Leita í fréttum mbl.is

Er ég stödd í draumi eða hvað?

 

Ég er jólabarn.  Algjörlega og skammlaust yfirkomin allt að tveimur mánuðum fyrir jól.  Ég missi kúlið, skynsemina (sem er ekki mikil fyrir, það skal viðurkennast) og ég verð að tilfinningalegum jólahaug.  Þetta ástand stigmagnast frá nóvemberbyrjun og nær hámarki á Þorláksmessu, þegar ég kveiki á Gufunni og hlusta á jólakveðjurnar.  Jesús minn, hvað ég elska jólakveðjurnar.  En ég ætla ekki að missa mig hérna, ekki að tala um þungar rjúpnaáhyggjur mínar, né heldur hvað ég ætla að kaupa til jólagjafa og gera af sultum, pæjum, patéum og öðrum lífsins unaðssemdum.

Ónei, ég ætla að kvarta.

Ég ætla að kvarta yfir því að opinbert appírat skuli vera á undan mér í jólafárinu.

Ég hringdi á Landspítalann áðan, sem nú er auðvitað í frásögur færandi, og þurfti að bíða þetta dæmigerða augnablik, sem telur, að því sem ég kemst næst, 15 þúsund augnblikkingar.  Og á meðan ég beið hljómaði "Ljósadýrð loftin gyllir" í lyftumúsakk útdetningu.  Og meðan ég missti mig í stemmingu og jólatrans, varð mér litið út um eldhúsgluggann og það snjóaði.  Það var logndrífa og ég ekki byrjuð að pakka inn og skreyta.

Og nú sit ég hér og held, svei mér þá að ég sé stödd í draumi.  Er með hita og svona, gæti þetta verið óráð eða er Gulli heilbrigðis bara jólabarn eins og ég?

Nú er ég á bið á einhverja deild á Landspítalanum, þar sem mikið er að gera og í eyrum mér hljómar lagið "Gefðu mér gott í skóinn" í dásamlegri lyftuútsetningu.W00t Næst hringi ég í kvörtunardeildina, hjá spítalanum, mér segir svo hugur um að þar geti biðin verið löng og mörg jólalög í boði á meðan ég bíð eftir afgreiðslu.

Gleðileg jól og ekki vekja mig.

Svo sæl, svo sæl.

Úje.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Úff, ég mundi leggja á eða biðja um hljóðlausa biðlínu, nenni nú alls ekki svona löngu fyrirfram jólaæði, svona er Selfoss gellan i dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 12:20

2 Smámynd: krossgata

Það er þó ágætt að vera í draumi á bið, að minnsta kosti skárra en vera að missa sig af prírípirr.  Annars kæri ég mig ekkert um jóla**** fyrr en í lok nóvember, svo þú mátt eiga alla slíka stemmingu þangað til.    Ég rukka þig bara svo um minn skammt um mánaðamótin nóv/des.

krossgata, 29.10.2007 kl. 12:20

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég skil svo vel þetta með snemmbúnu jólastemninguna, ég er inni í öllum búðum á þessum tíma árs, að fylgjast með  jóladótinu hrúgast upp í hillunum....  Og ég sem hef annars ekkert gaman af að fara í búðir !

Jónína Dúadóttir, 29.10.2007 kl. 12:41

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jennsla mín, einhver misskilningur hjá þér mínmegin.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 12:58

5 identicon

Jólastemming já, átti leið um Kringluna í gær aldrei þessu vant, sé þá jólaskreytingar í Hagkaup á neðri hæðinni . Þorði ekki fyrir mitt líf upp á aðra hæð til að kanna hvort þau í sérdeildinni væru búin að skreyta líka.  Þú mátt alveg eiga mína stemmingu þar til eftir mánuð, þá skal ég taka þátt á fullu með þér fram til jóla .

Vona bara að ljósvakamiðlarnir haldi vitinu næsta mánuðinn.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 13:09

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ekki ráð nema í tíma sé tekið að komast í jólaskap!

Huld S. Ringsted, 29.10.2007 kl. 13:10

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Veistu að ég deili alveg þessari tilfinningu með þér. Ég fékk alveg í magann í dag yfir að vera ekki byrjuð að hugsa um jólaföt handa stelpunum og svo fór ég að spá hversu margar serírur ég þarf að kaupa í viðbót við það sem er til, hvort einhverjar séu ónýtar og svo byrjaði að snjóa !

Þá kom mér í hug vísa ein: Snjókorn falla, á allt og alla...börnin leika og skemmta sér....

gleðileg jól

Sunna Dóra Möller, 29.10.2007 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 2985796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband