Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Jepparnir eru þagnaðir

Munið þið eftir leikritinu Jeppi á Fjalli? Ekki?  Ok.ok, skítsama, það var sýnt við miklar vinsældir í bernsku minni.

Við tökum meiri jeppa á eftir.

Hvernig ætli þetta ár verði í minningunni, árið 2008?

Það gerðist margt fínt á þessu ári hjá mér persónulega en ég er eiginlega nú þegar búin að gleyma því. 

Sko, ef þú ferð í partí og það er ógeðslega gaman og svo fara tveir kærir vinir að slást, segjum útúrdrukknir, þá verður samkoman ekki skemmtileg í minningunni. Það sem eftir mun standa er  þegar Palli og Gummi brutu friggings mávastellið hennar Lóu og Raggi datt á hausinn og það þurfti að sauma tvö spor í heimskan hausinn á honum. 

Ergó: 90% af veislunni var frábær, restin sökkaði og hún stendur eftir.

Þannig held ég að það verði með árið 2008.  Fólk mun taka um magann, rúlla augunum og horfa til himins og segja: Ésús minn, það guðsvolaða ár. 

(En það reddaðist sem betur fer því við settum ríkisstjórnina af og kusum um vorið, nema hvað).

En aftur að þessu með jeppana.

Ég held að árið 2008 verði ár hinna heimóttalegu jeppaeigenda.

Flestir jeppar eru ekkert notaðir uppi um fjöll og firnindi, ekki margir sem þurfa að ryðjast yfir jökulinn á leið í vinnuna.  Fara yfir ÁR til að mæta á skrifstofuna.  Nei,nei.

Ég held nefnilega að þeir sem eiga jeppa aksjúallí bara út af því að þótti flott í gróðærinu, séu doldið svona vandræðalegir þegar þeir þurfa að skjótast í Bónus eða eitthvað eftir bjúgum í kvöldmatinn.

Alveg: Sjitt hvað ég vildi vera á Fiat Uno.

Árið er 2008 og jepparnir eru þagnaðir.


Mér finnst

Ég vaknaði í morgun og mér fannst alveg heilmikið.

Og finnst enn.

Ef það er hægt að tala um móðgunarstuðul þá er minn orðin svo útbólginn og yfirkeyrður að hann er um það bil að springa.

Ég hreinlega þjáist af því hversu móðguð ég er.

Burtséð frá reiðinni, óttanum og vonleysinu sem grípur mig reglulega þá er móðgunin sú tilfinning sem ekki yfirgefur mig nokkra stund.

Ég get nefnt dæmi.

Mér finnst það móðgandi að einhver bölvaður hernaðarmógúll eða PR-maður skuli ráðleggja forsætisráðherra og hans (hyski) hvernig tækla eigi íslenskan almenning.

Eins og hann sé í stríði við fólkið.

Mér finnst það fokkings móðgandi.

Og ég sem hélt að blaðamannafundir, tími þeirra og atburðir væru happenings, ekki forplanaður viðbjóður með handriti.

Ég er þó nokkuð viss um að "fíflið og dóninn" fékk ekki þessa nafngift eftir ráðleggingum Sven Ingvars eller vad han nu heter.

En það sem er að móðga mig til tunglsins og til baka aftur akkúrat núna í augnablikinu eru þessir fyrirsjáanlegu föstudagsblaðamannafundir ríkisstjórnarinnar.

Þar sem ISG og GHH brosa allan tímann og hafa örugglega fengið um það stíf fyrirmæli.

Og af því hvorugt þeirra er búið að átta sig á því að almenningur er vaknaður af værum blundi og vill breytingar, af því ekkert verður aftur eins og það var, þá henda þau smá dúsu á borðið og eru að reikna með því að allir alveg:

Vá hvað þetta eru góðar fréttir, smá breytingar á eftirlaunakjörum æðstu manna, auðvitað hættum við að mótmæla og vera með bögg við þetta hjartagóða fólk.

Halló, það mun ekki gerast.  Mér er til efs að það sé nokkurt mál svona eitt og sér sem dugi til að þagga niður í fólki.

Fyrir nú utan að þessar breytingar eru ekki stórkostlegar eða afgerandi.

Já, ég er móðguð, móðgari, móðguðust.

Ég er móðguðust í heimi og ég er greinilega ekki ein um það, Samfylkingarmenn margir eru alveg að tryllast.

Nú er það alvaran sem gildir.


mbl.is Stjórnarsáttmáli heyrir sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sláturhúsið hraðar hendur

Vó maður, löggan vinnur með hraða ljóssins á þessum síðustu og verstu.

Haldið þið að þeir hafi ekki gómað Bónusflaggarann þar sem hann var í heimsókn í Alþingishúsinu með skólanum?

Ójú, einhver bar kennsl á flaggarann og áður en hann gat sagt: "Helvíti laglegir litirnir á þessu betrekki hérna á klósetti Alþingis", var búið að handtaka hann og færa í böndum beint í betrunarhúsið.

Þetta er svo kölluð hraðrefsimeðferð sem lögreglan notar gegn stórglæpamönnum á ófriðartímum.

Sláturhúsið hraðar hendur í aksjón.  Jájá.

"Ástæðan fyrir því að flaggarinn var handtekinn er hinsvegar ekki vegna þess að hann flaggaði fánanum, heldur átti hann eftir að afplána dóm sem hann hlaut árið 2006. Þá var hann dæmdur fyrir að klifra upp í krana á Kárahnjúkum í mótmælaskyni vegna virkjunarframkvæmda. Þá var honum gert að greiða tvö hundruð þúsund krónur. Í stað þess að borga sektina ákvað mótmælandinn að afplána fjórtán daga refsingu.

Hinsvegar var maðurinn handtekinn fyrirvaralaust, sem samrýmist ekki lögum um afplánun, en þar segir að tilkynna verði, með minnsta kosti þriggja vikna fyrirvara, hvar og hvenær viðkomandi eigi að afplána refsingu sína. Samkvæmt móður mótmælandans, þá fékk hann ekki slíka viðvörun. Sjálf taldi hún ástæðuna einfaldlega vera að koma eigi í veg fyrir að hann komist á skipulögð mótmæli."

Ég er svo fegin því að lögreglan er áttuð á stað og stund og lætur til sín taka þegar hættulegir glæpamenn eru annars vegar.  Kommon hann ógnaði íslensku þjóðinni með því að hanga í krana í Kárahnjúkum.  Maðurinn er greinilega stórhættulegur og það verður að setja hann á svo kallað klifurskilorð.

Drengurinn verður að hafa fasta jörð undir fótum þar til í febrúar n.k.

Er það nema von að minni tími gefist í önnur og minni mál eins og að eltast við fjárglæframenn og ofbeldisseggi?

Kannski verða mótmælendur á Austurvelli teknir niður allir sem einn og settir í fangelsi bara. 

Það getur beinlínis verið bannað að vera með hávaða við þinghúsið.

Þar inni er fólk að reyna að hugsa og tala og muna - aðallega muna.

Frusssss

Jæja glæpamaðurinn er kominn á bak við lás og slá.

Ætli hann verði ekki settur í klefa með hinum stórglæpamönnunum, þessum sem stal hangikjötslærinu og svo hinum alræmda lifrapylsuþjófi?

Jess.


Safnast þegar saman kemur - úje

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Ellert B. Schram, Ágúst Ólafur Ágústsson auk ráðherranna Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra hafa lýst yfir vilja til að kosið verði á ný.

Nú hefur Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingar bæst í hópinn.

Aðspurð hvort yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar breyti nokkru um hennar skoðun segir Katrín svo ekki vera.

Það safnast þegar saman kemur.

Og nú hefur verið borin fram vantrauststillaga á ríkisstjórnina.

Er það nema von að ég úje-ist.

Það eru hlutir að gerast.

Ég segi ykkur það.

Argígargí.


Viðvarandi heyrnarleysi?

Það læddi sér örlítil von í brjóstið á mér í gær vegna þess að Þórunn og Björgvin gáfu upp þá skoðun sína að það ætti að kjósa næsta vor.

Steinunn Valdís talar um uppstokkun í pólitíkinni en skilgreinir það ekki nánar.  Ég túlka það hins vegar á þann hátt að hún sé að daðra við kosningar.

Mörður Árna skrifaði þennan pistil á nýja netmiðilin smugan.is sem ég hvet alla til að lesa.

Ég trúði því í augnablik að það færi að draga til tíðinda.

En nú hefur ISG slegið á það með þessum skilaboðum.  Kosningar koma ekki til greina.

Skortur á hlustun virðist há forystumönnum ríkisstjórnarinnar.

Þeir daufheyrast aftur og aftur við kalli þjóðarinnar.

Um kosningar..

Um afsögn Seðlabankastjóra svo ég taki tvö lítil dæmi.

Á morgun verður mótmælafundur nr. 7 á Austurvelli.

Ég held að hann nái hæstu hæðum í mætingu.

Hversu margir þurfa að stíga fram og kalla á breytingar og ábyrgð þeirra sem keyrðu okkur í kaf?

Er það ekki misbeiting á lýðræðinu að bregðast í engu við kröfum fólksins?

Að sitja sama hvað?

Ég er löngu hætt að botna í þessu fyrirkomulagi öllu en eitt er víst.  Almenningur má ekki gefast upp.  Með hægðinni hefst það.

Hér er svo stórmerkilegt viðtal við danskan blaðamann sem rannsakaði eignarhald nokkurra útrásarfyrirtækja.

Hann segir að við séum stórustu pissudúkkur í heimi.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það skreppur saman

Það er vantrauststillaga á ríkisstjórnina í uppsiglinu.

Jájá og ekki mínútu of seint.

Annars er krepputalið farið að ná inn í smæstu umræðuefni hér á kærleiks.

Ég geng um eins og sparibaukur og það liggur við að ég sé farin að margnota einnota kaffifilttrana.

Samt finn ég lítinn mun.

Það skreppur allt saman þessa dagana.  Haldið ykkar sauruga hugsunarhátt fyrir ykkur sjálf plebbarnir ykkar.

Á þessum tíma í fyrra var ég farin að jólablogga eins og engin væri framtíðin. 

Komin á kaf í stemminguna enda rétt rúmur mánuður til jóla þá eins og nú.

En með kreppunni koma ákveðin vandamál, hvað á að gefa í jólagjafir, skal föndrað, bakað og boðið í bjóð?

Auðvitað mun allt þetta mínus föndur verða ástundað enda nægur tími í janúar til að fremja kviðristur af örvæntingu og angist vegna framtíðarinnar.

Ég hef aðeins eina ósk varðandi jólagjöf.  Hún er ekki stór, ekki svo dýr, en ansi fyrirferðamikil.

Ég vil kosningar í vor.

Ég vil þjóðstjórn núna.

Ég vil Davíð úr Seðlabankanum, Baldur Guðlaugsson úr fjármálaráðuneytinu, sannleikan varðandi efnahagshrunið á borðið og ýmislegt annað lítið og löðurmannlegt.

Skiljið pakkann eftir hérna þegar þið farið út af síðunni minni elskurnar.

Ég ætla að jólast smá.

Setjum jólin í hjartað og hlutið á þessa snillinga.

Falalalalala

 


mbl.is Undirbúa vantrauststillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætlarðu að kjósa?

Í tilefni þess að Þórunn og Björgvin vilja kosningar í vor fóru af stað trylltar kosningaumræður hér á kærleiks.

Fyrir utan mig og minn mann var hér vinkona heimilisins stödd en þar sem hún vill ekki láta nafns síns getið þá læt ég hana vera anonym.  Ókei Auður mín?

Við vorum að velta fyrir okkur hvað við ættum að kjósa í vor (sorrí Geir en þetta verður ekki stöðvað).

Úff, það vafðist fyrir samkomunni.

Ég hef t.d. riðlast svo í skoðunum undanfarið að ég veit ekkert í hausinn á mér.

Ég er að mestu leyti vinstri græn en eitthvað er ég að hallast á Evrópusambandshliðina.

Ekki húsband og hann er held ég ennþá nokkuð trúr þeim sem hann kaus síðast og hann hefur illan bifur á Evrópusambandinu.

Sú nafnlausa var með það á hreinu hvað hún ætlaði ekki að kjósa.

Hún ætlaði defenatlí ekki að kjósa Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu, Framsóknarflokk, Frjálslynda og sennilega ekki VG.

Ég: What??? Ætlarðu að skila auðu?

Hún: Neibb, ég er ekki auli, auðvitað kýs ég einhvern.

Ég: Bíddu, bíddu, hvernig ætlarðu að fara að því ef þú ætlar ekki að kjósa neinn af þeim flokkum sem eru í boði?  Ætlarðu að kjósa fokkings dyravörðinn á Alþingi?

Hún: Nei, ég ætla að kjósa nýja flokkinn.

Ég: Ha, Sturla og þá?  Framfaraflokkinn, hinn íslenska Mogens Glistrup?  Ertu að tapa þér?

Hún: Nei, nýja flokkinn sem á eftir að stofna.  Þennan sem verður til bráðum og verður skipaður venjulegu fólki sem hefur ekki tengst inn í valdabatteríið áður og er búið að finna fyrir kreppunni á eigin skinni.

Úje sagði ég.

Við féllumst öll í faðma yfir þessari frábæru hugmynd.  Það er auðvitað það sem vantar í íslenska pólitík.  Nýjan flokk, nýja rödd með nýja siði.

X something new.

En ég er ennþá smá höll undir VG.

Sjáum hvað verður í boði.

Hvað ætlið þið að kjósa næst?

Give.... komasho.


mbl.is Ráðherrar vilja kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar eru hættulegar

Mikið varð ég standandi hlessa þegar ég sá Kastljósið áðan og sá "fíflið og dónann"  taka viðtalið við forsætisráðherrann.

Geir hefur væntanlega tekið Helga Seljan í sátt.

Burtséð frá því þá er ráðherrann kominn með nýja taktík til að ýta hugmyndinni um kosningar út af borðinu.

Það er hættulegt að kjósa á næsta ári.

Það er hættulegt fyrir efnahagsstefnuna, trúverðugleika Íslands þar sem ástandið er svo viðkvæmt og pólitískur órói gæti sent allt út í fjandans hafsauga. 

Geir er alveg hrifin af lýðræði og sonna, en kosningar eru ekki tímabærar, segir hann, gætu hreinlega komið öllu í kalda kol.

Lýðræði er vesen og kosningar enn meira vesen vegna þess að Geir veit auðvitað jafn vel og ég að Sjálfstæðisflokkurinn fengi sögulega rasskellingu í þessum kosningum ef af yrði.

17 ár er alltof langur tími fyrir sama flokkinn við völd.

Skipta um, þó fyrr hefði verið.

Kjósum fjandinn hafi það.

B.t.w. Geir þekki Baldur Guðlaugsson og hefur ekki ástæðu til að ætla að hann hafi verið að innherjast.

Fyrst svo er þá getum við borgararnir slappað af - Geir segir að þetta sé ók.

Aular.


mbl.is Ekki stefna aðgerðunum í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg einstök kona

 mp

Það hefur bjargað mér í kreppunni að hafa nóg að lesa.

Ég er þannig í sveit sett nú um stundir að ég hef endalaust af tíma.  Það er spurning um andlega heilsu þeirra sem svo er ástatt um að hafa eitthvað til að stytta sér stundir með.

Ég var líka að predika yfir ykkur um daginn, benda á að það væri góð leið að lesa sig í gegnum kreppuna og auðvitað fer ég að mínum góðu ráðum.

Í ár eru tvær kærar vinkonur mínar á bókamarkaði.

Jóna og Magga Pála, eða Margrét Pála Ólafsdóttir til að hafa þetta virðulegt.  Ég er búin að lesa bókina hennar Möggu og ég sver það ég sleppti henni ekki fyrr en ég var búin með hana.

Bókin heitir; "Ég skal vera grýla" og er afskaplega viðeigandi titill á bók um þessa konu get ég sagt ykkur.

Margrét Pála er einstök kona, ekkert venjulegt við hana og hún er svona kona sem hægt er að skrifa um heila bók, gott ef ekki ritröð án þess að manni leiðist.

Þó ég þekki konuna nokkuð vel hafði ég ekki hugmynd um margt það sem á daga hennar hefur drifið.

Nú má fólk hafa skoðanir á Hjallastefnunni með eða á móti, það skiptir ekki máli, en Magga Pála er öllu meira en stefnan sem hún hefur byggt upp og er orðin þekkt víða um heim.

Magga Pála er íslenska baráttukonan sem gerir meira en að muldra ofan í bollann sinn.  Hún lætur verkin tala og hún hefur ekki alltaf verið vinsæl fyrir þennan eiginleika sinn.

Bókin fjallar um sveitastelpuna, mömmuna, eiginkonuna, einstæðu mömmuna, baráttukonuna, ástföngnu konuna, ömmuna og leikskólastjórann.

Magga Pála segir okkur frá baráttunni við brennivínið sem hún svo afgreiddi úr lífi sínu eins og hennar er von og vísa.

Hún segir frá reynslu sinni af hinum ýmsu útistörfum til sjávar og sveita, um landið og miðin.

Óke, farin að fíflast smá, ég ætla að láta ykkur lesa bókina en ekki úrdrátt úr henni hér á minni síðu.

Lesið þessa bók.

Ég mæli með henni.

Svo ætla ég að segja ykkur frá bókinni hennar Jónu vinkonu minnar fljótlega.

Ajö mina vänner, vi ses i kriget.


Hatur?

 Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra setti krumlurnar í giftingu forsetans sem var þó langt fyrir utan hans valdsviðs.

Ljótt að lesa.  Auðvitað hefur maður heyrt sögur, hryllingssögur um hótanir og valdbeitingu úr þessari átt en ég er svo mikill bjáni að ég hef trúað því að þær hafi verið upplognar eða mikið færðar í stílinn.

Ég þekki engan sem hatar, kann það ekki sjálf og það virðist allt að því ótrúlegt að einhver geti lagt sig niður við svona bara í hefndarskyni.

Kannski er orðið hatur hérna óviðeigandi.  Orðið hatur er nánast algjör vansögn eða "understatement" í þessu tilfelli.

Hvað veit ég?

En hér er bréfið frá Davíð til Ólafs.

"Forsætisráðherra þykir miður að þurfa að senda forsetanum þessa nótu en óhjákvæmilegt er að gera athugasemdir við framkvæmd hjónavígslunnar á Bessastöðum hinn 14. maí s.l.  Sýslumaðurinn, sem framkvæmdi athöfnina að kröfu forsetans, þrátt fyrir að formskilyrða, sem allir verða að sæta að lögum,hafi ekki verið gætt, segist hafa gert ítrekaðar tilraunir til að fá rétt gögn í hendur, enda hefði forsetinn gefið drengskaparloforð um að slík gögn bærust strax dagana eftir hjónavígsluna,en nú er liðið á þriðja mánuð frá vígslunni! Ljóst er að sýslumanniurðu á mistök að verða við óskum forsetans um framkvæmd hjónavígslu, enda loforð af þessu tagi ekki tekin gild í tilvikum annarra.  Naumast þarf að árétta að allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum en þó verður að telja að enn gætilegar verði að fara þegar þjóðhöfðinginn sjálfur á hlut að máli.  Þá er þess að geta að hagstofustjóri hefur einnig áhyggjur af málinu, enda hefur Þjóðskrá ekki getað framkvæmt viðeigandi skráningar tengdar brúðhjónunum og hefur hagstofustjóri tjáð hagstofuráðherra að auk framangreindra annmarkahafi ekki verið gerðar viðeigandiráðstafanir til að unnt sé að skrá lögheimili eiginkonunnar að Bessastöðum eins og brúðhjónin óskuðu eftir á hjónavígsluskýrslu. Hafa forráðamenn Þjóðskrár og sýslumaður margoft haft sambandvið hr. Sigurð G. Guðjónsson hrl., lögmann brúðgumans, án fullnægjandiárangurs. Er óskiljanlegt og óverjandi með öllu að ekki hafi verið bætt úr þeim ágöllum sem á vígslunni voru og því sem að öðru leyti á vantar til að ganga megi frá færslum Þjóðskrár með ágallalausum hætti. Verður að krefjast þess að úr öllum þeim ágöllum verði bætt án tafar, enda er þetta mál allt hið vandræðalegasta og óheppilegt hvernig til þess var stofnað.

Davíð Oddsson."

Það er eins gott að vera ekki með hávaða og læti, stíga varlega til jarðar.

Ómar Ragnarsson bloggar um þetta mál á svipuðum nótum.  Hér.

Grein Fréttablaðs um málið.  Hér.

Það fer hrollur niður eftir bakinu á mér.

Ég segi það satt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 2985878

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband