Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hvað rugl er þetta?

Við höldum áfram að meika það í útlöndum.

Okkar eigin Geir H. Haarde er á lista yfir 25 menn sem breska blaðið Guardian birtir í dag og segir að bera ábyrgð á efnahagshruni heimsins.

Hvað er að þessum mönnum?

Hvernig væri að þeir kynntu sér íslensku skýringuna á ástandinu, þessa einu réttu?

Þá kæmust þeir að því að þetta er misskilningur.

Hrunið á Íslandi er vegna efnahagshrunsins í útlöndum.

(Og kannski smá vegna stærðar bankana svo öllu sé nú til haga haldið).


mbl.is Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgisfurstar og glaðvakandi fólk

 fagin

Það er eins gott fyrir fólk að horfast í augu við staðreyndir, við erum runninn algjörlega á rassinn í peningalegum skilningi.

Hvítflibba græðgisfurstar og döngunarlausir pólitíkusar í besta falli, í versta falli með í sukkinu, hafa komið okkur hingað.

Við almenningur eigum okkar hlut í þessu öllu.

Ekki með þátttöku í partíinu heldur með meðvitundarleysi og þeirri fullvissu sýnist mér um að lýðræðið ræki sig sjálft.

Á meðan var sjálfur íslenski Fagin ásamt klíkufélögum að koma sér fyrir víðs vegar í bankakerfinu, ræna og rupla, sanka að sér og stunda grimman útflutning á peningum.

Hér má sjá geðslegt peningalundarfar Bjarna Ármannssonar svo ég taki dæmi.

Sumir telja það til kosta að vera siðlausir í peningabransanum, gott ef það hefur ekki vakið aðdáun í ákveðnum hópum, svei mér þá.

Í dag reiknar ríkisstjórnin með því að framtíð hennar ráðist.

Hvernig væri að vakna gott fólk þið ráðið engu um það þegar betur er að gáð.

Almenningur er kominn á lýðræðisvaktina og vill breytingar, það er hann sem ákveður framtíðarfyrirkomulag ríkisstjórnar í þessu landi.

Hvað svo sem núverandi ríkisstjórn finnst um það mál.

Ég var að hugsa um það í morgun hvað það væri stórkostlegt að fá að upplifa þessa tíma.

Finna samstöðuna og sjá fólk vakna til lífsins.

Setja niður fót.  Hingað og ekki lengra.

Það er það jákvæða við þessa kreppu.

Það neikvæða er auðvitað að það þyrfti svoa skelfilega atburði til að við áttuðum okkur.

logo

Nýtt Lýðveldi.

Ég skora á ykkur að skrá ykkur.


mbl.is Bjartar sumarnætur að baki á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Pros and cons"

Stjórnmálamenn verða að geta staðið í lappirnar og stillt sig um að hlaupa í sífellu eftir almenningsálitinu.

Það er auðvitað kostur.

Sparsemi er líka kostur í fari fólks.

En þegar sparsemin verður níska þá snýst hún upp í martröð og verður óþolandi löstur og nískupúkinn verður að læra á jöfnum hraða að venjast því að vera aleinn í heiminum,  nema auðvitað að hann eigi einhverja að sem sjá skyldu sína í að hanga yfir honum þrátt fyrir þennan óþolandi galla í veikri von um að erfa kvikindið.

Sama er með festuna.  Flottur eiginleiki.  Láta ekki henda sér til og frá í áhrifagirni og popúlisma.

En eins og með sparsemina getur festan í fari stjórnmálamannsins snúist upp í hreina þrjósku og vangetu til að meta stöðuna rétt.

Svona upplifi ég Geir þessa dagana.  Festan er orðin að griplími sem hreyfir ekkert í kringum manninn sem b.t.w. var krúttlegur í sínum frjálslega klæðaburði í dag bindið var í pössun og fráhneppt í hálsakoti, alveg ótrúlegt kæruleysi.

Geir passaðu þig að verða ekki of hippalegur í klæðaburði.

Mér finnst Geir alveg algjörlega laus við næmni þegar kemur að því að meta stöðuna.

Honum finnst ósanngjarnt að Björgvin ÞURFI að segja af sér, þeir hafa verið í svo góðum fíling í ríkisstjórninni.

Þrátt fyrir ákall um brottvikningu Davíðs sé búið að hljóma síðan í haust, ekki bara á Íslandi heldur víða um heim, þá daufheyrist Geir.  Hann ætlar ekki að láta róta sér eitt né neitt.

Það sem ég er að velta fyrir mér þessa stundina er hvort þrjóskan í Geir varðandi breytingar verði til þess að stjórnin springur?

Ef svo er þakka ég honum alveg kærlega fyrir þennan eiginleika og set viðkomandi löst í jákvæðnidálkinn þar sem hann mun þá losa íslenska þjóð undan stjórn sem er að ganga af okkur dauðum hér á skerinu.

Farin.


mbl.is Geir: Má ekki missa dampinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar lömbin þagna

 salat

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin segir að kreppan geti haft alvarlegar afleiðingar á heilsu fólks.

"You can say that again".

Eins og vér Íslendingar höfum farið varhluta af þeirri vitneskju eða þannig.

Og ég hef verið að hugsa um þetta með heilsuna undanfarið.  Hvað ég gæti gert til að bæta hana.

Fyrsti kostur hefði verið að hætta að drekka en það er ekki hægt?  Af hverju spyrðu - jú ef þú hefði lesið bloggið mitt þá vissir þú að ég er óvirkur alki.  Tékk, tékk.

Þar sem ég vill helst ekki hætta að reykja ef ég mögulega kemst hjá því þá varð ég að líta á mataræðið til bættrar heilsu.

Ég fór að hugsa um að gerast grænmetisæta.

Þrátt fyrir að ég elski kjöt.  Fólk segir mér að kjöt sé óhollt.

Svo er ég líka dálítið upptekin af karmalögmálinu.

Ég sá alveg fyrir mér þar sem ég kæmi til himnaríkis eða á einhvern stað bara, hjá guði auðvitað og á móti mér kæmu öll litlu lömbin sem ég hef rifið í mig af græðgi og miskunnarleysi í gegnum tíðina.

Ásamt öllum köngulónum sem ég hef drepið.

Ásamt rjúpunum mínum sem ég elska svo mikið.

Ekki skemmtileg framtíðarsýn um dauðan viðurkenni ég og þessi framtíðarsýn lagði þungt lóð á grænmetisætuvogarskálina.

Enda þykir mér vænt um flest (takið eftir ekki allt) sem lifir.

Ég vill verða betri manneskja og skafa af mér gallana.  Stórt verkefni ég veit það en ég verð að minnsta kosti að reyna.

Ég sem sagt hugsaði mikið um grænmetisætufyrirkomulagið þar sem toppurinn á tilverunni væri hnetusteik á jólunum.

Ég get ekki sagt að ég hafi fyllst þrótti við hugsunina, heilsunni hrakaði eiginlega eftir því sem hugmyndin tók á sig fastara form.

Ég ákvað að rúlla hittingnum við lömbin sem ég hef nærst á, á undan mér bara.

Den tid den sorg.

Ég komst nefnilega að þeirri niðurstöðu að þótt lömbin séu falleg á fæti,

þá eru þau enn fegurri þegar þau hafa þagnað og eru komin í snyrtilegar neytendapakkningar.

Farin út að reykja og rífa í mig ldýr.


mbl.is Kreppan gæti haft slæm áhrif á heilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nægur tími

Jónas hættir 1. mars.

Hvað?

Það liggja engin ósköp á er það?

Ég myndi svipta hann tætaraprófinu á nóinu.

Jabb, það myndi ég gera.


mbl.is Jónas hættir 1. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn þrýstingur segir Björgvin

Ég ætla að leyfa mér að vera neikvæð og segja að afsögn Björgvins komi allt of seint.

Einnig set ég stórt spurningamerki við þá merkilegu yfirlýsingu Björgvins sem segist segja af sér án þess að NOKKUR hafi þrýst á hann.

Ég myndi segja að þúsundir Íslendingar væru einhverjir.

En auðvitað á Björgvin við að enginn í klíkunni hafi þrýst á hann.

En..

Björgvin afsalar sér biðlaunarétti. 

Nú eru margir í heilagri hamingju og aðdáunarkasti yfir þessum gjörningi Björgvins.

Ég er svöl með þetta, maðurinn er einfaldlega að gera það sem aðrir stjórnmálamenn gera víða um siðmenntaðan heiminn og væru löngu búnir að finnst mér líklegt.

Ég fagna því að það er farið að hitna undir þaulsætnum ríkisstjórnarmeðlimum.

En ég efa ekki að Björgvin G. er líka að hugsa um sína pólitísku framtíð og það er allt í lagi, hann stóð upp og fór, ekki leiðinlegt.

Það er auðvitað fagnaðarefni að einhver axli loksins ábyrgð en hafi þessum elskum dottið í hug að mótmælendur leggi upp laupana þá eru þeir ekki alveg að ná þessu með búggíbyltinguna.

Davíð er enn í Seðló.

Ríkisstjórnin lafir enn.

Á meðan verður mótmælt og það af fullum krafti.

En ég óska Björgvini G. Sigurðssyni velfarnaðar, hamingju og góðra efna í framtíðinni.

Meira var það ekki í bili.

Adjö!


mbl.is Afsalar sér rétti til biðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hata friggings Júróvisjón

Stundum gef ég sjálfri mér gjafir.

Hreinlega af því að ég kann svo vel við mig og vill mér allt hið besta.

Ég hef nú þegar gefið mér eina í sluffupakka. 

Ég er helvíti ánægð með hana.

Ég gaf mér frið frá Júróvisjón, sem ég hef glápt á í sjálfskipuðum kvalarlosta og látið bæði lög og flytjendur fara endalaust í taugarnar á mér.

Ég hef rifið hár mitt og neglur upp með rótum, handskrúfað af mér hlustirnar og ég hef grátið með þungum ekka þess sem elskar að misbjóða sjálfum sér.

Hef ég sagt ykkur að ég hata Júróvisjón?

Já, örugglega, en ég geri það aftur til öryggis.

Ég hata friggings Júróvisjón!

Nú sé ég að fólk er að diskútera lögin, hvað komst áfram og hvað situr eftir.

Tilhugsunin um þöggunartakkann á sjónvarpinu hitar mig alla upp að innan af einskæru þakklæti fyrir framfarir í víralausum heimi.

Þetta gerir það að verkum að ég mun ekki hæf í samræður á vori komanda.

Það er í góðu, en munið þið hvað gerðist fyrir tæpum tveimur árum?

Þ. 12. maí nánar tiltekið?

Jú við kusum til Alþingis sællar minningar OG Júróvisjónkeppnin var sama dag.

Þá eins og oftar þakkaði ég bæði Óðni og Frey fyrir þann nýjasta af mínum fjölmörgu eiginmönnum.

Honum er nefnilega í nöp við fyrirbærið líka og þess vegna var það kosningasjónvarpið alla leið, hjá okkur blúshundunum.

Segið mér ekki að kosningarnar sem mögulega verða sennilega 9. maí beri upp á hlustunarfæramisþyrmingu einu sinni enn!

Plís róið mig.

Farin að hlusta á blús.

Ég flokka þessa færslu undir menningu og listir.

Sem er ekkert annað en brenglun af verstu sort.

But what can I say - I´m a rebel.

 


mbl.is Kántrí og stelpurokk áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við höfum hvort annað.

Ég hef setið/staðið á nokkuð mörgum baráttufundum í lífinu og vegna hinna ýmsu tilefna en ég hef aldrei nokkurntímann upplifað aðra eins samstöðu og baráttugleði eins og á fundinum í dag og í pottabúggíinu eftir fundinn.

Ég er reyndar með verk í höndunum eftir að hafa trommað úr mér allan mátt en það var vel þess virði.

Fundurinn í dag er sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið frá hruninu.

Og auðvitað bað Hörður Torfa forsætisráðherra afsökunar, hann er heil og væn manneskja.

Ræðurnar voru frábærar.  Hildur Helga brilleraði, Jakobína Ingunn líka, blaðamaðurinn sem hélt fyrstu ræðuna var magnaður.

Og nú skortir mig lýsingarorð. 

Ætli ég verði ekki að segja að ég sé ástfangin af Guðmundi Andra.

Róleg, ég er ástfangin af ræðusnilld mannsins, hvernig hann kemur frá sér hugsunum sínum og ég fór nærri því að skæla þegar hann hætti að tala.

Þrátt fyrir að ég væri að drepast úr kulda á hæluðu stígvélunum mínum.

Væri komin með bláar varir og skjálfta í útlimi.

En.. það rjátlaðist af mér þegar við hófum að búggíast.

Það sem ég er að reyna að segja er þetta:

Hafi einhverjir haldið að fólk legði upp laupana af því að það er hálfgildings búið að lofa kosningum þá eru þeir úti að aka gjörsamlega villtir og hraktir.

Hálfkák skilar engu.

Það er einhver neisti í þjóðinni sem ég á erfitt með að skilgreina, fólk ætlar að ná fram breytingum.

Mikið skelfing þykir mér vænt um að hafa staðið með samlöndum mínum á Austurvelli í dag.

Eins og Guðmundur Andri sagði réttilega:

Við höfum hvort annað og það verður ekki frá okkur tekið.

Farin í ýmis heimilisleg fyrirkomulög.

Let´s boogie


mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmdarverk!

 Þetta barst mér í tölvupósti fyrir stundu.

"Skemmdarverk hefur verið unnið á nýstofnaðri síðu Nýs lýðveldis, www.nyttlydveldi.is þar sem skorað er á forseta og Alþingi að hlutast til um myndun utanþingsstjórnar og boðun stjórnlagaþings.

Í morgun höfðu þrjú þúsund undirskriftir borist á síðuna en hún hafði þá verið opin í rúman sólarhring. Um svipað leyti urðu aðstandendur síðunnar varir við að eitthvað undarlegt var á seyði, því birtum undirskriftum fór fækkandi. Nú sýnir talingin 0.

Það er sorglegt að svona skuli komið fyrir umræðu og tjáningarfrelsi í landinu á þessum erfiðu tímum; að einhver skuli leggja á sig að eyðileggja frjálsan, opinn, umræðuvettvang til þess að þagga niður þessa eðlilegu kröfu. Það mun ekki takast.

Aðstandendur síðunnar hugleiða nú stöðuna og munu snúa sér með málið til lögreglu
."

Ef einhverjum hefur dottið í hug að það sé ekki blákaldur vilji ákveðinna afla að ekki verði hróflað við ríkjandi valdi og því fyrirkomulagi sem almenningur nú mótmælir víða um land, við hvert tækifæri, þá má sá hinn sami fara og pússa gleraugun.

Svona er komið fyrir gamla Íslandi.

Skömm að þessu.


mbl.is Hvítborðar boða Nýtt lýðveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband