Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Vægi mannslífa

Ég er búin að vera miður mín síðan ég sá myndirnar af börnum 103 í Chad, þessum sem átti að flytja ólöglega úr landi (ræna) og færa til Frakklands.

Ég er með kökk í hálsinum og hann vill ekki fara.  Myndirnar af grátandi börnunum rífa í mig og slíta, og það er ekki gott.  Ég get gert minna en ekki neitt í málinu.

Nú ber svo við að enginn hefur bloggað við þessa frétt.  Það hefur ekki orðið neitt "fár" út af þessum skelfilegu atburðum í Afríku.

Mér er minnistætt þegar litlu stúlkunni Madeline var rænt í Portúgal, sú saga öll, sem enn heldur athygli fólks um allan heim.  Ég er ekki hissa á því, alls ekki, enda getum við flest fundið til samkenndar með foreldrum Maddie, og þess vegna er svo auðvelt að láta sig örlög þeirra varða.

Nú eru hundrað og þremur börnum, á svipuðum aldri og litla Madeline, tekin með ólöglegum hætti og það átti að flytja þau eins og búfénað til fjarlægs lands, þar sem enginn veit hvað hefði beðið þeirra.  Litlar manneskjur, sem nú þegar búa við stríðsástand og hreinar hörmungar sem ekki sér fyrir endann á.

Af hverju göngum við ekki af göflunum?  Af hverju eru engar "kertafleytingar" þegar þetta gerist?  Engar safnanir, engar upphrópanir, engar blöðrusleppingar.  Ef tilefnið er ekki núna, þá veit ég ekki hvenær það gefst.

Hvað með safnanir?  Getum við ekki gert eitthvað, við Íslendingar? 

Eða eru eitthundrað og þrjú börn of mikið fyrir okkur að horfast í augu við?

Eru þau of langt í burtu til að þau nái að halda athygli okkar hérna í velmeguninni?

Ég gæti trúað því, en okkur er nær að gera það samt.

Eru mannslífin í Afríku minna virði en okkar?

En eins og ég sagði í upphafi, þá næ ég ekki börnunum úr huga mér.


mbl.is Sextán Evrópumenn ákærðir fyrir mannrán í Chad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli ég sé í slæmum málum?

Ég þarf að fara að hafa smband upp á sykursýkisdeild.

Ég þori því varla ég er fullorðin kona og ábyrg í hegðun.

Svona oftast.Blush

Hvað ætli þær segi.

Jájá,

Góðan daginn gott fólk.


Af Jenný Unu, Bördí Jennýjarsyni, sem nú kallast dúskur dúllurass og götustelpum!

Vó, þetta er löng fyrirsögn.  Allt að því "Ellísk".  En ég þarf að koma eftirfarandi á framfæri  (þið getið litið á þetta sem skilaboðatöflu).

Jenný Una kom hér í dag eins og ég var búin að segja ykkur, og hún var mjög, mjög skemmtileg.

Við endurnýjuðum kynnin við "GÝLU" (var ekki búin að læra að segja GRÝLA fyrir síðustu jól).  Hún horfði lengi á myndina og sagði svo:

"Hún er reið og hættuleg. Nei, nei, hún er góð, hún er bara þreytt í bakinu." (Vott, er barn farið að vinna á sænska sjúkrasamlaginu?)

"Amma farðu úr herbergi mín og hættu trubbla mig meir, é er að versla matinn." (Fyrirgefðu fröken).

"Franklin Máni Addnason er kærastiminn, allir krakkarnir eru kærastir, öll í kór." (Ég er enn að reyna að ná þessum, held að allir eigi kærasta, hver einasti einn).

Hafi fjölskyldan hér á kærleiksheimilinu einhvertímann haldið að hún hefði stjórn á Bördí Jennýjarsyni, þá hefur sú hugsanavilla verið leiðrétt.  Bördí er núna í algjörri lausagöngu, fer í búr til að borða, hangir á spegli eins og skreyting og leggur sig uppi á bókahillunum.  Nú hefur hann búið sér til athvarf milli tveggja bóka (nei, segi ykkur ekki hvaða tímamótabókmenntir þetta eru, því höfundarnir eru enn og lífi og trúa því að þeir hafi eitthvað að færa heiminum með bókum sínum).  Bördí kallast nú dúskur dúllurass, af því hann hleypur upp í vöndul þegar hann sefur.  Er eins og fagurblár garnhylkíll með dassi af svargrænu. Dúskurinn heitr í höfuðið á Dúu nokkurri, ekkibloggara.

Jájá.

Þið sem hélduð að nú kæmi kafli um götustelpur, verðið nú fyrir vonbrigðum.  Hann verður birtur síðar.  Mun síðar.

Ójáhá.


Matvælamafían

 1

Orðið matvælamafía hefur nú fengið nýja merkingu.  Það var oft talað um bændamafíuna hérna í denn, vegna einokunarinnar á matvælum, skorti á úrvali bæði á kjöt-, mjólkur-, og grænmetisvörum.  En það var þá.

Nú er Kebab-mafían að setja niður sína síðustu lambakjötslufsu í Noregi, ef rétt er að norsku löggunni hafi tekist að uppræta hana.

Ég á samt alveg erfitt með að verða eitthvað skelfingu lostin, eða þannig, þegar skrifað er  um Kebab-mafíu, verð ekkert svona cosa nostra hrædd, ef þið skiljið mig hvað ég meina.

Ég er hrædd við guðlöðursmafíur, dópmafíur, vændismafíur, mansalsmafíur og þrælamafíur.

Kebab-mafían er svona álíka ógnvekjandi og Ópalmafían.  Fær mann ekki til að skjálfa á beinunum.  Bara alls ekki.

Fattið þið muninn?

Hélt það.

Æminheven!

Úje.


mbl.is Kebabmafía upprætt í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló - Hvar er hugsunin og dómgreindin?

Hún Jenný Una og Oliver litlu barnabörnin mín eru tveggja ára.  Oliver síðan í maí og Jenný verður þriggja í desember.  Ég reyndi að sjá fyrir mér einhverjar aðstæður þar sem maður myndi setja þau í framsæti bifreiðar og komst að niðurstöðu, að það yrði  aldrei!

Ég held, sem betur fer að fæstir, láti sér detta svona lagað í hug, við vitum, eða eigum a.m.k. að vita að með þessu er verið að setja líf og limi barna í stórhættu.

Ég verð reið þegar ég les um svona kæruleysi, líf og heilsa barnanna er svo dýrmætt.

Ég vona að það heyri nú sögunni til að foreldrar hætti að haga sér eins og óvitar, þegar þeir halda út í umferðina með það dýrmætasta sem við eigum.

ARG.

 


mbl.is Með tveggja ára barn í framsætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar allsstaðar??

Vita þeir hjá Loftleiðum Icelandic ekki hvaða starfsemi er notuð undir vélarnar sem þeir leigja út?

Rosalega er dapurlegt að "barnavélin" hafi verið á íslenskum skráningarnúmerum.

Reyndar mun vélin vera í einhverskonar "þurrleigu" sem gerir þá hjá LI ekki ábyrga en það er ömurlegt að þetta skuli tengjast landinu.

Það var hrikalegt að sjá blessuð börnin í fréttunum í gær, eins og búfénað.

Sorglegt að sjá.

Og  að allt öðru, að Íslendingum í "útrásinni".

Annar fjárkúgaranna sem reyndi að hafa fé af breska kónaslektinu, er af íslenskum ættum.

Úpps, ekki gaman það.

Íslandi allt.


mbl.is Íslensk flugvél notuð við ólöglegan flutning barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjóllinn - framhald

Hér er framhald af kjólnum margfræga, sjá hér, en núna er litla kjólaprinsessan á leið í heimsókn, hingað á kærleiksheimilið.

Í gær fékk hún að máta nýja, fína kjólinn og hún horfði lengi og vandlega á sig í speglinum og sagði síðan:

"É er mjög, mjög fín".

Engin sjálfhælni, bara staðreynd, en í tæplega þriggja ára krakkaskottum er ekki til neitt sem heitir tilgerð.

Mamma hennar sagði henni svo að nú yrði kjóllinn geymdur til jólanna og þar til hún ætti afmæli (30. des.) og þá sagði sú stutta.

"Já, já, ég veitað, ég á ammæli á þrijudaginn".

Alltaf með ráð undir rifi hverju.

Deili með ykkur glænýrri mynd af helstu sögupersónu þessa bloggs, henni Jenný Unu Eriksdóttur.  Hún biður að sjálfsögðu að heilsa.

Ójá.


Ég hélt að það væri verið að boða til kosninga..

..eða eitthvað álíka sláandi mikilvægt, þegar ég haltraði í sakleysi mínu inn á mbl núna rétt í þessu.  Forsíðufréttin með upphrópunum náði samstundis athygli minni og ég byrjaði að lesa af áfergju.

Þvílíkur bömmer.

Já,já, fótbolti er voða mikilvægur.

Það var þá verið að ráða þjálfara fyrir landsliðið í fótbolta.  Einhvernólaf í staðinn fyrir Einhverneyjólf.

Annars dauðvorkenni ég þeim vesalings manni sem fer í þetta hákarlahaf sem boltaíþróttir eru fyrir karlmenn.  Ef illa gengur þá verður viðkomandi að lágmarki grillaður á teini.  Og það er vægt áætlað.

Só??

Af hverju er þessi sparkleikur svona mikilvægur að það fara allir á límingunum yfir þessu?

Ég ekki skilja, getur einhver útskýrt? NO?

Beint í mark.

Úje.


mbl.is Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu til ársloka 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ég stödd í draumi eða hvað?

 

Ég er jólabarn.  Algjörlega og skammlaust yfirkomin allt að tveimur mánuðum fyrir jól.  Ég missi kúlið, skynsemina (sem er ekki mikil fyrir, það skal viðurkennast) og ég verð að tilfinningalegum jólahaug.  Þetta ástand stigmagnast frá nóvemberbyrjun og nær hámarki á Þorláksmessu, þegar ég kveiki á Gufunni og hlusta á jólakveðjurnar.  Jesús minn, hvað ég elska jólakveðjurnar.  En ég ætla ekki að missa mig hérna, ekki að tala um þungar rjúpnaáhyggjur mínar, né heldur hvað ég ætla að kaupa til jólagjafa og gera af sultum, pæjum, patéum og öðrum lífsins unaðssemdum.

Ónei, ég ætla að kvarta.

Ég ætla að kvarta yfir því að opinbert appírat skuli vera á undan mér í jólafárinu.

Ég hringdi á Landspítalann áðan, sem nú er auðvitað í frásögur færandi, og þurfti að bíða þetta dæmigerða augnablik, sem telur, að því sem ég kemst næst, 15 þúsund augnblikkingar.  Og á meðan ég beið hljómaði "Ljósadýrð loftin gyllir" í lyftumúsakk útdetningu.  Og meðan ég missti mig í stemmingu og jólatrans, varð mér litið út um eldhúsgluggann og það snjóaði.  Það var logndrífa og ég ekki byrjuð að pakka inn og skreyta.

Og nú sit ég hér og held, svei mér þá að ég sé stödd í draumi.  Er með hita og svona, gæti þetta verið óráð eða er Gulli heilbrigðis bara jólabarn eins og ég?

Nú er ég á bið á einhverja deild á Landspítalanum, þar sem mikið er að gera og í eyrum mér hljómar lagið "Gefðu mér gott í skóinn" í dásamlegri lyftuútsetningu.W00t Næst hringi ég í kvörtunardeildina, hjá spítalanum, mér segir svo hugur um að þar geti biðin verið löng og mörg jólalög í boði á meðan ég bíð eftir afgreiðslu.

Gleðileg jól og ekki vekja mig.

Svo sæl, svo sæl.

Úje.


Af engu tilefni..

..bæti ég um betur og birti lista yfir það sem ég vil láta banna.

Ég bendi á færsluna mína frá í gær yfir allt það sem ég vil ekki láta banna og nú leyfi ég mér að bæta um betur.  Ekki að það hafi komið fram neinar upplýsingabeiðnir þar um, en ég er að springa úr ofurtrú á eigin mikilvægi og treð þessu að.

Bannlisti Jennýjar (óskalisti fyrir jólsveininn):

Bönnum:

Súlustaði,

Vændi,

Skötu,

Kjötfars,

Tólg,

Lýsi,

Fordóma,

Playboy,

Ráðherrabíla,

Enska boltann og

allan pakkann af leiðinlegum hlutum bara,

Ójá,

Pistill til að laga meltinguna og lækka hitann hjá mér fyrir svefninn.

Vegna sótthita verður ekki tekin ábyrgð á ofansögðu.

Ég er með óráði.

Cry me a river,

Úje

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 2987143

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband