í "matreiðslu" í Hagó, og Meló í denn, á þeim tímum þegar strákar voru í "smíði" og við í "handavinnu". Í matreiðslutímana þurftum við að mæta með handapokasvunturnar rauðköflóttu, hauskappana (sem voru skyldustykki í handavinnunni) og gott ef ekki pottalepparnir líka sem ég heklaði af veikum mætti. Í pilsi þurftum við að vera, annars vorum við reknar heim. Á þeim tíma var það á við dauðadóm í félagslegum skilningi að mæta einhversstaðar í pilsi, þ.e. ef það voru ekki jólin.
Ég held að ég hafi orðið fyrir svo miklu áfalli þarna í matreiðslunni að ég hafi lengi vel farið í algjöra afneitun á allt umfram lífsnauðsynlegar aðgerðir í eldhúsi. Ég man tvennt, frá matreiðslutímanum, að mæla peysu með málbandi fyrir og eftir þvott til að hún héldi sér í forminu og svo hitt að þvo hvert ílát, hverja teskeið um leið og búið var að nota viðkomandi verkfæri.
Svo bættist í afneitunina með árunum. Ég missti mig í kvennabaráttu og ég gekk svo langt að leggja fæð á eldhús og svuntur. Ef ég var spurð hvort ég ætlaði að baka fyrir jólin, tryllist ég og veinaði móðursýkislegri röddu: Baka, hví skyldi ég baka, til hvers eru bakarar? Ég man að rödd mín var há og skjálfandi af geðshræringu ef hveitiföndur bar á góma.
Nú hef ég þroskast (hm), amk. baka ég við öll tækifæri, því allt í einu hef ég nægan tíma. Í dag bakaði ég brauð, eplaköku og skúffutertu. Voða gaman og húsbandið veit ekki hvað í ósköpunum hefur gerst með viðkomandi eldhúsfrömuð. Svona er gaman að upplifa nýjar og skemmtilegar hliðar á sjálfum sér. Bara fullt af duldum hæfileikum. Ha?
En eitt er eftir, og það er listin að ganga frá jafnóðum. Í notkun hafa verið flest öll áhöld eldhússins, og haugurinn við vaskinn er ekkert minni en 1.32 á lengd.
Ég bretti um ermar.
Einhver í meyjarmerkinu á lausu til að kenna mér skipulag?
Hélt ekki.
Bæjó!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 27. október 2007
Að gefnu tilefni..
..vil ég koma eftirfarandi á framfæri:
Ég vil ekki láta banna:
Bækur,
Presta,
Tölvur,
Bíla,
Skáta,
Þjóðsönginn,
Forsetann,
Bílabúðir,
Banka og Sparisjóði,
Saumnálar,
Föt úr Hagkaup,
Innflutta kjúklinga,
Sjálfstæðisflokkinn,
Kastljós,
Bónus,
Ljósleiðara,
Símann,
Græna lampaskerma,
Matarsóda og
gráfíkjur...
En ég hef skoðun á þessu öllu og meiru til.
Ég útiloka ekki að ég eigi eftir að blogga um eitthvað að ofannefndu og kannski ekki alltaf hrifin.
Geri þetta af tómum alrennilegheitum, svo fólk missi sig ekki í bannfárinu í athugasemdakerfinu, of fer að gera mér upp allskonar kenndir, þegar öldur rísa sem hæst.
Og já, ég elska ykkur öll, ormarnir ykkar.
Lalalala
Held áfram að baka.
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 27. október 2007
Hnífar og skæri, ekki barna...
..og allt það, er svo sannarlega viðeigandi hér. Mikið skelfing vona ég að ungir Íslendingar læri að skemmta sér með ögn minni og dramatískari afleiðingum í framtíðinni.
Annars er ég varla búin að jafna mig eftir að hafa séð nýjastu dægradvöl sumra ungmenna á Akureyri (og jafnvel víða) sem eru í s.k. nasistaleik, slást og taka það upp á band til að sýna á netinu.
Rosaleg firring er í gangi og þessir strákar sem eru að berja hvorn annan, að því er virðist, að gamni sínu, hlýtur að líða eitthvað illa.
En þetta voru pælingar um Akureyri á þessum laugardagseftirmiðdegi.
Hnífaárás á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 27. október 2007
Áskorun!
Ég hef verið beðin um að koma eftirfarandi á framfæri (Ragga) og það geri ég með sannri ánægju.
"Ég skora hér með á Morgunblaðið að hætta nú þegar myndbirtingum af banaslysavettvöngum í umferðinni. Slík myndbirting er með öllu óþörf og eingöngu til þess fallin að særa aðstandendur þeirra sem þannig látast eða slasast.
Vinsamlega birtið sem víðast kæru bloggvinir!"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 15
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987146
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr