Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Vafasamt og siðlaust alla leið

Stundum er haft á orði að Sjálfstæðismenn séu öðrum fremur leiðitamir, húsbóndahollir og að þeir tali sem einn maður.

Þannig var það að minnsta kosti á meðan Davíð var formaður og alveg fram að síðustu kosningum með einstaka upphlaupi óþekktaranganna í flokknum.

Sorglegt þegar flokksmenn liggja á sannfæringu sinni og samræma skoðanir sínar að skipunum að ofan.

Enn sorglegra er að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi lýsir yfir víðtækum stuðningi við Gunnar Birgisson, áður en niðurstaða rannsóknar er fyrirliggjandi. 

Ganga þeir með dulda þrá til að tortíma sér eða er sú þörf algjörlega meðvituð og utanáliggjandi?

Það er þá ekki í fyrsta sinn sem þeir falla á sverð.

Ég held að það hefði verið gáfulegra og vænlegra til árangurs að bíða skýrslu frá endurskoðanda áður en traustsyfirlýsing er gefin út.

Kannski er pólitíkin hjá meirihlutanum í Kópavogi eins drullupottur.

Ommm - omm - omm.

Hvernig er hægt að treysta svona flokk?

Ég segi að það sé spilling eða siðleysi að dóttir bæjarstjórans hafi fengið 500 þúsund krónur á mánuði að meðaltali s.l. 9 ár.

Ég segi að það sé spilling að borga fólki háar upphæðir fyrir verk og ganga ekki einu sinni eftir að þau séu fullunnin.

Þessi plastmappa sem sýndi var í fréttunum og er eins og skólaverkefni smábarna getur ekki kostað háar fjárhæðir.  Halló.

Ég tel að það sé í hæsta máta vafasamt að leita ekki tilboða og ráða venslamenn til starfa.

Siðleysi alla leið sýnist mér að minnsta kosti.

Er allur flokkurinn á því að þetta sé viðunnandi verklag?

Það hlýtur að vera, hann lýsir yfir víðtækum stuðningi við formanninn.

Og hann þarf ekki einu sinni að bíða eftir niðurstöðu rannsóknar.

Já hver andskotinn.

En nú stendur það upp á Framsókn að slíta samstarfinu.

Annars kemst ekki hnífurinn á milli þeirra og íhaldsins.

DV um málið


Þessi fallega stúlka

stúdentinn

Yngsta dóttir mín hún Sara Hrund (28 ára), mamma Jennýjar Unu og Hrafns Óla er að útskrifast sem stúdent í dag. 

Á þeim fjórum árum sem hún tók í námið eignaðist hún tvö börn, var alvarlega slösuð í baki, en það varð til þess að hún ákvað að klára það sem hún hafði byrjað á nokkrum árum áður.

Hún útskrifast með toppeinkunnir að sjálfsögðu og ef þið hafið ekki áttað ykkur á því enn, þá tilkynnist hér með að ég er afskaplega stolt af henni.

Ég er reyndar rígmontin af öllum stelpunum mínum enda allar hver annarri fallegri og duglegri og það sem meira er um vert, þær eru gegnheilar og góðar manneskjur.

 

student3

Myndirnar voru teknar á dimmiteringunni um daginn. 

Í dag er það útskriftarathöfnin í Háskólabíó og svo veisla á eftir.

Þetta er stór dagur, það eina sem vantar upp á fullkomnun er að miðstelpan mín hún Maya er í London og verður fjarri góðu gamni.

Ég er sem sagt í hátíðarskapi og með tárin í augunum.

Þannig er ég alltaf á svona stundum, algjör grenjuskjóða.

Í stúdentaveislunni hennar Helgu Bjarkar (elstu) fengjum við Diddú til að syngja og ég grenjaði flóði af einskærri hamingju.

Annars er ég töffari upp á tíu.

Njótið dagsins.


"Massage med dansk uden" - frussssssssssssss

Þegar ég var ung og vitlaus (já ég var það einu sinni en bara í nokkra daga og þá þroskaðist ég andlega og það svona líka svakalega) þá var ég að vinna í Köben.

Mér var sýnd Istegade hvar konur götunnar stóðu og ég ætlaði ekki að trúa því að svona illa gæti verið komið fyrir fólki.

Ég fékk líka fyrirlestur um hass sem ég hélt að væri blandað saman við áfengi þangað til ég var upplýst um notkun og aðferðarfræði við inntöku efnis.

Ég nýtti mér sem betur fer ekki kunnáttuna á hampjurtinni enda nógu rugluð fyrir.

Svo voru mér sýndar einkamálaauglýsingarnar þar sem vændi var auglýst af mikilli útsjónarsemi enda hvert orð dýrt í smáauglýsingum.

Ég var að verða brjáluð yfir auglýsingunum sem voru með lýsingum eins og t.d:

"Massage og dansk uden".

"Massage ej k. fransk med".

Ég gat ekki spurt hvern sem var um þýðingu "fransk med" og "dansk " og "ej k."

Loksins fékk ég svarið frá stelpum utanað landi sem virtust saklausar en voru það hreint ekki.

Massage og dansk uden - Nudd og  hefðbundnar samfarir án smokks.

Nudd, ekki kossar og franskar samfarir með smokk.

Hvernig franskar samfarir eru varðar ykkur ekkert um en þið náið pointinu nema ef þið hafið lagt ykkur fallega fram við að komast hjá kynlífsfræðslu.

Það má líka geta þess að eftir hafa séð vændi nánast í beinni , neyðina og niðurlæginguna sem fylgdi, þar sem ég dvaldi á Colbjörnsensgade og sá athæfið út um gluggann, þá hef ég verið heitur andstæðingur hins skelfilega kynlífsiðnaðar.

En það er önnur saga.

En af hverju er ég að blogga um danskan með og franskan án?

Jú af því að munnmaka "fréttin" kastaði mér til baka í tíma.

Hm...

Frussssssssssssssssssssssssssss

Fraudiskt eða hvað?


mbl.is Munnmök engin fyrirstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannast einhver við það?

Ég sat gapandi yfir vel unninni umfjöllun Kastljóss um greiðslur til fyrirtækis dóttur Gunnars Birgissonar fyrir unnin og óunnin verk fyrir Kópavogsbæ.

Engir smápeningar þar.

Þegar fulltrúar minnihlutans vilja láta rannsaka málið kallar Gunnar það skítapólitík.

Ætli það séu margir smákóngar í stjórnmálum sem eru ekki búnir að ná því að svona sukk og rugl verður ekki liðið lengur?

Að nýjir tímar eru sem betur fer runnir upp.

Og Framsóknarmenn eru ekki tilbúnir til að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

Þeir vilja bíða eftir skýrslu endurskoðanda.

Ég hefði haldið að það sem nú þegar liggur á borðinu um málið dygði til að fullvissa af fjalli komandi samstarfsflokkinn um að þetta er ekki eðlilegt hvernig sem málinu er snúið.

Gunnari finnst dóttirin ekki eiga að gjalda fyrir að vera að vera dóttir hans.

Vitið þið að mér finnst einmitt að einstaklingshagsmunir verða að víkja fyrir hagsmunum fjöldans.

Til að hefja störf pólitíkusa yfir allan vafa.

Hér hefur peningum verið sólundað í undarleg verkefni svo ekki sé fastar að orði komist.

Að minnsta kosti eru mörg verkefnanna þannig eðlis að þau virðast vafasöm í meira lagi.

Auðvitað á Framsókn slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn pronto.

En til að komast hjá því að detta á rassinn úr valdastól virðist mér Framsókn taka Geir Haarde og ISG á málið.

Þeir ætla greinilega ekki að persónugera vandann.

Ekki skipta um hest í miðri á.

Ekki hlaupast frá miðju björgunarverkefni.

Kannast einhver við það?

Vonandi gera þeir það sem rétt er.  Slíta samstarfinu og láta öðrum eftir að stjórna bænum á meðan málið er rannsakað.

 


mbl.is Ræddu hugsanleg meirihlutaslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hví plástur?

Ég sá mann í fréttunum áðan sem ég veit engin deili á en hann eða hluti af honum vakti óskipta athygli mína.

Hann var með plástur yfir eyrað, sko yfir hlustina og út á kinn.

Algjörlega glataður staður til að setja plástur á, ekkert undir.

Ég hugsaði; af hverju er maðurinn með plástur þarna?

Er hann að koma í veg fyrir að kuðungurinn rúlli út?

Er þetta hlið sem á að varna flugum inngöngu í eyra?

Þetta er enn óráðin gáta.

Og nú get ég örugglega ekki sofnað í kvöld.

Það kemst ekkert annað að í hausnum á mér.

Fjandinn sjálfur.


Aumingja Framsókn

Flestir eigendur Jöklabréfa eru erlendir hefur fjármálaráðherra upplýst.

Undir flokkum "annað" eru 19,8 milljarðar.

Þetta myndi ég vilja fá sundurliðað.  Í mínum augum eru þetta stórir peningar.

En...

Ég hef verið að fylgjast með þinginu af og til í dag.

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir nýjum tuðmeisturum þingsins.

Karlkyns Frammarar eru svo fúlir, svo svekktir og svo bitrir að það er nánast ekki fyndið.

Útúrsnúrningar og ómálefnalegur málflutningur þeirra er þeim ekki til sóma.

Er það missir þingflokksherbergisins sem veldur þessum ótrúlega neikvæðu geðbrigðum.

Var dagsskipanin í litla þingflokksherberginu eftirfarandi: Verum leiðinlegir, smámunasamir og tuðum fyrir allan peninginn (og jafnvel lengur, vó)?

Þeir virðast hafa það eina markmið að vera á móti.

Flestir aðrir virðast vilja standa málefnalega að málum.

Já ég sagði flestir en ekki allir.

Aumingja Framsókn.

 


mbl.is Íslendingar ekki aðaleigendur jöklabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjólar syngja ekki

Ég sagðist hafa bloggað mitt síðasta blogg um Evróvisjón á þessu ári, en var auðvitað að ljúga.

Samt lagði ég ekki upp með það, ónei.

Málið er að önnur hvor frétt á miðlunum þessa dagana eru tilvitnanir í hina og þessa út í heimi.

Einum þótti kjóllinn hennar Jóhönnu eins og brúðarmeyjarkjóll frá áttatíuogeitthvað.

Annar hélt að gjaldþrota slæðukaupmenn hefðu komist í saumavélina með lagerinn og látið það eitt vera markmiðið að klára uppsafnaðan slæðuvanda í kjólinn (ókei, ekki alveg en ég túlka þetta svona).

Það nýjasta er að einhverjum Breta sem kommenterar á keppnina fyrir BBC finnst Jóhanna Guðrún svo lík Scarlett Johansson.

Fyrirgefðu Breti en Jóhanna Guðrún er milljón sinnum fallegri en Scarlett (mér er misboðið).

Varðandi kjólinn þá slakið á umheimur.  Hann kom að minnsta kosti ekki í veg fyrir frábæra frammistöðu okkar konu á sviði.

Kjólar syngja ekki og það sem meira er um vert og mætti skila til annarra (sumra) keppenda í þessari uppákomu, að brjóst, læri og kynfæri gera það ekki heldur.

Þú vinnur einfaldlega ekki Evróvisjón með því að láta sjást í klobba.

Hvað er annars að mér?

Er ég að breytast í Evróvisjonfífl?

Mér gæti ekki staðið meira á sama um þessa keppni nema til að láta hana fara í mínar fínustu.

En svo kom Jóhanna Guðrún og sló mig út af laginu.

En í guðanna bænum Moggi og aðrir miðlar, keppnin er búin gætum við fengið frið þar til að ári?

Þá skal ég blogga um þessa keppni eins og enginn sé gærdagurinn.

Að tala um að blóðmjólka og gott betur?

Jabb, það er að minnsta kosti á hreinu.


mbl.is Líkti Jóhönnu við Scarlett Johansson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau snertu í mér hjartað

Ég verð að viðurkenna væmni mína og hrifnæmi við ákveðnar aðstæður.

Sko, neðri vörin var farin að titra, hjartað í mér hoppaði innra með mér og ég táraðist af gleði yfir öllum frábæru nýju þingmönnum þjóðarinnar.

Og þá er ég ekki að tala um Sigmund Davíð sem er illa haldinn af FEGAB (farðu ekki að grenja af biturð).

Ég meina sko að maðurinn er svo sár yfir að þurfa að skipta um þingflokksherbergi, yfir að vera ekki í ríkisstjórn, yfir að hafa ekki getað komið 20% leiðinni á og bjargað heiminum.

Er Framsóknarflokkurinn allur í leikmununum?  "The frontside only" eins og skáldið sagði?

En ég ætla ekki að eyða orðum frekar í þetta háhaldraða ungmenni Framsóknarflokksins.

Nánast allir nýliðarnir hreyfðu sem sagt við hjartanu í mér, gáfu mér von.

Ég vil biðja þá, hvar í flokki sem þeir standa, að opna glugga Alþingis upp á gátt og hleypa inn tæru lofti.

Ég held að ég taki Birgittu Jónsdóttur og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í guðatölu í smá tíma.

Amk fram að miðnætti.

En annars er persónudýrkun harðbönnuð hér á kærleiks nema að hún beinist að mér.

Sjúhúbbílúbb.


mbl.is Átta jómfrúrræður í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil byltingu

Ég og stórfjölskyldan erum komin með garð rétt fyrir utan bæinn.

Þar sem ég er stórneytandi fersks grænmetis þá þýðir ekkert annað en að ástunda sjálfsþurftarbúskap.

Það gerðu drykkjuglaðir vinir mínir í denn.  Þeir opnuðu bar.  Frábært og skemmtilegt og ég og fleiri nutum góðs af.

En þessar aðgerðir eru ekki nægjanlegar nú þegar matarverð hefur hækkað um lítil 25% á einu ári.

Ég ætla að fá mér veiðistöng.

Minn elskulegi verður skikkaður í byssubúð og það strax á morgun.

Mig má sjá praktísera veiðiþjófnað í sumar við einhverja á, og ég veit að það munu ekki brjótast út fagnaðarlæti hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur þegar ég fer að hala inn stóra laxa í matinn.  Döh.. enda geta félög ekki glaðst, bara þeir sem eru meðlimir og þokkalegir í skapi.

Svo mun ég senda húsband með skotvopn í skjóli sumarnætur til að salla niður lömb.

Búmmmmmmmmmmmmmmmm pang.

Löggan getur komið og handtekið mig strax.

Því þrátt fyrir að ég hafi ekki enn kastað línu í vatn og húsband hafi ekki enn hleypt af einu skoti þá er það minn einbeitti og forstokkaði brotavilji sem gerir mig bullandi seka.

Málið er að ég er komin með upp í kok af því að þurfa súpa seyðið af græðgi annarra.

Í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Það sem fór með það var lúxuskerlingaferðin (eiginkonur "útrásarvíkinganna) til Oman um helgina, (þær kalla félagsskap sinn Kampavínsklúbbinn), ásamt þessari frétt sem ég tengi við.

Í Oman lágu þessar siðlausu kerlingarbreddur og veltu sér upp úr lúxus eins og  engin væri samviskan enda virðast þær hafa skilið hana eftir heima, þ.e. ef þær hafa þá nokkurn tímann haft hana.

Á meðan berjumst við upp á líf og dauða, almenningur á Íslandi.

Vitið þið, ég held ég vilji byltingu.

Einhver með?


mbl.is Matarverð hefur hækkað um 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er glæsilega hagsýn - engin eyðslugredda hér

Einkaneyslan mátti dragast aðeins saman.

Ég held að hún hafi einkenst af aaaaaðeins of mikilli eyðslugreddu.

Við munum eftir gámunum hjá Sorpu í góðærinu.

Fullir af flottum nánast ónotuðum hlutum.

Ég er í samdrætti á einkaneyslu, þó ég hafi svo sem ekki marga liði í mínu prógrammi að draga saman á.

Er orðin svo fjandi hagsýn.

Reyndar átti mitt 2007 sér staðar í Hagkaupum, hvar ég verslaði flott hráefni.

Svo var ég gjörn á að henda grimmt í ruslið hinu og þessu.

En það var áður en kreppan skall á og áður en ég las að maður skyldi aldrei fara að kaupa í matinn svangur.

Þá kaupir maður einfaldlega allt sem maður gæti hugsað sér að slafra í sig.

Nú les ég strimla, geymi þá, er búin að læra að kíkja á kílóverð og svona.

Svei mér þá, hver hefði trúað þessu.

Ég fæ eitthvað perrakikk út úr því að spara í innkaupunum.

Sko án þess að það komi niður á gæðum þess sem ég kaupi.

Nú er ég hætt áður en ég fer í sleik við spegilmynd mína og bið hana um að giftast mér.

Kem að vörmu.


mbl.is Enn dregst einkaneysla saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband