Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Hvað gera þeir þá við ræfil eins og mig?

Ef fólk sem hefur greinst með geðröskun fær ekki að kaupa líftryggingu, þá er fokið í flest skjól. 

Hvað gerist þá með mig sem er óvirkur alki með sykursýki? (En sykursýkissjúklingar greiða hærri iðgjöld).

Eitthvað hangi ég ekki með í umræðunni, því það hafði sannast sagna ekki hvarflað að mér að það væri til fólk sem fengi ekki að kaupa líftryggingu.

Ég er ekki líftryggð en þegar ég fer að velta þessu fyrir mér, fyllist ég réttlátri reiði fyrir hönd okkar sem höfum höfum þjáðst af s.k. félagslegum sjúkdómum eins og t.d. geðröskunum og alkahólisma.

Í mínu basli við alkahólisma, þjáðist ég af þunglyndi, sem svo hvarf eins og dögg fyrir sólu um leið og ég varð edrú, en greiningin hefur ekki horfið neitt.

Jenný Anna er með sykursýki, og er opinber óvirkur alki (sem allir vita að vísar til að ég muni hafa drukkið mikið og ótæpilegaWhistling), þannig að ég þarf að liggja óbætt hjá garði ef eitthvað kemur fyrir (GMG, það er alltaf eitthvað að koma fyrirW00t).

Ég tek niðurlag úr ljóði Vilhjálms frá Skálholti sem lýsir tilfinningunni ágætlega sem ég er að upplifa núna.

"..fyrst þeir krossfestu þig Kristur

hvað gera þeir þá við ræfil eins og mig?"

Góðan daginn gott fólk!

Gleðilegan laugardag.


mbl.is Neitað um líftryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins laus - Húrra!

Sara Jessica Parker, er laus við kynþokkann!

Ég, Jenný Anna Baldursdóttir, er laus við brennivínið og læknadópið.

Frænka mín að austan, Vefríður Ógagnsdóttir, er laus við allt sitt hnakkaspik

..og Marteinn frændi er laus við útvarpsloftnetið af hausnum á sér.

Só????

Við hvað ert þú laus?

Við gætum látið Moggann vita.

Kikkmíandsúmí!

Úje


mbl.is Sarah Jessica Parker laus við kynþokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggstelpur hjá Ólínu kl. 21,00

22 

Ekki missa af Mörtu, Jónu og Salvöru í nýjum þætti Ólínu Þorvarðardóttur á sjónvarpsstöðinni ÍNN.  Hann fer í loftið kl. 21,00 að staðartíma (ójá) og ef þið lendið í vandræðum með að finna stöð 20 á afruglaranum, þá getið þið fengið leiðbeiningar hérna.

 Góða skemmtun bloggverjar og aðrir gestir.

Úje.


Che var einfaldlega hönkari

 1

Che var flottur, ekki spurning.  Svo var hann læknir að mennt og fór um alla S-Ameríku og læknaði fátæka, áður en hann fór í samvinnu við Félaga Kastró.  Sumir "meinstrímerar" halda því fram að Che hafi verið hryðjuverkamaður, aðrir halda því fram að hann hafi verið byltingarhetja.

Einn af hausaveiðurum CIA, sem átti þátt í að elta Che uppi og verða valdur af lífláti hans í Bólivíu 1967, var viðstaddur aftökuna og stal lokk úr hári Guevara og seldi hann svo í Texas á uppboði fyrir 119.500 dollara.

Ég er á því að Che hafi verið, líkt og aðrar manneskjur, bæði góður og slæmur.  Hann var a.m.k. ekkert ómenni eins og USA hefur viljað vera láta.

Burtséð frá því var maðurinn "ógisslega" sætur.  Hann var hönk.  Ætli ég sé ekki með "slæmustrákaheilkennið", sem svo margar konur þjást af?  Che var örugglega "bad boy" ef horft er á hann frá Bandaríkjum Norðurameríku.  Hm...

Sem gamall kommi og núverandi vinstri maður (lalalala) þá hugsa ég með hlýju til þessa fallna kappa.

Maðurinn var einfaldlega "hunk of a man", svona alvöru hnéskjálfari.

Lyfi byltingin,

Úje 


mbl.is Hárlokkur af Che seldist fyrir 7,3 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nerðir vikunnar..

 

..eru tímaskekkjurnar í Þjóðkirkjunni, sem geta ekki á heilum sér tekið vegna niðurstöðu kirkjuþings um staðfesta samvist (sem er það ópersónulegasta orðalag um kærleiksbandalag, sem hægt hefði verið að finna).

Jón Valur og stuðningsmenn hans eru þar efstir á lista.

Steinunni Jóhannesdóttur hlýtur að vera stórlega létt, því kirkjan "hennar" ætlar ekki að rífa af henni konustimpilinn og af manninum hennar karlastimpillinn.  Voðalegur harmur og örlög hlýtur það að vera, að eiga sjálfsmynd sína undir skilgreiningu Þjóðkirkjunnar á hjónabandi.

Fyrir mér er það ljóst að íslensk kirkja er bara fyrri hluta þjóðarinnar.  Ég sannfærist enn frekar um hversu mikil tímaskekkja og halloki hún er, eftir því sem fleiri talsmenn hennar birtast í fjölmiðlum og tala máli hennar og þá er fyrst frægan að telja, Hr. Geir Waage.  Hver vill sækja sáluhjálp sína til manns með hans viðhorf og skoðanir?  Ætli hann láti þéra sig?

Það er verið að fremja á okkur, þessu fólki, sem föllum ekki undir bókstafstrúna, klár mannréttindabrot, með því að neyða börnin okkar inn í þetta apparat sem Þjóðkirkjan er.  Þangað förum við eins og í gagnagrunninn margfræga og þurfum að skrá okkur úr henni sérstaklega, ef við neitum að leika með.

Hvernig stendur á því að kirkja sem ekki gerir öllum mannanna börnum jafn hátt undir höfði, er ekki með sömu kröfur hvað varðar inngöngu í batteríið.  Þá eru allir jafnir fyrir Guði, ég meina bókhaldi, því öll greiðum við skatt til kirkjunnar, hvort sem við erum nógu góð til að fá notið þjónustu hennar eður ei.

Jón Valur má eiga þessa þjóðkirkju, Geir Waage og biskupinn líka.

Ég legg til að breyskar manneskjur með skoðanir, segi sig úr þessari stofnun.

Ekki seinna en núna.


Stöðug afmæli hjá alkanum

Ég er rosalega upptekin af dagsetningum og slíku.  Stundum er húsbandið að tala um eitthvað og þá segi ég: "gerðist það þegar við bjuggum á sóandó og við áttum þennaneðahinn bílinn".  Já, segir hann kannski og heldur áfram að tala og þá gríp ég gjarnan frammí aftur og segi eitthvað á þessa leið: Ójá, ég man eftir þessu, manstu það var daginn áður en við gerðum blablabla og þú varst í þessum jakka blablabla og tveim dögum síðar þá gerðum við blablabla". Þá er þessi ofurrólegi maður, orðinn dálítið vonlítill um að geta klárað það sem hann var að segja og oft er hann búinn að gleyma því.

Ég er nefnilega fortíðarfíkill. Ég man lyktir, stemmingu, klæðaburð, smáatriði og hefði með réttu átt að vera að vinna í safnadeild, eða í leikhúsi eða eitthvað, ég man í smáatriðum eftir eldhúsáhöldum frá hverjum tíma, gluggatjöldum, lykt úr görðum og bara að nefna það.  Ég er gangandi heimildarrit um fortíðina en eftirspurnin er engin.

En í dag brást mér bogalistin.  Ég átti árs edrúafmæli þ. 5. október s.l. og auðvitað fékk ég milljón kveðjur og allt í góðu með það.  En þ. 25. október kom ég út af Vogi, eftir 20 daga meðferð, skjálfandi á beinunum af ótta við að ég myndi jafnvel ekki standa mig.  Ég man hvernig ég var klædd, við hverja ég var að tala áður en ég gekk út úr húsinu, hvar við stoppuðum á leiðinni ég og húsbandið til að kaupa í matinn, hvað ég keypti í matinn, yfir hverju ég röflaði, þegar ég kom heim og áfram og áfram.  Það tilkynnist því hér með að ég ég átti örafmæli í gær, sem skiptir bara máli fyrir mig og engin ástæða til að blása í lúðra út af því.

Í raun á ég einhverskonar afmæli á hverjum degi. Ekki bara edrúafmæli sko.  Hvernig haldið þið að það sé að vera uppfullur af ónauðsynlegum upplýsingum, sem fáir hafa áhuga á?  Ég geri auðvitað mitt besta til að koma þeim á framfæri og það brestur á fjöldaflótti sálna, þegar mér tekst hvað best upp.

Svo leiðrétti ég fólk í minni fjölskyldu sem fer ekki rétt með sögulegar staðreyndir úr fjölskyldulífinu.  En það er ekki alltaf, bara þegar eitthvað mikilvægt er í umræðunni, eins og hvaða ár við fengum ekki rjúpur, hvenær við tjölduðum í Atlavík og áfram og áfram.  Eins og ég er skemmtileg kona.

Svo man ég EKKI hvar ég var þegar Díana prinsessa dó!! Haldiði að það sé?

Hvað um það, í dag fyrir ári síðan, fór ég í þvottahúsið um 11 leytið og þvoði tvær vélar, okok, ég er að fokka í ykkur og gera grín að sjálfri mér í leiðinni.

OMG, eins og við segjum stundum í bloggheimum, þá blogga ég til að gleyma og í mínu tilfelli er það pjúra sannleikur.

Ég er farin að sofa, bláedrú og minnið er sífellt að skerpast. Þetta á eftir að enda með ósköpum.

Úje.


Forstokkaðir trúarnördar, ég segi það satt

 1

Samkvæmt frétt þá er annan hvor Norðmaður trúaður og 40 af hundraði segjast trúa því að Kristur hafi dáið á krossinum fyrir syndir mannanna. Gott og vel ef þeim líður vel með það, þá er bara að óska våra nordiska vänner til hamingju með það.

Ég hélt að þeir væru mun fleiri.  Ég hef ekki hitt Norsara, að heitið geti sem ekki hefur verið að kafna úr trúarhita, samviskubiti yfir syndum sínum og löngunar til afláts.

Ég er á því að ég hafi þess vegna hitt annan hvorn Norðmann.  Hinir hafa verið einhversstaðar á djamminu og í spillingunni bara.  Þ.e.s. ef það hefur ekki verið búið að loka á djamminu um 23,30, því þeim Guði sem sér um Noreg er uppsigað við langan opnunartíma.

Til að vera ekki að ætla Norðmönnum meiri trúarhita en þeir eiga inni fyrir þá er orðið ansi langt síðan ég hef skondrast um með þeim frændum vorum, að einhverju ráði, amk.

Tack för mig och adjö.

Úje 


mbl.is Annar hver Norðmaður trúir á Guð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Borgarráði!

 

Ég missti af þessari frétt í dag.  Ég missti nánast af öllu í dag, í stressinu sem búið er að angra mig frá því í morgun, ég má þakka fyrir að ég týndi ekki sjálfri mér til frambúðar, bara.

Hér er gleðifrétt á ferðinni.  Borgarráð leggst gegn því að heimilaður verði nektardans á veitingahúsunum Club Óðal, Vegas og Bóhem í tillögu sinni að umsögn um rekstrarleyfi þessara staða, en gerir það að tillögu sinni að stöðunum verði veitt rekstrarleyfi að öðru leyti.

Það er nú aldeilis fínt.  Nú geta þessir staðir bara verið með venjulegan veitingahúss- eða pöbbarekstur eins og kollegar þeirra í Reykjavík, fyrir fólkið á djamminu, en þar er alltaf nóg að gera.

Svo geta þeir sem eru svona hrifnir af fótamenntinni bara skráð sig í Þjóðdansafélagið.  Hliðar saman hliðar.

Súlur hvað?

Dansi, dansi dúkkan mín!Whistling

Úje


mbl.is Borgarráð leggst gegn því að heimila nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera edrú en dröggeraður!

Ég fór í rannsókn, ég fékk róandi eða slakandi/eitthvað í æð og mér leið eins og þurs hefði sest á herðarnar á mér og bómull hefði verið troðið í hausinn á mér.  Tilfinningin var ekki góð, sem betur fer og ég gat ekki beðið eftir að hún hundskaðist burt, sem hún er í þann veginn að gera, amk er skjárinn orðinn sýnilegur og lyklaborðsverkfærin hlaupa af mikilli snilld yfir téð borð.

En ég þarf að fara aftur þ. 5. nóvember.  Den tid den sorg.

Niðurstaða úr rannsókn: Ekki neitt rosalega góð, en gæti verið verri.

Vildi bara segja ykkur að vímur eru ofmetnar.

Mikið rosalega er ég glöð með að þetta sé að baki.

Það er allt útlit á að ég leggist edrú á koddann í kvöld.

Guð gefi mér æðruleysi...

Love you guys og takk fyrir kveðjurnar.

Alkinn, í bullandi bata.

Ójá.


Fyrir 300 þúsund á mánuði...

.. sem fást fyrir fundarsetu ca. 1 sinni í viku, tel ég að það sé verið að yfirborga fólki.

Fyrir mér er þetta ótrúlega há upphæð fyrir ofannefnt framlag.

Mér er sama hvar í flokki fólk er statt, þetta er með ólíkindum, ef við t.d. skoðum laun leikskólakennara hjá borginni.  Það muna allir eftir tjóninu þar er það ekki?

Hver heldur á reiknistokknum þarna?

Varla sá hinn sami og ákvarðar laun þjónustustéttanna hjá Reykjavíkurborg?

Ég er nánast orðlaus, nánast.

En hvað veit ég fávís konan?

Ójá.

 


mbl.is Varaborgarfulltrúar fá 300 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 17
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 2987148

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.