Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

ÞEGAR HÚN AMMA MÍN DÓ...

1

..og hann afi minn var fullur og sálmurinn var sunginn um blómið.  Úff ég elska Þórberg. Sálmurinn um Blómið er ein fallegasta og best skrifaða bók um barn sem ég hef lesið.  Þroskasaga lítillar telpu sem ég er viss um að á sér ekki hliðstæðu í öllum heiminum.

Ég bjó við sömu götu og Þórbergur.  Við stilltum klukkuna eftir honum heima hjá mér þegar hann stormaði fram hjá með stafinn á leið út í Örfirisey þar sem hann fækkaði klæðum og gerði Mullersæfingar.  Hann spjallaði líka við okkur krakkana stundum og ég var yfirkomin af því að vera í návist skáldsins, sem var borin svo mikil virðing fyrir heima hjá mér.  Í jólafríinu þegar ég var 13 ára, þrælaði ég mér í gegnum Bréfið (til Láru auðvitað)skildi takmarkað en var samt hin ánægðasta.

Einu sinni las ég um fólk sem lifði í þjóðfélagi þar sem bókum hafði verið útrýmt.  Hvert og eitt þessara mannvera höfðu tekið að sér að muna utanað eina bók, til að þær glötuðust ekki.  Ef einhvertímann kæmi að því að lífið yrði svona skelfilegt býð ég mig fram í að muna Þórberg, hverja einustu bók, frá upphafi til enda.  Það myndi verða mér fremur auðvelt.  Það líður ekki sú vika að ég gluggi ekki í bækurnar hans.  Mér til sálubótar og hressingar.

Úje

 


ÉG VERÐ AÐ HEIMAN Í NÓTT..

1

..af því ég er orðin uppiskroppa með sparifé og ætla að gista með mínu fólki í IKEA-búðinni.  Þeir munu lesa fyrir mig sögu fyrir svefninn og í fyrramálið fáum við kjötbollur í morgunmat í boði hússins.

Þetta gerði IKEA-verslunin í Olsó í síðustu viku.  150 manns sváfu í versluninni.  M.a. ein brúðhjón sem voru orðin uppiskroppa með sparifé.  Það var þarna sem ég hætti að skilja.  Þýðir það að maður geti ekki verið heima hjá sér þegar búið er að tæma baukinn? 

Annars er þetta ekki neitt til að vera hissa á, þ.e að þeir hjá IKEA hafi látið sér detta þetta í hug.  Húsbandið hefur sagt við mig oftar en einu sinni, þegar honum finnst það taka eilífðartíma hjá mér að fara í IKEA, hvort ég vilji ekki bara taka tannburstan með mér, dvelja nokkra daga og hann muni svo ná í mig þegar ég er búin.

Veikmíöppbíforjúgógó!

 


mbl.is Ókeypis gisting í verslun IKEA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRRVERANDI Í SÖMU BORG..

 

..og á sama tíma.  Tom Cruise og Nicole Kidman verða bæði í Berlín við kvikmyndatökur í september n.k. og það telst greinilega til tíðinda.

Einu sinni fannst mér Tom Cruise flottur, eins og t.d. í barmyndinni (man ekki hvað hún heitir) þar sem þeir dönsuðu um allt með flöskurnar innan við barborðið.  Eftir að hafa heyrt um hann og Vísindakirkjuna fór sjarminn að renna af manninum og nú er hann bara lítill plebbi, sem hoppar í sófum og starir með aðdáun upp á eiginkonuna hana Kötu Holmes.

Með Nicole gegnir öðru máli.  Konan er afspyrnu góð leikkona.  Það er varla sú bíómynd sem hún hefur haft hlutverk í sem ekki verður eftirminnileg, bara vegna þess að hún er þar.  Myndin um Channel hefði reyndar mátt missa sig, en allir eiga sína slæmu daga.  Ég vona svo sannarlega að Nicole sé ekki í Vísindakirkjunni.

Annars er ótrúlegt að fylgjast með hvað telst fréttnæmt í slúðurheimum í dag.  Að þessi fyrrverandi hjón skuli vera í sömu borg á sama tíma og að það skuli komast í blöðin segir mér bara eitt.

Fræga fólkið verður að fara að haga sér illa.  Það er gúrkutíð í slúðrinu þessa dagana.

Mímí.


mbl.is Tom Cruise og Nicole Kidman við tökur í Berlín í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EINELTI SUMARLIÐA...

..og tilraunir hans til að brjóta mig niður ætla engan enda að taka.  Á mánudaginn hringi ég í Styrmi ritstjóra og kvarta.  Kvarta sáran yfir að ég, einn af Moggabloggurum, skuli ekki fá að lifa dag öðruvísi en asninn hann Sumarliði leggi mig í einelti.  Dúa dásó, er hreinn jólasveinn við hliðina á fíbblinu.

Steingeit: Það er ógeðslegt að borða fulla skeið af salti. En hnífsoddur hér og þar gerir allan mat betri. Það sama á við um ábyrgð. Hún er fín í smáskömmtum.

Sko ég hellti ríflega fullri skeið af Maldúnsalti yfir flottu kartöflurnar sem ég sauð í kvöld.  Það er of mikið ég veit það, ég játa og tek ÁBYRGÐ á mínu viðbjóðslega athæfi.

Ég er hætt að blogga (ekki láta ykkur dreyma um það).

Síjúgæs.


BARÁTTA BRJÁLÆÐINGS

1

Svei mér þá ef það er er ekki bara best að leyfa útgáfu Mein Kampf svo hún þyki ekki svona rosalega spennandi.  Ég las hana einhvern tímann í unggæðingshætti mínum, þegar ég sturtaði í mig öllum stefnum og straumum og þetta var svona "varðaðlesa" dæmi.  Fyrir utan óþverraskap og blint hatur þessa klikkhausar þá var bókin, þvælin, gerilsneydd og hundleiðinleg.

Það á ekki að gera svona sorprit að einhverju spennandi bókmenntaverki.

Fyrir nú utan það að Hitler hefði ekki komist lönd né strönd ef þýska þjóðin hefði ekki fundið samhljóm í kynþáttahatri hans og  valdabrjálæði.

Bætmí.

 


mbl.is Verður Mein Kampf endurútgefin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GEIMFARAFRAMHALD

 

Nú verður bannað að drekka brennivín áður en farið er í "flug" eftir að rannsóknarnefnd, sem falið var að kanna heilsu geimfara eftir upphlaupið með Lisu Nowak, komst að því að þessar elskur hafa farið fullir í loftið.

Fosalega held ég að það væri lítið skemmtilegt ef þeir hefðu farið að dólgast í geimfarinu.

OMG

 


mbl.is Reglur settar um áfengisneyslu geimfara NASA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKUGGALEGT EF RÉTT REYNIST

Ég vissi að þeir sem reykja hass eiga á hættu að fá geðsjúkdóma en að þeir væru 40% líklegri en aðrir til þess finnst mér rosalega há tala.

Reyndar eru margir sem hafa talað um hassreykingar eins og einhvern barnaleik en það er síður en svo minna hættulegt en annað dóp.

Það er skelfileg tilhugsun að ungir krakkar skuli vera í svona mikilli hættu, reyki þau hass.


mbl.is Kannabisneysla eykur hættuna á geðsjúkdómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALLT VAÐANDI Í NARJUM

1

Þegar ég var í London sumarið 1970 og eitthvað, sum sé í árdaga, var nýjasta trendið að kaupa sér pappírsnærbuxur.  Flott á djammið og svona.  Mjög hentugt.  Nota og henda.  Heilu skóglendin féllu þetta sumar fyrir mér og vinkonunum.  Þetta var auðvitað fyrir svo löngu síðan að það var ekki búið að búa til orðið náttúruvernd, ekki einu sinnið búið að forma hugsunina.  Ég var líka svo mikil erhedd að mér hefði staðið á sama.  Algjörlega á sama. 

Ef löggan hefði gert húsrannsókn á þessum tíma í Londres, þá hefðum við verið í vondum málum.  Nærbuxnalagerinn  var umfangsmikill.  Ég hugsa að við höfum verið óverdúarar við stelpurnar.

Nú er búið að handtaka einn nærbuxnasafnara í USA og dæma hann í fimm ára fangelsi. Hann stal meira að segja nærfötum frá einni í vinnunni.  Hvernig fór hann að því?  Var hún alltaf með aukasett í töskunni sem hann þá læddist í í hádeginu?  Hvernig komst konan að því að eitthvað af nærfatahrúgunni heima hjá gæjanum var hennar?  Ég meina, fór hún í lögreglufylgd og rótaði í gegnum hauginn?

Bítsmí.

 

 


mbl.is Nærfataþjófur dæmdur í fimm ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LÍKAMSVESSABLOGG OG SJÓNVARPSÞULUR

1

Nú jæja, þá hefur það verið upplýst í bloggheimum.  Sjónvarpsþulur kúka líka.  Rosalega varð ég hissa og það er alls ekki sjálfgefið að fólk í sjónvarpi pissi og kúki.  Þetta eru ofurguðir og gyðjur.  En nú höfum við það staðfest af einni sem vinnur við að þylja.

Ég er persónulega með óbeit á illalyktandi líkamsvessabloggum, yfirhöfuð.

Mér finnst að þau eigi að vera með varúðarskilti.

"Ekki fyrir glígjugjarnar og viðkvæmar sálir"

Getalæfvúman.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband