Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Grápaddan ógurlega
Þessi frétt er þannig til innihaldsins að allir bloggarar munu (eða hafa þegar gert) stökkva á hana og skrifa fúla brandara um pöddumatseðla. Hahaha, ég er hætt að hlægja. En ég vil ekki vera eftirbátur í blogginu um þessar stórfréttir sem eru engar fréttir, og blogga því um hana líka.
Í mörgum löndum heims eru engisprettur borðaðar og þykir ekkert tiltökumál. Þær eru próteinríkar og þar fyrir utan þá er ekkert eðlilegra en að fólk borði þann mat sem fáanlegur er í umhverfinu.
1.700 tegundir skordýra eru borðaðar í 113 löndum.
Við úðum í okkur (lesist aðrir en ég ofcourse) innyflum, andlitum, úldnum fiski og berjum okkur á brjóst og teljum okkur voða merkileg. Annars skil ég ekki alveg þörf Íslendingsins fyrir ýldu, þar sem nægt framboð er í nútímanum af ferskri matvöru, en ég skil heldur ekki allt.
En í gær þegar ég náði á nöfnu mína á Njálsborg, hafði hún beðið spennt eftir ömmu og Einari til að sýna okkur feng dagsins, en hún var með hana í litla lófanum sínum. "Sjáið þið grápödduna" sagði barnið og rétti stolt fram lófann. Ég veiddi hana. Og við skoðuðum kvikindið gaumgæfilega og ræddum um grápöddur.
Jenný Una er mikill áhugamaður um pöddusamfélagið á leikskólanum. Það stendur ekki til að hún leggi sér þær til munns, en hún skoðar þær og spyr um tilgang þeirra og veltir fyrir sér hinum ýmsu hlutverkum lifandi hluta í heiminum.
Og ég er svo skelfing fegin yfir því að þessi afkomandi minn hafi ekki erft móðursýkina og hræðsluna við allt sem hefur fleiri fætur en fjóra og er agnarlítið á stærð, frá undirritaðri.
Ég er í alvöru að hugsa um að fara að hegða mér eins og fullorðin kona gagnvart dýraríkinu. Ég gæti t.d. farið og klappað kind. Ágætis byrjun, en mér er sagt að þær bíti ekki.
Maður á nefnilega ekki að vera hræddur við það sem maður borðar.
Sippoghoj.
![]() |
Ráðlagt að borða skordýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Leiðinlegasta lagið?
Ég er að mörgu leyti fegin að vera ekki að drukkna í peningum. Hugsið ykkur allan tímann sem fer í að gæta hagsmunanna.
Yoko dúllan, er með fólk í fullu starfi við að fylgjast með að heimsbyggðin sé ekki að stela tón frá Lenna en ég er viss um að honum er slétt sama þar sem hann svífur í óendanleika alheimsins og er örugglega orðinn að rafmagni.
Einhver notaði Imagne í bíómynd án leyfis og kerlan fór í mál.
Ég skil ekki hvernig hún nennir þessu.
Stendur ekki í ljóðinu: "Imagne there is no possesion it´s easy if you try"?
Það er greinilega ekki svo auðvelt að slaka á yfir öllum milljónunum.
En burtséð frá því, þá er ég búin að vera á fullu í allan dag.
Versla, og versla og svo versla og svo horfði ég á tvær bíómyndir í einni strikklotu. Já ég veit það, skömm aðessu.
En þið eruð ekkert minna en frábær.
Og því spyr ég (af því nú er ég komin á skrið, hvaða lag er leiðinlegasta lag sem þið hafið heyrt.
(Bannað að nefna "Þú villt ganga þinn veg" og "Nína og Geiri".
Komasho.
![]() |
Yoko Ono tapar máli gegn kvikmyndaframleiðendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Mánudagur, 2. júní 2008
Leiðinlegasta bíómyndin - einhver?
Svo leiðinlegt að Lorezo Odone sé látinn.
Munið þið eftir myndinni? Lorenzo´s oil?
Ég veit ekki með ykkur, en ég hef sjaldan séð leiðinlegri mynd.
Jú annars, ég sá mynd sem hét "The invasion of the tomatoes" og var um morðóða tómata. Tíminn fram að hlé var ansi langur, nokkrir frömdu harakiri í sætunum fyrir framan mig. Ætli höfundur þeirrar ræmu sé enn á lífi?
Talandi um leiðinlegar bíómyndir.
Úff, ég hef séð margar en Xanadu með Goldielocks Nítján Tonn og Gibbagibb. Ómægodd.
Ég kalla hér eftir leiðinlegustu bíómyndunum sem þið hafið séð.
Og allir saman nú.
Ég fer og poppa (í huganum aularnir ykkar).
Xanadu og Tómatahryllingurinn deila 1. sætinu hjá mér.
Þíjú.
![]() |
Drengur sem Hollywoodmynd var gerð um er látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (80)
Mánudagur, 2. júní 2008
Ég elska mánudaga
Mánudagar eru góðir dagar, allir dagar eru góðir dagar. Klisja? Nebb, ekki í mínu tilfelli.
Þegar ég var í pillunum og búsinu voru mánudagar skelfilegir vegna þess að þá fór "venjulegt" fólk hvunndagsstellingarnar. Tókst á við vikuna, vonandi með gleði.
Ég sat eftir starandi á vegginn, haldandi um höfuðið og biðjandi einhvern mér æðri (sem ég hafði enga trú á að væri að hlusta) um að koma mér í gegnum daginn. Jájá, ekki gaman hjá Jenný Önnu.
Þessi mánudagur hefur svolítið setið eftir í sinninu eftir að ég varð edrú. Einhver aðkenning að blús. Gamall bömmer að minna á sig.
En ég hef blásið á fortíðardraugana og fagna nú nýjum dögum án tillits til hvað þeir heita.
Í dag er gott veður, en öll veður eru góð að mínu mati. Þessi er t.d. ljómandi fínn til matarinnkaupa.
Hann er líka tilvalinn til þess að fara og ná í litla stelpu á leikskólann og knúsa hana smá.
Ég hreinlega elska mánudaga. Þið væntanlega líka?
Úje!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 1. júní 2008
Þetta er útkall!
Nú kalla ég til allar vinkonur mínar, á öllum aldri, nær og fjær að fjölkvenna í bíó í vikunni. T.d. á fimmtudagskvöldið.
Við erum svo margar að ég nenni ekki að hringja í ykkur allar, þið hangið hvort sem er allar á blogginu mínu í vinnunni, letingjarnir ykkar, í þeirri von um að ég geri ykkur ódauðlegar hér.
Og systur mínar: Greta, Jóna, Guðlaug, Ingunn, Hilma og Stenna, hringja í sys.
Sko, nú er ekkert sem heitir, við förum á beðmálin og svo á kaffihús.
Eða á kaffihús og SVO á beðmálin. Mér gæti ekki staðið meira á sama um röð.
Ef einhvern tímann er tækifæri til að gera skemmtilegan hlut sem við allar getum hlegið að og allt það, þá er það núna. Hver hefur ekki gaman að stelpunum. Pæliðíðí, fötin, skórnir, töskurnar, meiköppið og allur friggings ballettinn? OMG.
Annars var ég að horfa á ameríska fréttastöð á föstudaginn, CNN eða Fox (uss, geri það stundum) og þá var heill panell af fólki að ræða hvort þær væru lausgyrtar stelpurnar. Það var búið að fara í gegnum hvern einasta þátt og reikna fjölda elskhuga allra kvennanna og fyrir utan Samönthu sem var eins og hausaveiðari í sínum hjásofelsum, reyndust allar hinar vera "high above average" í elskhugatali.
Það virtust allir í panelnum hafa gleymt þeirri léttvægu og löðurmannlegu staðreynd að beðmálin voru sjónvarpsþættir.
Þetta minnir mig á yndislega konu sem ég þekki sem sagði við mig þegar Dallas átti hug og hjörtu margra kvenna: "Jenný finnst þér Sue Ellen ekki líta mikið betur út eftir að hún hætti að drekka?".
Hringið í mig esskurnar. Vér erum á leið í kvikmyndahús og ekkert kjaftæði.
Það verða fokkings sætaferðir frá Umfó, þess vegna.
![]() |
Beðmálin boluðu Indiana Jones úr efsta sætinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 1. júní 2008
Stundum á fólk að þegja - steinþegja!
Stundum er gott að telja niður þegar manni er ofboðið. Getið hvað ég er búin að vera að gera síðasta hálftímann? 1,2,3,4,5,6........500008
Og nú kemur það.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra kemur mér sífellt á óvart. Yfirleitt þá finnast mér skoðanir hans svo fornar, hugsanahátturinn, svo kaldastríðslegur og trú hans á her algjörlega úr takt við tímann.
Í huga mínum sé ég hann á gólfi ráðuneytisins í tindátaleik. Fyrirgefðu Björn, en ég hef allt of fjörugt ímyndunarafl.
Hversu smekklaust er það að nota skelfilega atburði fimmtudagsins sem röksemd fyrir varaliðið sem Birni langar að koma á fót?
Mér finnst þessi skrif á bloggi Björns lýsa algjörum skorti á virðingu fyrir þolendum skelfilegs jarðskjálftans að mig skortir nærri því orð.
Björn Bjarnason er reyndar sá maður, fyrir utan Búss, sem getur gert mig kjaftstopp með fáránlegum hugmyndum sínum og skort á að skynja hvað er viðeigandi hverju sinni.
Svo skilja sumir aldrei hvar mörkin liggja.
Hvenær er best að þegja.
Eins og t.d. núna kæri dómsmálaráðherra.
SUSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS
![]() |
Heimild til að kalla út varalið hefði komið sér vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 1. júní 2008
Kunna ekki að tapa
Svíarnir eru mitt fólk, nánast alltaf, nema þegar þeir etja kappi við Íslendinga. Þá er ég til í að búa á þá. Segi svona.
En þeir, eins og við stundum, eiga erfitt mað að tapa.
Mér finnst leim að þeir ætli að kæra leikinn og fara fram á að hann verði endurtekinn.
4 marka munur og þeir nenna að láta eins og tuðandi gamalmenni í staðinn fyrir að kyngja ósigrinum og segja: Vad fanken, vi tar det nästa gång.
Mikið rosalega verð ég hissa ef þeir fá sínu framgengt.
Gå lägg er grabbar!
Dumma killar
![]() |
Svíar ætla að kæra leikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 1. júní 2008
Þjóðverjablús
Þessi frétt um Bretann sem fékk bætur frá breskri ferðaskrifstofu vegna þess að of margir Þjóðverjar voru á hótelinu og öll skemmtidagskrá var á þýsku, kallar á Þjóðverjabrandara.
Ég kann enga. Ég held að allir brandarar um þjóðerni geti verið vafasamir en auðvitað á ekkert að vera hafið yfir húmor.
En af Þjóðverjum ganga ákveðnar sögur. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Einn af mínum mörgu eiginmönnum vann í Fríhöfninni. Það klikkaði aldrei að Þjóðverjarnir vissu upp á krónu hvað þeir áttu að fá til baka. Klikkaði aldrei.
Annar af mínum fjölmörgu eiginmönnum rak heimagistingu. Undantekningalaust tóku Þjóðverjarnir allt lauslegt með sér af morgunverðarborðinu. Það klikkaði heldur aldrei.
Þetta segir mér bara eitt. Það er engu logið um þýska nýtni og og sparsemi.
Það er bara hið besta mál.
Reyndar var ég á hóteli á Mallorca fyrir fullt af árum síðan með Maysuna og Söruna litlar. Þar var hópur af Þjóðverjum. Ég kunni ljómandi vel við þá sem ég varð málkunnug.
Allir þeir sem ég kynntist og fleiri til borðuðu hverja máltíð á hótelinu. Keyptu matarkort áður en þeir lögðu af stað.
Þetta skil ég ekki, enda nánast bara Þjóðverjar og einn og einn Hollendingur í matsalnum.
Allir hinir voru í tilraunastarfsemi út um alla eyju.
En mikið rosalega held ég að Bretinn hafi verið pirraður. Og satt best að segja skil ég hann smá.
Úje.
![]() |
Fær bætur vegna of margra Þjóðverja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 1. júní 2008
"Skítugar" meyjar
Ég sá þessa frétt í fyrradag. Ég krullaðist upp, hárin risu á höfði mér af pirringi og ég reyndi að útiloka vitneskjuna sem er að finna í fréttinni, úr hausnum á mér.
Maður verður veikur af minna.
Hvernig í ósköpunum getur dómari ógilt hjónaband milli fólks (í þessu tilfelli múslímar, só?) vegna þess að hann telur að konan hafi narrað manninn í hjónaband með því að þykjast vera hrein mey?
Og hvað í andskotanum á það að þýða að það skuli yfirhöfuð verið fjallað um konur eins og varning sem hefur verið notaður en á að vera nýr?
Þarna er vegið að kvenfrelsi einn ganginn enn.
Það er hægt að kaupa Babyborn dúkkur með CV. Það verður kannski krafan í framtíðinni, að það liggi fyrir vottað einlífi frá til þess bærum yfirvöldum, að enginn hafi farið inn á undan væntanlegum kaupanda, þegar múslímar í Evrópu ná sér í kvonfang?
"En talsmaður ráðuneytisins sagði að úrskurður dómstólsins byggðist ekki á trúarlegum forsendum eða siðferðilegum heldur ákvæðum franskra laga um að hjónaband megi ógilda ef maki hafi logið til um grundvallaratriði í sambandinu."
Þá er komið að spurningunni um hvort kynferðisleg reynsla fyrir hjónaband sé "grundvallaratriði" í sambandi fólks á Vesturlöndum. Ég hélt ekki að við værum á leiðinni til myrkra miðalda. Reyndar þarf ekki að fara svo langt aftur.
Fyrirgefið fjórtán sinnum, en mér finnst að þeir sem trúarbragða vegna líta á konur sem búfénað, eigi ekki að fá grænt ljós á þá hugmyndafræði frá gestaþjóðum sem vinna í átt að auknu jafnrétti.
Að taka þátt í þessu rugli er gjörsamlega útúr kú og setur fordæmi sem þá væntanlega kallar á fleiri skilnaði þeirra sem vilja skipta út eign og fá sér nýja.
Andskotinn kolvitlaus.
Nenni varla að taka fram að ég er fjölmenningarsinni, í bestu meiningu hugtaksins og ég hef svo sannarlega ekkert á móti fólki frá öðrum menningarheimum, en svona meðvirkni er engum til góðs.
![]() |
Hjónaband ógilt í Frakklandi vegna ósannsögli um meydóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Sunnudagur, 1. júní 2008
Kæri Gallup
Í kvöld er ég búin að horfa á tvær bíómyndir. Ójá.
Hvor annarri betri. King George´s madness og American Splendor. Mæli með báðum.
En þessi færsla er ekki um það, heldur vil ég lýsa yfir áhyggjum mínum með hverfandi fylgi íhaldsins í borginni (jeræt), og ég nærri því meina það.
Það verður að vera einhver andstæðingur í næstu kosningum, fyrir okkur í VG með Samfó, auðvitað, til að kljást við og það verður ekki spennandi kosningasjónvarp ef enginn er andstæðingurinn.
Þess vegna er ég hérna með beiðni til Gallups vinar míns.
Kæri Gallup,
Villtu hætta að hringja í fólk og mæla fylgi íhaldsins.
Það snarminnkar í hvert skipti sem þú lyftir símanum.
Og borgarstjórinn verður ekki bara blurraður. Hann hverfur endanlega.
Skammastín Gallup og hættu að mæla fylgið í Borg Firringarinnar.
Kveðja,
Ég
![]() |
Fylgi D-lista aldrei minna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr