Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Ríki í ríkinu
Halldór Blöndal ásakar forsætisráðherra um einelti.
Mikið skelfing finnst mér það verndara Davíðs til minnkunar að grípa til þessarar lýsingar á eðlilegri kröfu forsætisráðherra sem er þarna að orða háværa kröfu meirihluta þjóðarinnar.
Það er ekkert óeðlilegt við að Seðlabankastjórarnir segi af sér.
Finnst öllum sem hugsa öðruvísi en á beinum flokksnótum.
Einelti er lýsing á skelfilegu ofbeldi sem beinist oftast að börnum og unglingum.
Mér finnst reyndar að þetta orð sé gróflega ofnotað í málinu og að það gengisfelli hina skelfilegu reynslu þeirra sem verða fyrir ofbeldinu.
Ríkisstjórnin gaf sig vegna þrýstings frá almenningi og með réttu. Átti að gera það miklu fyrr.
En Seðlabankastjórarnir hopa hvergi.
Þeir eru eins og ríki í ríkinu.
Svara ekki síma, tala ekki við nokkurn mann.
Í fleiri vikur hafa fréttamenn reynt að fá viðtal við Davíð Oddsson, á ögurstundu þjóðarinnar, en nei, maðurinn er ekki í stuði.
Svörtuloft virðast mér vera hin eiginlega valdastofnun í þessu þjóðfélagi.
Og eitthvað segir mér að það sé ekki nóg að reka Davíð úr vinnu.
Að um hann gildi aðrar reglur.
Svo er að bíða og sjá.
Yfirlýsingar jaðra við einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Leiðréttist strax
Vildi einhver vera svo vinsamlegur að leiðrétta biðlaunaruglið strax og það helst fyrir hádegi.
Hvað er verið að borga fólki í fullri vinnu biðlaun í sex mánuði?
Fólki sem er að vinna á sama vinnustað, í sama herbergi á þokkalegum launum?
Það er eins og að þeir sem bjuggu til þetta launafyrirkomulag hafi verið á hugbreytandi efnum.
Vinsamlegast gerið eitthvað núna.
Við höfum ekki efni á þessum fíflaskap.
Verða á launum út febrúarmánuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 2. febrúar 2009
Haldið til haga hálfa leið
Það er best að halda til haga því sem máli skiptir.
Seðlabankastjórar hafa fengið bréf um að haska sér. Tjéééééékk.
Frumvarp um endurskipulagningu Seðlabanka lagt fyrir í ríkisstjórn á morgun. Tjékk.
Innlagnargjöldin ljótu á sjúkrahúsin afturkölluð. Tjékk, tjékk, tjékk.
Menntamálaráðherra ætlar að einhenda sér í málefni stúdenta, bæði heima og að heiman. Tjékk.
Jóhanna búin að skipta um ráðuneytisstjóra, ekkert endilega tjékk, en konan veit hvað hún vill.
En nú nenni ég ekki meiru í bili.
Hélt einhver að ég væri einhver friggings bókhaldari fyrir gesti og gangandi?
Teljið sjálf, ef þið viljið endilega fá þetta klippt út í pappa fyrir ykkur.
Þetta er eins og sagan um tjakkinn. Jabb, nákvæmlega sami hlutur.
Nú getur Davíð farið að grilla kvölds OG morgna.
En ætlar enginn að reka Hannes Hólmstein?
Ó, hann er í stjórn Seðlabankans, hann hlýtur að fjúka.
Jabb, svona getur lífið verið djöfull grillað.
Seðlabankastjórar víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 2. febrúar 2009
Konungsríkisvonabíisminn
Mér hefur alltaf fundist tilgerðar- og rembulegt fyrir íslenska þjóð að vera með forseta.
(Reyndar bakkaði ég með þetta á meðan Vigdís var í embætti. En Vigdís mætti vera æviráðin sem talsmaður okkar, konan slær alls staðar í gegn, enda frábær).
Samt heldur það ekkert fyrir mér vöku, þetta með forsetann, fyrir mér er þetta svona hégómi sem mætti alveg missa sig.
Það sem fer hins vegar illa í taugarnar á mér er áhengingarstarf forseta. Það sem svoleiðis blikkdrasls afhendingarseremóníur geta lagst á viðkvæmt taugakerfi mitt er með hreinum ólíkindum.
Ef ég væri einhver annar en ég er, t.d. vinur minn, þá myndi ég ráðleggja þeim sama að leita sér hjálpar hið snarasta.
Það er einhvers konar konungsríkisvonabíismi sem þjáir stundum þessa þjóð og forsetinn uppfyllir þessa kröfu okkar (ykkar).
Ég man þegar ég norpaði út við Melaskóla 7 ára gömul, til að sjá Noregskonung eða þann sænska, man það ekki en kóngur var það.
Hefði betur sleppt því, stóð með íslenska fánann, í hnésokkum og kápu alveg að drepast úr kulda og kóngurinn reyndist vera venjulegur maður í jakkafötum.
Engin kóróna, engar orður, engir gylltir borðar.
Gott ef hann var ekki hattlaus.
Þá held ég að ég hafi orðið andkonungssinni og seremóníuhatari.
En að henni Dorrit.
Ég skil ekki hvað fólk er að pirra sig á þessari krúttlegu konu.
Hún er glaðsinna og áfram um að tala máli okkar.
En allt í einu má það ekki vegna þess að fólk er fúlt út í karlinn hennar.
Skilja á milli hérna.
Maður - kona tveir óskyldar einingar sem eru og verða það að eilífu amen.
Muna það!
Áfram Dorrit.
Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Mánudagur, 2. febrúar 2009
Lögmál Murphys
Ef ekki væri fyrir nýja ríkisstjórn og ótrúlega frábæran og krúttlegan ráðherra menntamála, væri ég búin að leggjast fyrir með það að augnamiði að standa ekki upp aftur fyrr en í vor nú eða aldrei, svei mér þá.
Katrín Jakobsdóttir verður frábær menntamálaráðherra, ég fylgdist vel með henni í síðustu kosningabaráttu og þekking hennar á menntamálum er yfirgripsmikil og góð.
En aftur að mér.
Í dag berst ég við lögmál Murphys.
Ég hlýt að hafa farið vitlausu megin fram úr í morgun nú eða þá að staða himintungla er svo langt í frá mér í hag.
Í stuttu máli sagt þá má þessi dagur renna sitt skeið á enda ekki seinna en strax.
Ég fer ekki út í smáatriði en þið kannist ábyggilega við svona daga.
Dagana þar sem ekkert gengur upp.
Dagana þar sem allt klúðrast sem klúðrast getur og rúmlega það.
Já, þetta er svoleiðis dagur.
Það er mér til bjargar að ég hef ágætis geðslag en nú um hádegið var ég að hugsa um að bera þetta upp við einhvern mér æðri, spyrja einhvern hvað ég hefði gert til að verðskulda þennan ömurlega dag. Senda jafnvel hjálparbeiðni á viðkomandi.
Ég hætti við það, það er ekki til neins.
Af hverju?
Einfalt mál, það er enginn mér æðri.
Reyndar ekki lægri heldur.
Þannig að nú beiti ég æðruleysisbæninni, Nallanum og þjóðsöngnum fyrir mig alla leið.
En miðað við að vera í standi til að gera á mér andlega kviðristu..
er ég nokkuð góð bara.
Farin að horfa á fallegt sjónvarpsefni.
Sá svo tilfinningaríka auglýsingu um mýkingarefni sem ég ætla að orna mér við.
Ógleymanlegur afmælisdagur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 2. febrúar 2009
Í orði og á borði
Auðvitað vekja stjórnarskiptin hjá okkur athygli.
Nema hvað?
Við erum skólabókardæmið um lélega hagstjórn, heilt land á hausinn. Búmm pang.
Annars verður ný ríkisstjórn í gjörgæslu almennings fram að kosningum.
Að því sögðu óska ég bráðabirgðastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur til hamingju.
Ég bíð spennt eftir að sjá farkostastíl nýrrar ríkisstjórnar.
Hver verður ferðamátinn?
Sumum finnst litlu skipta þetta með glæsibifreið og bílstjóra en ég er ekki alveg sammála þar.
Mér finnst öllu máli skipta að breyttir stjórnarhættir verði sýnilegir.
Í orði og á borði.
Það er málið.
Stjórnarskiptin vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Flott en fúl
Það var svo flippað og krúttlegt að sjá þrjátíuára gamla Volvóinn hans Steingríms þegar hann renndi upp að Bessastöðum. Reyndar lítur þessi sjógræni litur ekki vel út og er þar að auki eins og skipamálning - en þvílíkur "entré" hjá manninum.
Þetta var einstaklega dúllulegt vegna þess að hver glæsibifreiðin á fætur annarri með "caufförum" og fyrirkomulagi hafði runnið með alþingismenn Sjálfstæðisflokksins að inngangi Bessastaða áður en Steingrímur kom höktandi á gamla.
Burtséð frá því þá fer Sjálfstæðismönnum ekki vel að yfirgefa valdapóstana.
Sennilega vegna þess að þeir hafa ekki fengið að æfa sig nóg.
Ég hvet þjóðina til að gefa þeim góðan tíma til æfinga, það er grátlegt að fylgjast með kergjunni í þeim sem þeim gengur afspyrnu illa að fela þessa dagana.
"Gamalt vín á nýjum belgjum", segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður. Illa pirruð sko.
Var fráfarandi stjórn félagshyggju - og jafnréttisstjórn?
Ekki? Nei, einmitt.
Svo lét Sigurður Kári hafa eitthvað álíka hallærislegt eftir sér í DV.
Björn Bjarna illa pirraður á Jóhönnu, hún hélt einhverju fram um alþingismanninn sem hann var ekki sáttur við.
Lokakergja dagsins (enn sem komið er) kom frá ÞKG sem varð að orði þegar búið var að slá hana til alþingismanns af forsetanum, að hún væri farin út í frelsið.
Halló, rosa fegin bara?
Látið ekki svona Sjallar góðir, þetta eru bara stólar, það er líf eftir háborð.
En bara svo það sé á hreinu þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í nokkrum metum hér á kærleiks.
Hún hefur nefnilega verið ágætis menntamálaráðherra.
Ég óska ÞK góðs gengis í framtíðinni og vona að henni gangi allt í haginn.
(Djöfull er ég góð manneskja, oh af hverjur sæmir mig enginn einhverju?).
Jabb, góð og væn, það er ég.
Farin út í frelsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Klikkaður forgangur!
Ég ætla rétt að vona að væntanlegur menntamálaráðherra og afmælisbarn dagsins, Katrín Jakobsdóttir, rétti af forganginn hjá RÚV, sem er ekki ríkisstofnun en samt ríkisstofnun, í bítið í fyrramálið og ekki mínútu seinna.
Ég átti ekki eitt einasta orð áðan þegar ég var að horfa á nýja ríkisstjórn í beinni frá Hótel Borg þegar hætt var að sýna í miðju kafi og bara skipt yfir í beina útsendingu frá handboltaleik! (Afgangur af blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á að sýna í hléi!)
Halló, ef ég hef einhvern tímann séð klikkaða forgangsröðun þá er það þarna.
Ný ríkisstjórn á örlagatímum þegar allt er í kalda kolum víkur fyrir íþróttaleik!
En að því sögðu þá óska ég nýrri ríkisstjórn alls hins besta í erfiðum verkefnum komandi mánaða.
Frá jafnréttissjónarmiði, sem er líka mitt heitasta baráttumál, skorar þessi ríkisstjórn fullt hús á fyrsta degi.
Koma svo!
Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Ekta Silfur
Ég verð að óska okkur öllum til hamingju með nýja forsætisráðherrann.
Hvar sem fólk stendur í pólitík eru flestir sammála um að Jóhanna sé strangheiðarlegur stjórnmálamaður.
Svo sjáum við til hvernig til tekst hjá Rauðkunni.
En Silfrið brást ekki frekar en venjulega og á bráðskemmtilegum vettvangi dagsins var það hann Viðar sem kom sá og sigraði vegna þess að hugmyndafræðin hans á alla leið upp á pallborð hér á kærleiks.
Mergur máls er nefnilega að mannfjandsamlegt stjórnarfar sem nú hefur hrunið ofan í hausinn á heiminum snýst ekki bara um peninga.
Það snýst líka um viðhorf til stríðs, svo ég taki dæmi.
Annað dæmi er um afstöðu til náttúruauðlindanna.
Ég er sammála Viðari með að það dugir lítið að setja nokkrar konur hér, einhverja úr grasrót þar til að ná fram róttækum breytingum á samfélagsgrunngildunum.
Hér þarf grundvallar byltingu á hugsunarhætti.
Þeir sem trúa á ofurmátt fjármagnsins eru þeir sem vilja virkja alls staðar sem því verður við komið.
Það eru þeir sem aðhyllast nýfrjálshyggjuna sem gjarnan vilja byggja eiturspúandi stóriðjuver á kostnað komandi kynslóða. Skammtímagróðinn er þar primus motor.
Og það eru þeir sem trúa á mátt fjármagnsins sem tala fyrir stríði.
Það heitir að fara í stríð til að bjarga einhverjum x-hópi fólks á kostnað annars hóps.
Nú eða vegna trúarbragða.
En hin raunverulega ástæða er hergagnaframleiðsla og landtaka.
Já, mér datt þetta bara svona í hug.
Svo bíð ég spennt eftir sjónkanum kl. 16,00
Jabb, ég geri það.
Jóhönnustjórnin tekur við undir kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Bláskjár fer - Rauðka kemur inn
Í dag mun að líkindum stjórnin hennar Jóhönnu verða til.
Hér eftir kölluð Rauðka á þessari síðu til aðgreiningar frá Bláskjá sem er farinn í naflaskoðun. Megi hann leita vel og lengi og ekkert finna fyrr en í haust.
Sko, stjórnir eiga það til að mæta á flotta staði til að skrifa undir stjórnarsáttmála, til að geta orðið sér út um hátimbruð nöfn sem verða skráð í sögubækur framtíðarinnar.
Þingvallastjórnin s.k. liggur nú í valnum með CV upp á dauða og djöful.
Ekki allt þeim að kenna, en andskoti margt samt.
Að minnsta kosti ætti hún að heita eitthvað annað þegar maður lítur til baka á merkin og verkin.
Hvað verk? Ók,ók,ók, þeir gerðu milljón hluti að eigin sögn, en unnu samkvæmt lögmálinu;
Það sem fólk veit ekki - meiðir það ekki.
Viðreisnarstjórnin var að mörgum álitin algjör bjargvættur.
Ég minnist hennar sem stjórnar þar sem atvinnuleysið var skelfilegt.
En án gamans, þá hefur ný stjórn 83 daga til að gera eitthvað.
Hún er ekki öfundsverð.
En það erum við almenningur ekki heldur.
Og þó, við erum vöknuð og verðum á vaktinni.
Búsáhaldabyltingin er "work in progress" og rétt byrjað.
Í morgun ákvað ég að láta prenta á skilti til að stinga niður á Seðlabankalóðinni öðrum til varnaðar,
"Varúð - glæpur í framkvæmd - út af lóðinni".
En ég hætti við það af því mér var of kalt.
Sé til á morgun. Farin að hvíla mig.
Jabb, það ætla ég að gera.
Ingibjörg á Bessastaði í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr