Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Að taka steininn úr
Samkvæmt þessar skoðanakönnun sem Frjáls Verslun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is fengu Sjálfstæðismenn mest fylgi.
32%!
Klárinn leitar greinilega þangað sem hann er kvaldastur.
Langar fólk í meiri spillingu?
Vildarvina og flokksráðningu?
Aukna kosningaþátttöku sjúklinga með beinum greiðslum í heilbrigðiskerfinu?
Æi ég nenni ekki að telja upp, fólk er búið að upplifa íhaldið á eigin skinni.
Annars bendi ég þeim sem þegar eru búnir að gleyma síðustu fjórum mánuðum að fara inn á Alþingi og fylgjast með beinni útsendingu frá þingfundi.
Þar eru Sjálfstæðismenn eins og óknyttakrakkar og geta ekki hamið gremju sína og reiði.
Eiginlega má segja að þingið sé tæpast starfshæft, kjánaskapurinn er ótrúlegur.
Stundum á ég ekki orð yfir hegðun íslenskra stjórnmálamenn.
Í þetta skipti hafa Sjálfstæðismenn tekið steininn úr.
Ég hvet þá sem aðstöðu hafa til að fylgjast með þingfundum.
Ég held að það ýti fólki aftur út í raunveruleikann.
Annars má geta þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf reiknað með þrælsótta kjósenda og því miður ekki að tilefnislausu.
Bjarni og Þorgerður Katrín oftast nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Steingrímur hvatvísi
Steingrímur talaði við mann hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í dag.
Himnar opnuðust ekki.
Fjöllin standa enn.
Möndulhalli jarðar er sá hinn sami og fyrir símtal.
Alþjóðagjaldeyrirssjóðurinn mun enn vera að störfum.
Allir þar innan dyra munu vera kúl á því að reikna, nú eða í pásu að kjafta og svona.
Enginn maður liggur slasaður eftir svo vitað sé.
Sjúkkit, þarna hefði getað farið illa.
Steingrímur bara lyftir símanum og hringir í sjóðinn!
Oh, svo hvatvís hann Steingrímur J.
Steingrímur ræddi við IMF í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Flott Katrín
Flottasti ráðherrann í ríkisstjórninni er auðvitað ekkert að tvínóna við hlutina.
Flott Katrín, að víkja stjórn L.Í.N.
Svo vænti ég þess að námsmenn erlendis fái úrlausn sinna mála, allir umsækjendur um neyðaraðstoð sem einn.
Annað er okkur til skammar.
Kata - go girl!
Vék stjórn LÍN frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Af þjónum fólksins
Ég horfði á útsendinguna frá Alþingi áðan, eins og ég geri oft reyndar, og það jafngilti heilu skemmtiatriði, eða hefði gert væri landið ekki á haus og allt á vonarvöl.
Þvílíkt sjónarspil í boði arfabrjálaðra Sjálfstæðismanna.
Mér finnst dapurlegt ef að Sjálfstæðismenn fullir af heift yfir nýrri stöðu sinni, ætla að láta eins og keipakrakkar sem leikfangið hefur verið rifið af og tefja störf þingsins.
Hver á fætur öðrum komu þeir í pontu og þeir áttu ekki orð yfir ósvífni MINNIHLUTARÍKISSTJÓRNARINNAR (hefði átt að telja hversu oft þeir hnykktu á því) að halda ekki Sturla Böðvarssyni áfram sem forseta þingsins. ÞEIRRA MANNI eins og Arnbjörg Sveinsdóttir réttilega sagði.
Að þingmeirihluti vilji skipta um forseta heitir nú aðför að persónu Sturlu Böðvarssonar.
Sjálfstæðismenn hafa átt þingforsetastólinn í 18 ár samfellt.
En um þá gilda vitanlega aðrar reglur.
Sér einhver þá í anda bjóða minnihluta þingsins upp á forsetaembættið?
Halló.
Ég veit að það er ljótt að láta hlakka í sér yfir "óförum" annarra en mikið skelfing gleður það mig að Sjálfstæðisflokkurinn fái smá æfingu í minnihlutasetu.
Ég ætla að vona að sá skóli vari út næsta kjörtímabil að minnsta kosti.
Að fjórum árum liðnum gæti verið farið að örla á smá auðmýkt sem nauðsynleg er öllu fólki og sérstaklega þjónum fólksins.
Því alþingismenn eru ekkert annað en þjónar fólksins.
Það væri mörgum hollt að muna á milli kosninga.
Ójá.
Gagnrýna forsetaskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Hvað er satt og hvað logið?
Ég veit ekki hvað greiðslustöðvun inniber svona upp á punkt og prik en góð er hún ekki.
Allt að fara í hundana bara?
En ég sá að Jón Ásgeir heldur því fram að Davíð neiti að víkja úr Seðlabanka nema Baugur verði gerður gjaldþrota fyrst.
Stundum er það sem manni er sagt svo ótrúlegt að það tekur lélegasta reyfara langt fram.
Ef það er rétt að Davíð gengur svona langt þá er maðurinn stórhættulegur (sko hættulegri en þegar er borðleggjandi).
Ef Jón Ásgeir er að ljúga þá er hann stórhættulegur og mannorðsmorðingi í þokkabót.
Hvers lags heimur er á bak við tjöldin?
Æi ekki segja mér það í smáatriðum, það endar með því að trú mín á mannkyni bíður illilegan hnekki.
Eru engir góðir gæjar í viðskiptum?
Nú eða í Sjálfstæðisflokknum (djók, eða ekki)?
Meira ruglið.
Baugur í greiðslustöðvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Ekki íslenskur
Obama er greinilega ekki af íslenskum ættum.
Nehei, ekki séns.
Obama: Ég klúðraði þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
No way Hósei!
Sjálfstæðisflokkurinn getur ornað sér við þessa niðurstöður ef hann horfir fram hjá þeirri staðreynd að 40% svaranda eru óráðnir.
Svo má reikna með að margir hafi svarað að þeir myndu kjósa íhaldið, vegna samúðar nú eða aðdáunar á að þeir skyldu loks haska sér frá völdum í boði Samfylkingar.
En nóg um það.
Ég horfði á Sigurð Kára og Árna Pál í Kastljósinu.
Þar tókust á harðsnúin jakkaföt.
En ég varð svo hissa þegar ég horfði á SK.
Halló, hann var í tilfinningalegu uppnámi!
Það hef ég ekki séð áður ef frá er talið þegar bjóríbúðir var á dagskrá Alþingis.
Nú var hann kallinn sem ber hag almennings fyrir brjósti.
Hann var alveg: Það kemur ekki til greina að hækka skatta á fólkið í landinu. Ekki fleiri álögur á hinn hrjáða almenning. No way Hósei!
Hann tók mannúðarkallinn alveg listilega.
Það er ef maður er búinn að gleyma af hverju við erum þar sem við erum.
Einkavæðing banka, útrásarvíkingar með leyfisbréf á frítt spil frá stjórnvöldum, við á höfði nokkrar kynslóðir fram í tímann.
Í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar aðallega.
Svo ef SK er sama þá vill ég heldur að einhver sem tók ekki þátt í að byggja undir og styðja við kerfið sem kom okkur á höfuðið, beri hagsmuni okkar fyrir brjósti og berjist fyrir þeim.
Að minnsta kosti minna og minnar fjölskyldu.
Annars var þetta dáldið krúttlegt.
Hann var verulega upset maðurinn.
Sigurður Kári á að beita sér í bjór- og léttvínsmálinu.
Það er akút mál fyrir menningarlega sinnaða drykkjumenn og konur.
Sjálfstæðisflokkur stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Kálbögglar, hommar og snertisport
Getur verið að ruðningsgæjarnir í USA séu sumir enn í skápnum bara?
Ruðningur er heví snertisport þar sem þú hoppar,slærð og nuddar andstæðinga/samherja og það er leyfilegt. Ógeðslega matsjó snertisport.
Gæti verið, án þess að ég viti það.
Og í beinu framhaldi:
Í nótt dreymdi mig að ég væri að fara að halda ræðu um kálböggla.
Ég var með áhyggjur af því að gleyma textanum.
Ræðuna átti að flytja eftir JC fyrirkomulagi.
Ég hafði líka þungar áhyggjur af refsistigum.
Þegar ég vaknaði hafði ég hins vega áhyggjur af því að mig skyldi dreyma um ógeðismat.
Ég held að það hafi með kreppu að gera.
En..
Hvað eiga svo kálbögglar, skápar og ruðningur sameiginlegt?
Ekki nokkurn skapaðan hlut.
Þetta varðaði bara svona.
Náin kynni af öðru tagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Í bullandi meirihluta
Ef það kæmi skoðanakönnun í dag um ofboðslega fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins þá myndi ég hefja mótmælaaðgerðir við húsnæði Capacent og vera þess fullviss um að það væru allir á blindafylleríi þar innan dyra.
Auðvitað treysti ég þeim, ég er bara að segja EF.
Stundum er ég algjörlega úr takt við þjóðarviljann svo ég átti ekki að verða hissa á því að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur hvalveiðum, en ég ætla ekki að draga dul á að mér finnst það ógeðslega fúlt.
Hvað er að ykkur addna? (Ein dálítið tapsár - jájá).
En svona hefur líf mitt oftast verið.
Flokkarnir sem ég hef kosið hafa oftast verið í stjórnarandstöðu.
Málin sem ég hef stutt hafa oftast ekki náð fram að ganga.
Vitið þið hvað þetta gerir manni?
Maður verður hreinlega andfélagslegur - eða gæti orðið ef ég væri ekki svona vel af guði gerð.
Ég var að hugsa um það áðan þegar ég sá þessa asnalegu könnun (hohoho) að það væri nú gaman að vera í meirihluta til tilbreytingar.
En þá mundi ég allt í einu (og mikið gladdi það mig) að þessa dagana er ég í pjúra meirihluta.
Og honum ekki lítið frábærum.
Ég er mótmælandi, ég kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn, ég vill Davíð burt og ég vill róttækar breytingar á stjórnarskrá og öllum samfélagsgrunninum eins og hann leggur sig.
Halló, ekki leiðinlegt að vera ég akkúrat núna.
Enda kominn friggings tími til.
Jabb og ég segi það satt.
Meirihluti fylgjandi hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Hætta að tala - gera
Dabbi hringdi í Jóhönnu.
Hæ Jóga mín, hvað segist?
JS: Bara gott, þú átt að hætta samstundis.
Dabbi: Ha, akkurru?
JS: Þú veist það Davíð, núna verður þú að hætta sjálfviljugur annars verð ég að reka þig með skömm.
Dabbi: Heyrðu, mér líst illa á báða kostina, það er enginn Seðlabankastjóri sem getur komið í minn stað. Villtu að ég fari út í pólitík?
JS: Slétt sama, þú getur farið út í Viðey mín vegna en úr Seðló ferðu og það prontó.
Dabbi: Heyrðu, ég þarf að hugsa þetta, leggja þetta niður fyrir mér, læt þig vita seinna til hvaða hefndarráðstafana ég gríp Jóhanna mín.
JS: Get a grip and a live maður.
Pang.
Hætta að tala. Gera. Þetta er eitt af því sem brennur á þjóðinni, þ.e. þeim okkar sem eru ekki í aðdáendaklúbbnum og finnst án tillits til hvar við stöndum í pólitík að Seðlabankanum hafi gjörsamlega mistekist með peningastjórnina í þessu landi.
Farin að láta ræna mig í matvörubúðinni.
Jóhanna og Davíð ræddu saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr